Morgunblaðið - 18.02.1968, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.02.1968, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1968 13 eigi að byrja á einhverju litlu, eins og t.d. vatnslitamyndum, þegar maður hefur um tíma ver- ið frá vinnu vegna snúninga við sýningar eða annað. Ég hugsa að það sé rétt. En stundum er maður bara svo bráðlátur. — Þetta er líklega ekki bezti tíminn fyrir listmálara að taka stóra vinnuskorpu vegna þess hve birtan er léleg í skamm- deginu. Eða vinnurðu jafnt fyrir því? — Ég hefi nú yfirleitt átt bágt í skammdeginu, sef ekki vel. Ef til vill stafar það af því að ég get illa unnið—eða öfugt. Þetta hefur því stundum verið dálítið erfitt. En nú er ég búinn að fá þennan góða ljósaútbúnað, segir Svavar og bendir á tvo gríðar- stóra ljóskastara, sem komið hef- ur verið upp í vinnustofu hans. — Þetta er eitthvað alveg nýtt. Sigurður Halldórsson, verkfræð ingur, á að sjá um Ijósaútbún- aðinn í nýja listamannaskálann á Klambratúninu. Þar á að nota þessa sömu lýsingaraðferð, og hann og arkitektinn, Hannes Davíðsson, hafa láti’ð okkur Sigurð Sigurðsson fá þessi ljós til reynslu. Við eigum svo að segja um hvernig þau reynast. Ég verð að segja, að ég er ákaflega glaður yfir að þeir gátu látið mig hafa þessi ljós. Það eru ekki venjuleg ljós. Hvor lampi er að styrkleika 500 watt. Notað er einhvers konar joð, sem fer af stað þegar kveikt er og það á að skila litum al- veg réttum, sem venjuleg ljós gera ekki. Þessar perur dofna heldur ekki, eins og aðrar per- ur. Þær halda fullum styrkleika þangað til þær detta niður al- veg dauðar. Þetta mun vera al- veg ný framleiðsla frá Ameríku. Með því að hafa svona ljós verð- ur skammdegið ekki eins ónýtt fyrir listmálara. Það er munur að geta gert sér eitthvað til dundurs í vinnustofunni, ef mað- ur getur ekki sofið. Það drýgir vinnustundirnar. — Vinnurðu kannski mikið á næturnar? — Stundum geri ég það. Það er þó misjafnt. Eftir nokkurn tíma verð ég leiður á því. Manni hættir til að sofa á morgnana og missir dagsbirtuna. Aðalat- riðið er þó að sofa á einhverjum tíma og nota stundina til að vinna áður en búið er að jaska sér út á einhverju öðru. — Ertu að hugsa um að fara að mála myndir fyrir næstu sýn- ingu? — Nei, ég hefi ekki nein á- form um að sýna. Það verður því ekki alveg á næstunni. Enda er orðinn mikill skortur á sýn- ingarsal hér, svo það er varla hægt. Ég lít í kringum mig í vinnu- stofunni. Þar er öllu mjög hagan lega fyrir komið. Stórir skápar ná upp í loft og draga má hurð- ir þeirra fram á gólf með því sem þar er geymt, tonnum af málverkum í röðum, svo auðvelt er að finna hverja mynd. Meira að segja vinnuborðinu með öll- um áhöldum í skúffum má rúlla á hjólum inn í skápinn eða fram á gólfið, þegar þarf að nota það. A borðinu frammi liggja nokk ur nýkomin listaverkatímarit og bækur. Þar er stór sýningarskrá frá Louisiana safninu, þegar Svavar hefur verið með á sýn- ingu þar og tímarit safnsins með grein eftir Svavar. Þetta hefur hann tekið með sér heim frá Danmörku. Þá er þarna bók, sem Berlingske forlag var að gefa út og gagnrýnandinn Gunn- ar Jespersen hjá Berlingi tekið saman. Hún f jallar um listahóp- ana abströktu Linien, Helhest- en, Höstudstillingen og Copra, sem listamenn hafa myndað á ýmsum tímum, mikið sömu Jistamennirnir. Svavar Guðna- son í þeirra flokki og grein um hann og myndir af verkum hans í bókinni. Enda er Svavar, sem kunnugt er, tal- inn einn af brautryðjendum í v 'ímalist í Danmörku og mjög i ávegum hafður þar í landi. Ekki er vert að tefja lista- manninn lengur. Svavar virðist "ora að komast í vinnuham um i'ossar mundir. Sýningar og yið- Asmundur er kominn út með Upprisuna sína. inni af Vatnsberanum. Myndin Öldugjálfur hafði verið söguð í sundur, og kassarnir legið úti eftir að þeir komu hingað, með þeim afleiðingum að gifsið fraus. Nú er Ásmundur að reyna að setja frummyndina .saman aftur, ef hægt er. — Þetta eru frum- myndirnar, og ekki mundi