Morgunblaðið - 23.01.1968, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1968
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: SigurSur Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri: Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100.
Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80.
í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið.
Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði Innanlands.
A TVINNUÁSTANDIÐ
CJkráðum atvinnuleysingjum
^ í Reykjavík og víðsveg-
ar um land fjölgar stöðugt,
og eru nú á fjórða hundrað
manns skráðir atvinnulausir
í höfuðborginni. Ástandið
verður þannig stöðugt ískygg
legra, þótt segja megi að rétt
mynd af því fáist ekki fyrr
en vertíðarstörf eru hafin af
fullum krafti. Að vísu má
benda á, að fjölmargir þeirra,
sem skráðir eru atvinnulaus-
ir koma hvergi nálægt ver-
tíðarstörfum, en velgengni í
sjávarútveginum hefur skjót
áhrif í öðrum greinum þjóð-
lífsins og þess vegna má bú-
ast við, að fjör færist í aðr-
ar atvinnugreinar þegar ver-
tíðin er komin í gang, ekki
sízt ef vel gengur.
En það er full ástæða til
þess að minna á það nú, að
fyrir aðeins rúmu einu og
hálfu ári var harkalega um
það deilt á Alþingi, í blöðum
og annars staðar, hvort ráð-
ast ætti í stórvirkjun við Búr
fell og byggingu álbræðslu í
Straumsvík. Framsóknar-
menn og kommúnistar börð-
ust gegn þessum framkvæmd
um og færðu ýmis rök fyrir
máli sínu. Því var haldið
fram, að samningarnir um ál-
bræðsluna mundu skapa er-
lendum aðilum óhæfilega
mikil áhrif í íslenzku efna-
hags- og atvinnulífi og því
var ennfremur haldið fram á
þeim tíma, að það væri hin
mesta ósvinna að ráðast í
slíkar framkvæmdir, þar sem
vinnuaflsskortur væri svo
mikill, að ekkert vit væri í
að draga vinnuafl frá undir-
stöðuatvinnuvegum þjóðar-
innar til þessara fram-
kvæmda, þegar svo stæði á.
Af hálfu ríkisstjórnarinn-
ar og stuðningsmanna henn-
ar var hins vegar á það bent,
að atvinnuvegir íslendinga
væru mjög einhæfir og ekki
væri skynsamlegt að byggja
lífsafkomu þjóðarinnar ein-
vörðungu á fiskaflanum, sem
reynslan sýndi að oft gæti
brugðizt. Þrátt fyrir geysi-
harða andstöðu stjórnarand-
stæðinga stóðu ríkisstjórnin
og stuðningsflokkar hennar á
Alþingi fast við þá ákvörðun
sína að byggð skyldi stór-
virkjun við Búrfell og ál-
bræðsla í Straumsvík.
Mikill fjöldi manna og
kvenna vinna nú við Búr-
fellsvirkjunina og fram-
kvæmdirnar í Straumsvík.
Nú geta menn velt því fyrir
sér, hvernig ástandið væri í
atvinnumálum þjóðarinnar
um þessar mundir, ef farið
hefði verið að ráðum stjórn-
arandstæðinga og hvorki ráð-
ist í stórvirkj unina við Búr-
fell né álbræðsluna í Straums
vík. Jafnvel þótt þessar fram-
kvæmdir séu í fullum gangi,
eru skráðir atvinnuleysingjar
í Reykjavík komnir nokkuð á
fjórða hundrað. Hver væri
tala þeirra, ef farið hefði ver-
ið að ráðum stjórnarandstæð-
inga fyrir einu og hálfu ári?
En þótt ástæða sé til að
rifja þessar staðreyndir upp
nú, breyta þær engu um það,
að ástandið í atvinnumálum
landsmanna verður stöðugt
alvarlegra. Að vísu hefur
veðrátta verið mjög umhleyp
ingasöm að undanförnu og
sem fyrr segir hafa vertíðar-
störf mjög mikil áhrif á at-
vinnuástandið í landinu en
komi það í Ijós mjög fljótlega
eftir að útvegurinn hefur haf
ið starfsemi sína af fullum
krafti, að veruleg breyting
verði ekki á í atvinnumálun-
um er ljóst að grípa verður
til mjög róttækra ráðstaf-
ana. Atvinnuleysi á íslandi er
ekki hægt að þola nú á tím-
um.
UMMÆLI
SVETLÖNU
^Jvetlana, dóttir Stalíns,
hefur látið til sín heyra
vegna þrælkunardómana yfir
sovézku rithöfundunum
þremur. í viðtali við banda-
ríska útvarpsstöð sagði hún
m.a.: „Við getum ekki leitt
þessi réttarhöld og skírskot-
un tvímenningana hjá okk-
ur . . . Við getum ekki verið
þögul andspænis ofsóknum
gegn grundvallarréttindum
mannsins, hvar í heiminum
sem þær eiga sér stað. Við
verður að veita allt okkar
fulltingi þeim, sem varðveita
heiðarleik sinni og hugrekki,
jafnvel þar sem ástandið er
óþolandi, þeim sem hafa
styrk til að berjast“.
í yfirlýsingu í bandaríska
blaðinu New York Times,
sagði Svetlana: „Hver kyn-
slóð færir með sér ný við-
horf, nýjan skilning, það get-
ur engin komið í veg fyrir að
ungt fólk hugsi eins og því
þóknast, en hugsanafrelsi er
ekki bundið við ungt fólk
eingöngu. Ég spái byltingu
Handrit af völsum eftir Chopin
fundust í kastala í Frakklandi
ÞAÐ er dálítiff spennandi viff-
burffur í tónlistarheiminum,
þegar einhvers staffar finnst
handrit af tónverki einhvers
gömlu meistaranna. Þaff gerð-
ist nýlega í Frakklandi, í göml
um kastala, skammt frá París.
