Morgunblaðið - 23.01.1968, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.01.1968, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1968 27 Tjón Hampiðjunnar vegna birgða af úreltum veiðarfærum verði bætt í STJÓRNARFRUMVARPI um breytingu á lögum um Iðnlána- sjóð, sem lagt var fram á Al- þingi í gær, er lagt til að ríkis- stjórninni verði veitt heimild til að greiða til lánadeildar veiðar- færaiðnaðarins allt að 1,5 millj. króna til að bæta innlendum veiðarfæraiðnaði það tjón, sem hann hefur, að mati stjórnar Iðnlánasjóðs, beðið vegna á- kvarðana stjórnvalda um breyt- ingu á reglum um möskvastærð- ir fiskineta 1963 og 1964. í greinargerð frumvarpsins kemur m.a. fram að 1. okt. 1963 gekk í gildi ný reglugerð um möskvastærðir á veiðisvæðum togaranna, og var þá í fyrsta skipti ákveðin önnur möskva- stærð á netum úr manillahampi en úr gerviefnum, eða 120 mm lágmarksstærð á netum úr man- illahampi og 110 mm á netum úr gerviefnum. Frá 1. júní. 1964 var þessi mismunur látinn taka til enn stærri veiðisvæða en áður. Hampiðjan hefur um langan tíma verið aðalframleiðandi á botnvörpunetum fyrir togarana og jafnan átt fyrirliggjandi birgð ir af botnvörpunetum, hagaði framleiðslu sinni í samræmi við hina nýju reglugerð, en brátt bar á því að togaraskipstjórar fóru að kvarta um, að fiskur á- netjaðist í hampnetum til stórra tafa við veiðarnar. Urðu ráðstaf- anir stjórnvalda til þess að flýta fyrir algjörri byltingu í efnis- notkun í botnvörpur, en það olli Hampiðjunni, sem átti birgðir af netum úr manillahampi með fyrirskipaðri lágmarksstærð á möskvum tilfinnanlegu tjóni. — Hafa stjórnendur fyrirtækisins metið tjónið af þessum sökum á tæplega 1,5 millj. kr. Frumvarpið gerir ráð fyrir því, að lánadeild veiðarfæraiðn- aðar verði gert kleift að bæta Hampiðjunni umrætt tjón eftir mati stjórnar Iðnlánasjóðs og að heimilað verði að greiða lána- deildinni úr ríkissjóði nauðsyn- legt fé til þessa, allt að 1,5 millj. kr. — Lögreglan leitar á ný sl. sunnudag í fjörunni fyrir neðan Kirkjusand. (Ljósm. Mbl. Ó1 K. M.) - MORÐMALIÐ Framhald atf bls. 2:8 tekið bílinn á leigu ásamt tveim ur öðrum mönnum og staðfestu þeir þennan framburð. Skagf irðingar stofna útgerðar- félag og vilja kaupa fiskiskip Um 300 einstakliiigar og félög taka höndum saman STOFNFUNDUR var haldinn á Sauðárkróki sl. miðvikudag að Útgerðarfélagi Skagfirðinga. Hafði bráðabirgðarstjórn haft undirbúning hans með höndum og gengizt fyrir hlutafjársöfnun. Að því er se-gir í fréttatilkynn- ingu frá Útgarðarfélaginu hafa nálægt 300 einstaklíngar og fé- lög lofað hlutafé, en stærstu hluthafarnir eru: Bæjarsjóður Sauðárkróks, Kaupfélag Skag- firðinga, Fiskiðja Sauðárkróks og verkalýðsfélögin á Sauðár- króki. Stjórn félagsins hefur þegar auglýst eftir 200-300 rúmlesta bát, og er mikill og almennur áhugi á Sauðárkróki fyrir stofn- un þessa félags. f 'fréttatilkynn- ingunni s-e.gir, að fólk treysti því að félaginu megi takast að bæta úr því alvarlega atvinnuástandi, sem hefur verið á Sauðárkrók. í stjórn félagsins eru: Hákon Torfason, bæjarstjóri, Guðmund- ur Jónasson, vélstjóri. Marteinn Friðriksso-n, framkvæmdastjóri, Kristján Hans-en, bifreiðastjóri, Birgir Dýnfjörð, verðlagseftirlits maður, Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóxi og Stefán Guðmundsson, byggingarmeist- ari. Innbrot um helgina TVISVAR var brotizt inn í nýju stórverzlunina við