Morgunblaðið - 18.02.1968, Side 19

Morgunblaðið - 18.02.1968, Side 19
MOKGXJTSTBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1968 19 „Ég hef mikið að þakka*' — segir Þorkell Sigurðsson, vélstjóri, sem er sjötugur í dag í Viðey. Páll heitinn í Kaup- Þorkell Sigurðsson á heimili sínu Drápuhlíð 44. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm). ÞORKELL Sigurðsson, sem um mörg ár var vél- stjóri á togurum og er nú hjá Hitaveitu Reykjavík- ur, er 70 ára í dag. Hann hefur alla tíð verið mikill stuðningsmaður Sjálfstæð- isflokksins og aðhyllst stefnu hans. Hefur hann tekið þátt í félagslífi inn- an flokksins og verið ósér- hlífinn í hvívetna. I tilefni afmælis Þorkels hitti Mbl hann og spjallaði lítillega við hann um fortíðina, Iíf- ið á sjónum, þau 39 ár, sem hann var þar. Er við hringdum dyra- bjöllunni hjá Þorkeli, kom kona hans, Anna Þorbjörg Siguirðardóttir, til dyra. Hún vísaði okkur til vistlegrar stofu, þar sem Þorkeli sat við skrifborð sitt. Hann stóð upp glaður og reifur og innan táð- ar vorum við farnir að spjalla um heima og geima, lífið á togurunum í gamla daga. Þorkell sagði otekur, að hann hefði fæðzt á Flóagafli ,í Sandvíkurhreppi fyrir rétt uim 70 árum. Þegar hann var á fyrsta ári fluttist hann með foreldrum s'ínum, Sigurði Þorsteinssyni, og Ingibjörgu Þorkelsdóttur, að Tryggva- skála við Ölfusárhrú, sem þá var í byggingu. Á bökkum Ölfusár bjó hann s>íðan bar til hann varð 7 ára, lengst af í fóstri 'hjá Sigurði Guðbrands- syni, sem bjó á bænum Helli, því að floreldirar hans fluttust til Eyrarbakka. — Jú, það v'oru prýðishjón, Jónína Ólafsdóttir og Sigurð- ur fóistri minn. Ári eftir að ég kom til þeirra, fluttust þau að Árbæ í Ölfusi og þar var ég þar til ég varð 17 ára, er ég fluttist til Reykjavíkur. Oft og tíðum liggur við, að ég sé búinn að gleyma því, að ég sé Árnesingur — ég er orðinn svo mikill Reykvíking- ur í mér. En ég eir kominn af góðu fólki í Árnessýslu, bæði Bergsætt og Fjallsætt. — Eftir að ég kom til Reykjavíkur vann ég fyrsta sumarið við land'búnaðarstörf angi og Eggert frá Viðey höfðu þá eyna á leigu og ráku þar stórlbú með um 30 kúm. Þetta var árið 1914 og leið mér ágætlega þetta surnar, enda vanur bústörfum úr Ölf- usinu. Þeir félagar voru þá með mikla nýrækt vestan til á eynni — vestan við Eyðið og var mikið plægt. Einnig var stóir nýræktarspilda austan til á eynni ,en dvöl mín í Við ey var nú ekki svo löng, að ég kynnti mér til hlítar búrekst- urinn, því að skömmu síðar, hélt ég norður tE Sigi'ufjarð- ar og fór á isíld. Á Siglufirði vann ég við Evangen-verksmiðjuna svo- kölluðu. Um þetta leyti var gríðarimikill landburður af sfld, 'þótt ekki væri unnt að veiða síldina þá nema hún væði. Þá voru engar vélar, heldiur unnið með höndunum við síldarsinurpunæturnar. Fyrri hluta vetrar vann ég hjá Fétri 'heitnum Bjarnasyni við dósasmíði í niðursuðu- verks'miðjunni á Norðurstíg og um vorið sá ég í dagfolaði er greint var frá prófum í Vélstjóraskólanum og ákvað þá að verða vélstjóri. _— Ég sagði við föður minn: „Ég ætla að verða vélstjóri“, og hann svaraði samstundis: „Mér líkar það ágætlega, drengur minn“, og upp frá því 'var stefna að því miarki. Vélstjórapróf tók ég árið 192il. — Þegar ég nú var kom- inn með vélstórapró,f, fór ég að fá ákaflegá mikinn áhuga á íþróttum. Ég tók þátt í kapp- lei'kjum og hljóp m.a. í Ála- foss'hlaupinu við k'onungs- komuna 1921. Við vorum 6, sem tó'kum þátt í 'hlaupinu og var vegalengdin, sem 'hlaupin var 18,5 km, ofan frá Álafossi og síðan hálf-ur annar hringur á íþróttavellinum. — Árið 1915 byrja ég á tog- urum. Ég er fyrst sem mat- sveinn og síðar kyndari, en 