Morgunblaðið - 18.02.1968, Síða 17

Morgunblaðið - 18.02.1968, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18, FEBRUAR 1968 17 Tíðarfarið og slysin Enn hefur hörmuleg sjóslys borið að höndum, eitt af öðru, og kvíði og sorg hvílt yfir heil- um byggðarlögum og jafnvel landinu öllu, því að allir eru ís- lendingar þátttakendur í sorgum þeirra, sem ástvini sína missa í bardaganum við náttúruöflin. Og veðurhamurinn hefur ekki einungis útheimt mörg manns- líf; hin rysjóttu veður hafa lika valdið því, að gæftir hafa verið slæmar og lítill afli er enn kom- inn á land, þótt menn þykist sjá þess nokkur merki, að sæmilegs afla megi vænta, þegar á sjó gefur. Vonandi verður vetrarveríð líka góð að þessu sinni. Vertíð- in í fyrra var mjög léleg og erf- iðleikar þeir, sem yfir okkur ís- lendinga hafa gengið að undan- förnu, eru þess eðlis, að vissu- lega ríður nú á miklu, að vel fiskist, svo að hagur lands og þjóðar vænkist að nýju. Sjórinn verður áfram sóttur fast, á því byggist lífsafkoma þjóðarinnar, en vonandi er að ekki þurfi fleiri fórnir að fær? á þeirri vertíð, sem nú stendur. Miklar þjóðar- tekjur Okkur fslendingum er títt að vitna til þess, að við séum fá- mennir og smáir, þess vegna get um við ekki afrekað eins miklu og þeir, sem stærri eru og auð- ugri. En þegar öll kurl eru kom in til grafar er þó ástæðulaust að gera allt of lítið úr vanmætti Íslendinga, og því til staðfesting- ar er gaman að líta á nokkrar tölur, sem Alþjóðabankinn hef- ur birt. Þessar tölur eru um þjóðar- tekjur ýmissa landa og lands- svæða á árinu 1965. Eru þar tal- Þessi skemmtilega mynd er frá Reykjavíkurhöfn. Sendlingar hafa búnir að legja á djúpið, ef einhver vildi leysa fyrir þá landfestar. — ,mannað“ farkostinn, reiðu Ljósm.: Jan Rietz. irstaða fjárhagslegrar afkomu borgaranna. Er nú einkum rætt um þrjú verkefni, sem nokkuð hefur verið að unnið, en bíða þess að verða hrint í fram- kvæmd. Þriðja fyrirtækið, sem rætt er um að byggja hér á landi í nán- ustu framtíð, er verksmiðja, sem hagnýtti framleiðsluvöru ál- verksmiðjunnar og byggi til úr henni ýmiskonar vinkla og pölt- ur, sem síðan yrði undirstaða margháttaðs smærri iðnaðar, sem staðsetja mætti víða um land. Að þessu máli hefur nokk- uð verið unnið, og eins og kunn- ugt er lýstu Svisslendingarnir því yfir við gerð álsamninganna, að þeir væri fúsir til að styðja að þvi að slíkt fyrirtæki gæti hér risið upp. Hugmynd Jóhanns Hafsteins, iðnaðarmálaráðherra, hefur ver- ið sú, að um stofnun og starf- rækslu þessa fyrirtækis yrði stofnað almenningshlutafélag, og mundu iðnrekendur hafa forustu um að hleypa slíku félagi af stokkunum. Er fyllsta ástæða til <að ætla, að fjöldi manna mundi vilja verja nokkru fé til kaupa á hlutabréfum í slíku félagi, ef vel og tryggilega væri staðið að stofnun þess og starfrækslu. Áreiðanlega er það skynsam- legast, eins og iðnaðarmálaráð- herra hefur lagt til, að iðnrek- endur yrðu frumkvöðlar að byggingu slíkrar verksmiðju, en félagið yrði opið fyrir almenn- ingsþátttöku. Tímabært er að vinda nú að því bráðan bug að koma þess- um hugmyndum í framkvæmd, því að álverksmiðjan rís nú upp sem óðast, og fyllsta ástæða er til að þetta nýja fyrirtæki, sem yrði alíslenzk eign, eða að minnsta kosti að langmestu leyti íslenzkt, yrði tilbúið sem fyrst eftir að álbræðslan hæfi starf- rækslu. Þar sem Island skortir bæði málma og timbur, er enn frek- ari ástæða til þess að reyna að þróa áliðnað hér á landi sem allra hraðast og hagnýta þetta góða efni til margháttaðra smíða og bygginga. Fiskirækt og svo munu auðvitað kommúnistar