Morgunblaðið - 23.01.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 19*68
19
þess að bæta ha*g sinn, hann var
svo heppinn að komast á togara
útveg Tryggva Ófeigssonar og
átti eítir þ*að ætíð víst pláss þar
ef Ihann gat fa*rið að heiman, og
eftir að hann fluttist til Réykja-
vílsur vann hann við hans útveg
meðan kraftar entust, seinast
sem vaktmaður. Það má segja að
Tryggvi hafi reynst Sigurði hið
mesta tryggðatröU hvað atvinnu
snertir til hinztu stundar.
Sigurður var bæði eftirsótt
ur sjómaður og ágætur bóndi,
hraustmenni að burðum, hörku-
diuglegur til hvers sem hann tók
og kappsamur við verk hvort
heldur var á sjó eða landi, dýra-
vinur. fóðraði vel sitt búfé. sér
í lagi glöggur á ættir Þess og
útlit og hfði mikla unun af þvl
Greididi með alúð fyrir fénaði ná
granna sinna kæmi það í hans
umsjá, enda vinsæll og velmet-
inn granni.
Hugur Sigurðr stóð allur til
sveita* og 'búfjár, þó hann yrði
að leita til sjávaratvinnu að
nokkru, sér og sánum til fram-
færslu. Sigurður var gæfumað-
ur í sínu fjölskyldulífi, eignaðist
ágæta konu og 3 mannvænleg
börn sem öll eru gift og búsett
í Reykjavík, auk harna sinna ólu
þau hjónin upp tvo piílita venzla
manna sinna og styrktu þá til
náms, annan þeirra til langskóla
nám-s innanlands og utan, hinn
gerðist húsasmiður.
Sigurður átti við vanheilsu að
strfða hin seinustu ár og um
fimrn mánaða skeið áður en ytf-
ir lauk iá hann rúmfastur heima.
Kona hans og börn létu hann
ekki frá sér fara á sjúkrahúis
heldur önnuðust hann nótt sem
dag þar til yfir lauk. Er slikt
mikil þrekraun er lýsir ástúð og
fórnarlund.
Ég kveð þig frændi minn og
vinur með innilegri þökk fyrir
okkar samverustundir. Guð
hlesisi þig.
Hittumst heilir á landi lifenda.
Ekkju hans, börnum og öðrum
aðstandendum votta ég innilega
samúð.
Jón Sumarliðason.
Starf okkar er enn að nokkru
tilraunir, en við teljum þó að það
hafi gefið góða raun og leiði að
líkindum til útgáfu kennslubókar
í ljóðalestri áður en langt um
líður.
Ríkisútgáfu námsbóka var vel
kunnugt um starf okkar síðast
liðinn vetur. Forstjóri hennar
fékk í hendur bæklinga þá tvo sem
hér voru nefndir að framan. Við-
tal birtist í Þjóðviljanum við Hörð
og Finn Torfa um íslenzkukennslu
þeirra, og Hörður birti grein um
bókmenntalestur í skólum í Mennta
málum í vor. Ríkisútgáfunni var
því í lófa lagið að leita álits okk-
ar, ef hún hafði áhuga á að gefa nú
út kennslubók í ljóðalestri. Okkur
er ekki kunnugt um að hliðstætt
starf á þessu sviði hafi verið unnið
af öðrum kennurum.
Af framangreindum ásætðum telj
um við miður farið að Ríkisútgáfa
námsbóka skuli nú hlaupa til að
gefa út kennslubók í nútímaljóðum
sem fullnægir ekki þeim kröfum
sem við teljum að gera þurfi til
slíkrar bókar.“
Til Ríkisútgáfu námsbóka
Tjarnargötu 10,
Reykjavík.
Virðingarfyllst,
Hörður Bergmann (sign.)
Eysteinn Þorvaldsson (sign.)
Finnur T. Hjörleifsson (sign.)
