Morgunblaðið - 18.02.1968, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR OG LESHÓK
Papandreu
dylgjar
GRÍSKI útlaginn «g stjórnmála-
maðurinn Andreas Papandreu
sakaði í dag bandariska embaett-
ismenn í Aþenu um að hjálpa
herstjórninni við „að leggja þjóð
I ina í hlekki." Papandreu sagði
m. a.: „Bandaríska sendiráðið og
| bandaríska leyniþjónustan í
! Grikklandi. sem finna til sektar-
tilfinningar vegna skaðsamlegs
! hlutverks í lífi grísku þjóðarinn-
ar ... hafa ákveðið að reyna að
hindra mig í að flytja áhrifa-
, mikinn boðskap á fyrirhuguðu
j ferðalagi mínu í Bandaríkjun-
um.“
HEGRINN er fallinn. — Kola-
1 kraninn setti mikinn svip á
höfnina, þar sem hann trónaði
til vesturs og teygði arma sina
L mót fákum himinsins. — Nú
' speglar hann sig ekki lengur |
í olíubrák hafnarinnar og tif-,
ar ekki í gáruðum haffletin-
um, hann var felldur fyrir fá-1
um dögum og það er söknuður |
að honum.
(Ljósm. Mbl.:
Sv. Þorm.)
Sonur Brundts
hnndtekinn
Berlín, 17. febr. NTB-Reuter.
ÁTJÁN óra gamall sonur WiJly
Brandt, utanríkisráðherra V-
Þýzkalands var í hópi 42 manna, i
sem handteknir voru í Vestur-
Berlín í gaer fyrir að hafa dreift
áróðursmiðum. þar sem hvatt er
til mótmælaaðgerðá gegn Viet-
nam styrjöldinni. Lö.greglan hef-
ur bannað aðgerðirnar. Lögregl-
an sagði, að piltinum Peter
Brandt hefði verið sleppt eftir,
kluikkustund, en tíu manns sem 1
llklegastir þóttu til æsinga varj
haldið eftir.
Kastalavirkiö í Hue varið enn
Hue, Saigon 17. febr. AP.NTB.!
HERMENN N-Vietnam og Viet'
Cong menn halda enn kastala-!
virkinu í Hue og hafa nú varið
virkið í átján daga, þrátt fyrir
miklar árásir S-Vietnam her-!
manna og Bandaríkjahermanna.'
f höfninni í Hue sökktu komm
unistar bandarískum landgöngu-
pramma á Ilmvatnsfljótinu, sem
rennur gegnum Hue, og unnið
var tjón á fimm prömmum öðr-
um.
Lögreglan í Saigon vinnur að :
því að koma upp götuvirkjum j
og loka ýmsum samgönguleiðum,
þar sem gætt hefur vaxandi ótta j
urn, að Viet Cong muni ráðastj
!il atlögu á ný á nætu tveimur I
sólarhringum.
Þá greindu áreiðanlegar heim-,
ildir í Saigon frá því, að banda- j
rísk sprengjuflugvél hefði af mis
gáningi varpað sprengjum áj
flóttamannabúðir í Quang Tri
héraðinu og fórust 22 óbreyttir j
vietnamskir borgarar. Bandaríska '
herstjórnin hefur ekki viður-1
kennt atburðinn og sagðj tals-
maður hennar, að fráleitt hefði
þarna verið á ferðinni bandarísk
vél.
Hermdarverkamenn Viet Cong
köstuðu sprengjum inn í banda-
riskt hersjúkra'hús í Tay Ninh á
föstudagskvöldið, -lenti ein
sprengja í skurðstofunni og ban-
aði lækni og sjú'klingi, sem þar
voru fyrir.
í gær sáust norðurvietnamskir
skriðdrekar við norðurhluta hlut
lausa beltisins en hurfu á brott
er Bandaríkjamenn hófu harða
fallbyssuskothríð að skriðdrek-
unum. Þetta er í annað sinn að
sézt hefur til skriðdreka N-Viet-
nama á þessu svæði. Stjórnmála-
fréttaritarar eru þeirrar skoðun-
ar, að N-Vietnamar búi sig und-
ir að nota skriðdreka til árása
á bæ'kistöðina í Con Thien sem
er 1,6 km fyrir sunnan beltið.
Þrír bandarískir flugmenn,
sem stjórnin í Hanoi 'hefur látið
lausa úr haldi í N-Vietnam eru
nú á leið til Bandaríkjanna. Þeir
voru teknir til fanga sl. haust
eftir að flugvélar þeirra voru
skotnar niður yfir N-Vietnam.
Samkvæmt fréttum AP frétta-
stofunnar mun stjórn S-Vietnam
og Bandaríkjamenn hafa í
hyggju að fjölga um 90 þús-
und í herafla sínum á næstu
mánuðum. Mun þá tala her-
manna S-Vietnam, Bandaríkja-
manna og fimm annarra þjóða í
Vietnam vera 1.380.000 manns.
Þau fimm ríki önnur eru Nýja
Sjáland, Ástralía, Filippseyjar,
Thailand og S-Kórea. Engin
aukning er boðið í herafla þeirra.
