Morgunblaðið - 18.02.1968, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.02.1968, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. FEBRUAR 1968 Þorsteinn Minning Á MORGUN (mánudag) kl. 1% verður hann jarðsettur frá Foss- vogskirkju. Hann andaðist að heimili sínu að Eskihlíð 18 A hinn 12. þ. m. Hann var fæddur að Grettisgötu 36, Reykjaví'k 27. nóvember 1908. Sonur hjónanna Guðríðar Jóhannsdóttur frá Nesjavöllum í Grafningi og Gísla Guðmundssonar frá Saurbæ í Ölfusi. Þorsteinn missti föður sinn 13 ára gamall og byrjaði snemma að vinna fyrir sér, bæði til sjós og lands. Hann var einn af fyrstu bifreiðastjórunum hjá Steindóri, en eignaðist seinna sinn eigin bíl, og ók árum saman á Hreyfli. Hann kvæntist Hrefnu Gunn- arsdóttur Gunnarssonar, Vega- mótum á Stokkseyrl, og lifir hún mann sinn. í>eim varð 8 barna auðið. í farsælli sambúð tókst þeim með stakri reglusemi og t Maðurinn minn Sigurður G. Meyvantsson, Grettisgötu 96 andaðist þann 16. 2. þessa mánaðar í Landspítalanum. Fyrir hönd aðstandenda. Klara Sigurðardóttir. t Maðurinn minn, faðir okk- ar, tengdafaðir og afi Ingólfur Gíslason, kaupmaður er andaðist 13. þ.m. verður jarðsunginn þri'ðjudag 20. febrúar kl. 13.30 frá Foss- vogskirkju. Fanney Gísladótir, börn, tengdabörn og barnaböm. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi Ingimundur Eyjólfsson, prentmyndasmiður, Sogamýrarbletti 33 verður jarðsunginn frá Foss- vogskapellu, þriðjudaginn 20. þ.m. kl. 3 e.h. Þeim sem vildu minnast hans, er bent á Slysavarna- félagið. Böm, tengdaböm og barnaböm. t tJtför föður okkar Páls Skúlasonar, kaupmanns, Akureyri. fer fram frá Akureyrar- kirkju, mánudaginn 19. þ.m. kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Minningar- sjóð Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Þórhallur Pálsson, Bemhard Pálsson. Gíslason dugnaði að koma sér upp hlý- legu og myndarlegu 'heimili, þar sem börnin nutu góðs uppeldis og gott var að koma. Þótt Þor- steinn ætti annríkt við akstur- inn, til þess að sjá sínu stóra heimili farborða, gaf hann sér jafnan tíma til að fara með börn in út í náttúruna og ganga með þau á fjöll, þótt þau væru á unga aldri. Flutu þá oft nánir ættingj- ar og vinir með, og héldu í hendurnar á snáðunum. Ég man t. d. eftir gönguferðum á Vífil- fell, Hengil og Esju. Má segja að Þorsteinn hafi verið barn náttúr- unnar, því að hann undi sér bezt í faðmi hennar. Hann hafði um skeið löngun til að gerast bóndi, en ekki varð af því. Hann var maður glaðlynda og hafði ánægju af því að safna til sín ættingum og vinum þegar tæki- færi gáfust til, og vi'ldi þá gjarn- an láta taka lagið, og söng sjálf- ur vel. Þannig liðu árin í annríki og lífsgleði unz hann snemma á síð ast liðnu ári fór að kenna alvar- legs sjúkdóms, sem brátt varð vitað að myndi verða banamein hans, því að enginn getur lifað t Útför mannsins míns, föð- ur og tengdafcJöur Þórðar Jónssonar, bifreiðastjóra, Akurgerði 26 fer fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn 20. þ.m. kl. 1.30 Sigríður Þorvarðsdóttir, börn og tengdasynir, t Útför eiginmanns míns og föður okkar Nils Hagerup Jensen, fer fram frá Aðventista- kirkjunni, mánud. 19. 