Háaleitis- braut, sem Sláturfélag Suður- lands opnaði á s.l. ári og í bæði skiptin var brotin rúða í hurð og farið þar inn. Aðfaranótt sunnudags var stol- ið þaðan um 2000 krónum og Fiskmóttöku hætt hjá öllum hraðfrystihúsum GERT var ráð fyrir að öll hrað- frystihús Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, sem undanfarið hafa tekið á móiti fiski, hættu því á miðnætti í nótt, að því er Guðmundur Garðarsson fulltrúi SH tjáði Mbl. í gærkvöldi. Á aukafundi í janúar var sam- þykkt að stöðva alla móttöku á fiski, ef ekki næðist samkomu- lag um rekstrargrundvöll. Jafn- framt var þvi þá beinit til þeirra frystihúsa, sem þegar höfðu hafið rekstur, er aukafundur- inn var haldinn, að þau stöðvuðu fisKmóttöku innan 10 daga, ef ekki yrði þá fenginn rekstrar- grundvöllur. Sá tími var út- runninn í gær, og samkvæmt því sagði Guðmundur, að gera mætti ráð fyrir að öll hraðfrysti hús á landinu hættu að taka á móti á miðnætti. Aftur á móti taka vinnslustöðv arnar enn á móti fiski í aðra vinnslu. Ónæði af völdum ölvaðs manns í Hafnarfirði ÍBÚAR í húsum við Suðurnesja- veg í Hafnarfirði, skammt ofan við Sólvang urðu fyrir talsverðu ónæði af völdum ölvaðs manns aðfaranótt sunnudags. Hafði sá mikinn hug á að hitta ástkonu sína, sem býr þarna í grennd- jnni, en fór hvað eftir annað húsavillt. Var maðurinn með há reysti mikla við húsin og krafð- ist inngöngu. Hringdu nokkrir íbúanna á lögregluna, en maðurinn hafði sig á brott áður en hún kom á vettvang. Réðist hann næst til inngöngu i sjúkrahúsið Sólvang, þar sem hann taldi að þar væri blokk sú, sem ástkona hans byggi í, en lenti þar inn í lík- húsinu. Brá manninum mjög í brún, þegar hann sá hvar hann var staddur, og forðaði sér hið skjótasta út aftur, en þá sá lög- reglan til hans og náði honum. hefur rannsóknarlögreglunni tek- izt að upplýsa þann þjófnað. Þar voru á ferð tveir 14 ára piltar og gátu þeir skilað 400 krónum, þegar lögreglan hafði upp á þeim í fyrradag. í fyrrinótt var brotizt inn í búðina aftur og stolið einum konfektkassa og kjötdós. Maður einn sá til innbrotsþjófsins og gerði lögreglunni aðvart, en þeg- ar hún kom á staðinn var þjóf- urinn horfinn út í myrkrið. Hann náðist svo í gær. Brotizt var inn í Nesti við Elliðaárvog í fyrrinótt og stolið 40—50 pökkum af sigarettum. Um s.l. helgi var brotizt inn í Hamrakjör við Stigahlíð og stol- ið 3000 krónum. Þá var í fyrrinótt brotizt inn í íþróttahúsið við Laugardals- völl, en litlu sem engu stolið þaðan. Athugasemd í ATHUGASEMDINNI frá ís- lenzk-arabíiska félagin-u, sem birtist í blaðinu sl. sunnudag, féllu niður tvær línur. Réttar eiga setningannar, sem þar sam- einuðust, að vera þannig: „1 þessum anda heimsótti sendi- nefnd Araba landið okkar 1962. Af sömu ástæðu er hópur nafn- kunnra íslendinga einmitt þessa dagana í boðsferð United Arab Airlines um Egyptaland . . . “ ÞORFINNUR EGILSSON héraðsdómslögmaður Málflutningur - skipasala Austurstræti 14, sími 21920. Á sunnudag var svæðið í kring um Laugalæk endurleitað vandlegia, en án nokkuns árang- urs. Rannsóknarlögregian vinnur Kasperak látinn Palo Alton Californiu, 22. 