Morgunblaðið - 23.01.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.01.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1968 17 Attræð í dag Þorbjörg Eiríksdóttir Jónas Pétursson, alþm.: Það bar við þrem nóttum fyr- ir Pálsmessu á vetur, mánu- daginn í fjórtándu viku vetrar 23. janúar 1888, að í lágreist- um bæ í Ólafsvallasókn í Ár- nesprófastdæmi, að Eiríki Vig- fússyni bónda að Útverkum á Skeiðum og konu hans Þuríði Halldórsdóttur fæddist mey- barn, var það smátt en föngu- legt að allri gerð og svipmóti. Eins og þá hafði tíðkast um iangan aldur austur þar var barn þetta að kristilegri siðvenju fært til skírnar að sex nóttum liðnum og ausið vatni af hinum þjóðkunna Ólafsvallaklerki, séra Brynjúlfi Jónssyni, og nefnt Þorbjörg. Ekki verður sagt að miklar sögur gengju af þessu litla telpu barni framar en öðrum börnum nema hvað hún bar gæfu til að alast upp með foreldrum sínum þar til að hún náði full- um þroskaaldri var það meira en mörgum öðrum börnum fellur í skaut fyr og síðar. En varð þó sem önnur börn á þeim tímum nauðþurfta vegna haldið fast að vinnu foreldrum sínum tii aðstoðar. Enda varð það hlut skipti hennar síðar á ævinni að vinna hörðum höndum fyrir lífs framfæri sínu, En það má að minni hyggju reikna henni það til vegsauka svo óvenjulegt sem það þó er að vistirnar á hennar löngu lífsgöngu hafa ekki orðið nema aðeins tvær til þessa. Svo vinsæl varð hún hjá fyrri hús- bændum sínum meðan beggja þeirra naut við, en því aðeins skipii hún þó um vistir að slys- farir ollu dauða húsbónda henn ar, svo að ekkjan varð að hætta búskap sínum. Valdi Þorbjörg sér þá aðra vist, og þar hefur hún verið til heimilis til þessa dag; eða nálega fjóra áratugi. Hirðuleysi mitt að afla mér ekki upplýsinga um ættir Þor- bjargar veldur því að ég er næsta ófróður þar að lútandi nema hvað óljúgfróðir Skeiða menn hafa tjáð mér að ættir hennar báðar séu kunnar þar eystra að gáfum og öðru at- gerfi, og sé svo sem ekki er ástæða til að draga í efa er víst um það að þá sver Þor- björg sig sjálf í ættir fram, enda er hún náttúrugreind í besta lagi, og kemur það heima við það sem mér hefur verið tjáð að hún ætti kyn til. Hún er minnug og fróð og kemur það best fram í viðbölum við hana þótt mikið bagi hana heyrnardeyfa sú er hún hefur þjáðst af lengst æfinnar og hún fékk upp úr þúngum veikind- um í gesku. En þrátt fyrir þenn an annmarka var dugnaði henn ar og tápi viðbrugðið þótt nú hin síðari árin hafi dregið úr starfsþreki henr.ar og lífsorku þá heyrist hi'in þó aldrei kvarta og er jafnan glöð og hress í anda og viðmóti. Þ' ’-’ojörg :r trúuð kona af innr rót og vill aldrei heyra gálai s orð né ljót og trúir ein- i;r. a á miskunn guðs og mátt bænarinnar og lætur ekki glepjast af fjarstæðukenndum raupyrðum trúleysingjans og heldur fast við sína barnatrú og þykir sem hún muni ekki hér eftir verða fengsælli á betra veganesti í ferðina yfir landa- mærin en hún hefur nú þegar öðlazt fyrir barnatrú sína. Því hripa ég þessar línur að mér finnst úrhættis í meira lagi að færa ekki í letur með fá- einum orðum lítið brot úr sögu svo merkrar samferðakonu sem Þorbjörg er að allri gerð og lyndiseinkunn, þótt í færri orð- um verði en efni standa til, og þó mest fyrir hræðslu mína við óþökk hennar á s líku atferli sem hún telur skrif um lifandi menn vera. En góðvild hennar og látlaus framkoma hafa snort ið mig svo djúpt