Morgunblaðið - 23.01.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.01.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGU R 23. JANÚAR 1968 3 Athugasei r:r vegna Bjarg-málsins VEGNA alllurðulegrar greinar í Morgunblaðinu 29. des. 1967 eft- j ir færeyska barnaverndarfull- j trúa. þar sem nafns míns er getið j u. þ. b. 9 sinnum sé ég mig til-1 neyddan til að gefa eftirfarandi yfirlýsingu: Efni greinargerðar ættingja færeysku stúlkunnar í Morgun- blaðinu 2. des. 1967 var ekki ákveðið af mér. Allar staðhæfingar í greinar- gerð ættingjanna standa áfram ólhraktar eins og atlir geta séð með samanburði á henni og grein fulltrúanna. Að meginihluta var grein' fær- eysku fulltrúanna slíkt saman- safn af ósannindum og persónu- legu níði að hún teldist nýr þátt- Ur í Bjargmálinu, væri hún tekin alvarlega. Það geri ég ekki. Ég vona, að ég muni ekkí aftur þurfa að taka til máls á opin- berum vettvangi um mál fær- eysku stúlkunnar, nóg er þegar komið. Hef ég og gefið lotforð um það, að sjálfsögðu í trausti .þess að önnur loforð verði hald- in. Verður fróðlegt að fylgjast með því. Reykjavík, 18. jan. 1968. Gísli Gunnarsson. Frá skákmóti Kópavogs TAFLMÓT Skákfélags Kópa- vogs hófst sl. finrmtudag í Gagn- fræðaakóta Kópavogs. Þátttak- endur eru 28 talsinsl Tefldar verða 11 umferðir eftir Monrad- kerfi, og meðal keppenda eru Lárus Johnsen, Guðmundur Þórðarson og Gísli Pétursson. Efstu men.n eftir þrjár fyrstu umferðirnar eru þeir, Lárus Johnsen, Ari Guðmundsson og Bjarni Ólaifsson — með 3 vinn- STAKSTEIMAR Orkufrekur iðnaður Vísir segir í forustugrein í gær: „fslendingar hafa löngum velt fyrir sér leiðum til að nýta orku lindir landsins, vatnsafl og jarð- hita. Mikill sigur vannst á því sviði, þegar Alþingi samþykkti, að byggð yrði álbræðsla við Straumsvík og stórvirkjun í Þjórsá við Búrfell. Með þeirri samþykkt má segja, að orku- stefnan hafi unnið sigur — sú stefna að láta auðlindir lands- ins ekki liggja ónotaðar, heldur hagnýta þær sem örast. Orku- stefnan er reist á margvíslegum röksemdum, en tvær þeirra eru sérstaklega athyglisverðar við núverandi skilyrði. Orkufrekur iðnaður er einn af þeim þáttum atvinnuvega heims, sem mesta framtíðarmöguleika hafa og eru öruggasta undirstaða velmegun- ar. Þá hefur einhæfni íslenzkra atvinnuvega gert þjóðina sér- staklega háða alþjóðlegum hag- sveiflum og þess vegna er hér brýn nauðsyn aukinnar fjöl- breytni í atvinnulífinu. Þessi röksemd hefur greinilega sann- ast undanfarna mánuði. Nú hef- ur þróunin orðið sú í álvinnslu, að kjarnorkan hefur aukið gildi sitt á kostnað vatnsafls. Þess vegna eru ekki góðar horfur á, að reistar verði fleiri álbræðsl- ur hér á landi, þótt um slíkt verði ekki fullyrt. Líklegt má telja, að fslendingar hafi ekki mátt seinni vera að semja um byggingu álbræðslu.“ Stígandi HU 9 strandaði við Höfðann á Skagaströnd fyrir helgina, og sama kvöld náðist hann >-n§a hver. Næsta umferð vexður út, lítið skemmdur. Gott veður var og sést báturinn hér á strandstað, í klettóttri vík. Myndina tefld á miðvikudag. tók fréttaritari Mbl. á staðnum. Lýðhaskóli Noröurlanda byrjar í febrúar næstkomandi í Svíþjóð í FEBRÚARMÁNUÐI nk. tekur Lýðháskóli Norðurlanda (Nord- ens folkliga akademi) til starfa í Kungálv, skammt frá Gauta- borg. Norðurlandaríkin öll eiga aðild að stofnun þessari, og starfar hún eftir reglum, sem menntamálaráðherrar Norður- landa staðfestu á fundi sínum í Helsingör í febrúar 1966. Stofn- unin verður til húsa í nýbygg- ingu, sem reist hefur verið í Kungálv og hýsa á bæði Lýðhá- skóla Norðurlanda og Norræna lýðháskólann, sem þar hefur lengi starfað. Lýðháskóla Norðurlanda er ætlað að vera miðstöð, þar sem fjallað verði um málefni, er er miklu skipta fyrir þróun al- þýðlegrar fræðslustarfsemi á Norðurlöndum. Mun starfsemin einkum miðuð við kennara og forustumenn á vettvangi alþýðu- fræðslu og æskulýðsstarfsemi. — Stofnunin mun gangast fyrir námskeiðum og ráðstefnum, og er gert ráð fyrir, að þátttakend- ur hverju sinni verði allt að 40 talsins. Við stofnunina starfar forstöðumaður, einn fastur kenn ari og bókavörður, en auk þess verða fengnir sérstakir fyrirles- arar til starfa við hvert nám- skeið. Fyrsti forstöðumaður hef- ur verið ráðinn Björn Höjer frá Svíþjóð. Starfsáætlun stofnunarinnar fyrir vormisserið 1968 hefur ver- ið birt, og gerir hún ráð fyrir 6 námskeiðum, sem flest eiga að standa viku til hálfan mánuð. Á fyrsta námskeiðinu, sem haldið verður 4.