Morgunblaðið - 23.01.1968, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. JANUAR 1968
Öruggur sigur FH
yfir KR 26:17
EFTIR fyrri hálfleik í leik FH
og KR reiknuðu flestir með að
FH mundi þar vinna yfirburða-
sigur. Staðan var 13:6 og höfðu
FH-ingar tekið forvstuna þegar
í upphafi leiksins. Reyndar byrj
aði leikurinn ekki vel fyrir þá,
þar sem Sæmundur KR-mark-
vörður varði illa framkvæmt
vítakast frá Geir Hallsteinssyni.
Leikurinn var frá upphafi nokk-
uð harður og segir það sína sögu
að í fyrri hálfleik voru dæmd
8 vítaköst og einum leikmanni
var vísað útaf.
Síðari hálfleikur var hins veg-
ar mun jafnari. FH-ingar virt-
ust ekki leggja sig fram, en
leggja meira upp úr því að
prófa leikkerfi, sem gaf góðan
árangur þrótt fyrir að FH-ingar
þyrftu að slá af hraða sínum.
Hafði FH örugga forystu allt til
leiksloka, en þau urðu 27:16.
Lið FH var í leik þessum mjög
jafnt og skoruðu allir leikmenn
þess, að markvörðum undan-
skyldum. Minna bar á Geir HaM
steinssyni í þessum leik en
mörgum öðrum, en aftur á móti
bar meira á Erni, bróður hans,
sem átti nú einn sinn bezta leik
í vetur. Leikkerfi það sem FH-
ingar virðast vera að prófa sig
Framhald á bls. 20.
Einar Magnússon fékk þarna óblíðar móttökur á línunni, en náði að skjóta, en Logi varði.
Mun þetta sennilega verða síð.rsti leikur Loga á þessu keppnis tímahili, þar sem hann er á för-
um til útlanda.
99
Enn einn
úr heita
stólnum“
ENN hefur framkvæmda-
stjóra ensks knattspyrnu-
félags verið vísað úr starfi
sínu, fyrirvaralaust. Það var
1. deildar liðið Fulham, sem
rak Vic Buckhingham í gær-
dag. Fulham er næstneðst í 1.
deild og hefur gengi félagsins
verið afar slæmt undanfarið,
liðið ekki unnið leik s.l. 7 vik-
ur og í mikilli fallhættu. Ful-
ham hefur þessi þrjú ár sem
Buckingham var við stjórn
alltaf bjargað sér frá falli
niður í 2. deild í siðustu leikj-
unum. Aðsókn hefur verið
afar dræm og félagið barizt i
bökkum fjárhagslega. Buck-
ingham var á yngri árum
þekktur leikmaður hjá Tott-
enham, en hefur verið fram-
kvæmdastjóri hjá Bradford,
west Bromwich Albion, Sheff
ield Wednesday og Ajax, holl-
enzka félaginu. Það er ekki að
ástæðulausu að enskir
kalla framkvæmdastjórastöð-
una hjá ensku atvinnufélög-
unum „heita stólinn". Hann
er a.m.k. heitur þegar illa
gengur.
Endasprettur færði Haukum
störsigur yfir Víking 29:20
HAUKAR hafa greinilega ekki
sagt sitt síðasta orð í 1. deildar-
keppninni í handknattleik. Sig-
Heimsmet í
skauta-
hlaupi
GUNTHER Stsuib varð meistari
V-Þýzkalands í skautahlaupi.
Hann hljóp 1500 m. á 41.7 sek.,
1500 m. á 2:05,6 mín., 5000 m.
á 7:40,2 og 10 km. á 15:42,6. Sam
anlagt hlaut hann 176,717 en það
er heimismet. Eldra metið átti
Norðmaðurinn Stiansen, sett fyr
ir viku og var 176.982. Mótið
ror fram í Inzell í Bayern.