í hinum löngu kynnum okkar að ég fæ naum- ast komið orðum að þakklæti mínu og virðingu henni til handa. Þorbjörg giftist ekki og stófn aði aldrei eigið heimili en unn- usta átti hún ung að árum en misti hann eftir stuttar samvist ir og síðan hún fór alfarin úr foreldrahúsum hefur hún dval- ið á þeim tveimur heimilum sem að framan er min.nzt á, en síð- ustu þrjátíu og sjö árin hefur hún dvalið og átt athvarf á heimili hinna valinkunnu sæmd ar hjóna Guðmundar Júlíusson ar járnsmiðs og konu hans Jar- þrúðar Vernharðsdóttur að Bás- enda 3. hér í borg. Á hún þar við mikla virðingu og gott atlæti að búa af þeim hjónum og börnum þeirra enda er það með ólíkindum hve Þor- björgu hefur tekizt að laða að sér börnin pg barnabörnin sem bezt sést á því hve mikla ást og virðingu þau sýna henni, og sama er reyndar að segja um samskipti hennar við aðra þá er hún umgengst. Býður mér því í grun að þeir verði margir sem sjá ekki í skósólana heim til hins áttræða afmælisbarns, til að votta hinni góðu og göfugu konu verðskuldaða virðingu sína og þakklæti fyrir liðnar sam veru stundir. Eg sem set stafina mína undir þessar fáu og fátæklegu línur óska Þorbjörgu heilla og far- sældar árin sem óliðin eru og sem ætluð eru til að færa henni hjartans þakklæti mitt fyrir góðmennsku hennar og hjarta- hlýju við mig munaðarlausan drenghnokkann fyrir hálfum fimmta áratug, og hafi húrl blessuð gert það. Einnig sendi ég mínar hlýjustu kveðjur og árnaðaróskir heim á heimilið sem hún hefur svo lengi átt ■ á sama stað. Að lokum vil ég svo mega óska þess hinni íslenzku þjóð til handa að henni auðnist að njóta þeirrar gæfú um ókomin ár að eiga þess kost að ala sér við brjóst sem flestar konur sömu gerðar og Þorbjörg Ei- ' íksdóttir er. K. Þ. inn nýi Bjargráða- sjóður íslands RÉTT fyrir jólin afgreiddi Al- þingi stjórnarfrv. sem lög um Bjargráðasjóð íslands. Slík lög hafá að vísu lengi verið í gildi. En nú var gerð á þeim mikilvæg breyting, þar sem sjóðnum er nú fengið tryggingarhlutverk fyrir landlbúnaðinn með stofnun af- urðatjónadeildar. Mér þykir rétt að vekja at- hygli á þessari löggjöf, og þá sér staklega meðal bænda. Þetta er ekki dægurmál, heldur er það mál, sem felur í tímans rás. ör- yggismál til frambúðar. Án efa þarf lagfæringar við með reynsl- unnar dómi. Líklega þarf öflugri sjóð. Þrátt fyrir það er þetta með merkari löggjöf, er sett hef- ur verið, þar sem þetta markar riýtt spor til frambúðar. Frumvarp að þessari löggjöf var samið af stjórnskipaðri nefnd er sett var á fót sam- kvæmt þingsályktun Alþingis 1. apríl 1964. Hafa þó verið gerðar nokkrar breytingar frá því frv. I hinni stjórnskipuðu nefnd, er skipuð var 15. júní 1964, áttu sæti: Ólafúr E. Stefánsson, sett- ur búnaðarmálastjóri, formaður, Þorsteinn Sigurðsson, Vatnsleysu, formaður Búnaðarfélags íslands, Gísli Kristjánsson ritstjóri og Kristján Karlsson erindreki. Greinargerð, sem nefndin samdi með frumvarpi því, er hún lagði fyrir landbúnaðaráðherra, fylgdi með fumvarpinu, er lagt var fyrir Alþingi. Segir svo í upphafi greinargerðar nefndarinnar: „Á Alþingi 1963 komiu fram þrjár þingsályktunartillögur um tryggingamál landbúnaðarins. Þessar tillögur voru: 1. Tillaga til þingsályktunar um endur- skoðun laga um bjargráðasjóð o.fl. Flutningsmenn: Jóna-s Pét- ursson og Magnús Jónsson. 