Morgunblaðið - 23.01.1968, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1968
MARY ROBERTS RINEHART:
SKYSSAN MIKLA
— Við Larry höfum farið yfir
það fram og aftur, dögum samain,
Hamn heldur, að hún hafi horft á
einhvarn gera það. En hvers-
vegna var hún þarna? Og það
um miðja nótt?
Hún hafði ekki nefnt þetta við
móður sína. Hafði' meira að
segja varla séð hana. Alloftast
var Lydia innilokuð í herberginu
sínu, og Audrey hélt að hún
hefði ekki einu sinni sagt Bill
Sterling frá þessu. Hann virtist
áhyggjufullur um hana, en var
annars eins og hann átti að sér,
að mestu leyti. En svo kom hún
að erindi þeirra Larrys. Þau
vildu, að ég segði Lydiu, að sézt
hefði til hennar, en ekki hver séð
hefði.
— Ég hafði valdið henni nóg-
um vandræðum, sagði Audrey,
sem nú var orðin iðrandi. — En
hún treystir þér. Pat. Hún segir
þér það, ef hún segir það nokkr-
um.
— Hún vill víst alls ekki tala
við mig.
— Ég skal koma þér til henn-
ar. Hún læsir ekki hjá sér. Aug-
un fylitust aftur tárum. — Hún
borðar ekkert og ég held, að hún
sofi ekkert heldur.
Ég var með svima yfir höfð-
inu, en nú ákvað ég tafarlaust,
hvað gera skyldi. Ég varð að
hitta Lydiu og nú þegar Amy var
fjarverandi, yrði þetta líklega
eina tækifærið, kannski í heila
viku,
— Hefurðu bíl? sagði ég.
— Já, hann Larry ók mér hing
að.
— Hjálpaðu mér þá í eitthvað.
Ég er hálf óstyrk enn.
Ég get nú varla sagt, að hún
hafi hjálpað mér mikið. En ein-
hvern veginn tókst okkur í fé-
lagi að koma mér í fötin og
sleppa framhjá þjónustufólkinu,
og eftir stutta stund sat ég inni-
klemmd milli þeirra í bílnum
hans Larry.
Ég sá fljórf-t, að Larry hafði
meiri dómgreind en Audrey.
Hann hafði Lydiu alls ekki grun
aða.
— Það sem ég held, sagði hann
og stýrði með annarri hendi, en
það gerir mig alltaf hrædda, —
er að hún viti eitthvað meira, og
hafi eitthvað séð. Hún getur vel
hafa litið inn um glugga og horft
á frú Wainwright skjóta sig, eða
öllu líklegar hefur hún séð ein-
hvern annan þarna inni. En hitt
skiljum við ekki, hvað hún var
þarna að vilja og á þessum tima
sólarhrings. Þegar við fórum var
hún að lesa í bók og ætlaði
snemma í háttinn. Bill Sterling
var einhversstaðar úti hjá sjúkl-
ingum.
Stundarfjórðungi síðar ýtti ég
upp hurðinni hjá Lydiu og gekk
inn. Hún var ekki í rúminu. Hún
var hálfklædd og horfði út um
gluggann til árinnar. Þegar hún
leit við og sá mig, varð hún að
grípa í stól til að styðja sig.
— Pat! sagði hún. — Þú gerðir
mig hrædda!
Ég leit snöggvast á hana og
setti hana síðan í stól. Svo kyssti
ég hana og hún dró djúpt and-
ann.
— Ég hélt, að þetta væri lög-
reglan, sagði hún og lokaði aug-
unum.
Ég gaf henni ofurlítið tóm til
að jafna sig og talaði um daginn
og veginn. Það kom aftur litur í
andlitið á henni, en hún var
samt eins og afturganga af sjálfri
sér. Augun voru sokkin og allt
líf úr þeim. Ég sá líka, að hún
var torfryggin gangvart roér.
Hún eyddi hverri tilraun minni
til að tala um Klaustrið, og loks
ins hallaði ég mér fram og spurði
blátt áfram: — Hvers vegna seg-
irðu mér ekki alla söguna, Lyd-
ia?
Ég hafði búizt við frekari
undanfærslum, en þær komu
ekki. í stað þess hreyfing, sem
gaf til kynna uppgjöf.
— Ég verð að segja það ein-
hverjum. Ef ég verð tekin föst,
gerir það alveg út af við hana
Audrey og hann Bill.
— Þú verður aldrei tekin föst,
Lydia. Þetta þarf ekki að fara
lengra. Þú varst þarna um nótt-
ina forðum. Það vill svo til, að
ég veit það. Viltu segja mér í
hvaða erindi?
