Morgunblaðið - 23.01.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1968
15
Sameiginlegar varnir
í Suöaustur-Asíu?
Breytt viðhorf vegna brott-
flutnings hersveita Breta
VBGNA þeirrar ákvörðunar
Breta að flytja burtu herlið sitt
frá Suðaustur-Asíu hefur aftur
vaknað áhugi á því að lönd í
þessum hlutá heims stofni til
samvinnu sín í milli í varnar-
málum. Marcos, forseti Filipps-
eyja, sem verið hefur í heimsókn
í Malaysíu og Indónesíu, hefur
bent á nauðsyn slíkrar varnar-
samvinnu með hliðsjón af hætt-
unni sem löndunum stafi af út-
þenslu áformum Kínverja, sem
hann telur þeim mun meiri
vegna þess að þeir hafa komið
sér upp kjarnorkuvopnum.
Marcos er þeirrar skoðunar, að
hættan af undirróðri Kínverja
og tilraunum þeirra til að koma
af stað byltingum í nágranna-
löndunum verði ískyg.gileg á
næstu fimm til tíu árum.
Marcos segir, að æskilegt væri
að Sameinuðu þjóðirnar hefðu
hönd í bagga með að tryggja ör-
yggi landanna í Suðaustur-Asíu,
en þar sem ekki sé við því að
búaet að heimssamtökin taki
frumkvæðið í þessu máli verði
að byggja á grundvelli banda-
lags þess sem Indónesía, Mai-
aysía, Filippseyjar, Singapore og
Thailand stofnuðu með sér í
ágúst í fyrra. Þessu bandalagi,
sem kallast Samband Suðaustur-
Asíuþjóða (ASEAN), var fyrst
og fremst ætlað að stuðla að nán
ari efnahagssamvinnu aðildar-
landanna, og ex vitað að t.d.
Indónesar eru tregir til að fall-
ast á að bandalagið snúi sér að
öryggismálum fyrr en grundvöll-
ur hefur verið lagður að traustu
efnahagssamstarfi.
Hagsmunir aðildaxlanda þessa
nýja bandalags eru ólíkir, en
óttinn við undirróður kommún-
ista sameinar þau, og áhuga á
samvinnu í varnarmálum hefur
aukia. vegna hinna breyttu við-
horfa sem skapazt hafa vegna
hinna skyndilegu ákvörðunar
Breta um að flytja á brott her-
sveitir sínar frá Asíu. Hvergi er
hættan á undirróðri meiri en í
Singapore, en Singaporebúar
óttast einnig ágengni Malaysíu-
manna eða Indóneea. En víst er,
að bæði Singapore og Malaysia
muni nú snúa sér meira að Ástra
líumönnum og Ný-Sjálendingum
og reyna að tryggja sér aukna
aðsfoð frá þeim til verndar ör-
yggi sínu. Thailand og Filipps-
eyjar eru aðilar að S'EATO —
Suðaustur - Asíuvarnarbandalag
inu — en Malaysía, Singapore og
Indónesía utan við. Hershöfð-
ingjarnir í Indónesía hafa senni-
lega ekki gefið upp á bátinn
hina gömlu drauma um að Indó-
nesía verði stórveldi o.g forystu-
riki í Suðaustur-Asíu.
Þannig er margt sem stendur
í vegi fyrir samvinnu allra þess-
ara landa í varnarmálum. En bú-
ast má við auknum umræðum
um þessi mál á.næstunni .
Singapore
Hvergi hefur ákvörðun Breta
um að leggja niður herstöðvar
Suðaustur-Asía.
sínar i Asíu vakið eins mikla
andúð og í Singapore.
Forsætisráðherrann, Lee Kwan
Yew, sem fór til Bratlands til
þess að mótmæla fyrirætlunum
brezku stjórnarinnar, óttast að
kommúnistar muni herða á undir
róðursstarfsemi sinni og Indó-
nesar geri árás á Singapore.
Búast má við, að Lee verði sak-
aður um undirlægjúhátt gagn-
vart Bretum og honum verði
legið á hálsi fyrir að taka mark á
loforðum brezku stjórnarinnar.
Að vísu er hann traustur í sessi,
og flokkur hans hefur 49 af 51
á þingi Singapore, en þar sem
búast má við efnahagslegum
skakkaföllum þegar herstöð
Breia verður lögð niður, eykst
hættan á undirróðri kommún-
ista. 47.000 manns starfa við her-
stöðina, og 52.000 manns eru þeg-
ar atvinnulausir, en tala vinnu-
færra manna er 500.000.