2. kl. 14 Þeim er vilja minnast hans er bent á hjartaverndunarfél. Sigríður Elíasdóttir, Erna, Esther, Bíbí. t Jarðarför Guðríðar ólafsdóttur fer fram frá Fríkirkjunni mánudaginn 19. febr. kl. 1.3. Magnús Guðjónson. t Útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu Laufeyjar Guðjónsdóttur, Þykkvabæ 13 verður gerð frá Fossvogskap- ellu mánudaginn 19. þ.m. kl. 10.30. Blóm eru vinsamlega af- þökkuð, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á sjóð til væntanlegrar kirkju- byggingar Árbæjarsóknar. Minningarspjöld fást í Flóru, Aðalstræti og bóka- búð Jónasar Eggertssonar, Árbæjarkjöri. Magnús H. Jónson, börn, tengdabörn og barnaböm. lengi, sem ekki þolir að taka til sín næringu. Þorsteinn æðraðist þó ekki, og átti þvi láni að fagna að halda sínum skírleika til síð- asta dags. Á heimili hans veittu kona hans og börn honum þá hjúkrun, sem hægt var. Stéttar- bræður hans og fleiri sýndu hon um vináttu sína í raun. Einn þeirra sagði: „Það er imannskaði að Steina“. Hann varð þeirrar gleði aðnjótandi, að dóttir hans kom heim frá manni sínuan og börnum í Kaliforníu, til þess að kveðja hann. Síðasta kvöildið sem hann lifði, sýndi sonur hans fallegar litmyndir í stofunni hjá 'honum, þar á meðal margar frá útlöndum, sem dóttir hans hafði komið með. Þá sagði einhver að það væri líka fallegt í útlönd- um. „En það eru fallegri litir á íslandi," svaraði Steini að bragði. Morguninn eftir fékk hann hægt andlát. Lífið var fjarað út. Börn þeirra Þorsteins og Hrefnu eru: Gunnar húsasmiður í Kópavogi, Ingibjörg Larsen, búsett í Kaliforníu, Þorsteinn matsveinn í Keflavík, Gísli við- skiptafræðinemi, Erla sjúkraliði, Ingólfur búfræðingur, Katrín 12 ára og Róert 5 ára. Barhabörnin eru orðin 7. Mikill harmur er 'kveðinn að konu Þorsteins og börnum við andilát hans, og systkini, aðrir ættingjar og vinir og samstarfs- menn kveðja hann með söknuði, en minningin mun lifa um hinn ágæta röskleika mann. Þ. Ól. Þorsteinn Gíslason, Eskihlíð 18 A. Fæddur 27. nóvember 1908. Dáinn 12. febrúar 1968. Að kveðja þig vinur, kreinkir lund — enn kallinu drengir sinna. Þú bágstöddum réttir bróður- mund það land er svo Ijúft að finna. Af heilindum gerðir hverja bón er hafðir þú kost að vinna. Þótt. vellina hylji vetrar fönn, skín vorið á göngu þinni, því dyggur þú varst í dagsins önn og drenglyndur hverju sinni.. Með ljúfmennsku hverja léttir ferð svo liðinn ég þakka kynni. f farkosti þínum fljótt mig toar um fegurstu landsins vegi. í öndvegi stjómin örugg var og eins þótt að brygði degi. Það kviknar svo margt er kætin sál ef kunnáttu skortir eigi. Með göfugri kon-u lá þín leið um lendurnar vegs og sóma. Þín auðna var rík, því ætíð beið þín æskan í fullum blóma. Að síðustu bið ég sjálfan Guð að signa þig helgum li'ma. Einar J. Eyjólfsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við and- lát og jarðarför, móður minn- ar, fósturmóður og systur Laufeyjar Guðmundsdótt- ur, Nesvegi 48. Jóna Haraldsdóttir, Guðmunda L. Sigvaldadóttir, Guðný S. Guðmundsdóttir. Attræður ■ dag: Björn Gíslason Gröf, Reyðarfirði f DAG er Björn Gíslason, Gröf, Reyðarfirði, áttræður. Mér er bæði ljúft og skylt að senda honum árnaðaróskir á þessum tímamótum í ævi hans, þó að ég geri mér Ijósa grein fyrir því að hans ævisögu verður ekki gerð þau skil af mér, sem að hann á fyllilega skilið. Mun ég þá reyna að skýra frá því helzta sem á daga hans hefur drifið og hvað hann gerði sínum ævi- starfi, en það var sjómennskan. 