2. Tiilaga til þingsályktunar varð- andi búfjártryggingar, tryggingar gegn uppskerubresti o.fl. Flutn- ingsmenn: Ásgeir Bjamason, Gísli Guðmundsson, Ágúst Þór- valdsson og Karl Kristjánsson. Tillaga til þingsályktunar um tryggingarsjóð landbúnaðarins. Flutningsmenn: Björn Jónsson. Ragnar Arna'lds og Gils Guð- mundsson. Öllum þessum tillögum var vís- að til allsherjarnefndar, er hún sendi þær til Bjargráðasjóðs ís- Lands, Búnaðarfélags fslands og Stéttarsambands bænda til um- sagnar, og töldu allar þessar stofn anir nauðsyn á aúknum trygging um í landbúnaði. Allsherjarnefnd sameinaði því í eina tillögu öll þessi meginsjónarmið í áður- grendum þingsályktunartillögum. og flutti svo látandi þingsá'lykt- 'un um tryggingar gegn upp- skerubresti og afurðatjóni, er var samþykkt á Alþingi 1 apríl 1964: ,,A_lþingi ályiktar að fela íkis- stjórninni að skipa 4 menn í Nauðuiigaruppboð sem auglýst var í 66., 68. og 71. tibl. Löglbirtinga- blaðsins 1967 á hluta í Granaskjóli 28, hér í borg, þ',ngl. eign Sigurðar Kriistinssonar, fer fram eftir kröfu AxeLs Kriistjánssonar hrl., á eigninni sjálfri, föstuidaginn 20. janúar n.k. kl. 4 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. nefnd, einn tilnefndan af stjórn Bjargráðasjóð íslands, annan af Búnaðarfélagi íslands, hinn þriðja af Stéttarsambandi bænda og hinn fjórða án tilnefningar, til að endurskoða lög um búfjár- tryggingar og önnur lög, er mál- ið varða, í því skyni, að komið verði á fót fyrir landbúnaðinn trygginigum gegn uppskerubresti og afurðatjóni með hliðsjón af aflatryggingum sjávarútvegsins. Sá nefndarmaður sem skipaður er af ríkisstjórninni án tilnefn- ingar, skal vera formaður nefnd- arinna‘. Er rét að vekja atlhygli á þessu hér, þar sem það sýnir glögglega ■áhuga og skilning alþingismanna á þessu miki'lvæga tryggingamáli. Síðan þessar tillögur komu fram, hefur hver óáranin rekið aðra, sem óhjákvæmilegt hefur verið að mæta með opinberri að- stoð. Var því einsýnt að lög- festa nú tryggingasjóð svo sem gert var nú fyrir jólin. Höfuð- atriði laganna og nýmæli eru þessi: 1. gr. Bjargráðasjóður ÍSlands er sjóður til hjálpar landsmönnum í hallæri, til að koma í veg fyrir bjargarskort og til að bæta úr stórtjóni á mannvirkjum og bú- fé af völdum náttúruhamfara og sjúkdóma, allt eftir þeim regl- um, sem gilda um einstakar deild ir sjóðsins. Heimili hans og vara- þing er í Reykjavík. 2. gr. Sjóðurinn skiptist í þrjár deiid ir: Sameignardeild, séreignar- dei'ld sýslu- og bæjarfélaga og afurðatjónadeild landbúnaðar- ins“. Síðasta málsgrein 3. gr. hljóð- ar svo: Hlutverk afurðalánadeildar er að hjálpa bændum, sem verða fyrir tilfinnanlegu uppskeru- tjóni vegna gragbrests og ' ó- þurrka og afurðatjóni á naut- gripum og sauðfé af völdum al- varlegra smitsjúkdóma". 4. gr. Árlegar tekjur Bjargráðasjóðs eru þessar: a. Framlag sveitarfélaga, er skal vera 10 kr. fyrir hvern íbúa sveitarfélagsins samkv. þjóðskránni 1. desember næsta ár á undan. b) Framlag ríkissjóðs, er nemi 10 kr. fyrir hvern mann samkv. þjóðskránni 1. desember næsta ár á undan. c) 0.25% gjald af söluvörum landbúnaðarins, sem um ræðir í 2. gr. 1. nr. 38 15. feibrúar 1945, um stofnun búnaðarmálasjóðs. d) Framlag ríkissjóðs, er nem- ur jöfnu framlagi bænda sam- kvæmt c-lið þessarar greinar. e) Vextir af fé sjóðsins. f 5. gr. segir m.a.: „Stjórn sjóðsins, er nefnist bjargráðastjórn, skipa ráðuneyt- isstjórinn í félagsmálaráðuneyt- inu, sem er formaður stjórnar- innar, formaður Búnaðarfélags íslands. forseti Fiskifélags ís- lands, formaður Sambands ísl. sveitarfélaga og formaður Stétt- arsambands bænda“. í 9. gr. segir svo: „Tekjur sjóðsins skiptast þannig mi'lli deilda: í sameignardeild rennur a’lt framlag íkissjóðs samkv. 