'þá var ég orðinn ák'veðinn í að verða vélstjóri. S'íðasti togar- inn, sem ég var á var Þor- steinn Ingólfsison, en frá hon- um gekk ég í land fyrir fuilt og allt árið 1953. Það var að vísu erlfi'tt fyrst í stað að fara í land, en ég sé ekki eftir því. Það eina, sem ég sé nú eftir, var að ég skyldi ekki fara í land fyrr og taka meir þátt í félagslífi. Ég eyddi öllum blómatíma lífs míns á sjónum og hefði nú gjarnan viljað hætta fyrr. — Ég var ekki á togara í Halaveðrinu isvo'kallaða. Ég var þá um borð í Gullfossi á leið til England’s. Við vorum staddir í Pentlandsfirðinum, þegar óveðrið geisaði. Ég þóttist nú kunna að stiga öld- una, þótt ég væri að vísu um borð í farþegas’kipi, en í einni veltunni tók skipið svo mik- inn hnykk, að ég tókst á loft og lenti með ‘höfuðið á borð- stokknum. Það varð mér til lífs, því ellegar hefði ég farið út'byrðis og þá Ihefði ekki verið að sökum að spyrja. Er- indi mitt til Englandis þá var að sækja nýjan togara, Víði, en ég átti að verða 1. vélstjóri á honum. — Nú, ef þú villt endilega vita um einhverja lífshættu, sem ég hef lent í — segir Þorkell og brosir — þá var ég vélstjóri á Gömlu Ásu, er Duuis átti, er hún strandaði við Snæfellsnes. Steipið sat fast á skeri og það eina, sem bjargaði o'kkur, var hve vel stóð á sjávarföllum. Er skipið strandaði var að fjara út, en he.fði flóð verið í aðsigi, hefð- um við drukknað aliir. Erfið- lega gekk að ná björgunar- bátunum úr davíðunum, en það tótest eftir sv'o sem tvo klukkutíma. Síðan vorum við að velkjast í báunum í 5 til 6 t’íma, er norskt fisktökuskip fann okkur og fl'utti inn til Hafnarfjarðar. í þessu tilfelli hefði getað brugðið til beggja vona, en við vorum heppnir. — Nei, ég var aldrei hrædd ur, enda eiga menn ekki að fara til sjóðs, séu þeir gjarnir á að hræðast. Ég hef -nú verið vélstjóri á 10 togurum um æv- ina og telji ég með þá, sem ég var á sem kokkur og kynd ari eru þeir 12 að tölu. Tólf var að fornu talin ginnheilög tala, svo að fleiri hefðu þeir vart mátt vera. — Jú, mikil ósköp, bylting- in með komu nýsköpunartog- aranna var miki'l. Þetta voru sjóborgir miðað við þá gömlu með 1200 til 1300 'hestafla vél- ar. Rekstur þeirra var mikl- um mun hagkvæmari og fleiri mögulei'kar í 'hví'vetna. Hinir gömlu höfðu aðeins 400 til 600 hestafla vélar, svo að hver maður getur séð, 'hversu mikil framför þetta var. — Jú, ég er miteill stuðn- ingsmaður Sjálfstæðisfl'okks- ins, segir Þorkell, er við för- um út í aðra sálma. Ég hef alltaf reynt að 'beita mínum áhrifum til þess að efla 'þann flokk og fylgi 'hans. Þó er ég ekki ánægður með launamála stefnu 'hans þessi síðustu ár gagnvart opinberum starfs- mönnum. Þetta voru jú beztu stuðningsmenn okkar, sterkur félagsskapur og þei'r eiga allt gott ski'lið. — Ég tel það mín gæfu, að ég skuli aldrei 'hafa glæpzt á að styðja aðra flok'ka. Pabbi studdi Jakoib gamla Möller og það gerði ég líka og strax við sameiningu flokkana gerðist ég stuðningsmaður Sjálfstæð- ismanna. Eins og áður er getið, er Þorkell kvæntur Önnu Þor- björgu Sigurðardóttur. Þau hafa eignazt 4 börn, 3 dætur og einn son. Dæturnar eru Ingibjörg, gift Guðna Þor- geirssyni, kaupmanni í Kópa- vogi, Salome, gift Jóel Jóels- syni, garðyrkjumanni í Reykjahlið í Mosfellssveit og Kristín gift Herði Daníels- syni símvirkja. Sonurinn, Sigurður, viðskiptafræðingur hjá Fræðsluimálaskrifstofunni, er þriðji í röðinni. — Við hjónin höfum átt miklu barnaláni að fagna — segir Þorkell, er hann fer að tala um börn sín. — Við höf- um því mikið að þa’kka og ég þó sérstaklega konu minni, sem hafði allan veg og vanda af uppeldinu, því að ég var alla jafna á