Morgunblaðið - 23.01.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.01.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1968 Andree-leiöangurinn 1897 Tilefni verðlaunabókar Per Olof Sundman Frá útför þeirra félaga 1 storK kjunni í Stockholmi. í STUTTKI blaðagrein er þess enginn kostur að gefa tæmandi upplýsingar um ferð Andrée og félaga hans. Verður því að nægja að stikla á stóru og drepa á nokkur atriði. Loftbelgur Andrées var framleiddur hjá H. Lachambre Síðarí grein í París og var að mestu hnatt- laga, ofturlítið aflangur. Belg- urinn var 4.800 rúmmetrar. Efri hluti hans var úr þre- földu, kínversku silki, efni af beztu gerð, og neðri hluti úr sama efni, nema aðeins tvö- falt. Efnið var olíubori'ð tvisvar utan og innan, efri hlutinn, en einu sinni innan og tvisvar utan, neðri hlutinn. Burðarþol hans þurfti að vera svo m:kið að hann gaeti borið 3 menn og öll mælitæki, sem nota þurfti til leiðangurs- ins ásamt lífsnauðsynjum mannanna til fjögurra mánaða ásam '>a”?st“, alis um 3000 kg. Belgurinn þurfti að vera svo þéttur, að hann gæti hald- izt á lofti í 30 sólarhringa. Nauðsynlegt var að geta fyllt belginn með gasi á íshafssvæð inu og loks þurfti áð vera hægt að stjórna belgnum að nokkru leyti. Til þess voru not aðar dragtaugar og segl, en Andrée hafði gert tilraunir með stýrisbúnaðinn í loftferð- um sínum á „Svea“. Þar hafði hann lent í ævintýrum, t.d. komizt yfir )O0 km. hraða á klukkustund. Kostnaðinn við ferðalagið hafði Andrée áætlað um 128.- 000 krónur. Sá, sem fyrstur bauð fjárhagslega áðstóð til leiðangursins var höfundur dynamitsins, Alfred Nobel, síðar stofnandi sjóðs þess, sem Nobelsverðlaunin eru veitt úr. Hann hafði átta ár- um áður kynnzt Andrée og þeir höfðu þá átt saman fjör- ugar viðræður. í fyrstu bauð hann fram 20.000 kr., en þótti síðar fjársöfnun ganga hægt og bauð þá fram helming kostnaðarins, eða 65.000 krón- ur, með því skilyr'ði að hinn helmingurinn fengist á tveim- ur mánuðum. Þetta breytti öllu. Og nú gekk fjársöfnunin fljótt, því Oscar konungur lagði fram 30.000 kr., skömmu síðar Oscar Dickson fríherra sömu upphæð og loks gáfu prófessorshjón, Gustaf Retzius, síðustu 5000 krónurnar. Frekari útbúnaður var sem hér segir: Yfir belginn var strengt ■mikið, grófriðið net, sem kom saman í svonefndum burðar- hring neðan við hann, en neð- an í þann hring var karfan fest ásamt dragtaugum. Þær voru til þess að stjórna belgn- um ásamt þremur litlum segl- um. Talið var áð við sæmileg skilyrði mætti breyta stefnu belgsins sem svaraði 30 gráð- um frá vindátt. Dragtaugar loftbelgsins voru tvennskonar, stjórntaugar og ballesttaugar. Stjórntaugarnar voru saman- lagt 1000 m á lengd og vógu 950 kg. Hinar voru 70 m á lengd og vógu 400 kg. Kæmi belgurinn nálægt landi eða á ís léttu taugar þessar þegar mikið á honum, er þær féllu á fasta undirstöðu. Vegna eld- hættu höfðu þeir félagar sér- stakt eldunartæki, sem tendr- að var 8 metrum fyrir neðan belginn og þar gátu þeir hit- að sér mat. Tæki þetta reynd- ist vel. Karfan er með þaki og hangir í 6 taugum í burðar- hring.num en þakið er gyrt silki tjaldi og þar uppi eru flest mælitækin. Utanborðs er kaðal stigi til að fara upp á þakið. Þeir félagar höfðu með sér matarforða til 6 mánaða, en auk þess var matarforða kom- ið fyrir á fjórum stöðum, á Danaeyju, þar sem þeir lögðu upp í för sína, við Mossel- fjörð á Svalbarða, á Sjöeyjum norður af Svalbarða og á Florahöfða á Franz Jósefslandi. Þeir félagar höfðu með sér 36 . bréfdúfur, sem Aftonbladet í Stokkhólmi lag'ði til. Engin þesara fugla náði lifandi heim, en ein var skotin frá norskum selfangara og komst orðsendingin frá henni til skila. Segir þar að þetta sé þriðji dúfupóstur þeirra félaga, send- ur 