4. gr. b og 25% af framlagi sveitarfé- laga samkv. 4. gr. a. og er það sameign alla landsmanna. í sér- eignardeild sýslu- og bæjarfé- laga rennur 50% af framlagi sveitarfélaga samkv. 4. gr. a og skal það vera séreign þess kaup- staðar, er framlagið greiddi eða sýslu vegna þeirra fremlsga, sem hreppar sýslunnar hafa greitt. í afurðatjónadeild l.-nd- búnaðarins rennur allt framiag bænda samkv. 4. gr. c og ríkis- sjóðs samkv. 4. gr. d enn femur 25% af framlagi sveitarfélaga samkv. 4. gr. a“. 12. gr. er svo hljóðandi: „Bjargráðastjórn er heimilt að veita sveitarfélögum og einstaka bændum lán eða óafturkræft framlag eða hvort tveggja úr afurðatjónadeild. Lán tdl e:u- stakra bænda skulu tryggð með ábyrgð hLutaðeigandi sveitarté- laga eða annarri öruggri trygg- ingu: | a) Til að afstýra óeðlilega i mikilli förgun búfjár vegna gras brests eða óþurrka svo að til stórhnekkis gæti orðið fyrir a£- komu bænda. b) Vegna afurðatjóns á nauf- gripum og sauðfé af völdum al- valegra smitsjúkdóma. svo sem lamibaláts, veiruskitu í kúm og sölubanns afurða. c) Til að bæta stórtjón vegna dauða nautgripa og sauðfjár af völdum sjúkdóma, enda hafi ekki verið vátryggt fyrir tjón- inu eða það bætt samkv. lög- um“. 15. gr. segir svo: „Nú hrekkur fé sjóðsins eigi til þess að veita þá aðstoð, >sm nauðsyn krefur samkv. 11. gr. a-d og 12. g. og er þá ríkisstj. heimilt að ábyrgjast nauðsyn- I legt Lán fyrir sjóðinn eða veita | honum lán úr ríkissjóði. Tryggja má slíkt lán með veði í eignum og tekjum sjóðsins. 16. gr. í reglugerð. er biargráðastjórn semur og staðfest er af ráðherra, skal setja nánari reglur um rekstur sjóðsins og ákvæði um i lán og bætur úr honum- þar á ( meðal ákvæði um greiðslu drátt- , arvaxta. ef vanskil verða. Skal ! leitað til'lagna Búnaðarfélags ís- ! lands og Stéttarsambands bænda um þau atriði, er varða afurða- tjónadeild landbúnaðarins. Lög þessi öðlast gildi 1. jan- úar 1968. 1 atihugasemdum, er frumvai-p- inu fylgdu, kemur fram, að á- ætlað er, að árlegar viðbótar- tekjur afurðatjónadeildar land- búnaðarins verði um 9 millj. kr. Ýmsum kann að virðast, að hér sé um of lítinn sjóð að ræða, einkum þegar höfð eru í huga hin tíðu áfölL í landbúnaði síð- ustu árin. Hins er þó að vænta- að árferðissaga íslands endur- taki sig, þannig að blítt og s. rítt akiptist á. Munu þá góðu árin skila nokkrum stofni í þennan 'sjóð, en það er einmitt sá grund- 'völlur, sem tryggingar byggjast á. 28. des. 1967. N auðimgar uppboð sem auglýst var í 66., 68. og 71. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1967 á hluta í Ármnila 24 hér í borg, þingL eign Blikksmiðjunmar Glófaxa h.f. fer fram eftir kröfu Guðmundar Péturssonar hrl., á eiigninni sjálfri, fös'tudaginn 26. janúar kl. 2 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðimgaruppboð sem auglýst var í 56., 68. og 71. tbl. Lögbirtinga- bÍ3ðsinis 1967 á hluta i DrápuhLíð 42, hér í borg, þin.gl. eign Jóns Ásgeirsisonar, fer fram eftir kröfu Skúla J. Fálmasonar hdl. og Iðnaðarban'ka ís'lands h.f. á eign- inni sjálfri, föstudagin 26. janúar n.k. kl. 3 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.