Ótti Singaporebúa við Indó-
Lee Kwan Yew, forsætisráðherra Singapore.
nesa hefur aukizt vegna þess að
Bandaríkjamenn virðast vera
þess albúnir að veita Indónesíu
stórfellda hernaðarstoð, enda er
iíklegt að Bandaríkjamenn telji
ólíkt mikilvægara að eiga stuðn-
ing andkommúnistískrar stjórn-.
ar, sem drottnar yfir 110 milljón-
um manna, en smáríkis á borð
við Singapore. Singaporebúar
hafa hingað til bundið vonir sín-
ar við það, að dvö.1 brezkra her-
sveiia mundi eyða þessari hættu,
en sjálfir geta þeir ekki komið
sér upp öflugu herliði. Að vísu
hefur Singaporestjórn á prjón-
unum áætlanir um að koma á fót
allstórum her, en sá her verður
ekki kominn á laggirnar fyrr en
1975, og brottflutningi brezka
herliðsms lýkur 1971.
Singaporebúar óttast einnig
Malaysíu-sambandsríkið, sem
þeir sögðu sig úr vegna þess að
þeir töldu að hagsmunir þeirra
væru látnir sitja á hakanum og
emnig vegna þess að þeir 'töldu
að Kínverjar væru beittir mis-
rétti, en Kínverjar eru í meiri-
hluta meðal íbúa Singapore.
Malaysíumenn eru að vísu reiðú
Bretum vegna þess að þeir telja
þá hafa gengið á bak orða sinna,
en hins vegar stafar Malaysíu
ekki eins mikil hætta af Indónes-
íu og þegar Bretar komu þeim til
hjáipar og efldu varnir landsins,
einkum í Borneó-héruðum sam-
bandsríkisins. Hins vegar er ekki
ólíklegt að Malaysíustjórm geri
sér vonir um að Singaporebúar
verði fyrir svo miklu efnahags-
■tjóni, að þeir neyðist til að sækja
aftur um inngöngu í Malaysíu-
sambandsríkið.
Lee Kwan Yew hefur nú áætl-
anir á prjónunum um að hvetja
Japani og aðrar þjóðir til fjár-
festinga í Singapore. Þótt Jap-
anr hafi verið óvinsælir í Singa-
pore síðan í heimsstyrjöldinni
hafa fjárfestingar þeirra í
Singapore aukizt til muna á síð-
ari árum. Ólíklegt er, að Lee
Kwan Yew láti verða af hótun
sinni um að segja Singapore úr
aterlingssvæðinu, enda mundi
slík ráðstöfun léoma har.t niður
á þeim sjálfum.
Hvað gerir Ástralía?
Ráðamenn í Singapore og
Malaysíu hafa látið í ljós von um
að Ástralía og Nýja Sjáland taki
að einhverju leyti við hlutverki
Breta í vörnum þeirra. En for-
sætisráðherrar Ástraliu og Nýja
Sjálands hafa tekið þessum til-
iögum fálega.
Hinn nýi forsætis'ráðherra,
John Gonton, fylgir sömu stefnu
og fylgt var í stjórniartíð Harolds
Holts, sem meðal annars sendi
hersveitir til Vietnam og sýndi
meiri áhuga á þróun mála í Asíu
og stuðningi við Bandaríkin en
Robert Menzies, sem á lanigri
stjórnartíð lagði mesta áherzlu á
samvinnu við Breta og hafði lít-
inn áhuga á Asíu. En Gor'ton er
fyrst og fremst raunsær stjórn-
málamaður, harður og ákveðinn,
setur hagsmuni lands síns ofar
öllu og mun því forðast það að
Ástralíumenn færist of mikið í
fang.
Margt er komið undir því hvort
Vietnamstríðið verður langvinnt.
Alls hafa Ástralíumenn sent
8.800 hermenn og flugmenn til
Vietnam og jafnvel þótt vilji
væri fyrir hendi eru Ástralíu-
menn svo fámennir að þeir gætu
ekki sent hersveitir til annarra
landa eins og nú standa sakir.
Hins vegar gætu Ástralíumenn
tekið aukinn þátt í vörnum Suð-
austur-Asíu ef skjótur endir yrði
bundinn á Vietnamstríðið. En
sennilega mundu Ástralíumenn
aldrei fallast á að taka við
rekstri herstöðvarinnar í Singa-
Hans er ekki lengur þörf.
pore og staðsetja setulið í öðr-
um löndum, enda telja þeir að
slíkt mundi aðeins baka þeim
óvinsældir.
Það sem Ástralía hefur áhuga
á og líklegt er að Gorton, hinn
nýi forsætisráðherra, beiti sér
fyrir, er varnarsamvinna allra
landanna í Suðaustur-Asíu, og
þá yrði að fá Indónesa til að taka
þátt í slíkri samvinnu því að án
þeirra kæmi hún varla til mála.
