Morgunblaðið - 23.01.1968, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 19W
Hólmfríöur Krist-
ófersdóttir — Minning
Fædd 27. október 1885.
Dáin 16. janúar 1968.
„Ef á mínum ævivegi ástvinum
ég sviptur er,
Guðsson mælir: „Guð þú eigi,
geymdir eru þeir hjá mér.
Aftur gefa þér skal þá,
þar, sem hel ei granda má“.
Þegar við missum af ástvinum
okkar yfir landamærin miklu og
getum ekki lengur fylgzt með
þeim, er gott að hafa verið sann-
færður um, að orð skáldsins í
versinu hér að ofan séu sönn.
t
Eiginmaður minn og faðir
okkar
Ólafur Finnsson,
Bergvík, Kjalarnesi,
andaðist á Landspítalanum
21. þ. m.
Jarðarförin auglýst síðar.
Jakobína Björnsdóttir,
börn og tengdabörn.
t
Einkasonur okkar andaðist
að heimili okkar Þingholts-
braut 33 — Kópavogi þann
15. janúar sl.
Jarðarförin hefir farið
,fram.
Margrét Friðriksdóttir,
Magnús Ingi Sigurðsson.
t
Ingibjörg Jakobsdóttir
andaðist að Hrafnistu 19. þ.m.
Fyrir mína hönd og systkina
hennar.
Jóhann Einarsson.
t
Faðir okkar og tengdafaðir
FriSrik Gunnlaugsson
Hafnargötu 43, Keflavík
andaðist í Sjúkrahúsi Kefla-
víkur 20. þ. m.
Gunnfríður Friðriksdóttir,
Friðrika Friðriksdóttir,
Janus Gaðmundsson.
t
Hjartkær eiginmaður minn,
faðir, tengdafaðir, afi og
tengdasonur
Páll Einarsson
múrarameistari
andaðist að heimili sínu Þórs-
götu 15, Reykjavík, að morgni
22. janúar.
Aldis Ólafsdóttir,
Elisabet Pálsdóttir,
Arthúr Moon,
Aldís Pála Arthúrsdóttir,
Sigríður Finnbogadóttir,
Það er margur, sem segir: Hún
sagði mér það hún amma mín
og þá efa ég það ekki.
Hólmfríður Kristófersdóttir,
sem nú verður til moldar borin
að Haga á Barðaströnd í heima-
byggð sinni, sem hún dáði svo
mjög, var fædd á Siglunesi á
Barðaströnd en ólst upp á
Brekkuvelli í sömu sveit hjá for-
eldrum sínum, Margréti og
Kristófer, sæmdarhjónum, sem
eignuðust sautján börn, mesta
dugnaðar- og myndarfólk.
Það má nærri geta, að á jafn
mannmörgu heimili og Brekku-
velli hafa engir aukvisar stjórn-
að svo stórum hópi og kærleik-
urinn ekki fyrir borð borinn. Þar
mun hugur hennar hafa mótast
í æsku, hjá ástríkri móður, undir
hinum fögru og tignarlegu fjöll-
um Barðastrandar annars vegar
og hins glæsilega Breiðafjarðar
hins vegar, með sinn trausta út-
vörð í fjarska, Snæfellsjökul.
Hólmfríður amma mín var
hæglát kona og trúrækin mjög.
Hún flíkaði ekki kostum sínum,
en allir, sem kynntust henni
báru henni sömu söguna og
vissu að þar fór góð kona, sem
hún var.
t
Eiginmaður minn, faðir, fóst-
urfaðir, tengdafaðir og afi,
Sigurður Ólafsson
Snorrabraut 40
verður jarðsunginn frá Foss-
vogskirkju þrfðjudaginn 23.
jan. kl. 3 e. h.
Agústína Sigurðardóttir,
börn, fóstursynir, tengda-
börn og barnaböm.
t
Mó'ðir okkar
Helga ólafsdóttir
Bústaðabletti 7
lézt 17. janúar.
Útförin hefur farið fram.
Eirikur Gislason,
Haraldur Hannesson.
t
Móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma
Hólmfríður
Kristófersdóttir
verður jarðsungin frá Haga-
kirkju þriðjudaginn 23. þ.m.
kl. 2 e. h.
Fyrir hönd systkina og ann-
arra vandamanna
Björg Sæmundsdóttir.
t
Móðir mín og systir
Jóhanna Jónasdóttir
frá Efri-Holtum
V estur-Ey jaf jöllum
verður jarðsungin frá Frí-
kirkjunni fimmtudaginn 25.