í keppni í Noreg: bætti Norð-
maðurinn Fred A. Maier nO’kk-
urra daga gamalt bemvsmet sitt
í 10 km. skautahlaupi, hljóp á
15:29,5 mín.
Rukkaöur um barns-
meðlag fyrir keppni
varð svo míkið um að hann tapaði
SVISSLENDINGURINN Dumeng
Gkrvanoli, 27 ára, vann svig-
keppni hins fræga Hahnenkam-
móts í Austurríki á sunnudag-
inn. En Frakkinn Jean Claude
Killy vann sigur í tvíkeppni —
svigi og bruni en hann vann
brunkeppnina sl. laugardag.
Ungur Austurríkismaður, Alfred
Matt kom einna mest á óvart
með því að hafa beztan tíma í
fyrri umferð svigkeppninnar.
Frakkamir yfirgáfu motið
þegar eftir brunkeppnina í
mótmælaskyni. Mótmæltu
þeir hvarfi á farangri Jean
Glaude-Killy á föstudag og
lagalegum aðgerðum móti
honum á sunnudag. Bar þá
svo til rétt fyrir keppnina að
einkennisklæddur laganna
vörður kom til skíðamann-
anna, þar sem þeir voru til-
búnir til keppni og las yfir
J. C. Klily kröfu frá austur-
rískri stúlku á hendur hon-
um til greiðslu á barnsmeð-
lagi með dóttur hennar, sem
hún segir Killy vera föður að,
fyrir sl. 4 ár, eða frá fæðingu
telpunnar. Hafði þetta mikil
áhrif á Killy og segja Frakk-
ar að fyrir þetta hafi hann
tapað svigkeppninni.
Mótið er fyrst og fremst um
bikar sem veittur er fyrir bezta
afrek sameiginlega í greinunum.
Killy vann því stærstan sigur
þrátt fyrir allt.
urmöguleikar þeirra eru að vísu
nánast engir, en með leik sínum
á sunnudagskvöldið, sönnuðu
þeir að þeir geta verið hættu-
Iegir andstæðingar hvaða liði
sem er. Að vísu var sigur þeirra
yfir Víkingum, nokkuð stór mið
að við gang leiksins, en síðari
hiuta seinni hálfleiks léku þeir
mjög skemmtilega og sönnuðu
að þeir hafa bæði yfir ágætum
línu mönnum og skotmönnum
að ráða.
Leikurinn var lengi vel fram-
an af mjög jafn. Víkingar höfðu
yfirtö’kin í fyrri hálfleik, en
aldrei meira en 2 marika forskot
og Haukar náðu 8 sinnum að
jafna og í hálfleik var staðan
jöfn 12:12.
í síðari hálflei'k tóku svo
Haukar strax forystuna með
tveimur stórfallegum mörkum
Ólafs Ólafssonar. Víkingar náðu
að minníka muninn niður í 1
mark, en á lokasprettinum skor
uðu Haukar 7 mörk í röð á jafn
mörgum mínútum, án þess að
Víkingum tækizt að svara fyrir
sig. Mátti þá sjá margt mjög
sikemmtiíegt til Haukanna, sem
hvað eftir annað galopnuðu
vöm Víkings með hnöðiu spili
sínu. Lokastaðan var 29:20 fyrir
Hauka og höfðu þar með náð í
sín fyrstu stig í mótinu.
Lið Hauka vax fremur jafnt
í þessum leik og féll-u miklu bet-
ur saman heldur en það hefur
gert að undanförnu, en það hef-
ur einmitt verið einn megingalli
þess, hversu einstaklingshyggja
hefux verið þar ráðandi. Ólafui
Ólafsson, Þórður, Stefán og Sig-
urður Jóakimsson áttu allir
mjög góðan leik, auk Loga í
markinu sem varði oft frábær-
lega, og m.a. tvö vítaköst sem
Jón Hjaltalín framkvæmdi.
Voru það ekki nein smáskot. Þá
átti Viðar allgóðan leik, en var
of mikið inná og orðinn þungur
þegar leið að leiksfok.um.
