Morgunblaðið - 23.01.1968, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JANTfAR 19<58
Saksóknari höfðar
mál í smyglmálinu
6 aðilar ákærðir og krafa gerð
um upptöku bátsins til ríkissjóðs
SAKSÓKNARI ríkúsins hefur
höfðað mál á hendur fimm skip-
verjum á Ásmundi GK-30 og ein
um aðila í landi í smyglmálinu
mikla. Var málið í gær sent til
sakadóms til meðferðar og dóms
álagningar. í málinu eru gerðar
auk venjulegra refsikrafa og
kröfu um upptöku á áfengi og
tóbaki, krafa um upptöku báts-
ins til ríkissjóðs samkvæmt
Talsverðar skemmdir á
Húna II af völdum elds
ákvæðum áfengislaga.
Skipverjarnir fimm eru ákærð
ir fyrir. að hafa smyglað 12.120
flöskum af áfengi til landsins og
auk þess 10.000 vindíingum. Þá
eru þeir ákærðir fyrir ólögleg-
an útflutning á íslenzkum pen-
ingum, samtals 440.000 krónum
í hundrað krónu seðlum. Einnig
eru þeir ákærðir fyrir að leyna
réttu nafni bátsins í erlendri
höfn og gefa upp rangt nafn —
Þorleifur Rögnvaldsson ÓF-36,
en svo hét báturinn áður.
Einn aðili í landi er ákærður
fyrir að hafa hjálpað til við
flutning og geymslu á hluta
smyglsins og einn skipverjanna
er ákærður fyrir að hafa selt
fjóra kassa af víni, sem honum
tókst að selja áður en smyglið
komst upp.
SKEMMDIR urðu miklar á
Húna n, þegar eldur kom upp
í honum á laugardag, þar sem
hann lá við Grandagarð. Elds-
upptók eru enn ókunn.
Slökkviliðið var kvatt að Húna
M. 19.16, og stóðu eldtungur
upp úr bátnum, þegar slökkvi-
liðsmenn bar að. Strax var ljóst
að eldurinn var í káetunni, en
mjög háði það slökkvistarfi, hve
erfitt var að komast að eldinum.
Gripu slökkviii'ðsmenn til þess
ráðs, að logsjóða gat á þilfarið,
og ennfremur brutust þeir í
gegnum mill'ivegg úr vélarhúsi
aftur í káetuna. Úr því gekk
slökkvistarfið vel, og var eld-
urinn að fullu slökktur um kl.
23. Héldu slökkviliðsmenn vakt
við bátinn til kl. 5 um nóttina í
öryggisskyni.
Skemmdir urðu talsverðar á
bátnum, sem fyrr segir. Brann
mikið innan úr káetunni og borð
sal, einnig komst eldurinn inn
í kortaklefann og olli þar
skemmdum. Á hinn bóginn mun
eidurinn ekki hafa komizt í vél
arúm bátsins, en einhverjar
skemmdir hafa orðið þar af völd
um vatns og sjós.
f ákvæðum áfengislaga segir,
að flytji skip ólöglegt áfengi til
landsins, sem er meginhlutinn af
farmi þess, skuli skipið gert upp
tækt til ríkissjóðs með dómi.
Hnförnin með
olíu og spritt
LéttyfirWilsonog
Kosygin í Moskvu
Moskvu, 22. jan. — AP —-
HAROLD Wilson, forsætisráð-
herra Bretlands, er kominn til
íoskvu og ræddi þar í dag við
Alexei Kosygin, forsætisráð-
herra Sovétríkjanna. Að því er
tlasmenn stjórnanna segja, fóru
viðræðurnar fram í vinsemd og
stóðu yfir í hálfa aðra klukku-
stund.
Fréttamenn, sem voru við-
staddir, er forsætisráðherrarnir
hittust í skrifstofu Kosygins,
heyrðu þá segja, áður en dyr-
unum var iokað á nef frétta-
mannanna, að þeir vonuðust til
þess, að stjórnir Bretlands og
Sovétríkjanna gaetu náð ein-
hverjum árangri sem sáttasemj-
arar í Vietnam og deilunum í
Austurlöndum nær.
Kosygin tók á móti Wilson á
flugvellinum í Moskvu og beið
alMengi eftir flugvél hans í
hörkukuida. Hann heilsaði Wil-
son hjartanlega og kvað Sovét-
stjómina fagna komu hans til
Moskvu. Skiptust þeiT síðan á
ósku mum að viðræður þeirra
yrðu árangursríkar.