þ.m. kl. 13.30. Blóm vinsam-
lega afbeðin en þeim, sem
vildu minnast hennar er bent
á líknarstofnanir.
Þuríður Jóna Arnadóttir,
Jón Jónasson.
Alltaf skyldi hún taka mál-
stað lítilmagnans, og aldrei mátti
hún heyra hallað á neinn, hvort
sem hanm var skyldur henni eða
ekki.
Hvort sem hún hefur drukkið
mannkærleikann með móður-
mjólkinni eða áunnið sér hann
í því fagra umhverfi, sem hún
ólst upp í, eða hvort tveggja,
skiptir ekki máli.
En eitt vita allir, sem hana
þekktu, að hún gat ekkert aumt
séð og rnarga nóttina vakti hún
yfir veiku og deyjandi fólki og
hjúkraði sjúkum af svo einstakri
prýði að allir hafa rómað það.
Hennar mikla rólyndi, hjarta-
gæzka og umhyggja hafði svo
góð áhrif á þá, sem þjáðust, að
það var líkast undralyfi. — Arið
1909, um það leyti er sólin skín
hæst á vordögum íslands, giftist
t
Maðurinn minn
Jón Eyjólfsson
kaupmaður
verður jarðaður frá Dómkirkj
unni miðvikudaginn 24. jan.
kl. 1,30. Blóm vinsamlega af-
beðin, en þeim sem vildu
minnast hans er bent á styrkt
arsjóð vistmanna á Hrafnistu
Sesselja Konráðsdóttir.
t
Við færum öllum innilegar
þakkir er sýndu okkur samúð
og vinarhug við andlát og út-
för litla drengsins okkar og
bróður
Auðuns Franz
María Óskarsdóttir,
Jón A. Jónsson,
Ingvar A. Jónsson,
og aðrir aðstandendur.
t
Þökkum hjartanlega auð-
sýnda samúð við andlát og
jarðarför
Bjarna Magnússonar
skipstjóra
Stefanía Stefánsdóttir,
Ingi Þórðarson,
Anna Bjarnadóttir,
Bjarni Guðlaugsson.
t
Þökkum hjartanlega auð-
sýnda samúð við andlát og
jarðarför systur okkar,
Arnþrúðar Hannesdóttur
Sérstaklega þökkum við
Önnu Guðnadóttur fyrir hjálp
og kærleiksríkt starf í síð-
ustu veikindum hinnar látnu.
Asmundur Hannesson,
Isleifur Hannesson.
hún valmenninum Sæmundl
Jóni Ólafssyni frá Litluhlíð. Þatt
eignuðust fjögur börn, sem öll
eru á lífi, mesta myndarfólk og
bjargálna.
Mun þar ekki hafa verið kast-
að hlutunum að vegarnestinu,
þar sem uppeldið var byggt á
traustinu á almættið og siðgæðið
rann sama farveg.
Þau hjónin bjuggu í Litluhlíð
næstu árin. En þá dró ský fyrir
sólu á þeirra vordægur í hjóna-
bandi, er hún missti mann sinn,
Sæmund, þennan trygga og
trausta lífsförunaut, 20. desem-
ber 1923.
Einmitt í mesta skammdegi árs
ins ,rétt norður við íshaf, stóð
hin einmana ekkja með barna-
hópinn sinn.
Margir láta bugast á slíkum
stundum, hætta að hugsa og láta
berast með straumnum.
Nei, skynsemin, rólyndið og
kærleikurinn til barnanna var
látinn ráða, með trausti á guð til
hjálpar.
Allt bjargaðist. Hún átti traust
og góð systkini, sem léttu henni
byrðarnar meðan komizt var yfir
örðugasta hjallann. Þegar börnin
voru komin upp fluttist hún til
Bjargar dóttur sinar og manns
hennar Jóhanns Jónssonar, sem
þá voru nýlega farin að búa á
Ytri-Múla.
Þar var henni ekki í kot vís-
að, enda þær mæðgur mjög sam-
rýmdar, og ekki var Jóhann
síðri, með hjálpsemina og dugn-
aðinn í blóð borinn.
Hjá þeim dvaldist hún æ síð-
an og fylgdi þeim eftir, er þau
brugðu búi og fluttu til Patreks-
fjarðar. En á sjúkrahúsinu á Pat-
reksfirði lézt hún, sem fyrr seg-
ir. Orðin nær því blind, sá að-
eins mun dags og nætur.
Á Ytri-Múla undi hún sér vel
og sinnti okkur systkinunum af
stakri prýði. Munum við lengi
minnast þess, er við komum til
hennar og fengum hlýju og yl.