22. jan NTB — AP. MIKE Kasperak, Bandaríkja maðurinn, sem grætt var í nýtt hjarta fyrir tveimur vikum, lézt í Stanford háskólasjúkrahúsinu á sunnudagsmorgun. Hafði hann þá verið fárveikur í nokkra daga og verið gerðir á honum tveir holskurðir. Hjartað nýja, sem var úr hálffimmtugri konu, hafði starfað með eðlilegum hætti, unz líf hans f jaraði út, en það var þriðjungi minna en hans eigið hjarta og var það e.t.v. talið eiga einhvem þátt í því hve fylgisjúkdómar aðgerðar- innar urðu alvarlegir. Ennfrem- ur, að sjúklingurinn hafði áður verið haldinn alvarlegum lifrar og gallblöðrusjúkdómum. Dr. Norman E. Shumway, er stjórnaði læknaliði Stanford sjúkrahússins, þar sem hjarta- græðslan var framkvæmd, hafði sagt fyrir nokkru, áð vafasamt væri að Kasperak gæti lifað lengi. Hann sagði blaðamönnum í gær, að hann hefði ekki ennþá nægilegar upplýsingar í höndum til þess að geta sagt um það, hvort hægt væri að tala um að hjartagræðslan hefði að ein- hverju leyti heppnazt. „Að því er að sjúklingnum snýr hefur hún eu’ðvitað gersamlega mis- heppnazt", sagði hann og bætti við, að þá aðeins væri hægt að tala um að læknisaðgerð tækist, þegar sjúklingurinn gengi út af sjúkrahúsinu. En hann kvaðst búast við að af þessari tilraun fengjust upplýsingar, sem gætu haft geysilega þýðingu fyrir frek ari tilraunir í þessa átt. í Suður-Afríku lifir hinsvegar ennþá tannlæknirinn Blaiberg, annar hjartagræðslusjúklingur dr. Chris Barnards. Haldi svo á- fram sem horfir, er búizt við, að hann fari úr sjúkrahúsinu um miðjan febrúar. Nú eru um þrjár vikur frá því hjartað var grætt í hann. Vinnuslys á Grófarbryggju í GÆR varð vinnuslys á Grófar bryggju. Maður að nafni Jón Sig urvinsson, Kleppsvegi 68 hafði dottið út af vörubílspalli. Flutti sjúkrabíll hann á Slysavarðstof- una og í Landakotsspítala, en fór heim í gærkvöldi. Hann var tal- inn höfuðkúbubrotinn. nú úr þeim upplýsingum, sem henni hafa borizt og sagði Ing- ótfur Þorsteinsson í gœr, að aldrei fyrr hefði ranxrsókniarlög- reglan notið jafn mikillar hjálp ar almenningis. Fyrir það væri hún mjög þakklát og treysti á áframhaldandi samstarf fólks- ins. Ingólfur sagði eínnig, að mynd in af Agnari, sem hengd var upp á bílastöðvum í borginni, hefði ekki verið hengd upp að beiðni rannsóknarlögnegiunnar enda hefði hún strax látið taka myndina. niður og henni var kunnugt um mólavöxtu, Rannsóknarlögregluna vantar enn upplýsingar um ferð- ir Gunnars heitins Tryggy'ason- ar milli klukkan 4:30 og 5:20 afffaranótt sl. fimmtudags. Er hér meff skoraff á alla þá, sem einhverjar upplýsingar geta gef iff í málinu, aff snúa sér strax til rannsóknarlögreglunnar. Vissi ekki aff mín var leitaff. Morgunblaðið átti í gær stutt símtal við Agnar Agnarsson í Stykkiishólmi, en sem kunnugt er var hans ákaft leitað vegna upplýsinga, sem rannsóknarlög- reglan taldi að kynni að geta veitt. Agnar sagði Morgunblaðinu í gær, að hann hefði ekki haft hugmynd um að hans væri leit- að fyrr en sl. laugardagskvöld, þagar sýMumaður hefði yfir- heyrt hann. Hann kvaðst ekki hafa séð blöðin ennþá, en sér skildist að það hafi ekki verið farið mild- um orðum um sig. Það hefði því verið mikil áfall fyrir aldur- hnigna foreldra hans og þeim hefði brugðið mikið. Agnar kvaðst aldrei hafa selt sígarettur af tegundinni John Silver, hann befði aldrei heyrt um þær eða séð. Loks sagði Agnar, að hann hefði komið t!l Stykkishólms sunnudaginn 14. janúar og hefði verið þar síðan eins og hann hefði vitni að. RAGNAR JONSSON hæsta. éttarlögmaff ur Lögfræffistörf og eignaumsýsla. Hverfisgata 14. - Sími 17752. Blóma- skreytingar Gróðrarstöðin við Miklatorg Sími 22822 og 19775.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.