Morgunblaðið - 18.02.1968, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. FEBRUAR 1988
Rangfærslur Jóns Steffensens
prófessors
Svar við athugasemdum Jóns,
sem kirtust í Morgunblaðinu og
Þjóðviljanum 9. febrúar s.l.
Jón Steffensen, prófessor hef-
ur sent mér opinbera kveðju
sína í tveimur dagblöðum bæj-
arins. Minna mátti nú gagn gera.
En kveðjan er mjög á aðra lund
en við hefði mátt búast af manni
sem telur sig hafa áhuga á fram-
gangi íslenzkrar mannfræði og
er þar að auki háskólakennari
í læknisfræði. Ekki hefði mér
þótt óeðlilegt, að slíkur maður
hefði fagnað tilraun minni til
að reka áframhaldandi mann-
fræðirannsóknir á íslandi, frem-
ur en að varpa steinum í götu
mína, með uppspuna og rang-
færslum. Það er eins og Jóni
finnist ég hafa gert einhver ó-
sköp á hluta hans, með því að
leyfa mér, að koma upp minni
litlu mannfræðistöð, í landinu.
Mér rennur afstaða hans mjög
til rifja, en neyðist þó til að
hrekja opinberlega ummæli hans
svo að ókunnugir haldi ekki, að
hér sé um góða og gilda vöru
að ræða.
Það hefur verið erfitt fyrir
mig að botna verulega í hinni
mótsagnakenndu og ofstækisfullu
ritsmíð Jóns, en þó mun ég
freista að rekja hér meginfyrr-
urnar.
Mér er fyrst spurn, hvaðan
kemur þessum manni vald og
þekking til að gerast dómari í
mínum málum? Enda þótt læknis
menntun hans kunni að hafa gef
ið honum undirstöðuþekkingu í
sérstökum atriðum mannfræð-
innar, hefur hann alls ekki sér-
menntun í þeirri vísindagrein í
þeim rétta skilningi, að hafa há-
skólapróf í henni, hvað þá að
hafa stundað hana sem aðalstarfs
grein. Og þessar staðreyndir er
ekki hægt að fela á bak við
prófessorstitil í læknisfræði.
Um sjálfmenntun Jóns í mann
fræði er mér lítið kunnugt, en
í bókinni „Læknar á íslandi" eft
ir Vilmund Jónsson og Lárus H.
Blöndal, má sjá, að Jón hefur
verið einn eða tvo mánuði við
Mannfræðistofnunina í Munch-
en, 1936. Síðar er hann svo um
hálfs árs skeið við Lífeðlisfræði
stofnunina í Kaupmannahöfn og
rétt á eftir fer hann á heljar-
stökki inn í prófessorsembætti í
lífeðlisfræði og líffærafræði, við
Háskóla íslands. Það tekur að
vísu fjölda ára fyrir venjulega
menn, að sérmennta sig vel í
ofannefndum vísindagreinum og
afla sér vísindalegrar reynslu í
þeim, en Jón „eyddi“ ekki löng-
um tíma í slíkt áður en hann
varð prófessor. Er nema eðli-
legt að slíkur maður furði sig á
löngum námsferli og undirbún-
ingsstarfi annarra og telji að
það megi þjóna vísindunum nægi
lega vel í hjáverkum?
Flokkur Jóns.
Jón skrifar, að „allir fram-á-
menn“ í mannfræðinni hafi sér-
menntun einnig í einhverjum
öðru fagi en mannfræði. Gaman
væri að vita hvaða menn fá að
falla í þennan úrvalsflokk hjá
JEorjjun&iaMti
RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA
AFGREIÐSLA»SKRIFSTOFA
SÍMI 10*10D
Jóni. Skyldi hann t.d. sjálfur
vera þar með? Auðvitað þýðir
ekkert fyrir mig að spyrja: má
ég vera með? — því að Jón
hefur ekki gefið mér sérlega
góðar einkunnir í mannfræði.