maður henda handritum eftir skáldin, þegar búið er að prenta eftir þeim, segir Ásmundur. En hvað er þarna? — Þetta á að verða sáluhlið, útskýrir Ásmundur. Hér kom prestur. Hann vildi að ég teiknaði sálu- hliðið á Seyðisfirði. Hliðið er til og krossinn á því, en ég út- færði þetta, bætti t.d. á þessum fugli, tákni heilags anda, og þess um hring. En svo hefur prest- urinn ekkert korhið aftur, svo ég veit ekki hvað úr þessu verð- ur. Skömmu áður en við komum í heimsókn, hafði komið hópur af Suður—Ameríkumönnum og fengið að skoða myndir Ás- mundar, en algengt er að komi þar tveir og þrír ferðamanna- hópar á dag. Ásmundur var ný- kominn inn, þegar okkur bar að garði. Hann hefur leyft flug- félögunum og ferðaskrifstofun um að koma með fólk, sem vill skoða verk hans. Er það vel gert og öllum til ánægju. En Ásmundur verður 75 ára gamall í vor og því ástæða til að fara að spara starfskrafta hans og Iétta einhverju af auka snúning- unum af honum. Meðan við sitjum yfir. kaffinu Listin á að lifa með fólkinu Vlðfal við Ásmund Sveinsson töl i blöðum verða þá að víkja. Alltaf er jafn gaman að koma til hans Ásmundar. Þar er aldrei komið að tómum kofunum. Hann er svo léttur og fullur af hug- myndum, sem hann er að velta fyrir sér. Hann lætur ekki þar við sitja, en er líka önnum kaf- inn við að túlka þessar hug- myndir og umbreyta þeim í skúlp túr. Meðan hríðin hamast úti, svo varla sést fram fyrir bíl- ana, stendur Ásmundur í vinnu- stofu sinni og vinnur að furðu- verki úr járni. — „Fljúga hvítu fiðrildin“ kalla ég það, segir hann um leið og hann lítur upp og hallar svo- lítið undir flatt, kankvís á svip. Eftir að hafa heyrt nafnið var ekki erfitt að koma auga á, í miðri myndinni, fiðrildið, sem blakar vængjunum þegar vind- urinn kemur undir þá, en blöðk- ur í ytri hring munu snúa lista- verkinu í hring, þegar það er komið út í garðinn hans Ásmund ar hjá öllum hinum hreyfimynd- | myndinni sem var steypt handa unum. — Ég hefi gaman af trölls- j Menntaskólanum og í sumar var sýnd á Heimssýningunni i Mon- unnar. Önnur Upprisan. Ásmund ur hafði lengi átt liggjandi úti undir vegg gamalt baðker, sem hann vildi ekki fleygja, þegar skipta þurfti um ker inni í hús- inu. Ætlaði að nota það í Upp- risuna. — Svo hafði ég það af í sumar, segir hann, og lætur fylgja þessa frásögn: — Skömmu seinna kom hér ítali. Hann sá myndina, sem ég gerði um Röntgen. Og hann spurði mig hvort ég vildi ekki gera mynd um hann Galilei þeirra ítalanna. Þá rann allt í einu upp fyrir mér, að þarna var hún reyndar komin myndin um Galilei — Upprisan gat al- veg eins verið um hann. „Og samt snýst hún“, sagði Galilei um jörðina. f vinnustofu Ásmundar liggja gifsbrot og rafmagnsofn hjá. Hann hefur sýnilega verið að reyna að þurrka myndina með rafmagnshita. Þarna er komin frummyndin af Öldugjálfri, hjá Ingiríði konu hans, og spjöll- um um myndir Ásmundar, segir hann: — Ég er nú farinn að velta því fyrir mér, hvað verði um allt þetta. Það eru meira og minna frummyndir úr efni, sem ekki er varanlegt. Og ég vil ekki að þær verði ónýtar. Reykjavíkurborg hefur lagt mér mikið lið og þeir sem þar ráða verið mér góðir. Þeir hafa keypt margar myndir, og þá venjulega látið steypa tvö ein- tök af þeim, notað annað til gjáfa og haldið hinu. Og ég er mjög ánægður með það þegar myndirnar fá samastað úti, inn- an um fólkið. Ég er á móti því að verið sé að taka listamenn- ina sjálfa og láta með þá eins og eihnverja dýrlinga. En ég vil að verkin þeirra fái að lifa. Þessvegna á ég þá ósk heit- asta að verkin min fái að fara út — að skólum eða verksmiðj- um. Listin á að lifa með fólk- inu og þar sem það er. Það er búið að stækka og setja upp myndirnar Fönix á Suðurgöt- unni, Gegnum hljóðmúrinn við Loftleiðahótelið, Rafmagn austur við Sog og nú síðast Lífsorku við Bifröst. Þarna standa mynd- irnar á víðavangi og fara vel. Oft kemur hér fólk frá skól- um og félagsheimilum og vill fá styttu til að setja upp hjá sér. Það velur