Morgunblaðið - 23.01.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.01.1968, Blaðsíða 4
4 Mi’. / aV.w'/ . f.i n a«u.G-XFA.iav' jíx ; ’jm MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1968 MAGMÚSAR SKIPHOLTI21 SÍMAR 21190 __eftir lokurt simi .40281 ,:J S1M11-4444 wmm Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA 6ÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt ieigugjald Símí 14970 Eftir lokun 14910 e8a 81748 Sigurður Jónsson BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. fJ==»BllAUICAM Irt&í/VJ/gP RAUOARARSTÍG 31 SlMI 22022 Nýr sími 23-222 SENDIBÍLAR HF. Einholti 6. BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu AUDVITAÐ ALLTAF ★ Tollþjónustan á Keflavíkur- flugvelli Einn. þekktásti og mæt- asti maður í íslenzkri flug- mannastétt sendir eftirfarandi bréf: „Kseri Velivakandi. Tollþjónustan á Keflavíkur- flugvelli hefir verið tekin til bæna að undanfömu og ekki að éstæðulausu. Gera verður þó lýðnum ljóst að þessir menn, sem bera tollvarðabún- ing, þarna á Miðnesheiðinni, eru ekki raunverulegir toll- verðir heldur starfsmenn varn armálanefndarinnar svokölluðu og má þvi ekki rugla saman við kurteisa og prúða tollverði Reykjavíkur — og annara bæja úti á landi. Ég er flugliði og fer því manna mest um þennan Kefla- víkurflugvöll. Sú þriðju gráðu skoðun, sem allir fá þarna suð urfrá, er með þeim endemum að annað eins hefi ég aldrei séð, og fer þó víða, né hefi ég, heyrt talað um að svona við gangist hjá nokkrum öðrum þjóðum. Andinn í þessu öllu hjá toll- skoðuruim Keflavíkurflugvall- ar skýrist best þegar höfð eru i huga ummæli eins þessara manna, núna fyrir jólin, þegar flugmaður kom með poka, sem í var sælgæti, og sagði við tollmanninn „þetta er nú bara sælgæti handa börnum mínum á jólunum", þá mælti sá frómi tollari, „ekki fá mín börn sæl- gæti frá Englandi fyrir jólin“. Lesandi góður, sjá nú hvat- irnar, sem liggja að baki grufls og þukls þessara manna á lík- ömum og farangri saklausra ferða- og farmanna. Ég tek fram að ég ber virð- ingu fyrir árvökulum vörðum laga og réttar, manna, sem kunna að skilja kjamann frá hisminu, en ég hefi jafnan skömm á hnýsnum smásálum, sem greindir og prúðir laganna verðir hvorki vilja eða nenna að horfa á, en taka þeim mun fastari tökurn á skipulögðum brotum. Tollverðir, sem kæra fyrir sakadómi samborgara, sem í fyrsta skipti kemur með, Ritari óskast í Landsspítalanum er laus staða læknaritara. Vél- ritunarkunnátta nauðsynleg. Laun samkvæmt úr- skurði Kjaradóms. Umsóknir með upplýsingum um ladur, menntun og fyrri störf sendist skrifstofu ríkisspítalanan, Klapparstíg 29 fyrir 1. febrúar n.k. Reykjavík, 22. janúar 1968. Skrifstofa ríkisspítalanna. RAÐHUS - FLOTllNIJM ERU f BYGGINGU í HOFSTAÐALANDI f GARÐAHREPPI. VERÐA SELD TILBÚIN UNDIR TRÉVERK. ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR í SKRIF STOFUNNI. SKIP & FASTEIGMIR AUSTURSTRÆTI SfMI 21735 EFTIR LOKUN 36329. einum pela af víni meira, en lagabókstafur segir til um, eða tveim pökkum af sígarettum, hann er ekki í starfi sínu hæf- ur. Því hlýtur að verða sport að fara í kring um svona menn, kannske verður hver heim- koman eins og æsispennandi héraveiðar í framtíðiinni. Flugliði“. — Velvakandi er nú ekki viss um, að þessir toliþjónar séu starfsmenn Varnarmáladeildar utanríksráðuneytisins. Vesturhóps- hólakirkja Stefán Pálsson