Að þessu sinni var það hvorki
Jón Hjaltalín né Einar Magnús-
son sem léiku aðaihlutverkið hjá
Víking, heldur ungur nýliði Jó-
Framhald á bls. 20.
Bætti met
Wirkola
NÍTJÁN ára gamall Bandaríkja
maður — unglingameiistari þar
í skíðastökki — Adrian Watt að
naf.ni, bar sigur úr býtum á síð-
asta úrtökumóti vestra fyrir OL
í Grenoble. Keppnin för fram
í Iron Mountain og stökk Watt
102.5 m.
Það er dálaglegt stökk ekki
sízt þegar þess er gætt að eng-
inn Bandaríkjamaður hefux
stokkið lengra og hann bætti
brautarmetið sem enginn annar
en Bjöm WirkoLa OL-meistari
og heimsm,eistari setti í fyrra þá
er hann var á toppi frægðar sinn
ar. Watt verður aðalmaður
stökkiiðsins í Grenoble — hvað
sem t.augar hans þola á því stór
móti.
ÍR sigraði KFR 81:65
og KR vann ÞÖR 62:50
Agnar Friðriksson stighæsti maður
dagsins með 31 stig
ÍSLANDSMEISTARAMÓTINU í
körfuknattleik var haldið áfram
s.l. sunnudag. Fóru þá fram 2
leikri í I. deild. ÍR vann K.F.R.
81 : 65 og KR sigraði Þór 62 . 50.
Þá fór einnig fram leikur í II.
fl. karla, KR sigraði ÍR 44 : 26.
ÍR—KFR 81 : 65.
ÍR skoruðu 11 stig á móti 1
hjá KFR, en þeim tókst að jafna
stígin á nokkrum mínútum. Var
fyrri hálfleikur nokkuð jafn sem
eftir var, en hann endaði 42 :
33 ÍR í vil.
Síðari hálfleikur var mjög
jafn framanaf, en þegar liða tók
á ieikinn virtist úthaldið bila hjé
KFR mönnum, og skor.uðu ÍR-
ingar hvað eftir annað með
skyndihlaupum, og er leiknum
lauk var staðan 81:65 fyrir lR.
Stigahæstir ÍR-ingar voru Agn
ar Friðriksson með 31 stig og
Birgir Jakobsson með 25. Hjá
KFR var Þórir Magnússon stiga-
hæstur að va.nda með 28 stig.
Dómarar voru þeir Hallgrímur
Gunnarsson og Hilmar Ingólfs-
son.
KR-Þór 62 :50.
Kr. skoraði fyrsta stig leiksins
úr vítakasti. en litlu síðar skor-
aði Þór og komst yfir 2:1. Næstu
mínúturnar skoraði KR hvað eft.
ir annað og voru næstu tíu
mínúturnar bezti leikkafli KR-
i liðsins, en í hálfleik var staðan
33—22 KR í vil. Síðari hálfleik-
ur var mjög jafn og vann KR
hann ðeins með einu stigi,
þannig að lökatölur leiksins urðu
62:50 KR í vil.
Hjá Þór er Einar Bollason stoð
og stytta liðsins, en hann skor-
aði 22 stig í leiknum. Aðrir leik-
menn Þórs eru mjög jafnir og
liðið í beild er létt og skemmti
legt.
í KR-liðinu voru Hjörtur Hans
son og Guttormur ólafsson stiga
hæstir með 21 og 19 stig. Þá
áttu þeir Kolbeinn Pélsson og
Gunnar Gunnarsson mjög góðan
leik. Dómarar voru Jón Eysteins
son og Haraidur Haraldsson.
Áhorfendur voru á 4. hundrað.
Önnur karfan í Laugardals-
höllinni er skökk og einnig há-
talarakerfið í ólagi og ætti að
kippa þessum atriðum í lag sem
fyrst.
M.