— Þú trúir mér ekki.
— Ég sé ekki, hvað ætti að
vera því tál fyrirstöðu. Ég hef
trúað þér árum saman, Lydia.
— Gott og vel. Ég fór þangað
af því að hún sendi boð eftir
mér.
— Sendi eftir þér?
— Já, einmitt. Fyrst vildi hún
að ég kæmi í húsið. Svo um
klukkan sjö hringdi hún aftur.
Hún sagði, að Bessie hefði ein-
hverja kvöldverðargesti og væri
mér sama þó að ég kæmi í leik-
húsið í staðinn?
Hún hafði ekki viljað fara
þangað. Hún gat ekki hugsað sér
að koma nærri þeim stað. Hún
bað Maud að koma heldur heim
til sín. En Maud sagði, að það,
sem hún þyrfti að segja við hana,
væri einkamál. Ef hún færi,
þyrfti einhver að aka henni og
hún vildi ekki láta neinn vita
um ferðir sínar.
— Mér er meinilla við að gera
þér þetta ónæði, sagði Maud, —
en það er bara svo áríðandi.
Þetta verður ekki svo slæmt, frú
Morgan. Ég skal kynda upp í
setustofunni. Þar geturn við ver-
ið einar, og enginn þarf um
þetta að vita.
Tíminn, sem hún tiltók og hún
sjálf varð hissa á, var klukkan
hálftólf, ,og þá hafði Lydia mald-
að eitthvað í móinn. En Maud
var einbeitt. Þá gæti hún verið
laus við þernuna sína, og þetta
var afskaplega mikið einkamá;.
— Hún minntist eitthvað á
Audrey, sagði Lydia. Ég hélt
þetta væri eitthvað um þau Tony
og Audrey, enda þótt því væri
nú öllu lokið fyrir mörgum mán-
uðum. En þetta leit allt afskap-
lega einkennilega út. En þá fór
ég að hafa áhyggur vegna hans
Bills. Hver veit neroa eitthvað
kæmi fram, sem gæti bendlað
hann við morðið á Don, eða sett
hann í samband við Evans. Þú
veizt alveg, hvernig þetta er.
Þetta flækist allt saman í eina
bendu.
En að minnsta kosti hafði hún
samþykkt þetta .
Þegar Audrey og Larry voru
farin til borgarinnar, og klukk-
an orðin ellefu fór hún sjálf út
og tók fram bílinn. En þá var
sprungið á einu hjólinu, og það
kunni hún ekkert á. Hún hringdi
í viðgerðarstöðina og næturvörð-
urinn þar kom og kom því í lag.
Það var nagli, í barðanum. Þeg-
ar hún komst af stað, var klukk-
an næstum orðin tólf. Hún ók
eins hratt og hún gat, gekk frá
bílnum -innan við hliðið og gekk
svo framhjá gosbrunninum og til
leikhússins.
Þú getur verið þess fullviss, drengur minn, að ég gleymdi ekki að
segja henni að þú hefðir komið.
65
Hún varð hissa, er það var
uppljómað, og óróleg um leið.
En það kom arinbjarmi út frá
dagstofunni, svo að hún gekk
inn.
Dyrnar voru ólæstar og eldur-
inn ljómaði upp langa salinn
með sundlaugina við hliðina.
Hún gekk inn og þar var enginn
maður, en eldurinn logaði glatt.
En nú var hún orðin býsna tauga
óstyrk. Henni tókst að finna
slökkvara og kveikti ljós. Þá leið
henni strax betur. En Maud var
hver-gi sýnileg, svo að hún gekk
áfram eftir saínum og leit niður
í laugina.
Þar lá Maud dauð.
— Eða að minnsta kosti gekk
ég út frá, að hún væri dauð,
sagði hún dapurlega. — Hún var
enn volg, en enginn æðasláttur
og hún andaði ekki heldur.
Fyrst var ég of agndofa til þess
að hlaupa burt. Ég man eftir,
að ég lyfti hárinu og sá þetta
hræðilega sár, og ég held ég
hafi alveg sleppt mér í eina eða
tvær mínútur. Ég hljóp í símann
— þann, sem lá inn í húsið — og
var búin að taka hann af. Þá varð
mér allt í einu ljóst, í hvaða
kreppu ég var. Don hafði verið
myrtur hérna og ég var nú hérna
á staðnum. Ég hafði engan til að
sanna með mér, að hún hefði
gert boð eftir mér.
Þá hafði hún alveg sleppt sér.
