Morgunblaðið - 23.01.1968, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1968
! 6
Annast um skattframtöl að venju, Tími eftir sam- komulagi. Friðrik Sigurbjörnss., lögf. Harrastöðum v/Baugsveg. Sími 16941 og 10100.
Bifreiðastjórar Gerum við allar tegundir bifreiða. — Sérgrein hemla viðgerðir, hemlavarahlutir. HEMLASTILLING H.F. Súðavogi 14 . Sími 30135.
Skattaframtöl Sigfinnur Signrðsson, hag- fræðingur, Malhaga 15. — Sími 21826 eftir kl. 18.
Skattaframtöl Komið strax, því tíminn er naumur. Fyrirgreiðsluskrif stofan, Austurstræti 14, sími 16223. Þorleifur Guð- mundsson, heima 12469.
Aðstoða við skattframtöl byggingarskýrslur og fl Verð kr. 450—750. Innifal- ið kærur og bréfaskipti síðar ef með þarf. Sig S. Wium, sími 40988.
Tek að mér að gæta baraa á aldrinum 2ja—6 ára. Upplýsingar í síma 83959 kl. 1—4 í dag og næstu daga.
Ekta skinnhúfur á börn og urnglinga, ódýrar, fallegar, kjusulag, með dúskum. Nýjasta tízka. Kleppsveg 68 (3. hæð t. v.) Sími 30138.
Herbergi til leigu í Kópav. fyrir reglusaman mann. Fyrirframgreiðsla. Uppl. í síma 40931 í dag og næstu daga.
Keflavík Notuð eldhúsinnrétting til sölu á Vatnsnesvegi 13. — Uppl. í síma 2030.
Fótsnyrting handsnyrting og augna- brúnalitun. Guðrún Þor- valdsdóttir. Snyrtístofan IRIS, Skólavörðustíg 3 A. Sími 10415.
Til leigu í Miðborginni stofa ásamt eldunarplássi. Tilb. merkt: ,,1. febrúar — 5226“ sendist Mbl. fyrir föstudagskvöld n. k.
Pappadiskar og drykkjarmál í litum og stærðum fyrir þorrablót, fyrirliggjandi. Ólafsson og Lorange, Klapparstíg 10, sími 17223.
Trésmíði Vinn alls konar innanhúss trésmíði í húsum og á verk stæði. Hef vélar á vinnu- stað. Get útvegað efni. — Sími 16805.
Sveitavinna Unglingur eða eldri maður óskast til aðstoðar á sveita heimili i vetur. Tilb. merkt: „Aðstoð — 5610,, sendist Mbl. fyrir 25. þ. m.
Karlmannsúr Omega stálúr í silfurarm- bandi tapaðist 4. janúar á Snorrabraut eða Klepps- vegi, skilist gegn fundar- launum. Uppl. í síma 17254.
að blessað veðrið væri honum allt-
af kært umræðuefni, enda ekki að
furða, þar sem það hefur löngum
verið þrautalending allra, sem
skort hefur mál til að tala um.
Og veðrið núna er svo sem „sí
sona“, umhleypingar, en þó enginn
rosi, a.m.k. ekki hér sunnanlands.
En því byrja ég að tala um veðr-
ið, að mér bárust svo fallegar vís-
ur um vorið, nú I gær. Þótt hægt
miði, er vorið á næsta leiti, og
þess vegna er viðeigandi, að menn
varpi frá sér vetrarkviða. Vísumar
um vorgleðina bárust mér með
austanvindinum, ylrikum og góð-
um, og ég læt þær fljóta hér með.
„Ég aldrei er einmana á vorin,
ef mér tekst að laumast út úr
bænum.
Niður að vatni löngum liggja
sporin,
mig lokkar dulin þrá i nætur-
blænum.
Þar flnn ég tltra töfragigju strengi
sér tyllir lítill fugl á mosaþúfu. —
Ég fær mér bað í bjartri dögg á
engi
og bergi ilmsins veig með gleði
ljúfu.“
Þetta má nú kalla vorstemningu
á vetri, og við þökkum fyrir.
En annað mál er, að ég hitti
reiðan mann við Melatorg, vestan-
hallt við Valhöll, sem ekki var í
alveg eins miklu vorskapi.
Storkurinn: Og bara stúrinn,
Ijúíurinn?
