Morgunblaðið - 23.01.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.01.1968, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23, JANÚAR 1968 H-umferð: Kostnaður við breytinguna orðinn nú 22,2 millj. kr. - tíðni slysa minkaði í Svíþjóð eftir breytinguna Örn Hallsteinsson hefur hér komizt fram hjá Gísla Blöndal og náði að skora. (Ljósm. Kr. Ben.) í G Æ R kom frumvarpið um frestun á framkvæmd breyting- ar á hægri akstri til fyrstu um- ræðu í neðri deild Alþingis. — Lauk umræðunni, en atkvæða- greiðslu var frestað. Frumvarpið er flutt af nokkrum þingmönn- um Framsóknarflokksins og Al- þýðubandalagsins, og felur í sér, að hægri umferð komi ekki til framkvæmda fyrr en á árinu 1969 og þá því aðeins að hún hafi áður verið samþykkt við þjóðar- atkvæðagreiðslu. Jóhann Hafstein, dómsmálaráð herra, tók til máls við umræðuna í gær og kom m.a. fram í ræðu hans, að búið væri að ráðast í miklar og kostnaðarsamar fram- kvæmdir í sambandl við fyrir- hugaða breytingu, auk þess sem ýmsar framkvæmdir hefðu verið við hana miðaðar. Þá kom fram í ræðu ráðherra, að í Svíþjóð hefðu verið fram- kvæmdar rannsóknir um tíðni umferðarslysa fyrir og eftir breytinguna og lægju nú fyrir tölfræðilegt yfirlit um þær rann- sóknir. Sagði ráðherra, að þær sýndu að yfirleitt hefði dauða- slysum og öðrum slysum fækkað eftir breytinguna. Þá sagði ráð- herra, að breytingin í H-umferð gæfi kærkomið tækifæri fyrir fs- lendinga að taka umferðarmál og umferðarmenningu fastari tökum, og yrði aðstaðan til þess mun betri þegar hin breyttu við- horf sem umferðarbreytingin skapaði kæmi til. Sagði ráðherra einnig, að flutningsmenn frumvarpsins legðu áherzlu á, að þjóðarat- kvæðagreiðsla færi fram um málið. í Svíþjóð hefði farið fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort tekin skyldi upp hægri umferð, og hefði það verið fellt í þeirri atkvæðagreiðslu. Eigi að síður hefði þingið þar ákveðið að taka upp hægri umferð nokkrum ár- um síðar, án þess að látin væri fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla. Ráðherra lagði áherzlu á, að afgreiðslu frumvarps þessa yrði hraðað í þinginu, þar sem nauð- synlegt væri að fá úr því skorið hið fyrsta hver væri vilji Al- þingis. Fyrsti flutningsmaður frum- varpsins, Steingrímur Pálsson, FÆREYINGARNIR Framhald af bls. 10 unnið á sjómannaheimilinu færeyiska, sem er nyrzta sjó- mannheimilið á jörðinni. — Hvar ætlarðu að vinna hér? — Ég ætla að vinna á Fær- eyiska sjómannaheimilinu við Skúlagötu í Reykjavík, en það verður opnað einhvern næstu daga. Þar ætla ég að vinna þangað til í maí, en þá fer ég aftur til Færeyjá. — Hvernig var að vinna á Grænlandi? — Það var mjög skemmti- legt og fróðlegt. Við hittnm fyrir hjón sem hafa verið búsett hériendis og röbbuðum við þau stnndar- korn. Þan heita Vanja Skaal- um og Óli Skaalum, en þan eru foreldrar brosmildn stúlk- unnar. mælti fyrir því, og rakti þau rök sem hann sagði að flutnings- menn teldu vera fyrir flutningi þess. Sagði hann að hér væri um ópólitískt mál að ræða, sem greinilega væri mikill ágrein- ingur um, og lægi því beinast við að leitað væri eftir vilja þjóðarinnar. Meginatriði frum- varpsins væri því, að fram færi þjóðaratkvæðagreiðsla um málið, og sagði hann, að ef niðurstaða hennar yrði sú, að meiri hluti þjóðarinnar vildi hægri akstur, þyrfti það ekki að rýra gildi þeirra framkvæmda, sem þegar hefði verið ráðist í vegna breyt- inganna. Margt mælti með því, sagði framsögumaður, að hætt yrði við breytinguna, m.a. að augljóst væri að hún myndi verða margfalt kostnaðarsamari heldur en áætlað hefði verið í upphafi. Ráðherra sagði, að frumvarp það er hér um ræddi, væri allt of seint fram komið, þar sem miklar framkvæmdir væru hafn- ar til undirbúnings H-umferðar, og þegar væri búið að leggja í mikinn kostnað. Gerði ráðherra síðan grein fyrir skuldbinding- um H-nefndarinnar, og kom fram að nefndin var sl. föstudag búin að greiða út, vegna breyt- inganna, 22,2 millj. kr., auk - KAIRO Framhald af bls. 1 því yfir, eftir að þeir voru hand teknir, að þeir