Hann útilokar frá úrvalsflokki
sínum alla þá, sem eingöngu eru
sérmenntaðir mannfræðingar eða
hafa stundað mannfræði sem sína
einu vísindagrein. En hvers eiga
þessir menn að gjalda? Hvers
vegna setur Jón þá skör lægra
en þá, sem ekki hafa helgað sig
algerlega mannfræði?
Hér virðist örla á nýrri kenn-
ingu, sem sé þeirri, að það sé
vænlegra til vísindalegs árang-
urs í mannfræði að hafa hana
sem hjáverk eins og Jón Steff-
ensen sjálfur, en að gefa sig að
henni óskiptur.
Það er eins og hann sé ekki
búinn að átta sig á því enn að
mannfræði er sérstök háskóla-
grein og árlega útskrifa háskól-
ar um allan heim menn í henni
og fjöldi þannig menntaðra
manna stundar eingöngu mann-
fræðistörf við eða á vegum sér-
stakra mannfræðistofnana og
margir þeirra eru háskólakenn
arar í mannfræði, eingöngu. Hitt
er svo annað mál þótt ýmsir
aðrir en þeir sem hafa háskóla-
próf í mannfræði hafi fengizt
við ýmis afmörkuð vandamál
mannfræðinnar. Þeir eru vel-
komnir í raðir sérmenntaðra
mannfræðinga, á fundi þeirra
o.s.frv., ef þeir geta lagt eitt-
hvað verulegt af mörkum til
einhverrar greinar mannfræði-
vísinda, en það getur verið álita-
mál hvort nefna eigi þá alla
mannfræðinga.
Jón sem þykist þekkja eitt-
hvað til minnar menntunar held
ur að ég sé dr. phil. En hvaðan
kemur honum sú vizka? Ég er
doktor í mannfræði frá náttúru-
vísindadeild en ekki heimspeki-
deild.
Einkunnagjafir Jóns.
Jón fullyrðir að það séu til
íslenzkir mannfræðingar „með
mun staðbetri menntun en J.P.“
(þ.e. ég). Og einnig segir hann
orðrétt: „En það verður ekki
sagt að „eini sérmenntaði mann-
fræðingur íslands" beri of gott
skyn á starfsemi annarra mann-
fræðinga“. Jón ber þó ekki við
að færa rök fyrir þessu einka-
áliti sínu fremur en öðru í grein
sinni. Hvernig getur reyndur há-
skólakennari látið svona sleggju
dóma frá sér fara um það sem
hann hefur ekki haft tækifæri
til að kynnast? Ekki minnist ég
þess að hafa gengið undir próf
í mannfræði né öðru hjá Jóni
Steffensen, en kannske hafaþess
ir íslenzku mannfræðingar, sem
hann talar um, gert það? Mætti
maður fá, að kynnast þó ekki
væri nema einum úr þessum hóp1
Jóns? Ég hef verið lengi einn á
ferð og það myndi vissulega
gleðja mig, að geta talað við vel
menntaðan íslenzkan kollega.
Jóni virðist falla það afar
þungt, að mér skuli hafa verið
boðið á væntanlegt alþjóðaþing
mannfræðinga í Japan og, að ég
skuli ætla að leyfa mér að flytja
erindi þar um uppruna íslend-
inga. Heldur hann því fram,
eins og hann segir„sannleikans
vegna“, að öllum mannfræðing-
um sé boðið á þessa ráðstefnu
sem og aðrar slíkar. Ekki er þetta
þó rétt. Ég veit t.d. um ýmsa
mannfræðinga, sem hvorki var
boðið á alþjóðaþingið í Moskvu
né á ofannefnt þing.
Jón fullyrðir að undirbúnings
nefnd hafi boðið ríkjum að senda
fulltrúa á ráðstefnuna í Japan
en stjórnarvöld hvers ríkis á-
kveði hver fara skuli. Þá skyldi
maður ætla að íslenzka ríkið
hefði fengið slíkt boð. En sam-
kvæmt upplýsingum frá Mennta
málaráðuneyti og Utanríkismála
ráðuneyti íslands er þeim ekki
kunnugt um neitt slíkt boð
hvorki nú, né aður, í sambandi
við Moskvuþing, mannfræðinga
Særður Jón.