Maðurinn hjá Melatorgi: Já, það
er nú það minnsta, sem skapi
minu má nafnið gefa, en verst er,
að líklega verður ekki hægt að
bæta þar um. Suðurgatan, líklega
ein elzta gata Reykjavíkur, er
að verða stórhættuleg umferðar
vegna hinna hættulegu hola, sem
hafa myndazt í malbikinu, hverju
svo sem verkfræðingar kenna um.
Hvort hér er hægt um að bæta
fyrr en með hækkandi sól, skal
ég ósagt láta, en ósköp væri nú
gaman, ef verkfræðingar okkar
kiktu á þetta, og máski kæmi þá
eitthvað út úr þessu.
Þetta er fjölfarin gata, Suður-
gatan, m.a.s. fjölfarin strætisvagna
leið, svo að það hlýtur að snerta
samvizku þeirra hjá borginni að
reyna að bæta þama um. Sér-
staklega er kaflinn slæmur með-
fram gamla Melavellinum.
Ég skal svo sem koma þessari
beiðni þinni á framfæri, maður
minn, en svo verður vist Guð og
lukkan að ráða, hvort ráðamenn-
irnir bæta þarna úr. Með það var
storkur floginn upp á tuminn á
Þjóðminjasafninu, hallaði undir
flatt og fékk sér einn „velfor-
þéntan" hænublund I skammdeg-
inu.
FRÉTTIR
KFUK, aðaldeildin.
Saumafundur í kvöld kl. 8.30. —
Kristilegt hjúkrunarkvennafélag
sér um fundinn. Ingunn Gísla-
dóttir, hjúkmnarkona flytur hug-
leiðingu.
Filadelfia, Reykjavík.
Síðasta samkoma, sem Victor
Greisen talar á, verður í kvöld kl.
8.30. Hann taíar sérstaklega til
æskufólks. Allt æskufólk er vel-
komið.
Fótaaðgerðir fyrir aldrað fólk.
Kirkjunefnd kvenna Dómkirkj-
unnar veitir öldruðu fólki kost á
fótaaðgerðum á hverjum mánu-
degi frá kl. 9—12 árdegis í Kven-
skátaheimilinu í Hallveigarstöð-
um, gengið inn frá Öldugötu. Þeir
sem óska að færa sér þessa að-
stoð í nyt, biðji um ákveðinn tíma
I sima 14693 hjá frú Önnu Kristj-
ánsdóttur.
KAUS — Samtök skiptinema.
Leshringurinn í umsjá séra Jóns
Bjarman er í kvöld i Félagsheim-
ili Neskirkju kl. 8.30.
Spilakvöld templara í Hafnarf.
Félagsvistin í Góðtemplarahús-
inu miðvikudaginn 24. janúar. —
Allir velkomnir. Fjölmennið.
Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins
I Reykjavík heldur skemmti-
fund fimmtudaginn 25. janúar kl.
8 í Sigtúni. Spiluð verður félags-
vist og fleira til skemmtunar. Allt.
Fríkirkjufólk velkomið og taki
með sér gesti.
Kvenfélag Hallgrímskirkju
heldur fund fimmtudaginn 25. þ.
m. kl. 8.30 í Iðnskólanum. — Séra
Ragnar Fjalar Lárusson, sóknar-
prestur, flytur ávarp. Sýnd verður
kvikmynd, en að því loknu verður
kaffidrykkja. Konur, fjölmennið. —
Stjórnin-
Frá Eyfirðingafélaginu
Þorrablótið verður í Lídó laugar-
daginn 27. jan. Aðgöngumiðar af-
hentir i Lídó fimmtudaginn 25. jan.
kl. 5—7, föstu g 26. jan. kl. 2—4.
Kvenfélag Neskirkju býður eldra
sóknarfólki í kaffi að aflokinni
guðsþjónustu kl. 3 sunnudaginn 28.
janúar í Félagsheimilinu. Skemmti
atriði. Allt eldra fólk velkomið.
Hvítabandið heldur fund í Aðal-
stræti 12 þriðjudaginn 23. jan. nk.
Sagt frá jólastarfsemi félagsins. —
Frásöguþáttur, myndasýning o. fl.
Takið með ykkur gesti.
Lokaúthlutun á fatnaði
verður mánudaginn 22. janúar
og þriðjudaginn 23. janúar kl. 2—6
að Laufásvegi 41. — Vetrarhjálpin
í Reykjavík.