vildu koma á lýðræði í Egyptalandi. Þá talaði sækjandinn um, að sá sem hefði skipulagt samsærið hefði verið Abdel Hakim Amer, marskálk- ur, yfirmaður fyrrum yfirmaður hers Egypta og gamall vinur og samstarfsmaður Nassers. Hann var handtekinn eftir samsæris- tilraunina, en iézt nokkru síðar og var sagt opinberlega, að hann hefði framið sjálfsmorð. Sækj- andinn sagði. að Amer hefði haf ið baráttu gegn Nasser, forseta og stjórn hans, eftir að honum var vrsað úr stöðu sinni. Hefði hann m.a. leitað skjóls á heim- ili fyrrum flugmarskálks, Sedky Mahmoud, þeim hinum sama, er borið hefði höfuðábyrgð á al- gerum ósigri egypzka flughers- — Þið hafið verið búsett hérlendis? — Við höfum verið hér mörg undanfarin ár og búsett í tæp 7, en við fluttum aftur til Færeyja í september sl. og ætlum að búa þar. Við ætlum að vinna hérna á vertíðinni núna í Sandgerði, ég vinn í írystihúsinu og maðurinn minn verður á bát. — Af hverju viljið þið vinna hér? — Við komum bara að gamni okkar, til þess að hitta kunningjana og við förum aftur heim í vor, svarar Óli og nú er skipið lagst að bryggju og ferðafólkið þráir að hafa fast land und- ir fótum, og við kveðjum þessa ágætu nágranna okkar, sem eru orðnir hér heima- vanir, svo sem heima hjá sér. Á. J. greiðsluskuldbindinga er námu 9 millj. kr. Þá sagði ráðherra, að H-nefnd- in teldi, að sú kostnaðaráætlun, sem upphaflega hefði verið gerð, mundi standast í öllum aðalat- riðum og væri því um staðlaus- ar fullyrðingar að ræða, þegar því væri haldið fram að kostnað urinn yrði margfaldur á við það sem upphaflega var gert ráð fyr- ir. Benti ráðherra á í þessu sam- bandi, að Félag ísl. vegfarenda hefði látið gera áætlun um hvað aukin löggæzla r H-árinu mundi kosta, og komizt að þeirri niður- stöðu, að þar væri um 250 millj. kr. að ræða. Benda mætti hins- vegar á, að allur löggæzlukostn- aður væri nú ekki nema 150 millj. kr., svo augljóst væri við hversu mikil rök slíkur útreikn- ingur styddist. Þórarinn Þórarinnsson taldi, að lítið hefði verið rætt um þetta mál meðal almennings þegar það kom til afgreiðslu á Alþingi. Nú væri það hinsvegar mjög um- deilt, og því eðlilegast að hafa um það þjóðaratkvæðagreiðslu, og lægi beint við, að hafa hana í tengslum við forsetakosningar á sumri komanda. - THEODORAKIS Framhald af bls. 1 Réttarhöldin í máli Theodorak is stóðu yfir í tvær klukkustund- ir og var fjölmenni í réttarsaln- um, þar á meðal kona hans, Myrto og faðir hans Georg. Theodorakis, sem hefur verið í fangelsi frá því í ágúst s.l., sagði við fréttamenn, að réttar- höldunum loknum, að hann mundi leggja fram náðunar- beiðni innan tveggja daga. Hann ræddi einnig við fréttamenn, áður en þau hófust og skýrði þá frá því, að fregnirnar um, að hann væri haldinn sykursýki hefðu ekki átt vfð rök að styðj- ast. Hinsvegar kvaðst hann hafa farið í hungurverkfall, er hann var ekki leiddur fyrir herrétt ásamt sakborningunum, sem sak aðir voru um að hafa staðið að samsæri gegn stjórninni. Hann sagði líka, að heilsu sinni hefði hrakað mjög í fangelsinu. „Ég hef verið rændur frels- inu og frelsi til að vinna skap- andi starf sagði tónskáldið. Ég er stoltur yfir því, sem ég hef gert, ég geröi skyldu mína sem Grikki, sem stjórnmálamaður og sem menntaður maður. Ég hef sýnt trú mína í verki en því mið- ur hefur tónlist mín, sem er kunn út fyrir landamæri Grikk- lands, nú verið bönnuð í landi mínu“. - KOSNINGAR Framhald af bls. 1 aralegu flokkar fái samanlagt 92 af samtals 175 þingsætum í þjóð- þinginu. Þeir, sem helzt hafa uppi spár um úrslit kosninganna, virðast vera sammála um, að þrír stærstu flokkar þjóðþingsins, sósíaldemókratar, íhaldsflokkur- in.n og Venstre muni hafa óbreytta þingmannatölu eftir kosningamar. Bf þetta reynist rétt, mun það, sem á sér stað í flokksörmunum og þá einkum í vinstra armi sósíalista að ráða - FH Framhald af bls. 26. áfram með, er skemmtilegt, þótt tæplega sé það nógu vel æft hjá þeim til þess að geta borið árang ur í harðri keppni. Markverðir FH, þeir Kristófer og Bigir, vörðu báðir vei í þessum