Jón segir að ég hafi „látið
klepra lítilmennskunnar" falla á
þau störf, er hann hafi unnið í
þágu íslenzkrar mannfræði. Fyr
ir þessu er þó enginn fótur. Þvert
á móti hefur það hent mig að
hrósa Jóni fyrir störf hans, t.d.
í samtali við Morgunblaðið 11.
des 1955. Talaði ég þá um hann
sem traustan vísindamann, sem
væri löngu kunnur fyrir rann-
sóknir sínar á beinaleifum for-
feðranna. Ég met enn störf hans
en viðurkenni jafnfram, að álit
mitt á honum og vísindamennsku
hans hefur breytzt til muna, á
síðustu árum enda hefur þekk-
ing mín í mannfræði líka auk-
izt töluvert þessi ár og niður-
stöður mínar varðandi uppruna
íslendinga samrýmast ekki aðal-
skoðun Jóns í þessu efni. Hann
verður að sætta sig við það þótt
ekki geti allir fellt sig fylli-
lega við skoðanir hans og hann
má ekki taka það sem persónu-
lega óvild.
Jón heldur því fram, að eftir-
farandi ummælum mínum hafi
verið beint að honum: „Bein ein
myndu fræða of lítið þótt að-
gangur að sumum þeirra feng-
ist e.t,v. fyrir seinni tíma vís-
indamenn". Þetta kallar Jón
„dylgjur" í sinn garð og heldur
að tilgangur minn með þessum
orðum hafi verið að „særa“
hann!! Og hann segir ennfremur
að mér hafi tekizt þetta full-
komlega. Bölvað illmenni hlýt
ég að vera í augum Jóns. Hann
virðist hafa gleymt því gersam-
lega, að ég var að tala um
knýjandi nauðsyn rannsókna á
lifandi fólki rétt áður, og hin
særandi setning átti aðeins að
undirstrika það, sem reyndar er
augljóst að bein manns geta að-
eins gefið takmarkaðar upplýs-
ingar um það hvernig hann var
í lifanda lífi. Það þarf meir en
lítið hugmyndaflug til að ímynda
sér að með þessum orðum hafi
ég verið að reyna að „særa“
Jón Steffensen. Það er yfirleitt
grátleg mistúlkun hjá Jóni að
ég hafi viljað erta hann með sam
tali mínu. Ég nefndi hann heldur
aldrei á nafn í þetta sinn og
hann kom aldrei í huga minn
þótt 'honum finnist það kannske
óhugsandi, að ég skuli geta tal-
að um mannfræði án þess að
hafa hann sérstaklega í huga.
En hvernig átti ég að vara mig
á því að Jón læsi allt annað út
úr orðum mínum en ég hugsaði
og sagði? Það verður að gera
kröfu til skýrrar hugsunar hjá
manni, sem er kennari við æðstu
menntastofnun landsins. Hann
má ekki láta einihverja óskiljan-
lega persónulega óvild eða öf-
und rugla sig svo í ríminu, að
hann sé ekki lengur fær um að
skilja mælt mál heldur sjái í
því ímyndaðar árásir.
Vatd Jóns.
Jón rangminnir, að ég hafi far
ir fram á að „fá léð ennþá óbirt
rannsókanrblöð" um beinamæl-
ingar hans. Hef ég aldrei haft
neinn áhuga á að ásælast þau,
en hinsvegar fékk Jón hjá mér
nokkrar upplýsingar úr hand-
ritum mínum, fyrir mörgum ár-
um og notaði þær í ritgerðum
sínum.
(Sjá t.d. Árbók hins ísl. forn-
leifafélags, fylgirit 1958, o.fl.)
Jón gerir mikið úr því hve
erfitt verk það sé, að hreinsa og
líma saman beinabrot í hjáverk-
um. Aldrei hef ég efast um að
hann hafi gert þetta eins sam-
vizkusamlega og honum var unnt.