Kvenfélagskonur, Keflavík
Munið þorrablótið 27. jan. kl. 8,
stundvislega. Miðar eru hjá Stein-
unni Þorsteinsdóttur, Vatnsnesvegi
21. —
só N/EST bezti
Eyjólfi bónda þótti gott í staupinu, en ekki gat hann þá talizt
drykkfelldur, og ætíð var hann rólegur við vín, sem endranær.
Ráðskonu hans var þó hinsvegar meinilla við þetta eftirlæti Ey-
jólfs við sjálfan sig og lét hann óspart kenna á vandlætingu sinni,
kæmi hann drukkinn heim. Eitt sinn er hann kom úr kaupstaðar-
ferð, ásamt fleiri bændum, er samleið áttu me'ð honum, var hann
orðinn alldrukkinn, þá er þeir komu til bæjar, en þó ekki ósjálf-
bjarga. Kom þá ráðskona Eyjólfs út og leizt þeim félögum hans
hún all-óárennileg til orðs og æðis. Ræddu þeir um það sín í milli,
hvort óhaett mundi að láta bónda eftir einan hjá pilsvarginum
Þá sagði bóndi með mestu hægð:
„Farið þið bara, piltar, Eyjólfur er alvanur"!
Hversu lengi á ég að bera sút í
sál, harm í hjarta dag frá degi?
Hversu lengi á óvinur minn að
hreykja sér upp yfir mig? —
Sálmarnir, 13, 3.
i dag er þriðjudagur 23. janúar
og er það 23. dagur ársins 1968.
Eftir lifa 343 dagar. Tungl var á
siðasta kvarteli I gær. Árdegishá-
flæði kl. 11.06.
Upplýsingar um læknaþjónustu i
borginni eru gefnar í sima 18888,
símsvara Læknafélags Reykjavík-
ur.
Siysavarðstofan í Heilsuverndar-
stöðinni. Opin allan sólarhringinn
— aðeins móttaka slasaðra —
sími: 2-12-30.
Læknavarðstofan. Opln frá kl. 5
síðdegis til 8 að morgni. Auk þessa
alla helgidaga. — Sími 2-12-30.
Neyðarvaktin tstvarar aðeins á
virkum dögum frá ki. 8 til kl. 5,
«imi 1-15-10 og laugard. ki. 8—1.
Kvöldvarzl. í lyfjabúðum
í Reykjavík
vikuna 20. jan. til 27. jan. er í
Ingólfs Apóteki og Laugames-
apóteki.
Næturiæknir í Hafnarfirði
aðfaranótt 24. janúar er Jósef
Ólafsson, sími 51820.
Næturlæknir í Keflavík
22/1 og 23/1 Kjartan Ólafsson.
24/1 og 25/1 Arnbjörn Ólafsson.
Keflavíkurapótek er opið virka
daga kl. 9—19, laugardaga kl. 9—2
og sunnudaga frá kl. 1—3.
Framvegis verður tekið á mótl
þeim, sem gefa vilja blóð 1 Blóð-
bankann, sem hér segir: mánud.,
þriðjud., fimmtud. og föstud. frá
kl. 9—11 f.h. og 2—4 e.h. Miðviku-
daga frá kl. 2—8 e.h. og laugardaga
frá kl. 9—11 f.h. Sérstök athygli
skal vakin á miðvikudögum vegna
kvöldtimans.
Bilanasími Rafmagnsveitu Rvík-
ur á skrifstofutíma er 18-222. Næt-
ur- og helgidagavarzla, 18-230.
Skolphreinsun hjá borginni. —
Kvöid- og næturvakt, simar
8-16-17
A.A.-samtökin
Fundir eru sem hér segir: f fé-
lagsheimilinu Tjarnargötu 3«
Miðvikudaga kl. 21. Föstud. kl. 21.
Langhoitsdeild, í Safnaðarheimili
Langholtskirkju, laugardaga kl. 14.
Orð lífsins svarar í síma 10-000.
H Edda 59681237 =2
□ Gimli 59681257=2
IOOF R. b. 1.=1171238 !4=R I.
IOOF 8=149124814= 9. I.
D HAMAR 5968123.8—1.
Kiwanis Hekla.
Alm. fundur 7.15. Þjóðleikhús-
kjallari.
unnar uonar Ifós
Hváð er að gerast með áhrifum áranna?