leik. Leiðinleg harka setti svip sinn á leiik KR. Verða þeir að gera lagfæringu á, þar sem þeir hagnast ekki á henni. Tveimur KR-ingum var vísað út af leikvelli, Halldóri tvívegis og Karli Jóh. Af KR- ingu mátti Hilmar beztan leik, og einnig kom Gísli Blöndad vel frá leiknum. Dómari leiíksins var Magnús Pétursson. Var hann nokkuð mis tækum í dómum sínum, en ekki er hægt að segja að það hafi bitnað á öðru liðinu hinu frem- ur. Mörk FH sfkoruðu: örn 7, GeÍT 5, Árni 3, Páli 3, Auðunn, Rún- úrslitum varðandi skipun stjórn- arinnar. Spurningin er með öðr- um orðum sú, hvaða áhrif klofn- ingurinn í SF-flokknum í des- ember, sem varð til þess, að sfcjórn Krags komst í minnihluta, og leiddi til myndunar nýs flokks vinstri sósialista, hafi haft á skoðun kjósenda. Á þjóðþinginu, eins og það var, höfðu sósíaldemókratar og SF öruggan meirihluta saman og stjórn Krags byggðist á honum. Nú horfist hann í augu við tvo mógirleika. Annað hvort mun engin breyting verða á þing- mannatölu sósíalisísku flokk- anna í kosningunum, en þá verða þar í hópi þingmenn vinstri sósíalista, sem ekki munu vilja styðja Krag. Ef það yrði, ætti hann samkvæmt um- mælum Hilmars Baungárds á mánudag, að geta komið á sam- starfi við Radikale Venstre. Einn ig gæti farið svo, að sósíalistísku flokkarr.ir misstu meirihlutann og þá myndi Krag verða að láta af völdum. - 18 ÁRA STÚLKA Framhald af bls. 28 flösku af öli, sem maðurinn bruggaði fyrir jólin. Hefði móðir mannsins ekki viljað, að ölið yrði haft um hönd á heimili sínu og beðið son sinn að hella því niður. Það gerði hann, en skaut undan einni flösku, sem hann drakk svo með sambýlis- konu sinni þetta kvöld án vit- undar hinna á heimilinu. Maðurinn segist ekki hafa orð- ið var neinna áhrifa af ölinu, en stúlkan segist hafa fundið fyrir áhrifum, sem hún taldi ólík á- hrifum af víni. Við yfirheyrslu sagði stúlkan, að óvild sín til móður mannsins hafi brotizt út þetta kvöld og ákvað hún að ar og Kristján 2 hvor og Birgir og Gils 1 mark hvor. Mörk KR: Hilmar 8, Gísli 6, og Halldór 3. - HAUKAR Framhald af bls. 26. steinn að nafni, Sýndi hann skemmtilegan leik og þar er á ferðinni maður sem búast má við miklu af. f heild séð var lið Víkings fremur þungt og áhuga- lítið, sérstaklega í vörn. Þá var markvarzlan heldur ekki ýkja burðug. Dómari var Óli Ólsen og dæmdi sérstaklega vel. Mörk Hauka skoruðu: Þórður 7, Ólafur 6, Viðar 5, Þórarinn 4, Stefán 3, Sigurður 2 og Gisli og Sturla 1 hvor. Mörk Víkinga: Jón 6, Jósteinn 5, Einar 4, Rúnar 3, Guðmund- ur og Gunnar 1 hvor. vinna henni eitthvert mein. Skömmu síðar, þegar hún er fram í eldhúsi ásamt sambýlis- manni sínum og bróður hans tek- ur hún hníf þar á borðinu án þess að þeir verði þess varir. Síðan gengur hún inn í innri stofuna, þar sem hjónin voru að spila. Einn sonurinn var að lesa í fremri stofunni og þegar stúlk- an kom inn var konan ein, því maður hennar hafði gengið frá. Sat konan í stól og sneri hlið- inni að stúlkunni, sem gekk beint til hennar og stakk hana tvisvar í bakið með hnífnum. Konan rak þá upp óp og þustu synir hennar þá inn í stofuna. Stúlkan hafði reitt hníf- inn á loft í þriðja sinn, en sam- býlismanni hennar tókst að koma í veg fyrir lagið og af- vopna hana. Var síðan hlaupið í næsta hús og hringt á lögreglu og sjúkralið, sem kom á staðinn innan skammrar stundar. - BRETAR Framhald af bls. 1 lengur í gildi, þar sem brezki sendiherrann í Aþenu hefði af- hent konungi trúnaðarbréf sitt og nú væri hann ekki lengur í landinu. Síðar. hefur málið verið íhugáð, sem fyrr segir, og lög- fróðir menn í utanríkisráðuneyt- inu komizt að þeirri niðurstöðu, að stjórnarskrá Grikklands sé ennþá í gildi og ekki sé þörf á neinni nýrri opinberri viðurkenn ingu á stjórninni. ingu á stjórninni. Einnig hefur gríska stjórnin fullvissað þá brezku um að hún haldi tryggð við Konstantín konung. ÓTTAR YNGVASON héroðsdómslögmoður MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA BLÖNDUH4fÐ 1 • SÍMI 21296 ins í jum-styrjöldinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.