Papandreu sagði, að þetta væri
svar sitt við fregnum þess efnis,
að hann hefði lagt blessun sína
yfir stefnu Bandaríkjastjórnar
sem fólst í því að halda tengsl-
um við herstjórnina, er hún tó'k
við völdum með byltingu í apríl
í fyrra. Fregnir hermdu, að
Papandreu 'hefði lýst yfir ánægju
sinni vegna þessa í viðtali við
amibassador Bandaríkjanna í
Aþenu. Papandreu sagði aftur á
móti í dag, að hann hefði hitt
amibassadorinn eftir að hann var
leystur úr haldi í desember sl.,
en hann hefði á engan hátt gefið
í skyn ánægju sína með stefnu
bandarísku sjórnarinnar gagn-
vart þeirri grísku.
Papandreu neitaði að skýra
frá á hvaða tíma bandarískir
embættismenn hefðu leikið „hið
skaðsamlega hlutverk í lífi grisku
þjóðarinnar." Hann sagði hins
vegar, að hann væri þeirrar skoð
unar að Johnson Bandaríkjafor-
seti og leiðtogar bingsins hefðu
e'k'ki vitað um það.
12 létust
í brunn
Þing Noröurlandaráös
Boeing 727 fórst
— o. m. k. 21 beið bana
7
Taipeth 17. febr. AP. NTB.
AÐ MINNSTA kosti 21 ma»-
ur beið bana í flugslysi á
föstudagskvöldið, er farþega-
þota af gerðinni Boeing 727
fórst skammt frá Taipeih á
Formósu, er hún var aS koma
frá Hong Kong.
Með vélinni voru 52 far-
þegar og 11 manna álhöfn.
Framan af voru fréttir af
slysinu mjög óljósar, og ekki
var getfið upp fyrr en í gær,
hversu margir hefðu farizt.
Mjög slæmt veður var á þess
um slóðum og ætlaði flug-
mað'U'riinn að nauðlenda vél-
inhi, sem kiollsteyptist skyndi
lega í lendingunni. Vélin
brotnaði í tvennt og eldur
kom strax upp í henni.
Samkvæmt síðustu fréttum
eru al'lir þeir sem komust af
mikið slasaðir og a.m.k- 5
eru í lífshættu. ,
Osló 17. fe'br. NTB.
ÞING Norðurlandaráös var
sett í Osló í gær, og hófust
störf þess með kjöri forseta.
Kosinn var Sven Stray og
varaforsetar Jens Otto Krag,
frá Danmörku, Eino Siren,
Finnlandi, Sigurður Bjarna-
son, Islandi og Leif Cassel frá
Svíþjóð.
Síðan var kosið í hinar ýmsu
nefndir þingsins, t.d. efnahag's-
nefnd samgöngumálanefnd og
m'enntamálanefnd. Fundinn sitja
38 ráð'herrar, 68 þingmenn auk
fjölda emibættkmanna. Á annað
hundrað fréttamenn fylgjast með
fundum ráðsins, sem standa
munu .fram á fimmtudag.
Eins og frá var skýrt í Morgun
blaðinu í gær er talið, að mark-
aðsmólin verði helzta umræðu-
efnið á þinginu, en mörg önnur
mál verða tekin til meðferðar.
Moberly, Missouri. 17.
febr. AP. NTB.
TÓLF manns biðu bana i
bruna á Randolph hótelinu í (
Moberly á föstudagskvöld.
Maður nokkur kastaði benzín
tunnu inn á bar hótelsáns og |
kveikti í- Siðan gaf hann sig
sjálfur fram við lögregluna ’
og játaði verknaðinn. Þrátt'
fyrir vasklegar björgunartil-
raunir tókst ekki að bjarga |
þeim, scm voru staddir á
barnum, og fórust allir,
konur og 9 karlar.
Skýrsla U Thants
SÞ, 17. febrúar. AP.
Aðalritara Sameinuðu þjóð-
anna, U Thant, hefur verið boð-
ið til Washington til viðræðna
við Johnson Bandaríkjaforseta í
næstu viku. Sagði Thant á föstu-
dag, að hann hyggðist skýra for-
setanum frá nýlegum viðræðn-
um sínum við tvo fulltrúa N-
Vietnam.
Thant ræddi við blaðamenn á
leið til fundar í Öryggisráðinu.
Sagði hann þá, að hann væri
þess fullviss að það sem þeir
Johnson mundu ræða yrði öllum
til gagns. Svar þetta gaf Thant
við spurningu þess efnis hvort
'hann hefði heyrt eitthvað hjá
N-Vietnömum, sem komið gæti
að gagni í viðræðunum við
Johnson.
Thant hafði skömmu áður lát-
| ið áheyrendafulltrúa S-Vietnam
hjá SÞ í té skýrslu um viðræður
sínar við N-Vietnam, Indverja,
Sovétmenn, Breta og Fra'kka.
Svipaða skýrslu fékk Gold-
berg, ambassador Bandaríkjanna
hjá SÞ, og kallaði hann hana
mjög gagnlega.