Morgunblaðið - 23.01.1968, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.01.1968, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1&68 11 EINN af kunnustu jafnaðar- mönnum Breta á þe&sari öld hét Robert Blatehford. Hann var um skeið ritstjóri blaðsins „Clari- on“. Honum er svo lýst, að hann hafi verið gáfaður maður og helðarlegur í alla staðd. En hann taldi sig málsvara „úrhraksins" í ‘þjóðfélaginu og var því oft hvassyrtur og róttækur. Hann var andvígur öllum trúarbrögð- um, einkum kristninni, því að hann taldi að trúanhrögðin væri þröskuldur í vegi fyrir jafnrétti hinna aumustu. Hann kvaðst vera forlagatrúarmaður. Hann kvaðst alls ekki geta trúað á guð, því að ef guð hefði skipað mann inn, þá bæri hann ábyrgð á öllu böli og niðurlægingu mannkyns- ins. En hvorki væri til guð né annað líf. Tvennt væri það, sem hefði mótað manninn: kynerfð- ir og umhverfi. Forlög hans réð- ust «f utanaðkomandi kröftum, og hann væri alis ekki frjáls gerða sinna. Þess vegna væri ekkert til sem gæti kallast synd, og þess vegna þyrfti maðurinn ekki á iðrun né fyrirgefningu að halda. Blað hans var lítt þekkt utan jafnaðarmannaflokksins þangað til hann réðist á trúarbrögðin. Fyrsta greinin hét: Skapaði Jehove heiminn?, og hún vakti mikið umtal og hneyksli. Svo kom hver greinin af annarri og margir voru honum bálreiðir. Hann bauð þá kirkjunnar mönn- um skrifa svargreinar í blað sitt og skyldu þeir reyna að hnekkja skoðunum sínum. Nokkrir prest- ar skrifuðu þá'greinar til að and- mæla honum, en frammistaða þeirra var heldur bágborin. Síðan gaf hann allar greina sin- ar út í foók, sem heitir: Guð og náunginn (God and my Neigh- bour). Ýmsir af flokksmiönnum hans voru óánægðir með það að blanda trúarbrögðum inn í flokksdeilur, en Blatchford sat við sinn keip, hann fullyrti, að trúarbrögðin vaeri verstd óvinur sósíalismans. Svo leið og beið, og Blatch- ford missti konu sína. Hann sakn aði hennar mjög og syrgði hana innilega. Og þá fór hann í fyrsta sinn að kynna sér rdt spiritista um samband við annað líf. Hann las hverja bókina af annarri, og sagði sjálfur svo um þetta á prenti: „Ég hafði alltaf haldið að heilinn væri maðurinn, og þegar hedlinn dæi, þá væri mað- urinn dauður að eilífu. Þannig var ég. En svo dó konan mín, og mér til mikillar undrunar gat ég ekki trúað því að hún væri dáin. Ég gat ekki trúað því að hinn bjarti andi hennar hefði slokknað eins og kertaljós, sem bl'ásið er á“. Um lestur ritanna um framhaldslíf, sagði hann: „Ég gat ekki trúað því að fjöldi manna, þar á meðal hámenntað- ar konur og karlar, fluggáfað fólk og mikils metið, værd auð- trúa ginningarfífl eða svikarar". Það mun hafa verið Hewat McKenzie, stofnandi „The British College of Psychic Sci- ence“, sem fyrstur manna bauð Blatchford á miðilsfund og mið illinn var Gladys Leonard. Hann skrdfaði um þennan fund (1925) og sagði: „Ég fór þangað tor- tryggur en ekki illviljaður og þar sat> ég klukkustund inni í stofu hjá bráðókunnugri konu. Hún talaði og ég fór þaðan, sann færður um að hafa náð sambandi við konu mína og heyrt hana tala með sínum eigin málrómi". Miðillinn lýsti fyrst frænda hans, sem dáinn var fyrir löngu, en allt í einu kvað við rödd frú Blatchford: „Bob, ég er hérna! Ég er hjá þér Bob!