-9. febrúar, verður fjallað um markmið á sviði æskulýðsmála, og er það ætlað leiðtogum í æskulýðsstarfi. Frá 12. til 24. febrúar verður nám- skeið um fræðslu fullorðinna, 4.—22. marz um tungumála- kennslu, 25. marz til 6. apríl um alþjóðlegt æskulýðsstarf, 2.—17. maí um alþýðufræðslu í bók- menntum og listum og 9.—16. júní um þróun norrænna lýð- skóla. Næsta haust er m.a. ráðgert að efna til þriggja mánaða nám- skeiðs fyrir leiðbeinendur á sviði æskulýðsstarfs og alþýðu- rræðslu. Kennslugjöld eru engin á nám- skeiðum stofnunarinnar, en ferða- og dvalarkostnað þurfa þátttakendur sjálfir að greiða. — Þátttakendur dveljast í heima- vist, og er ekki gert ráð fyrir, að húsnæðis- og fæðiskostnaður verði nema 100 sænskar krónur á viku. Tilkynning um þátttöku skal hafa borizt Lýðháskólanum hálf- um mánuði fyrir upphaf við- komandi námskeiðs. Skrá um námskeiðin ásamt eyðublöðum undir þátttökutilkynningar fæst í menntamálaráðuneytinu, Stjórn arráðshúsinu við Lækjartorg. — (Frá menntamálaráðuneytinu). RITSTJORN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA SÍIVII 10*100 LEIPZIG Sýningartímar: 3. — 12. 3. 1968 Sýning á iðnaðar- og neyzluvörum 1. — 8. 9. 1968 Neyzluvörur i... i...f 'Tiimmtii lirinii rnin ii———mwm i'iíim im—miimiiiiiiiiiiiiimii Á kaupstefnunni í Leipzig sem er elzta og umfangsmesta vörusýning í heimi, getið þér fylgzt með þróun f ramleiðslunnar í yðar atvinnugrein. — Þar mætast iðnrekendur og kau psýslumenn, vísindamenn og iðn- fræðingar, hvaðanæva úr heimi. — t Leipzig sýna framleiðendur frá 70 löndum í austri og vestri vörur sín ar í 60 skýrt aðgreindum vöruflokk- um. Leipzig styður þannig að fram þróun heimsviðskipta og tækniþró- unar. Heimsækið Leipzig miðstöð alþjóðiegra viðskipta. Kaupstefnuskírteini sem jafnframt gilda sem vegabréfsáritun fáið þér hjá umboðsmönnum: KAUPSTEFN UNNI — REYKJAVÍK Pósthús- stræti 13, Simar: 10509 og 24397 eða við landamæri DDR. KAUPSTEFNAN I LEIPZIG Þýzka alþýðulýðveldið. Sjóefnavinnsla Og síðan segir Vísir: „Vegna þessa hefur áhugi sérfræðinga í seinni tíð einkum beinzt að hag- nýtingu jarðhita til sjóefna- vinnslu. Rannsóknarráð ríkisins tók þettta verkefni að sér fyrir rúmu ári. Að því hefur starfað Baldur Líndal efnaverkfræðing- ur, sem þjóðkunnur er orðinn vegna unndirbúnings að bygg- ingu kísilgúrverksmiðjunnar við Mývatn. Málið er því í góðum höndum, enda hefur því þegar miðað töluvert áleiðis. Bandarík- in standa fremst í þessari iðn- grein, en Bretland og Noregur hafa lagt mikla áherzlu á hana í seinni tíð. Allt virðist benda til þess, að hér við land sé að- staða ekki síðri til sjóefna- vinnslu og jafnvel betri. Sjó- efnavinnsla er afar orkufrek og sameinar hagnýtingu vatnsafls og jarðhita, sem nóg er af hér. Athuganir Baldurs Líndals benda til þess, að koma megi á fót sjóefnavinnslu í áföngum, þannig að hver áfangi sé hag- kvæmur og fjárhagslega arðvæn legur, en stöðugt verður að hafa heildarmyndina í huga. Á fyrsta stigi yrðu framleidd ýmis sölt, svo sem natríumklóríð, magn- esíumklóríð, kalíumklóríð og fleira. Á öðru stigi yrðu fram- leiddir ýmsir léttir málmar, svo sem magnesíum og natríum. Líklegt er að þessa málma megi framleiða hér fyrir óvenju lágt verð. Á þriðja stigi yrði svo framleitt plast, ýmis skyld efni og svo málmurinn titanium, sem er afar verðmætur. Á þessu sviði er íslenzka þjóðin að opna sér óendanlega framtíðarmöguleika. Atvinnuástandið um þessar mundir, ætti að hvetja alla hugs andi menn til að stuðla að sem örustum undirbúningi sjóefna- vinnslu, hún getur orðið ein af traustustu efnahagsstoðum ís- lenzku þjóðarinnar í framtíð- inni.“ r *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.