Er æskumannsframtíðin jarðvegur sáranna?
Allmargir nefna hana bölvaldinn borganna,
blátt áfram skapara djúpstæðra sorganna.
Hún, sem er fegursti skrautklæða skartandi
í skuggunum hímir nú vonlaus og kvartandi
Unz freistarinn kemur með gullbryddu gjörðina,
gefandi blekkingar himin og jörðina.
Svo kemur gefandans afleiðing æðandi,
öllu, sem réttlátt er, storkandi, hæðandi.
Á glötunar leiðinni vel er hún vakandi
vitskent af fégræðgi þjófhendi takandi.
Um siðhelgi og trúarbrögð, ljótorð og lastandi
í listaverk skáldanna morðvopnum kastandi.
Stefnulaus ráfandi tugggúmmí tyggjandi,
í tugthúsum borganna ofdrukkin liggjandi.
En kynslóöin eldri er peninga plokkandi
pimtandi gangvegi sjoppunum lokkandi.
Dæmir svo æskuna ráðvillta, ráfandi,
ranglátum augum, sem eru ekki sjáandi.
Hvernig á blindur að vísa eftir veginum
er veit ekki muninn á nóttu og deginum?
Nei, æskan er fögur, á verðinum vakandi,
viðbúin byrðar á herðar sér takandi
safnandi kröftum til erfiðu áranna,
ástvina sælasti huggari táranna.
Lærisveinn bezti líðandi stundanna,
leitandi kærleika mannlífsins fundanna.
Bara, ef við ráðgjafar freistingum fækkuðum,
frækornið smáa í Guðríki stækkuðum.
Æskan er frækornið frelsisins njótandi
frjósemi þess verður umhverffð mótand i
frjósemi þess verður umhverfið mótandi,
Jarðlífið fullkomna vegi þess vísandi
úr vonlausum skuggum að sólinni lýsandi.
Ljósið er aflgjafi æskumanns vonanna,
erfingja landsins, dætra og sonanna.
G. G.
Geðvemdarfélag fsiands
Ráðgjafa- og upplýsingaþjón-
ustan alla mánudaga kl. 4—6 síð-
degis að Veltustundi 3, sími 12139.
Þjónustan ókeypis og öllum heimil.
Stúdentar frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1958
Fundur verður í Leikhús-
kjallaranum fimmtudaginn
25. janúar kl. 20.30. Fundar-
efni: 10 ára jubileum. Mæt-
um öll. — Bekkjarráð.
Tiikynning til sóknarfólks
Símanúmer mitt er 16337 og
heimilisfang Auðarstræti 19. Séra
Ragnar Fjalar Lárusson, sóknar-
prestur 1 Hallgrímsprestakalli.
Vísukorn
Llfið er dýrt,
dauðinn þess borgun.
Drekkum 1 kveld,
iðrumst á morgun.
Hannes Hafstein.
GENGISSKRANINO
Hr. 10 - 19. Jandar 196«.
SkrtfO frtf Elnlng Kaup Sala
27/11 '67 1 Bandar. doll»r 58,93 57.07
9/1 '68 1 8terllnespund 137,16 137,50
19/1 — 1 Knnadadollar 52,33 52,47jjC
18/1 - 100 Danakar krónur 763,34 765,20
27/11 '67 100 Norakar krónur 796,92 798,88
16/1 '68 100 Sænakar krónur 1.102,00 1.104,70
11/12 '67 100 Flnnsk BkJrk 1.356,14 1.359,48
18/1 '68 100 Fransklr fr. 1.1S4.33 1.157,37
4/1 - 100 Bel(. frankar 114,55 114,83
9/1 - 100 Svlsan. fr. 1.311,43 1.314,87
16/1 - 100 Oylllnl 1.378,65 1.582,53
27/11 '67 100 Tékkn. kr. 790,70 792,64
4/1 '68 100 V.-þýr.k mtírk 1.421,65 1.425,15'
22/12 '67 100 Lírur 9,12 9,14
8/1 '68 100 Aunturr. ach. 220,10 220,6«
13/12 '67 100 Poaetar 81,80 82,00
27/11 - 100 Relknlngskrónur- VOrusklptalönd 99,86 100,14
— — 1 Relknlngapund- Vöruaklptnlönd 136,63 136,97
^ Brnytln* frá aíðuatu akráningu.