Handritin, sem þar fundust,
voru, af tveimur völsum eftir
Frederick Chopin — völsum,
sem höfðu verið gefnir út, en
handritin að þeim hvergi fund
izt. Fræðimönnum finnst sér-
staklega forvitnilegt að sjá
handritið af öðrum valsinum,
í Ges-dúr, op. 70 nr. 1, hitt —
af valsi í Es-dúr, op. 18 — er
ekki alveg eins spennandi
vegna þess, að til eru tvö af-
rit af handritinu. Hefur annað
verið í Varsjá, en hitt í Belgíu.
Báðir eru valsarnir öðru vísi
í þessum nýfundnu handritum
en í þeim úfcgáfum, sem til eru
og afritunum, — en það kem-
ur engum á óvart, því að sag-
an segir, að Chopin hafi sífellt
verið að breyta tónsmíðum
sínum, líka milli þess, sem
þau voru gefin út.
Nánari atvik eru þau, að í
svonefndu Thoiry kastala, í
Yvenlines, um 60 km frá Par-
ís, er mikið forvitnilegt bóka-
og handritasnfn, sem aldrei
hefur verið fullkannað eða
skráð. Kastalinn hefur um
langan aldur verið í eigu svo-
nefndrar Panouse ættar, sem
getur rakið ættartölu sína allt
aftur til 11. aldar. Núverandi
eigandi Thoiry-kastala, greif-
inn af Panouse, eins og hann
nefnist, hefur verið að glugga
í hinum gömlu skræðum og
öðru dóti í kastalanum og í
október sl. fann hann hand-
ritin í kassa, þar sem á stóð
skrifað „gömul föt“. Vissulega
voru þar líka gömul föt, en
handritin í bunka af bréfum
frá franska rithöfundinum
Eugéne Sue, samtímamanni og
vini Chopins, en hann hafði
verið ástfanginn af annarri
eiginkonu þáverandi greifa af
Panouse. Greifahjónin Pan-
ouse 'héldu einnig stórhýsi inni
í París, þar sem oft voru
haldnir tónleikar, eða frægir
listamenn skemmtu í stór-
veizlum, eins og þá tíðkaðist
mjög. Hvernig handritin kom.
ust í eigu fjölskyldunnar er
ekki ljóst, en sennilegt, að það
hafi annað hvort verið með
þeim hætti, að Chopin hafi
gefið þau vini sínum og hann
aftur ástkonunni, eða Chopin
hafi sjálfur gefið greifahjón-
unUm þau. Hann hefur sjálf-
sagt oft leikið fyrir þau, —
hann var þá mjög frægur og
handrit með hans eigin hendi
verðmæt gjöf og merk. Á um
slagi, sem verið hafði utan u,m
handritin sást, að han.n hefur
alla vega gefið þau sjálfur,
því að þar stóð „2 valses, com-
posées et données par F. Chop
in, 1833“.
Nokkru eftir að greifinn
fann handritin hitti hann
hinn unga bandaríska píanó-
leikara, Byron Janis, og sýndi
honum þau. Janis sá þegar,
að hér voru merkishlutir á
ferð og fór fram á að fá að
athuga þau betur. Síðan fékk
Francoise Lesure, Chopinfræð
íngur franska tónvísinda fé-
lagsins, „Societé Francaise de
Musicologie” þau til athugun-
ar og hefur staðfest, að þau
séu ósvikin.
Valsinn í Ges-dús var fyrst
gefinn út árið 1855, sex árum
eftir lát Chopins og hefur ver-
ið talið, að hann hafi samið
hann árið 1835. Sést nú, að
það hefur verið fyrir 1833.
Hins vegar hafði verið vitað,
að Es-dúr valsinn var sam-
inn árið 1831. Báðir eru vals-
arnir öðru vísi í þessnm hand-
ritum en í þeim útgáfum, sem
til eru. Á Ges-dúr valsinum
eru breytingarnar meiri og tel
ur Byron Janis fyrir sitt leyti
að valsinn sé skemmtilegri og
betri tónsmíð í sinni uppruna-
legu mynd en í síðari tíma út-
gáfum. Janis er nú að útbúa
útgáfu þessara valsa og er hún
vænta-nleg innan skamms.
Byron Janis píanóleikari.
nýrra hugmynda, sem fólk
á öllum aldri getur skilið,
byltingu lýðræðisins í Sovét-
ríkjunum“.
Frelsisunnandi fólk um
heim allan mun vænta þess
og vona, að spádómar Svet-
lönu Stalínsdóttur fái staði-
izt, en hvað megnar ungt
fólk, þótt hugrekki hafi til að
bera, gegn lögregluríki komm
únismans?
Réttarhöldin í
Egyptalandi
Kaíró, 22. jan. NTB.
ALLS verffa 54 manns dregn-
ir fyrir rétt í dag, ákærffir fyrir
samsæri um aff reyna aff steypa
stjórn Nassers forseta. Nokkrir
hinna ákærffu eiga á hættu að
verða dæmdir til dauffa.
Á meðal hinna ákærðu er fyrr-
verandi yfirmaður egypzku leyni
þjónustunnar, Salah Mohamed
Nasr, sem fylgdi Nasser í ýms-
um utanlandsferðum hins síðast-
nefnda á undanförnum árum. —
Tveir aðrir úr hópi hinna á-
kærðu eru Shams Badran, fyrr-
verandi hermálaráðherra, og
Abbas Radwan, fyrrverandi inn-
anrikisráðherra.
Að því er segir í ákærunni,
átti að framkvæma valdaránið
með því að beita hervögnum og
flugvélum hinn 29. ágúst í fyrra.
Það er sérstakur byltingardóm-
stóll, sem fer með málið.