Morgunblaðið - 23.01.1968, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.01.1968, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1968 13 Dys Strindberg-s. En ferð þeirra Andrée geng ur enn skrykkjótt. Strindberg bókfærir síðari hluta dagsins 13. júlí, en ætlar að leggja sig kl. 7 en fær ekki ró fyrir stöð ugum rykkjum og hnykkjum. Kl. 8 um kvöldið kasta þeir ýmsu út, meðal annars miklu Eldunartækið. af matvælum. Ferðin gengur síðan vel um hríð en svo lygn- ir. Um miðnætti slitnar lengsta daglínan. Andrée er stöðugt up.pi og rannsakar ís- inn. Kl. 6.20 um morguninn1 14. júlí lyftist loftfarið að þá opna þeir báða gaslokana og hleypa út gasi og eru komnir niður ki. 6,29 og stíga út úr lof.tfarinu kl. 8.11. Þessari loftsiglingu er lok- ið og þeir eru ienlir heilir á ísnum og öll tæki heil, jafnvel þau viðkvæmustu. Þeir félagar komust 470 km. norðaustur frá Danaeyju og hafði þá borið af leið til vesturs. Þeir lentu loftfarinu á 82. gr. 66 mín. norður og 29. gr. 52 mín. austur, þreyttir og svang- ir. En til setu var ekki borðið því bjarga varð því, sem legið gat undir skemmdum, ef veður versnaði. Það tók þá sjö klukku stundir. . Nú unnu þeir að því í heila viku að búa sig af stað. Kom S'ér vel að allur búnaður þeirra var vel úr garði gerður. Þeir höfðu þrjá sleða og léttan bát úr va.nsheldum striga. Þeir voru því vongóðir um að allt my.ndi vel fara. Meðan þeir dvöidu þarna á ísnum hafði þá borið 30 km. í suðvestur er kcminn var 20. júlí og næsta sólarhring bar þá 8 km. í suð- austur. Hinn 22. júlí kl. 6 síð- degis leggja þeir af stað og hyggjast reyna að ná Flora- höfða á Franz Jósefslandi, en þar var stærsta forðabúr þ'sirra. Þeir höfðu í byrjun 160- 200 kg. á sleða, sem voru þá svo þungir, að þeir urðu að sel- íiytja þá, þar sem hver og einn gat ekki dregið hjálpariaust sinn sleða. Þetta er tafsamt svo þeir létta á sleðunum. minka matvæli og vonast til að g.eta haft nóg fyrir sig að leggja með veiðiskap. Þeir höfðu þá veitt bæði ísbjörn og fugla. IÞegar þeir leg.gja af stað eftir endurskipulagninguna hefir Andrée 134,2 kg., Strindberg 141 kg. og Frænkel 153,8 kg. Nákvæm skrá er til yfir allt, sem var á sleðunum. Matvæli höiðu þeir til 45 daga. Ferðalagið á ísnum reynist feikilega erfitt. ísinn er ósléttur, það svo að stundum verða þeir að höggva sér leið yfir hann. Þeir ösla krapaelg og falla niður í vakir. Eitt sinn er Andrée nær drukknaður, en fleytir sér á bakinu þar til fé- lagar hans koma honum til bjargar. Þetta er þeim samt erfiður róður og rauniar ráða þeir engu um það hvert þá ber. ísinn er á stöðugu skriði fyrir straumum og vindi. Þeir erfiða oft allt að 16 klst. daglega, lenda hvað eftir annað ,,ofan í“ en láta þó engan bilbug á sér fin,na. Frænkel fær illt í fót og magaveiki, en hvorttveggja batnar. Þótt haldið sé stöðug.t austur ber þá samt vestur. Þeg- ar kominn er 12. septem.ber gef- ast þeir upp við öll áform um að ná landi og taka að búast fyrir á ísnum. Þá ber hægt inn skotín var af norska selfang- aranum. í sundið milli Svalbarða og Franz Jósefslands. Á ferðinni um ísinn eru þeir frekar léttklæddir og þeir eru léttir í lund._ 4. september er hátíðisdagur, því þá er afmæli 'Strindbergs. Andrée vekur hann mað bréfi frá unnustu hans og ættingjum. Það varð Slrindberg til mikillar gleði. Sérstakur matur er til miðdeg- isverðar og sjálfur hélt