En til þess að Indónesar geti
tekið þátt í slíkri samvinnu verð-
ur fyrsit að tryggja jafnvægi í
stjórnmálum og efnahagsmálum
þeirra. Einnig verður að eyða
tortryggni Malaysíu og Singa-
pore í þeirra garð, og vissa verð-
ur að fást fyrir því að Indónesar
hafi ekki í hyggju að hefja nýjar
aðgerðir til að knésetja þessi
ríki.
Sennilegt er, að eftir brottför
Breta frá Suðaustur-Asiu verði
hafizt handa um tilraunir til að
koma á náinni varnarsamvinnu
milli Malaysiu, Singapore, Nýja
Sjálands undir nokkurs konar
vernd Bandaríkjanna, en vegna
margra skuldbindinga Banda-
ríkjamanna annars staðar er
ólíklegt að þeir taki virkan þátt
í þesisari samvinnu.
„Yrkisskóloþing“ holdið hér 1969
LOKIÐ er hér í Reykjavík sam-
eiginlegum fundi fulltrúa Norð-
urlandanna allra til að undir-
búa svokallað „Yrkisiskólaþing“,
sem halda á hér á landi árið
1969.
Yrkisskóla-samtök Norður-
landa hafa gengizt fyrir ýmis
konar samvinnu í fræðslumál-
um þessara fræðslustofnana,
sem e.t.v. mætti á íslenzku kalla
atvinnuskóla, allt frá því 1924,
með því m.a, að halda með sér
þing á 5 ára fresti og skipu-
leggja ýmiss konar námskeið,
fræðslufundi og kynningarstarf-
semi meðal kennara og starfs-
fólks skólanna.
Þing þessi hafa sum verið
mjög fjölmenn og eru haldin í
löndunum til skiptis. Síðast var
slíkt þing haldið hér árið 1949.
Fyrsta undirbúningstfund
næsta þings sátu þrír fulltrúar
frá Finnlandi, einn frá hverju
hinna Norðurlandanha auk ís-
lezku fultrúanna, en hinn ís-
lenzki hluti undirbúningsnefnd
arinnar er skipaður fulltrúum
tilnefndum af Menntamálaráðu-
neytinu, Reykjavíkurborg, Lands
sambandi iðnaðarmanna, Fél.
ísl. iðnrekenda, Sambandi iðn-
skóla á íslandi. Verzlunarskóla
íslands, Stýrimannaskólanum,
Iðnaðarmannafélaginu í Reykja
vík, Iðnskólanum í Reykjavík og
kennarafélagi hans.
Á undirbúningsfundinum var
samþykkt, að þingið yrði haldið
í Reykjavík fyrstu daga júlímán
aðar 1939, og hefjist með hátíð-
legri samkomu fyrir allan þing-
heim, væntanlega um 5—600
manns, að morgni fyrsta þing-
dags.
Gert er ráð fyrir skiptingu
þingheims í mismunandi hópa
eftir áhugamálum og að ýmis
konar fræðsluerindi verði flutt
og umræður fari fram um þau.
Jafnframt er áformað, að hald-
in verði sýning á kennslubók-
um og öðru efni um fræðslumát
á þessu sviði hjá hverrí þjóð
fyrir siig. Loks er til umræðu
framtíðar skipulag samtakanna,
nýskipan á fyrirkomulagi þing-
anna, kennarafræðslu nánari
samvinnu landanna á ýmsum
sviðum o.fl.
Skipulagðar verða fræðislu-
skemm'titferðir fyrir eiginkonur
þátttakenda, meðan þingið stend
ur og að þingstöríum loknum
fyr.'r þá, sem óska.
Undirbúningsfundur þessi var
haldinn i Iðnskólanum í Reykja
vík dagana 11. og 12. janúar.
(Fréttatilkyning.)
Sjö bctnr ó línu
frá Bolungurvík
Bolungarvík, 20. janúar.
SJÖ línubátar stunda nú róðra
héðan og í næstu viku fer einn
250 tn. bátur á net. Afli línu-
báta hefur verið sæmilegur, en
gæftir stirðar.
Sæmileg atvinna er v.ð frysti
húsið, en þó má greina nokkurn
samdrátt í atvinnu hér, þó ekki
sé það neitt alvarlegt ennþá.
Þrír bátar eru gerðir út á
rækju og var afli þeirra sæmi-
legur fyrir áramót. Rækjubát-
arnir eru nú að hefja róðra á
ný.
Vegurinn til ísafjarðar hefur
lokazt óvenju oft á þessum vetrí
en þar er mokað þrisvar í viku
og samgöngur því sæmilegar.
— Fréttaritari,