Við veljum þann kost að birta
bréfið allt. svo að við verðum ekki
sakaðir um að rjúfa samhengi þess
með því að birta aðeins einstaka
kafla eða greinar.
Greinargerð
frd ndmsbókanefnd vegna opins bréfs
til Ríkisútgdfu ndmsbóka
Undanfarna daga hefur birzt op-
ið bréf til Ríkisútgáfu námsbóka í
dagblöðum borgarinnar. Höfundar
bréfsins eru Finnur T. Hjörleifsson
og Hörður Bergmann.
Vegna bréfs þessa vill námsbóka-
nefnd birta eftirfarandi:
1. Námsbókanefnd varð þess á-
skynja að skrifum í blöð og tíma-
rit, að kennarar fengjust við að
kynna nemendum sínum íslenzk
nútímaljóð, og forstjóra útgáfunnar
áskotnuðust bæklingar um þetta
efni fyrir eigið framtak. En nefnd
inni hafa ekki borizt tilmæli um
útgáfu nútímaljóða frá höfundum
bréfsins.
2. Síðastliðinn vetur barst ríkis-
útgáfunni erindi um útgáfu nú-
tímaljóða frá Erlendi Jónssyni
kennara. Á fundi námsbókanefndar
24. apríl 1967 var formanni og for-
stjóra falið að semja við Erlend
um handrit.
Handritið var lesið af námsbóka-
nefnd og Tryggva Gíslasyni stud.
mag. Á fundi nefndarinnar 13. júlí
1967 var útgáfa bókarinnar ráðin,
og fór handritið í Prentsmiðju 18.
júlí.
3. Rúmum mánuði síðar barst
útgafunni eftirfarandi bréf:
Reykjavík, 20. ágúst 1967
Við undirritaðir íslenzkukenn-
arar við gagnfræðaskóla í Reykja-
vík höfum sannfrétt að bráðlega
komi út hjá Ríkisútgáfu námsbóka
kennslubók í nútímaljóðum eftir
Erlend Jónsson. Af því tilefni vilj
um við gefa stjórn Ríkisútgáfu
námsbóka eftirfarandi til kynna:
Það er skoðun okkar, sem og
ýmissa annarra kennara, að gagn
gerra breytinga sé þörf á móður-
málskennslu í íslenzkum skólum.
Að þeim höfum við unnið undan-
farna vetur. Um nauðsyn breyttr-
ar íslenzkukennslu hefur talsvert
verið rætt og ritað, en það verður
ekki gert hér umfram það sem til-
efni bréfsins varðar.
Siðastliðna tvo vetur höfum við
undirritaðir haft með okkur sam-
ráð og samvinnu um nýmæli í Ijóða
kennslu í 3. og 4. bekk gagnfræða-
skóla. Annan bækling fjölritaðan
við ýmsa aðra skólamenn. Siðast-
liðið haust tóku Hörður og Ey-
steinn saman fjölritaðan bækling,
sem bar heitið fslenzk nútímaljóð
í samráði við Jón Böðvarsson
kand. mag., menntaskólakennara.
Var hann notaður til kennslu í
4. bekk Hagaskóla og Réttarholts-
skóla. Annan bækling fjölritðaan
setti Finnur Torfi saman ásíðast-
liðnum vetri í samráði við Hörð og
setti Finnur Torfi saman á síðast-
Eystein. Bar hann heitið Ljóð, ætl-
uð til kennslu í gagnfræðaskóla, á-
samt skýringum. Var hann kennd-
ur í 3. bekk Hagaskóla og Réttar-
holtsskóla, almennum deildum og
verzlunardeildum.
Segja má, til að gera langt mál
stutt, að starf okkar hafi einkum
beinzt að þessu þrennu:
1. Að gera ljóðið sjálft að aðal-
viðfangsefni nemenda. Að
kenna þeim að þekkja og til-
einka sér helztu eigindir ljóðs.
Að opna nemendum þannig leið
ti1 að njóta ljóðalestrar.