“ Þá hafði honum forugðið, en hann fór af fundánum, sannfærð ur um, að hann hefði talað við konu sína. En þegar hann skrifaði um þetta, tóku efnishyggjumenn að álasa honum. Þá ritaði hann grein í „Psychic News“ og sagði: „Haldið þið að mdðillinn hafi verið að tala við mig og fundið Athugasemd við ieiðara Vísis og staksteina IVflbl. MBL. hetfur borizt eftirfarandi athugasemd og birtist hún hér ruokkuð stytt: „Að sýnast fyrir fólkinu“, heitir yfirskrift leiðara Vísis 28. des. 1967. Ég unidirritaður vildi gjarnan £á eftirfarandi umimæli Vísis leiðrétt, þar sem þau hafa vaid- ið hvimleiðum misskilningi. 1. Vísir segir: „Umferðarmerki hafa verið færð bæði í Reykja vík og úti á landi“. Þetta er rangt. Umferðarmerki hafa ekki ver ið færð í Reykjavík eða öðr- um kaupstöðum landsins. Það þarf því ekki að færa þau .il baka þó hætt yrði við uim- ferðarbreytinguna. 2. Ennfremur segir Vísir: „Ver- ið er að stórficlga götuvitum í Revkjavík og nýju vi+arnir allir ætlaðir fyrir hægri uuv ferðina." Ég víi benda vkö á að þessir göruvitar eru ja'n nothæfir fyrir vinstri umferð, með lít- iisháttar tilfærslu, og kæmu því að fullum notum þó hætt væri við umferðarbreyting- una. 3. Enn segir Vísir: „Skemmti- legt er að lesa í greinargerð- inni, að aukakostnaður við löggæzlu vegna hægri um- ferðar mum nema 250 mill- ónum króna á einu ári. Til samanburðar má nefna, að löggæzla kostar nú um 80 milljónir króna á ári. Þing- mennirnir telja sem sagt, að löggæzlukostnaður muni fjór- faldast við breytinguna og byggja það á mati félags and- stæðinga hægri uimferðar. Svona þingmenn er náttúr- lega ekki hægt að taka alvar- lega.“ Ég spyr því höfimd leiðara Vísis Er hægt að taka hann alvarlega, þegar hann segir að fjórum sinnum 80 séu sama sem 250? Ég get ekki betur séð en 4 sinnum 80 séu 320, en ekki 250. Hér ber milljóna tugi á milli. 4. Enn segir VísJr: „Greinargerð in ber öll einkenni flauisturs, enda liggur ekki sannfæring að baki henni.“ Ég spyr. Ber þessi leiðari Vísis ekki ein- kenni flausturs, og liggur sannfæring að baki meðferð umræddra talna? Eða hvaða tilgangi eiga svona skrif að þjóna. Er kannski bara verið að sýnast, og reyna að villa um fyrir fólki? Ég fuillyrði að það muni kosta þjóðina langtum minna að nema hér staðar og taka á sig þann kostnað sem kominn er, heldur en að taka á sig óþekktu töluna sem enginn veit hver verður, í fjármunum, mannslífum og öðr- um óþægindum, sem breytingin mun valda. Og ég fullyrði að hún muni ekki kosta undir 500 milljónum króna, og mun ég færa fullgild rök að því, í grein sem ég mun láta frá mér fara áður langt líður. Ég vil taka það fram, að þó ég sé formaður félagis íslenzkra vegfarenda, að þá er þessi grein ekki skrifuð í nafni þess félags, heldiur í eigin nafni og é eigin ábyrgð. Reýkjavík 4. janúar 1968. Ingvi Guðmundsson, bifreiðar- stjóri, á B.S.R., Reykjavík. þetta upp? Hvernig hefði hún átt að geta það. Fyrir skömmu sagði konan mín mér frá atviki sem kom fyrir einu sinni og eru nú 15 ár síðan. Um það vissi enginn, ekiki einu sinni konan mín, því að það skeði við útför hennar. Hvernig hefði miðdllinn átt að vita þetta?