13. júlí og þeir staddir á 82 gr. 2 min. n.br. og 15 gr. 5 mín. a.l. kl. 12.30 e.h. Allt er þá gott að frétta og góður hraði austur. Leiðangurinn lagði upp frá Gautaborg 18. maí á tveimur skipum, sama skipi.nu og farið var á árið áður og auk þess fallbyssubáturinn „Svensk- sund“. Komið var til Danaeyj- ar 30. maí. -Undirbúningur fararinnar tók júnímánuð allan, en frá mán- aðamótum júní—júlí er beðið byrjar. lyftist loftbelgurinn á ný upp í 600 m hæð á 18 mínútum, en við svo snögga hækkun munu þeir hafa misst gas út um ör- yggisloka, enda heyra þeir fé- lagar blistur í belgnum. Þeir svífa áfram, lenda inni í köldu skýi og lækka niður undir vatnsborð, komast út úr ský- inu og aftur upp í 500 m hæð og missa enn út gas. Eftir það gengur ferðin vel. Þeir hatda áfram í 500 m. hæð og Láta fara vel um sig. Kl. 4.54 koima þeir að ísrönd- nni og kl. 5.36 er fyrstu brétf- dúfunum sleppt, en þær komu aldrei fram. Kl. rúmilega 7 um kvöldið fer Andrée niður að Fáni leiðangursmanna eins og hann fannst á Hviteyju. hvíla sig, en gengur áður frá flothylki. Því er varpað út kl. 10 um kvöldið og fannst ár- ið 1900 við Norður-Noreg. Öðru er kastað kl. 10.55. Þá er loftfarið á 82 gr. norður og 25 gr. austur og þeir svífa í 500 m. hæð. Hylki þetta fannst 1899 í Kollafirði á Ströndum hér á Xslandi. Kl. 1.26 eftir m'ðnætti stanz ar loftfarið og kl. 2 er Andrée vakinn, en Strmdberg og Frænkel ganga til hvílu. Foringinn er nú sjálfur við mælingum og heldur þeim uninn þann 12. að Strindberg kemur upp. Hann tekur við mælngium og heldur þeim áfram t.'l kl. 5 síðdegis. Ferðin hefur gengið sæmilega, nema hvað loftfarið hefir tviisvar stöðvazt. En kl. 3.06 fellur loft- farið enn og nemur 'karfan þá tvisvar við ísinn. Fleygt er út sandi og fleiru til- að £á loft- farið upp. Pálarbaujunni er kastað og ekkert skrifað með henni. Ástandið er sýnilega orðið ískyggilegt. Andrée heLd ur mælingum og bókunum áfram sjálfur þar tii kl. 5 næsta morgun. Ferðin gengur skrykkjó'tt. Loftfarið þokast til vesturs en karfan rekst otft í og um kvöldrð kl. 10 strandar loftfarið. Það situr fast alla nóttina og kemst ekki af stað fyrr en kl. 10.55 að morgni 13. júlí. Þoka og úði valda. Þá 'éttir til og þeir þokast norð- asutur. Kl. 1.08 e.h. senda þeir 4 bréfdúfur af stað og er það í þriðja skiplið, sem þær eru sendar. Ein þessara dúfna var skotin af norska selfangaran- um, en hún hafði komið sun.n- an á flótta undan mávum. Féll dútfan undan skoti sk ip- stjóra í ajóinn og var ekki hirt um hana, en síðar um daginn hitti þetta skip annan selfang- ara og barst þá fuglinn í tal og er gizkað á að þetta geti hafa verið bréfdúfa frá Andrée- leiðangrinum. Snýr þá skip- stjóri við og er fuglsins leitað þar lil hann finnst. Við brottförina frá Danaeyju. Ferðafélagarnir standa á þaki körfunnar og verið er að ske a á festarnar. Andrée stendur yfir föllnu bjarndýri. Myndin sennilega tek- in hinn 19. júlí. Loftbelgurinn skömmu eftir lendinguna á ísnum 14. júlí Hinn 11. júlí er góður sunn- an byr og þá er skýlið, sem byggt hafði verið utan um belginn, rifið um morguninn, hnífum brugðið á festarnar og loftfarið svífur af stað kl. 1.43 síðdegis. Loftfarið svífur fyrir vind- inum upp í 50—100 m hæð, en svo illa vill til að talsvert af dragtaugunum verður eftir á Danaeyju, er þær drógust eftir grýttum melunum. Þegar út yfir sjóinn kemur lækkar loft- farið á ný og nemur karfan við hafflötinn. Henda þeir þá út 9 sandpokum, e'ða 207 kg., en alls höfðu þeir 345 kg. af sandi. Virðast þeir ekki hafa orðið varir við að þeir mis^tu af dragtaugunum. Aflandsvind ur færði loftfarið niður. Nú Velkomin fengur. Frænkel t. , cn Sírindberg t.h.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.