skrifar: „Strax og ég sá fréttagrein í Morgunblaðinu þriðjudaginn 16. þ.m., benti ég Morgunblað- inu á kostulegan rugling á þeim biskupunum Brynjólfi og Guð- brandi, o,g hefur blaðið nú birt leiðréttingu á þvi En síðar í sömu fréttagrein er nefndur predikunarstóllinn í Vesturhópskirkju í Hópi. Af þessu tilefni langar mig til að benda á, að „Vesturfoópskirkja í Hópi“ er ekki t£L, kirkjan, sem hér er átt við, er að lík- indum Vesturhópshólakirkj a í Vestuhrópi. Vesturfoópskirkja gæti alveg eins verið kirkjan á Breiðaból- stað, eins og sú í Vesturhóps- hólum, og því aldrei kölluð svo, heldur Vesturhói>shóla- kirkja í Vesturhópi. Hóp ex nafnið á hinu mikla vatni, eða réttara sagt lóni, sem skerst suður úr Húnaflóa miðjum. Sveitin þar fyrir vest- an heitir Vesturhóp og er aldrei kölluð Hóp að líkindum vegna þess, að það er nafnið á nefndu vatni og kemur það heim við merkingu orðsins. Stefán Pálsson“. ^ Um hraðalögmál „Áhugasamur" skrifar: „Kæri Velvakandi! í dálkum þínum í dag, þ. 18. jan., er fyrirspum frá I. A. í þrem liðum, og er m.a. spurt um hraða aðdráttaraflsins. Mig langar til að leggja hér orð í belg, um leið og ég skora á aðra að gera slíkt hið sama. Aldrei, svo vitað sé, hefur verið gerð nein tilraun eða nein athugun sem virðist benda til þess, að lögmál breytinga eða hreyfinga í kerfi með jafna hreyfingu (eða kyrrstætt) séu neitt önnur í öðru kerfi sem hefur einhverja öðru vísi jafna hreyfingu. Allt bendir hins vegar til þess, að lögmálin séu eins í öllum slíkum kerfum. Einstein gerði ráð fyrir þessu ári'ð 1905, og nefndi það lögmál afstæðisins. í öðru lagi gerði hann einnig ráð fyrir þvi, að hraði ljóssins í öllum slíkum kerfum væri ávallt hinn sami, miðað við kerfið, hver svo sem hreyfilástand Ijósgjafans kynni a.ð vera. Ti'lraunir 1887 og sið- ar hafa nefnilega sýnt, að ljós- hraðinn miðaður við jörðina er óháður göngu jarðar um sólu, og snúningi jarðar. Séu þessi bvö samrýmanlegu lögmál, sem Líklega verður að fallast á að rétt séu, íhuguð vel, fæst hug- mynd um þá furðuveröld sem við lifum í. (Út frá þeim má strax leiða formúlu kjarnork- unnar, e = c2). Það er auðvelt að sýna fram á það, að séu þessi lögmál rétt, þá geta engin boð farið hraðar en ljósið, nema með því að gera ráð fyrir að boð geti í vissum til- fellum verið komin á leiðar- enda áður en búið er að senda þau af stað! Jafnvel nýalssinn- ar munu fíamegir til að viður- kenna, að slikt á sér varla stað. Ég heid það sé almennt álit vísindamanna. að áhrif þyngd- arsviðs og rafsegulsviðs berist með hraða Ijóssins, í lofttómu rúmi. Áhugasamur". ■jAr Leiðrétting Tveimur setningum var slengt saman í eina í dálkum Velvakanda sl. sunnudag, svo að úr varð þvæla. Svona áttu þær að vera: „Skipaði hann börnunum að skrifa samt um skautaferð. Skilaði þá ein telpn anna skemmtilegri ritgerð, sem hét: Skautferðin, sem aldrei var farin“. Efnaverkfræðingur lærður frá Þýzkalandi, með nokkurra ára starfs- reynslu óskar eftir vinnu hálfan eða allan daginn. Þeir, sem áhuga hafa, leggi bréf inn á afgreiðslu Morgunblaðsins merkt: „Trúnaðarmál — 5223“. ÚTSALA á öllum vörum verzlunarinnar. Mikil verðlækkun. G. S. búðin, Traðarkotssundi Til leigu er 150 ferm. húsnæði (jarðhæð) við Miðbæinn. Góð innkeyrsla, hentugt fyrir léttan iðnað, geymslu o. m. fl. Upplýsingar í síma 81263.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.