Það var ósjaldan að hún
vermdi kaldar hendur og þerr-
aði tár af kinn, ef til hennar var
komið.
Við munum seint gleyma og
arldei fá fullþakkað allt, sem við
lærðum við kné hennar og nut-
um að öðru leyti.
Allar hennar fyrirbænir okkifr
til handa, er ég viss um að eiga
eftir að veita okkur brautax-
gengi um ófarinn veg.
Amma min, nú ert þú horfin
af sjónarsviðinu. Nú er ekki
lengux hægt að koma til þín og
hlusta á þína þýðu rödd og
mörgu einlægu sögur, ásamt hin-
um mörgu góðu heilræðum, sem
þú gafst okkur.
Við biðjum góðan guð, þann
sem þú treystir öðrum fremur
og varst farin að þrá að komast
til, að launa þér allt það, sem þú
varst okkur, því þess vorum við
ekki megnug svo sem þurft
hefði.
Við öll, sem áttum því láni að
fagna að fylgjast með þér hluta
af lífsleið þinni, þökkum þér af
alhug samfylgdina. Samfylgd,
sem er athyglisverð og mundi
okkur verða gott leiðarljós í hin
um fallvalta heimi, ef við vær-
um þess megnug að fara að þínu
fordæmi.
Móðan mikla hefur hulið þig
sjónum okkar, en hún getur ekki
tekið frá okkur minninguna um
þig og það er okka-r raunabót.
Ég ■ veit, að í draumalandinu
verðurðu sama góða amman og
þú varst hér og vegnar þar vel.
Blessuð sé minning þín.
Fríða.
Sigurður Ólafsson
Kvennabrekku
— Kveðja
HINN 14. des. sl. lézt á heimili
sínu Snorrabraut 40 R. Sigurð-
ur Ólafsson. Hann var fæddur
að Skógskoti í Miðdölum 7. sept.
1889, ólst þar upp hjá foreldrum
sínum ásamt fjórum systkinum
við lítil efni, og þröngan kost,
eins og þá var tíðast. Átta ára
gamall varð hann að fara úr for
eldra húsum, yfir sumartímann,
til að vinna fyrir sínu daglega
brauði, sem snúningadrengur og
smali. Vorið sem hann fermdlst
— 14 ára — réðist hann á fiski-
skip frá Stykkishólmi, sem létta
drengur um borð, og í landi eft-
ir ástæðum, vann að því starfi
í nokkur ár. Kom svo aftur heim
í sveitina sína og vann að bú-
skap á efnuðustu heimilum
sveitarinnar um skeið. Á því tíma
bili ætfinnar dvaldi hann einn
vetur norður á Arnarvatni í Mý
vatnssveit hjá Sigurði bónda og
skáldi þar, til þess að læra sauð-
fjárhirðingu og ræktun þess.
Sigurður taldi sig hafa haft
bæði gagn og yndi af dvöl sinni
þar.
Á þessum árstíðum tók Sig-
urður ásamt Þorbirni bróður sín
um við búskapnum í Skógskoti
af föður sínum er farinn var að
heilsu, en sleppti svo búskap þar
og fluttist að Bæ í sömu sveit.
Kvæntist þar 28. júlí 1917 Ágúst
ínu Sigurðardóttur frá Bæ,
myndarlegri gæðakonu. Frá Bæ
flu.ttust þau hjón að Kvenna-
brekku og bjuggu þar í 22 ár,
fluttust svo tii Reykjavíkur
1952 og hafa verið þar eíðan.
Þannig er lífssagan í stórum
dráttum. En óhjákvymilega
koma fjárhagsörðugleikar alltaf
við sögu hjá þeim er efnalitlir
stofna til eigin heimilis, í hvaða
stétt sem er, enda reyndist það
svo hjá Sigurði. að hann taldi
sig verða að hverfa frá heimili
sínu að nokkru á vetrum til
Innilegasta hjartans þakklæti
til allra vina og vandamanna
fyrir margvíslega virðingu
með gjöfum, heimsóknum og
heillaóskaskeytum er mér
bárust á 70 ára afmæli mínu
20. þ.m. Megi gæfa og gengi
fylgja ykkur öllum um ókom-
in ár.
Anna Amgrímsdóttir.
Innilegar þakkir færi ég öll-
um vinum og vandamönnum,
sem glöddu mig á níræðisaf-
mæli mínu 1. des. s.l. með
heimsóknum, gjöfum og
heillaskeytum. Óska ég þeim
öllum gæfu og gengis á nýja
árinu.
Sveinn Jónsson
frá Landamótum
Vestmannaeyjum.