styrkja þessi mál og stuðla að framgangi þeirra með andstöðu sinni við þau. Framleiðsla úr áli in upp 158 lönd, og þegar að er gáð, sést að 43 af þessum lönd- um höfðu minni þjóðartekjur en við íslendingar, eða meira en fjórðungur þessara landa og landsvæða. Á meðal þeirra landa, sem höfðu minni þjóðartekjur en ís- lendingar, má nefna Mali, sem hefur þó 4,5 milljónir íbúa, Haiti, með 4,4 millj. íbúa, Guineu með 3.5 millj. íbúa, Laos 2.5 millj. íbúa og Somalia með 2.5 millj. íbúa. Kannski finnst mönnum nokkuð langsótt að bera þjóðartekjur íslendinga saman við tekjur þessara þjóða, en þeg ar um er að ræða tuttugu sinn- um f-jölmennari þjóðir en okkur íslendinga, sést hve mikil fram- leiðsla hvers einstalts manns er hér á landi. Ný framfarasókn Þegar þessar tölur Alþjóða- bankans eru skoðaðar, hljótum við að sjá, að mikið hefur ver- ið gert á atvinnusviðinu hér á íslandi og sízt ástæða til að fjargviðrast yfir því, að ekki hafi mikið verið framleitt á fs- landi — að atvinnuvegir lands- ins hafi ekki skilað álitlegum arði. Hitt er svo annað mál, að alltaf má gera betur en áður var gert, og alltaf þarf raunar að gera betur en áður. Nú hagar þannig til hér á landi, að íslenzkir atvinnuvegir eiga við mikla erfiðleika að stríða vegna aflabrestsins í fyrra og hins gífurlega verðfalls. Þetta á þó auðvitað ekki að leiða til þess, að minna verði fram- leitt en áður, þvert á móti er einmitt megin nauðsyn að örva framleiðsluna sem allra mest, til þess að komast út úr þeim erfiðleikum, sem við nú stönd- um frammi fyrir. Þetta er raunar auðleystur vandi, ef menn aðeins gera sér grein fyrir því, að ekki má krefjast meir af atvinnuvegun- um en þeir geta undir staðið. Þess vegna er frumskilyrði að menn forðist nú nýjar kaup- hækkanir, en snúi sér^ess í stað að því að örva atvínnuna svo, að allir hafi eins mikið að starfa, eins og þeir hafa vilja og þrek til. Þá mun framleiðslan líka brátt aukast, svo að atvinnu- vegirnir geti staðið undir nýjum kjarabótum. Þess vegna er það ekki fórn, heldur sjálfsögð skyn semi að takmarka nú kröfugerð til þess að geta notið ávaxtana von bráðar. Gott og gjöfult land Þær tölur Alþjóðabankans, sem áðan voru nefndar, benda vissulega til þess að þótt veður- far sé stundum stirt hér á landi, þá séu gæði landsins og sjávar- ins miklu meiri en menn stund- um vilja vera láta. Þótt hér sé stundum kalt, þá búa aðrir menn við önnur vandamál af náttúr- unnar hálfu, sem ekki eru síðri, hita, þurrka og illviðri. Þótt sjálfsagt sé að við höfum ætíð hugfast, að ekki verður hér haldið uppi blómlegu þjóðlífi, nema menn takist á við við- fangsefnin og náttúruöflin og sú glíma geti stundum verið grimm, þá megum við ekki gleyma því, að þrátt fyrir allt hefur landið verið okkur gott og gjöfult. Og svo mun enn verða, ef við aðeins kunnum fótum okkar forráð og nýtum þau tækifæri, sem bjóðast, ekki ein- ungis til að efla og styrkja þá atvinnuvegi, sem við þegar höf- um, heldur einnig til að leggja inn á ný svið atvinnurekstrar. Ný tækifæri Er fram líða stundir mun það áreiðanlega þykja kynlegt, að hér skyldi á árinu 1966 rísa upp fylkingar manna, og svo til heil- ir stjórnmálaflokkar, og berjast gegn því með öllum tiltækum ráðum, að íslendingar hæfu nýja stóriðju og stórvirkjun. Segja j má að sú geysiharða barátta, sem háð var um það, hvort ál- i bræðslu skyldi hefja hér á landi, ! heyri nú til sögunni, og þess | vegna sé ástæðulítið að rífast . enn um þetta mál. En oft má þó læra af sögunni, og í þetta skipti er hollt að ! menn láti ekki falla í gleymsku þær bardagaaðferðir, sem