sjónum. Hún hef- ur verið mér ómetanlegur lífsförunautur, enda tel ég, þótt ég segi sjálfur frá, að börnin beri þess merki, því að þau eru öll bæði reglusöm og dugleg. Það er því mikið sem maður hefur að þateka. — Hins vegar vonas't ég til — segir Þorkell að lokum, — að mér endist lif og 'heilsa til að sjá þjóðina komast út úr þeirn þrengingum, sem hún á nú í í efnáhagsmálum. Til þess að leiða hana úr þeim þrengingum treysti ég bezt þeirri forustu, sem nú er við stjórnvölinn. Skákþing Reykjavíkur: tírsl.keppnin hef st í dag Undankeppninni í meistara- flokki á Skákþingi Reykjavíkur er nú lokið. Fjórir keppendur í hvorum riðli, A og B tefla til úrslita um titilinn Skákmeistari Reykjavíkur 1968 Þessir komust í úrslitakeppnina, úr A-riðii: Guðmundur Sigurjónsson, Gunn ar Gunnarsson, Benóný Bene- diktsson og Björgvin Víglunds- son og úr B-riðli: Björn Þor- steinsson, Bragi Kristjánsson, Jón Kristinsson og Leifur Jósteins son. Úrslitakeppnin hefst í dag og leiða þá saman hesta sína þeir Bragi og Björgvin, Leifur og Björn, Gunnar og Benóný og Jón og Guðmundur. Þeir fyrr- nefndu hafa hvítt. Endanleg röð keppenda í meist araflokki varð annars þessi: A- riðill. Þar sigraði Guðmundur Sig urjónsson með yfirburðum vann alla keppinauta nema jafntefli við Björgvin og hlaut 9,5 vinn- ing. Annar var Gunnar Gunnars son með 8,5. f þriðja og fjórða sæti komu svo skákmeistarinn frá í fyrra Benóný Benedikts- son og Björgvin Víglundsson með 6 vinninga hvor. Jón Páls- son var fimmti með 5 vinninga. Sjötti var Andrés Fjeldsted með 4.5 vinn. Sigurður Herlufsen var í_ sjöunda sæti með 4 vinninga. Áttundi Jón Þorvaldsson með 3.5 (hann á þó eina biðskák gegn Braga Halldórssyni) Níundi var Stígur Herlufsen með 3,5 vinn. Hermann Ragnarsson tíundi með 2 vinninga og Bragi Halldórsson ellefti með 1,5 og biðskák. í B-riðli var Björn Þorsteins- son efstur með 8 vinninga. í öðru og þriðja sæti voru Bragi Krist- jánsson og Jón Kristinsson með 7 vinninga hvor. Leifur Jóstein son var fjórði með 6,5 vinning. Bjarni Magnússon var fimmti með 6 vinninga. Jafnir í sjötta til níunda sæti voru Frank Her- lufsen, Gylfi Magnússon, Jóhann Þórir Jónsson og Júlíus Friðjóns son með 4,5 vinning hver. Tíundi var Sigurður Kristjánsson með 2,5 vinning og Haukur Krist- jánsson rak lestina með engan vinning. Haukur tefldi að vísu ekki fimm síðustu skákirnar. f fyrsta flokki var Stefán Þ. Guðmundsson sigurvegari með 8 vinninga (af 9) og Svavar Svav arsson annar með 7,5 vinning. Þeir hafa báðir rétt til að tefla í meistaraflokki á næsta skák- móti. EPIFAST bezta fáanlega efnið til viðgerða á baðkerum, elda- vélum og ísskápum komið aftur. Útsölustaðir: J. Þorláksson & Norðmann Bankastræti og Málarabúðin, Vesturgötu. Útsölustaðir: . Þorláksson & Norðmann Bankastræti. og Málarabúðin Vesturgötu. Umboðsmenn. Byggingatæknifr. (Ing. grad) sem lýkur námi í byggingatæknifr. í Þýzkalandi í lok þ. m. óskar eftir tilboði um atvinnu. Tilboð sendist til Þórðar Guðmundssonar, Smáraflöt 6, Garðahreppi, sími 51586. SAS vantar starfsmann eða starfsstúlku SAS vill ráða starfsmann eða starfsstúlku nú þegar eða sem fyrst. Reynsla í almennum bréfaskriftum, útgáfu flugfarseðla og annarri þjónustustarfsemi við flugfarþega er mjög æskileg. Það er skilyrði, að vi'ð- komandi tali og skrifi eitt af skandinavísku málun- um og ensku fyrir utan íslenzku. Skriflegar umsóknir (ekki vélritaðar), sem tilgreini aldur, skólagöngu, fyrri störf og helzt upplýsingar um núverandi laun eða óskir um laun hjá SAS sendist sem fyrst til Birgis Þórhallsson, Hofteigi 21, Reykjavík. *

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.