þá gjarnan mynd. En það er bara svo dýrt að stækka myndina, að þeir ráða ekki við það þegar til kemur. Þarna þyrfti að koma til einhver aðstoð. Það væri gaman að koma þessum myndum upp við skólana og fél- agsheimilin, enda er það að verða stefnan í dag, t.d. á Norð- urlöndum, að hafa höggmyndir úti, þar sem þær hafa nægt svig- rúm og þar sem fólkið umgengst þær í sínu daglega lífi. Eftir kaffið göngum við út £ skemmuna hans Ásmundar, sem er heilt listasafn. Þar er orðið þröng á þingi. Og nokkrar nýj- ar myndir hafa bætzt við síðan ég var þar síðast. Þarna er t.d. Eldmessan. — Hann Kristján Eldjárn kom einu sinni og tal- aði um að þeir vildu minnast Jóns Steingrímssonar. Þá hafði ég ekki sérlega mikinn áhuga. En svo fór þetta viðfangsefni að sækja á mig. Ég fór að hugsa: Á nokkur þjóð til því- líkt undur? Þarna er presturinn að messa meðan hraunið kemur. Og enginn hreyfir sig eða fer út úr kirkjunni. Og svo gerði ég Eldmessuna, segir Ásmundur. Hún er auðvitað afstrakt bætir hann við með prakkarasvip. Hvað annað? Sjáðu, þarna er eldurinn. Og krossinn. Ég skal segja þér, ég kveikti á kerti hjá myndinni á afmæli Jóns. Og ég held áfram að koma auga á það sem nýtt er hérna. Ein myndin heitir „Fljúgandi diskar", önnur „Vængjatak fugla“ eftir ljóði Stephans G. Stephanssonar. Þarna er „Lífið í undirdjúpunum“. Og Tristan og ísold, trén faðmast yfir kirkj- unni. Og Árstíðirnar standa á hillu komnar steyptar í kopar ... það er margt að^ sjá í þessum undraheimi hans Ásmundar, sem alltaf hefur upp á eitthvað nýtt að bjóða. — Mér þætti gott að þessi garður fengi að vera, eru kveðju orð Ásmundar. Hann er auð heyrilega farinn að velta fyrir sér hvað verður um hans mikla æfistarf. E. Pá. legum hugmyndum. En það er líka svolítill krakki í mér seg- ir Ásmundur. Mér finnst gaman að leika mér. í sumar stækkaði Ásmundur i og setti út nokkrar af myndum | sínum, allt hreyfanlegar myndir. j Ein þeirra heitir Kraftur kon- treal, þar sem hún var skoðuð af milljónum manna, við miklar vinsældir. A.m.k. virtust allir vilja láta taka af sér myndir við hana. Gifsmyndin, sem steypt var eftir, er nú komin heim frá Oslo, ásamt gifsmynd- Nauðungaruppboð Eftir kröfu Hafþórs Guðmundssonar dr. juris verður íbúð á 3. hæð húseignarinnar Álfaskeið 94—96, Hafnar firði, talin eign Ólafs Ketilssonar, seld á nauðungar- uppboði, sem háð veröur á eigninni sjálfri miðviku- daginn 21. febrúar 1968, kl. 2.30 e.h. Uppboð þetta var auglýst í 63., 65. og 67. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1967. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Frá Gluggaþjónustunni Tvöfalda einangrunarglerið ennþá á gamla verðinu. Litað og hamrað gler, margar gerðir. Glerísetningar og margt fleira GLUGGAÞJÓNUSTAN, Hátúni 27, sími 12880. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Jóhanns Ragnarssonar, hdl. verður 4 her- bergja íbúð á 1. hæð húseignarinnar Álfaskeið 76, Hafnarfirði, þinglesin eign Ragnars S. Magnússonar, seld á nauðungaruppboði, sem háð verður á eigninni sjálfri miðvikudaginn 21. febrúar 1968, kl. 2.00 e.h. Uppboð þetta var auglýst í 63., 65. og 67. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1967. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík fer fram nauð- ungaruppboð á ýmsum ótollafgreiddum vörum að Ár- múla 26, miðvikudaginn 21. febrúar n.k. kl. 10 ár- degis. Skrá um vörurnar er til sýnis í tollstjóraskrif- stofunni og vörurnar ver’ða til sýnis á uppboðsstað eftir hádegi daginn fyrir uppboðsdag, eftir því sem við verður komið. Eftir kröfu ýmissa lögmanna verða einnig seldir munir, sem teknir hafa verið fjárnámi, svo sem sjón- varpstæki, útvarpstæki, ísskápar, reiknivélar, ritvélar, eldavélar, rafsuðuvír (P.41), borðstofuhúsgögn, hræri- vél, dagstofuhúsgögn, þvottavél, rafmagnshárþurrka, piano, Encyclopedia Britannica o.fl. Grei'ðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógctaembættið í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.