“ Árið 1935 foirtis árásargrein á spiritista í blaðinu „Sunöay Ex- press“. Blatchford svaraði henni á þessa leið: „Vér vitum af eigin reynslu og annarra, að þegar ein hver, sem er örvínlaður af sorg, fær hjá miðli það sem hann kallar fullgildar sannanir fyrir því, að látin kona hans liíi enn, elski hann enn og vaki yfir hon- um með ást og umhyggju, þá öðlast hin sorgumkramda sál hans læknandi frið. Þá er brodd ur dauðans ekki lengur ....... Spiritisminn veitir þúsundum manna frið og von. Og þótt hann hefði ekki afrekað neitt annað, þá á hann fyllsta rétt á sér“. Blatchford dó 1943 og var þá 92 ára að aldri. Bæjarstjórn Sauðár- króks heldur fund með þingmönnum -<$ Jöfnunarsjóður sveitarfélaga verði fenginn til að brúa bil í fjárhagsáætuln bæjarns 1967 með aukafrmlagi, þótt„ Stöðv- unarlögin" hindruðu að fuli- nægt væri ákvæðum í lögum sjóðsins um álag á útsvarsskala. Jafnframt minnir bæjarstjórn á samþykktir Fjórðrmgsráðs Norð lendinga um breytingu á lögum um jöfnunarsjóð. í sambandi við gerð Norður- landáætlunar, sjái þingmenn kjördæmusins um, að hlutur Sauðárkrókskaupstaðar og hér- aðsins í heild verði fylliilega tryggður í ölluim framfaramál- uim. Tryggður verði grundvöllur þeirra atvinnufyrirtækja, sem fyrir eru og byggðar upp nýjar atvinnugreinar, svo sem verk- smiðjur til vinnslu landbúnaðar- og sjávarafurða. Séð verði fyrir nægri orku, og lögð áherzla á byggingu raf- orkuvers við Reykjafo&s. MIÐVIKUDAGINN 10. jan. voru allir alþingismenn N-lands- kjördæm;isins vestra að Skúla Guðmundssyni undanskildum mættir hér á Sauðárkróki að beiðni bæjarstjórnar. Laust eftir hádegi mættust alþin^ismenn, bæjarfulltrúar, bæjarstjóri, svo og varabæjarfulltrúar, forsvars- menn í Safnaðarheiimrlinu. For- seti bæjarstjóra, Guðjón Ingi mundarson, bauð alþingismenn velkomna, en síðan voru skoðaðar stofnanir og bygg- ingar: s. s. sjúkrahúsið, gagn- fræðaskólaybggingin, sundlaug og safnahúsfoyggingin. Einnig var lit-ið yfir höfnina. Kl. 4 hófst fundur í Hótel Mælitfelli um atvinnu og hafn- armál. Þar höfðu framsögu for- menn verkalýðsfélaganna frú Hólmfríður Jónasdóttir og Jón Karlsson. Ræddu þau fyrst og fremst um hina síminnkandi at- vinnu verkafólks hér, aðallega vegna hráefnisskorts til frysti- húsanna. Ýmsir aðrir tóku til máls þó aðallega þingmennirnir, sem allir voru sammála um að bráðra úrbóta væri þörf. Þá vr og rætt um höfnina. Kl. 20 hófst síðan formlegur bæjarstjórnarfundur, sem stóð fram yfir miðnætti. Voru þar skýrð helztu verkefni, sem nú eru á döfinni, hjá bænum og óskað eftir stuðningi þingmanna kjördæmisins við þau. Eftirfarandi óskalisti var all- mi'kið ræddur og síðan fengin alþingismönnum tiil fyrir- greiðslu. Bæjanstjórn Sauðárkróks sam þykkir að fela þingmönnum kjördæmisins að vinna ötullega að hagsmunamáluim bæjarfélagis ins og minnir á eftirfarandi: í 6. lið samkomulags milli verkalýðssamtaka á Norður- landi og Ríkisstjórnar íslands frá 7. júní 