Meistari Kjarval gefur þessa mynd til uppboðsins. Hún ber nafnið
„Hvar skal skabet staa?“
Málverkauppboð Zonta-
klúbbs R-víkur á Sögu
ZONTAKLÚBBUR Reykjavíkur
efnir til málverkauppboðs á Hót
el Sögu á sunnudagskvöld, þar
sem skemmtun verður haldin til
styrktar starfsemi klúbbsins fyr
ir heyrnardauf börn.
Þessir listamenn hafa gefið
listaverk til þessa uppboðs:
Ásmundur Sveinsson, Benedikt
Gunnarsson, Eiríkur Smith, Eyj-
ólfur J. Eyfells, Eyborg Guð-
mundsdóttir, Finnur Jónsson,
Helga Weisshappel, Greta Björns
son, Guðmunda Andrésdóttir,
Halldór Pétursson, Hörður Ág-
ústsson, Jóhann Briem, Jóhannes
Jóhannesson, Jóhannes S. Kjarv-
al, Jón Benediktsson, Kjartan
Guðjónsson, Kristín H. Eyfells,
Kristján Davíðsson, Pétur Friðr-
ik Sigurðsson, Sigríður Björns-
dóttir, Sigurður Sigurðsson, Sig
rún Guðjónsdóttir, Skarphéðinn
Haraldsson, Sólveig Eggerz Pét-
ursdóttir, Steinunn Marteinsdótt
ir, Sverrir Haraldsson, Valtýr
Pétursson og Örlygur Sigurðsson.
Ýmsir aðrir listamenn, sem hér
verða ekki nefndir, hafa styrkt
En Jón þarf ekki að lýsa vinnu
við beinasöfn fyrir mér. Ég hef
bæði margra ára nám og starf
í því efni að baki mér, enda
þótt ég hafi aldrei fengið að
koma nálægt íslenzkum beinum
í mínu eigin landi, fyrir ofríki
Jóns Steffensen. Hann játar líka
að hafa meinað mér aðgang að
íslenzka beinasafninu, sem til-
heyrir Þjóðminjasafni íslands.
Óttast hann kannske, að ég
kunni að komast að öðrum nið-
urstöðum en hann? Viðurkennir
hann ekki gang frjálsra vísinda
rannsókna? En hvað sem því líð
ur má hann ekki líta á íslenka
beinasafnið sem sína einkaeign.
Hann hefur engann rétt til að
neita íslenzkum mannfræðingi
um að athuga safnið, en ieyfa
hins vegar erlendum mönnum
rannsóknir á því, eins og hann
viðurkennir að hafa gert.
Að lokum sakar Steffensen
mig um að hafa ekki skilað
„frumgögnum" Guðmundar heit
ins Hannessonar, prófessors, er
ég var að vinna úr, og gefur í
skyn að hann muni ætla að beita
„harðneskjulegum innheimtuað-
gerðum".
Þessum gögnum skilaði ég,
klúbbinn með höfðinglegum fjár
framlögum.
Hannes Kjartansson
Tolor hjó Anglia
og Ísl.-ameríska
lélaginu
HANNES Kjartansson, sendi-
herra íslands hjá Sameinuðu
þjóðunum í New York, er kom-
inn til íslands í heimsókn.
Á meðan Hannes dvelst hér
mun hann flytja ræðu næstkom-
andi fimmtudagskvöld á sam-
eiginlegu skemmtikvöldi Anglia
og Íslenzk-Amerís'ka félagsins.
Verður það fyrsta Skemmtun-
in, sem félögin halda sameigin-
lega.
strax og ég var búinn að vinna
úr þeim, í fyrravor, til Háskóla
bókasafnsins hér en þangað gaf
Guðmundur prófessor, þau. Geta
frú Anna Guðmundsdóttir og dr.
Björn Sigfússon, háskólabóka-
vörður vottað þetta.
Með leyfi háskólabókavarðar
eiga allir þeir vísindamenn, sem
þess þarfnast og óska, að geta
fengið frjálsan aðgang að um-
ræddum gögnum. Jón Steffen-
sen á ekki meiri rétt á þeim
en aðrir.
Reykjavík, 13. febrúar 1968.
Jens Pálsson.