2. Að kynna nemendum samtíð-
arljóð íslenzk og gera þá þann
ið þátttakendur lifandi mennt-
ar.
3. Að finna nemendum bókmennta
leg verkefni við þeirra hæfi
til örvunar sköpunargáfu
þeirra og bókmenntaskyni til
þroska.
Bók sem þjónar þessum mark-
miðum ætti að okkar dómi að vera
þannig gerð að í henni sé ekki
eingöngu úrval ljóða frá vissu
tímabili, æviatriði höfunda og bóka
skrá, heldur sé þar gerð grein
fyrir sérkennum ljóðlistar, stílfræði
legum einkennum, hvað greinir nú
tímaljóð frá eldri ljóðlist o. fl. f
bókinni þyrftu að okkar dómi að
vera verkefni og spurningar sem
beini athygli nemenda að eigindum
ljóðanna og list, veki áhuga og
glæði skilning og þroska.
Það er augljóst að slík bók verð
ur ekki fullunnin á skömmum
tíma. Hugmyndir og aðferðir þurfa
að skírast í deiglu vinnu og síðan
tíma til mótunar og fágunar. Sumt
orkar tvímælis og þarf breytileg-
rar prófunar. Einkum virðist okkur
tafsamt starf sem um getur í 3.
lið Hér ber helzt að varast flaust
ur eða flýti.
Svo sem bréf þetta ber meðsér,
greinir þar frá skoðunum höfunda
þess á bókmenntakennslu og til-
raunum í þá átt. Gefið er jafnvel
í skyn, að bókar sé að vænta frá
þeirra hendi.
Vitanlega er jákvætt, að skólar
eigi þess kost að velja um bækur
í þessari grein sem öðrum, enda
öllum frjálst að taka saman slík-
ar bækur og gefa þær út á frj álsum
markaði, og vetanlega hefur Ríkis-
útgáfa námsbóka þar enga sérstöðu
þegar um er að ræða útgáfu náms
bóka fyrir nemendur, sem Xokið
hafa skyldunámi.
í niðurlagi bréfsins er hins veg-
ar gefið í skyn, að höfundar þess
séu á annarri skoðun. MestH furðn
sætir þó, að þeir leggja dóm á bók,
sem þeir hafa aldrei séð, bók,
sem verið var að prenta og kom
fyrst út tæpum þremur mánuðum
síðar. Eftir atvikum þótti ekki á-
stæða til að svara þessu bréfi þeg-
ar það barst.
Meginhlutinn af áður nefndu
opnu bréfi er ritdómur um bókina
Nútímaljóð. Það er í rauninni bæði
eðlilegt og æskilegt, að menn segi
álit sitt á bókum, þegar þær eru
komnar út, en að sjálfsögðu ræðir
námsbókanefnd ekki um ritdóma
þá, sem fjalla um bækur ríkisút-
DALEX
RAFSUÐUSPENNUBREYTAR
95 amp. fyrirliggjandi.
verkfœri & jdrnvörur h.f. Q
gáfunnar.
Við munxxm hins vegar drepa á
nokkur önnur atriði, sem minnzt
er á i bréfinu, að því leyti sem
ekki hefur þegar verið að þeim
vikið.
Skipta má bókagerð rlkisútgáf
uxmar í tvo flokka. í fyrsta lagi
eru þær bækur, sem úthlutað er ó-
keypis til nemenda I skyldunáms
skólum eða til skólanna sjálfra.
Kostnaður við útgáfu þessara bóka
er greiddur að tveim þriðju hlut
um með námsbókagjaldi og að ein
um þriðja hluta með rikisfram-
lagi. f annan stað hefur Ríkisút-
gáfa námsbóka í samvinnu við
Skólavörubúðina gefið út nokkrar
bækxxr til notkunar í framhalds-
skólum, aðallega í 3. og 4. bekk
gagnfræðastigs. Bækur þessar eru
til sölu á frjálsum markaði og seld
ar á því verði, að útgáfa þeirra
ber sig fjárhagslega. Þær eni því
ekki fjárhafslegur baggi hvorki á
ríki né almenningi. Bókin Nútíma
Ijóð er í þessum bókaflokki. Ágóða
af sölu þessara bóka hefurverið
og verður væntanlega varið til að
gefa út handbækur og hjálpargögn
handa kennurum, en sú útgáfa ber
sig að sjálfsögðu ekki fjárhagslega,
þar sem notendur eru svo fáir.
