Morgunblaðið - 23.01.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.01.1968, Blaðsíða 28
FEflÐA-OG FARANGURS 1TRVGG NC ALMENNAR TRYGGINGAR* PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SÍMI 17700 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANUAR 1968. RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA'SKRIFSTOFA siivii iD'iao Hafa allir skýrt trá skammbyssum, sem þeir hafa séð eða vita deili á? Inflúensan Allir leita morðingjans - veita lögreglunni ómetanlega aðstoð breiðist lítið út INFLÚENSA sú af Asíustofni, sem orðið hefur vart hér breið- ist mjög lítið út, samkvæmt upp- lýsingum Braga Ólafssonar, að- i stoðarborgarlæknis. i Bragi sagði, að allhár hiti i fylgdi þeim tilfellum, sem vart I hefði orðið við, en kvað ekki hægt að segja að á ferðinni væri gangandi farsótt. Skýring fundin á sænsku sígarettunni | Sáttafundur í EKKEHT nýtt hefur komið fram í rannsókn morðmálsins, sem gæti leitt til handtöku morðingj- ans og er hans enn leitað ákaft. Vitnið, sem lögreglan leitaði að í sambandi við sænsku síga- rettutegundina John Siiver kom fram vestur í Stykkishólmi sl. laugardagskvöld, en við yfir- heyrslu kom í ljós að maður- inn hafði unnið þar við sjó- róðra alla siðustu viku. Á föstu dag gaf sig fram Bandaríkja- maður, sem lögreglan vildi ná tali af. Var hann færður til yf- irheyrslu og stjórnaði Þórður Björnsson yfirsakadómari henni. Á laugardag var þessi maður úr- skurðaður í sjö daga gæzluvarð- hald, þar eð nauðsynlegt þótti að sannreyna framburð vitnis- ins. Seint á laugardagskvöld fékk rannsóknarlögreglan þær upp- lýsingar að Agnar Agnarsson, maðurinn sem lögreglan leitaði að í sambandi við sænsku síga- rettutegundina, væri vestuT í Stykkishólmi. Það var kona, sem gaf lögreglunni þessar upp- lýsíngar, og kvaðst hún hafa hitt vinkonu Agnars laugardag- inn næst á undar. og hún þá sagt henni að þau vær.u á för- um til Stykkishólms. Rannsóknarlögregllan hafði áð ur heyrt þann orðróm, að vitnið væri einihvers staðar á Snæfells- nesi. Skömmu eftir að stúlkan hafði gefið rannsóknarlögTegl- unni þessar upplýsingar, hringdi sjómaður einn og kvaðst hafa séð Agnar í Stykkishólmi bæði á miánudag og föstudag. FrÁjón Þórðarson, sýslumað- ur Snæfells- og Hnappadals- sýsluð yfirlieyiði Agnar og fleiri og kom : Ijós, að Agnar hafði stundað sjóróðra frá Stykkis- iiólrru alla vikuna. sjómanna- deilunni SÁTTASEMJARI boðáði full- trúa sjómanna og útgerðarmanna á sáttafund kl. 8 í gærkvöld til umræðna um kjarasamningana. Stóð sá fundur enn er blaðið fór í prentun í gærkvöldi, án þess að samningar hefðu náðst. Þá hefur gefið sig fram sænskur maður, sem taldi sig þekkja Gunnar heitinn á mynd, sem leigubílstjóra, er hefði ek- ið sér á mánudag í síðustu viku. Þessi Svíi reykir Jo(hn Silver sígarettur. Hann kvaðst hafa Framhald á bls. 27 Fannst látinn EINN mannanna þriggja, sem leitað var að hér á dögunum, fannst látinn á sunnudag í fjöru- borðinu sunnan við Hvaleyrina í Hafnarfirði. Gullfoss kom í gær og með honum voru liðlega 40 Færeyingar og einnig nokkrir aðrir far- þegar. Á myndinni sjást erlendir farþegar fara í gegnum „hreinsunareldinn“, útlendingaeftir- litið og Árni Sigurjónsson eftirlitsmaður rannsakar ástand farþeganna til landvistar. Sjá við- töl við Færeyinga á bls. 10. — Ljósm. Ól. K. Magn. 40 Færeyingar komu [nífurinn, sem stúlkan notaði í árásinni. íl.insm Mhl • Úl.K.M.i 18 ára stúlka stingur móður sambýlismanns síns meö hnífi með Gullfossi ■ gær — aðrir fjörufíu hœttu við UM FJÖRUTÍU Færeyingar og nokkrir aðrir útlendingar komu með Gullfossi í gær í atvinnu- leit. Upphaflega höfðu einir átt- tíu Færeyingar pantað far með skipinu, en fréttir um ótryggar atvinnuhorfur hér urðu til þess að helmingurinn hætti við. Út- lendingaeftirlitið talaði við allt fólkið, og sagði Árni Sigurjóns- son, að Færeyingarnir ættu all- ir vísa atvinnu, sumir þeirra væru jafnvel búsettir hér. Hann sagði, að það væru aldrei nein vandræði með þessa frændur okkar, þeir gættu þess jafnan vandlega að hafa allt í lagi hjá sér. H ns vegar var hald ið eftir þrem Englendinigum, sem höfðu litla peninga undir höndum, og gátu ekk fært sönn- úr á, að þeir væru búnir að fá atvinnu. Einum þeirra var sleppt eftir að staðfestng barst frá Vestmannaeyjum, en hinir tveir verða sendir til baka með Gull- fossi, eftir tvo daga, etf þeir verða ekki búnir að tfá vinnu. Viðtöl við nokkra Færeying- anna eru á bls 10. - veitti henni tvö sár - konan ekki talin í lífshœtfu ÁTJÁN ára stúlka réðst að 44 ára móður sambýlismanns síns aðfaranótt sunnudags og stakk hana tvisvar í bakið með hníf. Áður en stúlkunni tækist að leggja hnífnum í þriðja sinn kom sambýlismaður hennar til skjalanna og tókst honum að af- vcpna stúlkuna. — Konan var strax flutt í Slysavarðstofuna og þaðan í Landspítalann. Reyndist önnur hnífsstungan vera um 7 cm djúp og er talið að hún hafi snert annað lungað. Hin hnífs- stungan reyndist grynnri. Konan liggur nú í Landspítalanum, en er ekki talin í lífshættu. Tildrögin að þessum atburði voru sem hér segir: Á heimili einu í Reykjavík búa hjón og þrír synir konunnar af fyrra hjónabandi, ásamt sambýliskonu eins sonarins. Hafa þau dvalið nokkurn tíma á heimili hjón- anna með tíu mánaða barn sitt vegna húsnæðisleysis. Við yfirheyrslu á sunnudag bar stúlkan það, að mjög hefðí verið kalt milli sín og móður sambýlismanns hennar. Umrætt kvöld hafði enginn á heimilinu neytt áfengis, nema hvað stúlkan og sambýlismaður hennar höfðu drukkið eina Fram/hald á bls. 20 Seld síld í Þýzka- landi fyrir 5 kr. kg. N O K K R I R síldveiðibátar seldu í gær í Þýzkalandi síld, sem þeir höfðu fengið í Skag- erak. Fengu þeir yfirleitt um og innan við 5 kr. fyrir kg. Mbl. er kunnugt um sölu þessara báta: Brettingur frá Vopnafirði seldi 60 tonn fyrir 22 þúsund mörk í Cuxhaven. Þorsteinn seldi rúmlega 73 tonn í Cuxhaven fyrir 26 þús. mörk. Þá seldi Reykjaborgin í Bremerhaven 60 tonn fyrir 21 þús. mörk. Örn seldi 55 tonn fyrir 19 þús. mörk. Og Harpa mun hafa selt um 100 tonn af síld, en ekki er blað- inu kunnugt um hva’ð hún fékk fyrir afla sinn. I dag ætla Gísli Árni og Fylkir að selja í Þýzkalandi. Margir bátar eru við Fær- eyjar, en þar er slæmt veður og því ekki veiði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.