14 ára gamall byrjaði hann að stunda sjóinn og þá með bróður sínum, Þórólfi, en hann var þá tólf ára og þá á árabát eins og gefur að skilja. Var hann for- maður á bátnum og mun hann vera elzti núlifandi formaður á Austurlandi og hefur stundað sjó inn alla þessa löngu ævi, eða nánar tiltekið fram á árið í fyrra en varð að hætta þá vegna sjón- depru, annars hefði hann verið á sjónum enn þann dag í dag, því að hann er líkamlega hraust ur ennþá. Áður heldur en ég skil við árabátana, og þar til vélaöldin kom til sögunnar, vil ég skjóta því hér inn í, svona til gamans og samanburðar á verði á fiski þá og nú og þeim tekjum, sem hann hafði fyrir sitt strit á sjónum þá og sjó- menn hafa nú. Einu sinni sem oftar kom hann með 1000 kg. af ýsu og þorski að landi. Fyrir þennan afla fékk hann 50 kr. eða 5 aura fyrir kg. Það er eins og ein ýsa 4,5 kg. kostar núna, sem hann fékk fyrir allan afl- ann. Ekki man ég eða veit, hvað Björn var mörg sumur á árabát- um, en hann var í útilegu sem kallað var víst á Reyðarfirðinum á stað, er Breiðuvík heitir og voru konan hans og börnin með honum þar. Þegar Björn var 18 ára að aldri kom fyrsti vélknúni báturinn til Reyðarfjarðar, 7 t. bátur og hét Víkingur. Var Birni þá strax falið að vera með þann bát og stundaði sjó á honum bæði frá Hornafirði og í Papey. Allir þeir ,sem þekkja þessa staði, vita, hvað erfitt var að stunda sjóinn þaðan og þá ekki sízt á svona lítilli fleytu, því að maðurinn var kappsamur og dug legur og sótti sjóinn fast. Björn var í áratugi formaður á mótor- bátum, er ég ekki man, hvað hétu, og ávallt aflasæll, enda talinn góður sjómaður. Eins og gefur að skilja á svona löngum sjómannsferli lenti hann oft í vondum veðrum en ávallt sigldi hann knerri sínum heilum í höfn með sinn mannskap, og aldrei missti hann út mann, og segir það sína sögu, hve góður sjómað ur hann var, og læt ég þessa frásögn af sjómannsstarfi hans nægja, þó að geta hefði mátt um ýmislegt, sem að hann hefur orð- ið fyrir á sjónum. Áður heldur en skilið verður við þennan grein arstúf, vil ég geta þess, að Björn hefur alltaf verið sjálfstæður maður í þessa orðs fyllsta skiln- ingi, enda er frelsishugsjónin og athafnaþráin honum í blóð borið enda hefur hann alla ævi verið sjálfs síns ráðandi og aldrei und ir aðra gefinn. Kæri góði frændi minn, ég bið þig að taka vilj- ann fyrir verkið og fyrirgefa þessi fátæklegu orð. Að endingu óska ég þér Guðs blessunar á þessum mestu tímamótum ævi þinnar, ég enda þá orð mín á þessa leið. Þú ert nú áttræður orðinn, endist þér lífdaga forðinn. Ætíð þér gott var að kynnast, í dag munu margir þín minn- ast. J.Þ. Heimilisiðnaffarfélag íslands Tóvinna og spuni Ný námskeið byrja 1. marz. Upplýsingar í verzl. íslenzkur heimilisi'ðnaður milli kl. 10—12. Sími 15500. Heimilisiðnaðarfélag Islands. Sameiginlegt skemmtikvöld verður í Sigtúni 22. febrú- ar kl. 8.30. — Fjölbreytt skemmtiatri'ði. Mætið og takið með ykkur gesti. Stjómirnar. SAS óskar eftir húsnæði i Miðbænum Scandinavian Airlines System óskar eftir að taka strax á leigu húsnæði á götuhæð í Miðbænum. Tilboð óskast send sem fyrst til Birgis Þórhallssonar Hofteigi 21 (símar 12277 og 35081). ISLENZK-AMERÍSKA FÉLAGIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.