Kennarar og nemendur íslenzkra
skóla hafa lengi búið við náms-
bækur, sem voru lítt eða ekki
myndskreyttar, og margar voni
óskirnar og samþykktir um úrbæt-
ur i því efni orðnar þegar hafizt
var handa um myndskreytingu
námsbókanna fyrir nokkrum ár-
um, en smekkur manna og skoð-
anir eru misjafnar, og sjálfsagt ef
ur ekki ævinlega tekizt eins vel
til og skyldi.
Ríkisútgáfa námsbóka vill gjam
an hafa gott samstarf við kennara,
og ekki verður annað sagt en hún
hafi átt því að fagna. Útgáfunni
hefur alltaf verið þökk á bending
um, tillögum og gagnrýni, en því
er ekki að neita, að við kynnum
því betur að erindi manna bærust
til okkar með öðrum hætti en í
áður nefndum bréfum.
f.h. Ríkisútgáfu námsbóka
námsbókanefnd.
Matvöruverzlun eða
söluturn óskast
Verzlunarstjóri óskar eftir að kaupa eða taka á
leigu matvöruverzlun eða söluturn.
Tilboð sendist Mbl. fyrir föstudagskvöld merkt:
„Trúnaðarmál — 5044“.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 59., 60. og 61. tbL Lögbirtiinga-
blaðsins 1967 á Faxabraut 53 þinglesinni eign Kristins
Kristinssonar fer fram eftir krwfu söluibeiðenida á
eigninnd sjálfri fimmtudaginn 25. janúar 1968 kL 13.
Uppboðsbeiðendur eru Silgurgeir Sigurjónsson hrl. og
sveitarstjóri Seltjaxnarneshreppis.
Bæjarfógetinn I Keflavík.
SENDILL
óskast nú þegar allan eða hálfan daginn.
Þarf að hafa reiðhjól.
Upplýsingar í síma 17104.
Til leigu
nú þegar stórt skrifstofu- eða iðnaðarhúsnæði
við Brautarholt.
Nánari upplýsingar gefur
ÞORVALDUR ÞÓRARINSSON, HRL.
Þórsgötu 1, Reykjavík.
Remiismíði
Óskum eftir að ráða rennismið eða mann vanan
rennismíði nú þegar.
Vélaverkstæði Sigurðar Sveinbjörnssonar h.f.
íbúðir til sölu
Stór lúxushæð 107 ferm. ásamt bílskúr í nýlegu
húsi. Stór fullfrágenginn garður. Gott hverfi.
Eignarskipti æskileg væri um að ræða heilt hxis
í gamla bænum.
Uppýsingar í
FASTEIGNASÖLUNNI,
Óðinsgötu 4, sími 15605.
N auðungaruppboð
sem auglýst var í 44., 46. og 48. tíbl. Lögbirtinga-
blaðsins 1967 á Vallaxgötu 16, talinni eign Sveins Þor-
grímissonar ,fer fram eftir kröfu uppboðsbeiðanda á
eigninni sjálfri fimmtudaginn 25. janúar 1968 kl. 11
fyrir hádegi. Uppboðsbeiðendur eru Tómas Tómasson
hdl., Skattheimta ríkissjóðs í Keflavík, Bæjarsjóður
Keflavíkur, Guðmundur Ingi Sigurðson hrl„ Benedikt
Blöndal hrl., Theodór S. Georgsson hdl„ og Bruna-
bótaifélag íslands.
Bæjarfógetinn í Kefiavik.