Strind- berg upp á þetta m.eð því að fara duglega ofaní ásamt sleða sinum. Morgunverðurinn er bjarnarbuff með brauði og baunasúpa með bjarnarkjöti og bjarnarfeiti. Miðdagsverðurinn er steikt bjarnarkjöt, sem hald- íð hafði verið heitu undir vest- inu, brauð með gæsilifrakæfu, Straufferkaka með saftsósu, saft og vatn, ræða fyrir Nils og að lokum súkkulaði. Frásagnir Andrée eru o£t gamansam.ar í dagbók hans. Loks sjá þeir að ísínn verður að vera þeirra vetirardvalar- staður. Þe.r taka að byggja sér snjóhús og er Strindbarg bygg- ingarmeistarinn. Hinn 18. september er mikill hátíðisdagur, því þá eiru liðin 25 ár frá valdatöku Oscars II Svíakonungs. Þennani dag er hátíðamatur, selsteik og ísmáv- ar, steikt í smjöri og selspiki, selalifur, heili og nýru, smjör og Schumacherbrauð, vín, súkkulaði, rúsinubrauð og hindbenjasaft, por.tvín frá 1834, Antonio de Ferrara, gjöf frá konunginum. Andrée flytur skálarræðu fyirir kónginum. 'Húrra. Þjóðsöngurinn sunginn einradda. Kex, smjör og ostur og loks vín. Um daginm hlskti fáninn við hún yfir baekistððinni. Snjóhús Strindbergs er hin ágætasta bygging, skipt í 3 her- bergi. Hann hafði getað steypt húsið upp með því að blanda saman snjó og vatni, sem fraus jafnóðum og hann bar leðjuna á veggina. Og þarna héldu þeir sig og bjuggust undiir veturinn, gátu skotið nægilegt til matar, sem nægði allt fram í apríl, svo ekki þurftu þeir að óttast hung- ur. Svo skeður lítið, a.m.k. fer dagbókarfærslum að fækka. Enn hafa þeir ekki að fullu gengið £rá húsinu hinn 1. okt., en gerðu ráð fyrir að ljúka því að utan hinn 2. okt. En þá um nó.ttina ske ósköpin. íshellan, sem þeir höfðu búið á brotnaði í mörg stykki og vatn fossaði inn í húsið þeirra, einn veggur- inn hékk út yfir sköirina. Þeir urðu að hafa sig alla við til að ná saman dóti sínu, sem var nú á mörgum jökum. Þetta tókst og þeir voru svo léttlyndir að sofa í húsinu næstu nótt. „Enginn hafði misst kjark- inn. Með slíkum félögum ætti ■maður að geta sigrað hvaða erfiðleika, sem að höndum ber“, skrifar Anidrée síðast í stóru dagbó kina, sem eftir hann fannst. Slitur fannst úr annari daglbók, en þar er litt læsilegt. Þannig er álitið að flothylki frá Andrée-leiðangrinum hafi rekið. iStrindberg skrifar orð og orð í 'almanak sitt. En ekkert finnst ritað eftir þá eiftir 17 október, en þá er það Strindberg sem skrifar í dagbók sína „heim kl. 7,5 e.m.“ Eftir þetta hvílir leyndardióm urinn miteli yfir afdrifum þess- Hin stóra dagbók Andrées var vafin innan í þessa peysu og varðveittust þannig hinar mik- ilsverðu upplýsingar um leið- angurinn. ara þriggja mjög svo vösku manna. Snemma í ágústmánuði árið 1930 er norskt veiði og rann- sóknarskip, „Bratvaag", að veið um við Hvíteyju. Skipið er á leið til Franz Jósefslandis og með því vísindamenn sem ætla að framkvæma þar mælingar tog er foringi þeirra dr. Gunn- ■ar Horn. Þeir skipsmenn hafa orðið varir við rostunga við eyjuna og vinna þá hinn 6 ágúst, draga á 'land og gera efi þeim, en senda tvo unga menn upp á eyjúna til að leita drykkjar- vatns. Ungu mennirnir verða varir við a'lúminiumlok, þegar upp á eyna kemur, og fara að leita að fleiri hlutum, er bendi til að þar hafi menn komið. Finna þeir þá bátinn og í hon- um fjölda hluta og m.a. krók- stjaka merktan „Pólarleiðang- ur Andées 1896“. Þetta merki var á fleiri hlutum, en eins og fyrr er sagt, ætlaði Andée