1965 lofar ríkisstjórn- in framkvæmdaáætlun, sem miði að þeirri eflingu atvinnu- rekstrar á Norðurlandi, að öllu vinnufæru fólki verði tryggð viðunandi atvmna. Bæjarstjórn Sauðárkróks lítur svo á, að atvinnuástand í bæn- um hafi verið og muni fyrirsjá- anlega verða þannig, að nauð- syn sé bráðra úrbóta og minnir á fyrrgreint samkomulag. Heltu leiðir til úrbóta eru einkum: Hraðfrsytihúsunum í bænurn verði séð fyrir hráetfni til vinnslu í vetur og útgerð heima manna styrkt. Ákveðin verði uppbygging Sauðárkrókshafnar á þessu og næstu einu til tveiim árum og stórt átak verði gert á þessu ári í byggingu garða, upp- mokstri og heftingu landforots. í vetur verði unnið að upptöku á grjóti og flutningi þess í garð- ana, og útvegað fjármagn tii manhvirkisins. Unnið verði ötullega að því að stór sútunarverksmiðja verði staðsett á Sauðárkróki, enda margt sem mæli með þeirri stað setningu. Fjáröflun til byggingar gagn fræðaskólahúss verði miðuð við að taka í notkun fyrsta hluta á næsta hausti, og að unnt verði að veita iðnaðarmönnum at- vinnu mieð byggingu í vetur. Fjárútivegun til Sundlaugar- byggingar miðiist við að Ijúka þeirri framkvæmd. Áætlun er um að ljúka gerð íþróttavallar fyrir vorið 1971 og miðist fjárc|!lun til hans við það. Haldið verði áfram uppbygg- ingu Sjúkrahúss S'kagfirðinga og miðað við að koma þar upp fullkominni heillbrigðisiþjónustu og læknamiðstöð. Vatnsveita bæjarins fullnægir ekki þörfum bæjarbúa og er vatnið á vissu m ánstímum óhreint og og óheilnæmt. Kostn aðarsamar úrbætur eru nauð- synlegar. Útvegað verð fé til áfram- haldandi framkvæmda við safna hús bæjar og sýslu. Hert verð á, að byggingar- áætlun íbúða fyrr láglaunafólk á Sauðárkrók. komi til fram- kvæmda. Lítið einbýlishús í Norðurmýri til sölu. Laust 14. maí n. k. Þeir sem kynnu að hafa áhuga á þessu eru beðnir að senda afgreiðslu Mbl. nöfn sín, heimilisfang og síma og ef til vill aðrar upp- lýsingar merkt: „Einbýlishús í Norðurmýrinni - 5043“ fyrir laugardag. Áprentuðu límböndin Allir litir. Allar breidðir. Statív, stór og lítil. Kar! M. Karlsson & Co. Kurl Jónass. . Karl M. Karlss. Melg. 29. - Kóp. - Sími 41772. Nauðuiigaruppboð sem auglýst var í 59., 60. og 61. tibl. Lögbiirtinga- blaðsins 1967 á húseigninni Sléttu á Bergi, Keflavík, þiniglesinni eign Gísla Hatfsteinssonar, fer fram eftir kröfu sölubeiðanda á eigninni sjáltfri, fimmtudaginn 25. janúar 1968 kl. 15. Uppboðsbeiðendur eru Tómas Tómasson, hdl., og Kriislján M. Jónsson. Bæjarfógetinn í Keflavík. FISKISKIP Nýstofnað útgerðarfélag úti á landi hefur hug á að kaupa fiskiskip — stærð 200— 300 rúmlestir. Upplýsingar á Hótel City. Sjálfstæðiskvenna- félagið HVÍÍT heldur fund í Hallveigarstöðum fimmtudaginn 25. janúar kl. 8:30 síðdegis. D a g s k r á : 1. Skoðuð húsakynni kvennasamtakanna í Hall- veigarstöðum. 2. Auður Auðuns alþm. segir frá þingmálum. 3. Elsa E. Guðjónsson safnvörður flytur erindi um íslenzka kvenbúninga (með skugga- myndum). Kaffidrykkja. — Athygli skal vakin á því að skoð- un húaskynna hefst stundvíslega kl. 8:30. STJÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.