Wilson vildi ekkert við frétta-
menn tala á fiugvellinum, held-
ur fór beint út í bifreið með
Kosygin og ók með honum leið-
ina til Kreml — sem er um 20
km. frá flugvellinum. Síðasti
hluti leiðarinnar var skreyttur
brezkum og sovézkum fánum og
í nágrenni Kreml hengu stórr
borðar með áletrunum: „Lengi
lifi vinátta þjóða Bretlands og
Sovétríkjan.na" og „Fyrir frið og
vinsamlega samvinnu milli Bret
lands og Sovétríkjanna.“
NTB-frétt hermir, að Kosygin
hsifi orðið starsýnt á úttroðna
skjalátösku Sir Burk Trends,
eins helzta ráðgjafa Wilsons í
þessari ferð. Hafi hann að lok-
um bent á töskuna og sagt, að
hann gerði ráð fryir, að hún
væri fuil af leyniskjölum. Wil-
son hló og srvaraði, að því færi
fjarri. Sir Burk hefði þann vana
að hafa alltaf með sér smurt
brauð, þegar hann væri á ferða
lagi og að þessu smni hefði hann
haft brauðskammt handa þeim
báðum. Hló Kosygin dátt að
þessu, þegar svarið hafði verið
túlkað.
Að sögr. NTB var mjög létt
yifr ráðherrunum báðum, bæði
fyrir og eftír viðræður þeirra.
í kvöld hélt Kosygin veízlu í
gestahúsi stjónarinnar á Lenin-
hæðum, par sem er gott útsýni
yfir snæviþakta borgma.
Ekki voru gefnar neinar upp-
lýsingar um viðræður þeirra,
eða hvað þeir fjöiluðu um, en
talið er víst, að þeir hafi m.a.
drepið á skrif sovézkra dagblaða
um Wilson nú um helgina, en
þau voru síður en svo vinsam-
leg. ,Jzvestija“ sagði til dæmis,
að Bretar hengju í pilsfaJdi
Bandarikjanna.
SAKSÓKNARI ríkisins höfðaði
hinn 13. desember s.l. opinber
mál gegn fjórum mönnum vegna
Iðnaðarbankabrunans svonefnda.
Hefur málinu verið skotið til
sakadóms Reykjavíkur til frek-
ari meðferðar.
Sækir um
Siglufjörð
SÉRA Kristján Róbertsson hefur
sótt um Siglufjarðarprestakall,
en undirskriftásöfnun hefur far-
ið fram á Siglufirði, þar sem
skorað er á Kristján að sækja
um prestakallið. Kristján var
sóknarprestur á Siglufirði fyrir
allmörgum árum, en hefur und-
anfarin ár verið prestur í Kan-
ada. —
FJÓRIR Reykvíkingar biðu hálf-
an annan só’larhring í snjóbíl sín-
um á Kili, en þeir höfðu villzt og
áttuðu sig ekki á hvar þeir voru
staddir vegna snjómuggu. í gær-
kvöldi voru þeir að koma aftur
í Hvítárnesskála og var al'lt í lagi
hjá þeim.
Þeir félagar ætluðu á snjó-
bílnum Nagg til Hveravalla.
Lögðu þeir upp á föstudagskvöld,
gistu í skála Ferðafélagsins í
Hvítárnesi á laugardagsnótt og
Lögreglurannsókn fór fram
eftir bruna þennan hinn 10.
marz á s.l. ári, eins og venja er
í slíkum tilvikum, en síðar fór
fram sérstök dómsrannsókn, að
kröfu saksóknara vegna fyrir-
komulags glugga á suðurhlið
HAFÖRNINN kom í gær tii
Reykjavikur frá Swansea í Eng-
landi með fullfermi af diselolíu,
þar af 500 tonn af whitespirit,
sem notað er í iðnaði. Var spritt-
inu skipað á land í Laugarne^-
tanga.
Olían fer út á land. Kyndill
tekur 900 tonn, sem hann fer
með til Vestmannaeyja. En hitt
fer Haförnin me'ð til ísafjarðar
og Akureyrar. Þá fer Haförnin
til Siglufjarðar og er óvíst um
verkefnin fyrir skipið næstu vik-
ur.
lögðu af stað áleiðis til Hvera-
valla á sunnudagsmorgun. En
vegna dimmviðris gátu þeir ekki
áttað sig á leiðinni og héldu
kyrru fyrir í bílnum sínum á
sunnudagsnóttina. Þeir höfðu
nægar benzínbyrgðir og nægar
vistir og fór því ágætlega um þá.
Þeir sneru svo við til Hvítárness
og töldu sig vera að komast þang
að í gærkvöldi, er Gufunessföðin
hafði samband við þá.
bankahúsins með tilliti til
fjarlæg’ðar nærliggjandi húsa.