notað- ar voru til að reyna að hindra virkjun Búrfells og byggingu álbræðslunnar, vegna þess að full ástæða er til að ætla, að þessum sömu bardagaaðferðum verði beitt að nýju, þegar ís- lendingar næst leggja inn á nýj- ar brautir á sviði atvinnurekstr- ar og stóriðju. En þess er von- andi skammt að bíða. Yngri kynslóðin hér á landi ætlar sér ekki að láta sinn hlut eftir liggja, hún ætlar ekki að afreka minna en þeir, sem nú eru að ljúka sínum starfsaldri. Tækifærin eru enn sem fyrr margháttuð og mesta árangurs- ins er að vænta af stóriðjunni, því að þar eru það vélarnar og fjármagnið, sem framleiða mik- il auðævi, sem síðan verða und- Framtíð efna- iðnaðar Á því leikur enginn vafi, að efnaiðnaður getur átt mikla framtíð fyrir sér hér á landi. Eins og alkunnugt er ryðja ým- iskonar gerviefni sér til rúms mjög hröðum skrefum, enda er efnaiðnaðurinn orðinn þýðingar mesta iðngrein nútímans. Við efnaiðnað þarf oft og tíð- um mikla orku, ýmist raforku eða hitaorku, og enn eru tæki- færi til að virkja fallvötnin ís- lenzku til raforkuframleiðslu í þágu stóriðnaðar, þótt svo kunni að fara, að þau tækifæri verði ekki fyrir hendi eftir tiltölulega fá ár vegna kjarnorkunnar. Um hveraorkuna aftur á móti má sjálfsagt fullyrða, að hún sé svo ódýr, að seint verði við hana keppt, ef unnt verður að hag- nýta hverahita í nægilega ríkum mæli. Þau fyrirtæki á sviði efnaiðn- aðar, sem nú eru í athugun, eru sem kunnugt er sjóefnaverk- smiðja og olíuhreinsunarstöð. Bæði þessi fyrirtæki geta haft verulega þýðingu fyrir fjárhags- afkomu þjóðarinnar. En þó væri megin þýðing þeirra e.t.v. í þvi fólgin, að með þeim fengist víð- tæk og mikilvæg tæknikunnátta og framleiðsluvörur þessara fyr- irtækja yrðu síðan hráefni í við- tækari efnaiðnað, sem án efa fylgir í kjölfarið. Á móti þessum fyrirtækjum verður áreiðanlega barizt alveg eins og barizt var gegn álverk- smiðjunni. Þar munu koma fram í dagsljósið allar tegundir aftur- halds og öllum bardagaaðferð- um mun verða beitt, jafnt óheið- arlegum sem heiðarlegum. Og minkur Enn fleiri hugmyndir eru auð vitað upp um nýjan atvinnu- rekstur, og einkum er nú um tvennt rætt, annars vegar fiski- rækt og hins vegar minkarækt. Fyrir Alþingi er nú enn einu sinni frumvarp um að heimila minkaeldi. Er þannig gert ráð fyrir því, að minkurinn hafi ekki einungis frelsi til að ferð- ast um landið þvert og endi- langt, heldur verði hann líka lokaður inni í búrum og hafðar af honum nytjar. Gegn þessu máli er barizt og tínd til ýmis rök, misjafnlega haldgóð eins og gengur. Morg- unblaðið hefur áður lýst þeirri skoðun sinni, að það telji sjálf- sagt að heimila minkaeldi, úr þvt að útséð er um að minkn- um verður ekki útrýmt. Standa vonir til þess að minkarækt ætti að geta orðið arðvænlegur at- vinnuvegur hér á landi, bæði sökum veðráttunnar og eins vegna þess ódýra hráefnis, sem við höfum til að ala minkinn á. Tilraunir til fiskiræktar hafa verið allmiklar að undanförnu, bæði á vegum einstaklinga og opinberra aðila. Hafa þær til- raunir gengið misjafnlega og stundum orðið mistök, en á því leikur þó ekki lengur neinn vafi, að fiskirækt getur orðið mjög þýðingarmikill atvinnuvegur í framtiðinni. Fiskiræktin er eitt þeirra fáu framfaramála hér á landi, sem lítilli andstöðu mæta. Ætti þess vegna að mega vænta þess að bankastofnanir og opinberir að- ilar greiddu myndarlega fyrir þeim einstaklingum eða félögum, sem leggja vildu út í fiskirækt í stórum stíl og hagnýta sér þá reynslu, sem þegar er fengin á þessu sviði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.