Það sem hún hafði snert, auk
líksins, var síminn, dyrahand-
fangið og slökkvarinn. Hún
slökkti ljósið. Svo strauk hún
það sem hún hafði snert með
vasaklútnum sínum. Hún skalf
svo á beinunum, að hún gat varia
gengið. Hún þorði ekki einu
sinni að loka dyrunum.
Hún hljóp aftur til bílsins og
komst ósködd heim, en hún
fór ekki í rúmið, heldur gekk
um gólf alla nóttina. Hefði nú
Maud ekki verið dáin og hún
hefði kannski getað bjargað
henni? Setjum svo, að sporin
hennar hefðu sézt í snjónum?
Hver mundi trúa henni? Og svo
rann vatnið í laugina. Hvers
vegna það, og von á frostum
hvenær sem væri? En svo, rétt
undir moirgun, mundi hún eftir
því, að hún hafði verið með loð-
kraga um hálsinn, sem hún gat
nú hvergi fundið. Hann var
hvorki í herberginu hennar né í
forstofunni. Hún var viðbúin því
versta. En rétt fyrir dögun datt
henni billinn í hug, og þar fann
hún kragann á gólfinu, rétt við
ökusætið. Það var næstum liðið
yfir hana af eintómum feginleik.
— Sástu byssuna? spurði ég.
—• Nei, ég vissi ekki einu sinni,
að hún hefði verið skotin. Ég
hélt, að hún hefði verið rotuð,
og svo hefði einhver ætlað að
kasta henni í laugina. Eins og
Don.
Henni hafi létt talsvert við að
segja söguna. Hún skalf, einkum
þegar hún kom að loðkraganum,
en litarhátturinn hennar hafði
skánað.
— Þannig er þetta þá, Pat,
sagði hún. — Það þýðir ekkert
að fara með þetta til hans Jims
Conway. Hvað gæti hann gert?
Ég sá engan mann. Hún var
dauð þegar ég kom á staðinn og
Bill segir, að hún hafi dáið strax.
Ég heyrði ekki einu sinni neinn
skothvell. Og....... hún reyndi
að brosa......og ég myrti hana
ekki. Eina byssan, sem ég hef
haft hönd á á ævinni, er sú, sem
var í herberginu hans Dons, og
þú manst hvernig fór með hana.
En hvernig vissirðu þetta?
—■ Maður, sem við getum
báðar treyst, sá bíHnn þinn aka
þangað þessa nótt. En þú þarft
ekki að hafa neinar áhyggjur af
því. Það verður ekki sagt frá
því.
En hún vissi samstundis það -
sanna. — Larry og Audrey?
sagði hún. — Vesalings börnin!
Hvað á ég að gera, Pat? Hvað
á ég til bragðs að taka?
—• Kallaðu á þau og segðu
þeim þetta, sem þú ert búin að
segja mér. Þau bíða niðri. Vitan-
lega hafa pau þig ekki grunaða,
en þau eru engu að síður afskap-
lega áhyggjufull. Þú ættir að
gera það, Lydia.
Og svo endurtók hún söguna
fyrir okkur þremur og svo Bill
Sterling, sem tekizt hafði að ná
í. Bill hélt í höndina á henni á
meðan, en Audrey sat á gólfinu
við hné hennar. Hún sagði nú
söguna ennþá nákvæmar en áð-
ur: ákafann í Maud þegar hún
hringdi, blóðblettinn á hendinni
á henni sjálfri, þegar hún kom
heim, og hún hafði svo þvegið
hann af sér og hreinsað skóna
sína.
En það var Larry, sem sagði
það, sem enginn hafði búizt við:
— Hvað var að hjólbarðanum
hjá þér þetta kvöld?
Hún varð hissa. — Það var
nagli í honum. Hversvegna
spyrðu?
— Jú, sjáðu til, sagði hann og
unglega andlitið var æst á svip-
inn. Hugsum okkur, að einhver
bafi viljað láta þig koma of seint
þetta kvöld, eða alls ekki kom-
ast leiðar þinnar. Hvað var þá
einfaldara en að tæma einn hjól-
barða?
— Ég býst ekki við, að neinn
hafi vitað, að ég ætlaði að hitta
hana þarna.
— Þar er ég ekki á sama miáli,
sagði hann hátíðlega. — Einhver
/#/nw
WIIM
LAND-
-ROVER
FJÖLHÆFASTA
FARARTÆKID
A
LANDI
BENZÍN EÐA DIESEL
w*
lL ANQ<~ ‘-ROVE R .
SínrtÍ 21240 HflLDVERZlUNIH HEKLA M Laugavegi 170-17 2