Þessi dómsrannsókn leiddi síð-
an til þess, að hinn 13. desem-
ber s.l. var höfðað opinbert mál
gegn þeim fjórum aðilum, sem
að byggingu hússins stóðu, arki-
tekt hússins, þáverandi banka-
stjóra, sem umboðsmanni byggj-
enda, og tveimur byggingarmeist
urum, sem önnuðust smiði húss-
ins.
Höfðað mál gegn 4 vegna
linaðarbankabrunans
Fyrirkomulag glugga á suðurhlið húss-
ins talið ólöglegt með tilliti til
nœrliggjandi húsa
Gistu í snjó-
bíl á Kili
Ein og Mbl. skýrði frá á sín-
um tíma er hér um að ræða eitt
mesta smyglmál, sem sögur fara
af hér á landi.
- GRÆNLAND
Framhald af bls. 1
stjórnina um, að gerðar yrðu
allar hugsanlegar öryggisráðstaf-
anir til þess að koma í veg fyrir
tjón af völdum geislunar — sem
raunar ætti að vera með öllu ó-
hugsandi. Fjórir hópar banda-
rískra rannsóknarmanna voru á
leið til slysstaðarins í dag, að
því er sagði í yfirlýsingu dönsku
stjórnarinnar og ennfremur
sagði þar, að danska sendiráðið
í Washington mundi fylgjast
með rannsókn málsins og afla
allra hugsanlegra upplýsinga.
Utanríkisráðherrann sagði síð-
ar í kvöld, í viðtali við Ritzau-
fréttastofuna, að kjarnorkumála-
stefna Dana næði að sjálfsögðu
einnig til Grænlands og flug-
leiða yfir Grænland og Danir
gengu að því sem gefnu, að
Bandaríkjamenn sendu ekki
flugvélar sínar, er bæru kjarn-
orkuvopn, inn á það svæði. —
Annað mál væri, og á vitorði
allra, að vegna öryggis vest-
rænna þjóða hefðu Bandaríkja-
menn alltaf reiðubúnar og á
flugi flugvélar, er bæru kjarn-
orkusprengjur og ljóst væri, að
vegna þess hve fáir flugvellir
væru nærri Norðurheimskaut-
inu gætu atvikin hagað því svo,
að flugvélum þessum væri nauð-
synlegt að leita til Grænlands.
f þessu tilfelli hefði verið um að
ræða nauðlendingu, eða tilraun
til nauðlendingar.
Jens Otto Krag, forsætisráð-
herra, tók undir þessa afstöðu
utanríkisráðherrans, að ekki
væri hægt að útiloka að banda-
rískar flugvélar með kjarnorpu-
vopn innanborðs leituðu lend-
ingarstaða á Grænlandi í neyð-
artilfellum.
Talsmenn stjórnarandstöðu-
flokkanna í Danmörku hafa gert
töluvert veður út af þessu máli
í Danmörku og krafizt þess, að
hafnar verði viðræður milli
Dana og Bandaríkjamanna um
ákveðnar reglur í þessum efnum
og séð verði um, að Bandaríkja-
menn virði vilja Dana. Sagði
talsmaður Radikale Venstre, K.
Helveg Petersen, að það væri ó-
hugnanlegt til umhugsunar, að
líða skyldi hálfur sólarhringur
frá slysinu og þar til dönsku
yfirvöldin fengu fregnina um
það.
Æskulýðssamtök vinstri
manna efndu í kvöld til mót-
mælaaðgerða við bandaríska
sendiráðið í Kaupmannahöfn og
var kallað út öflugt lögreglulið
til þess að halda uppi friði og
spekt.
Stjórnmálasérfræðingar í
Kaupmannahöfn láta að því
liggja í kvöld, að atburður þessi
kunni að hafa áhrif á kosning-
arnar á morgun og e. t. v. efla
fylgi vinstri flokkanna.
Engin kjarn-
orkuvopn á
*
Islandi
- segir Stone, aðmíráll
MORGUNBLAÐIÐ átti í gær tal
við Stone, aðmírál, yfirmann
vamarli'ðsins á Keflavíkurflug-
velli, og spurðizt fyrir um, hvort
flugvélar yrðu sendar héðan til
Grænlands vegna B-52 flugvél-
arinnar, sem fórst á Grænlands-
jökli skammit frá Thule, með
kj arnorkusprengj u um borð.
Stone aðmíráll sagði, að hann
gerði ekki ráð fyrir því, enda
hefði ekki verið farið fram á
aðstoð hans.
Aðmírállinn tók fram, a’ð sam-
kvæmt samningi Bandaríkjanna
og íslands væru engin kjarn-
orkuvopn hér á landi og flugvél-
ar búnar slíkum vopnum hefðu
ekki heimild til að athafna sig
hér.