í leiðangur sinn það ár. Skip- stjóri og veiðimenn eru nú sótt- ir og sjá þeir þegar, að þarna höfðu þeir André borið beinin. Dr. Horn er sóttur og stjórn- aði hann upptöku jarðneskra leifa þ.eirra félaga og farangurs þeirra. Bein Strindbergs fund- ust í dys nokkuð frá beina- grind Andrées og hefir hann því látizt á undan þeim Frænkel og Andrée. Ekki er rúm hér til að telja upp allt það er fannst á Hvít- eyju bæði af þeim Bratvaag- mönnum og í leiðangri, sem far inn var á skipinu „ísfbjörn" und ir forystu Stubbendorffs blaða- manns. En hann kom mánuði síðar til Hvíteyjar. Fundust þá bein Frænkels og hauskúpa Andrées og talsver.t af dóti til viðbótar. Snjór var þá meira bráðinn en hið fyrra sinnið, en mánuður leið mi'lli þess sem skipin voru við eyjuna. Heimkoma þeirra Andrées og félaga var hinn 5. okt. 1930, er ,,Sven.sksund“ sigLdi með jarð- neskar leifar þeir.ra til Stock- holms í fylgd fjölda skip-a og báta, en flugvélar svifu yfir. Konungur Sviþjóðar flutti é- varp, er kistur þessara djörfu pólfara, voru lagðar á sænska grund. Þeir voru loks komnir heim. Heimildir ti'l greina þessara eru: Morgunblaðið frá 1930, „Andrées Polarfærd 1897“ útg. í Kaupmannahifn 1930 og „And rée pólarfari og félagar hans“ eftir Ársæl Árnason, útg. í Reykjavík 1931. .: mt'zt yfir íshrönglíð með sleða Frænkels. Frænkel t.v., en Andrée til hægri, en Strindberg aftan við sleðann. Ljós- rnyndavélin var með sjálftakara. vig. Hinir ýmsu stjórnendur sambandsins talið frá vinstri: Sævar Halldórsson, Aðalheiður Jónsdóttir, Alfreð Harðarson, Grétar Þorsteinsson, Hilda Torfadótt . og Valdór Bóasson. — Templarahöllin Framhald af bls 5 fyrir fólk á aldrinum fjórtán til sautján ára, en hinn um kvöldið fyrir fólk sautjén til tuttugu og fimm ára. Nú væri lausnin komin fyrir unga fólkið, sem hvergi hefði fengið inni til að stunda skemmtistörf. Hann sagði, að alltatf vær-u að bætast nýir félagar í saim- tökin, og í nóvember hetfðu bætzt við fjörutíu é Akra- nesi, tuttugu í Sandgerði og hundrað og sextíu í Vest- mannaeyjum. Kvað hann einkar gott samstartf vera milli samtakanna og skól- anna utanbæjar þannig að skemmtanir og ferðalög væru öll ákveðin í samráði v.ð stoólastijóra, svo að ekki rækjust á nám, skemmtanir eða samkomur, og mæltist þetta afar vel fyrir almennt. Sævar Halldórsson frá Keflavík sf gði, að hjá þeim suður frá væri eiginlega eng inn tshnn maður með mönc,- um hjá krökkunum, nema hann væri í félaginu, því væri þetta algjört aðalatnði hjá þeim. Hann kvað forráða menn þar ekki stunda það neitt að prédika bindindi fyr ir félagsmönnum, en fólkið tæki það upp hjá sjálfu sér að fylgja þairri stefnu. Sagði hann þá starfa til háltfs á móti Æskulýðisheim'linu þar. Sagði hann samtökin þar hafa fengið kennara suður eftir til að kenr.a félagsfólki göm!u dansana, og væri það mjög vinsælt meðal unga fólksins. Hann sagði, að fólk af öllum Suðurnesjum sækti þessar samkomur. Aðspurð- ur um það, hvort, aðrir Suð- urnesjamenn styrktu starf- semi félagsns suður þax, kvað hann það ekki vera, en hins vegar væri það æskilegt, ti'l að geta gert starfsemina umfangsmeiri, en hún væri nú. GLERQLL Amerísk og dönsk glerullar- einangrun með ál- og asfaltpappa. Glerullarm.íttur og laus glerull í pokum. Glerullarhólkar til einangr- unar á pípum. J. Þorláksson & Norðmann hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.