Morgunblaðið - 18.02.1968, Side 3

Morgunblaðið - 18.02.1968, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1968 3 Jón Auðuns, dómprófastur: BOKIN UM KRIST Sumir þeir, semv gerzt hafa höfundar trúarbragða eða trú- arbrögð hafa verið tengd við eða eignuð, voru sögulegar per- sónur, voru raunverulega til. Aðrir voru efalaust goðsagna- verur og annað ekki, voru raun- verulega aldrei til. Ég held að ábyrgir fræðimenn efist ekki lengur um það, að Siddharta Gautama, höfundur búddlhadóms, 'hafi verið uppi á Indlandi á þeim tíma, sem sagt er. Eð’a að pers'neski trúar- bragðahöfundurinn Zoroaster sé söguleg persóna, eins og Mú- haimeð, höfúndur islams. Og menn efa yfirleitt ekki, að Mós- es hafi raunverulega verið uppi Og sé öðrum fremur höfundur gyðingdóms. Svo eru aðrir, sem settir hafa verið í samband við merkileg trúárbrögð og trúspeki, en voru aldrei til, eru goðsagnapersónur og annað ekki. Svo er um Miþra. Út frá helgisögnum og — siðum, sem við nafn hans voru tengdir, þróaðist svo máttugur átrúnaður, að á 3. öld mátti ekki milli sjá, hvor mundi ganga með sigur af hólmi í vestrænum heimi: kristindómurinn eða Mí- þradýrkun, sóldýrkun. Undir lok 18. aldar tóku fá- einir menn að leiða sínar líkur að því, að Jesús Kristur hefði aldrei verið til. Svo langán tíma tók það menn að gera þá mikil- vægu uppgötvun, að einn allra áhrifamesti maður, sem fæðst hef ir á jörðu sé ekki söguleg per- sona. Frá öndverðu átti kristindóm urinn afli að etja gegn geysilega hörðum andstæðingum. Er það líklegt, að ef nokkur átylla hefði verið að þessir andstæðingar hefðu aldrei notað sér það, að kristna trúin væri ekki annað en uppspunnin goðsögn um mann, sem aldrei hafði verið til? Er hugsanlegt, að í baráttuhit anum hefðu andstæðingar krist- indómsins aldrei notfært sér svo biturt vopn, svo hættulegt gegn kristnum mönnum? Það er fyrst undir lok 18.ald ar, að nokkurir frakkneskir menn gera þessa „uppgötvun“. Mátfugasti vitnisburðurinn um Krist eins og hann var, eins og hann kenndi, lifði og dó, eru guðspjöllin. Þar sjáum við Krist betur en á blöðum nokkurra ann arrar bókar. Auðvitað þarf að lesa guð- spjöllin með þeirri aðgát, að hafa í huga, að ekkert af orðum hans var fært í letur fyrr en ára- tugum eftir dauða hans. Því er óhugsandi, að öll ummæli séu orðrétt eftir honum höfð. Og af þessu stafar vitanlega það, að guðspjallamönnunum ber sitt hvað á milli í frásögninni. Orð Krists voru ekki tekin á stálþráð, sem unnt væri að heyra í dag. Þau geymdust í misjafn- lega traustu minni. En hinsveg- ar er af guðspjöllunum ljóst, að svo var mál hans, að miklu minni minnisraun hefir það ver- ið, að geyma það en hversdags- legt tal mitt og þitt. í guðspjöllunum eru þessar perlur geymdar. Og það eru þær sem fyrst og fremst gefa Nýja- testamentinu gildi, En af Nýja- testamentinu fær Ritningin öll Ijóma og lit. Ekki svo, að lítils' sé um þann mikla trúararf vert, sem G.testa mentið varðveitir frá Gyðingum. Spámenn Gyðinga gnæfa yfir guðsmenn margra alda. En þótt margt í þessum helgu ritum sé úrelt, og sitt hvað sem þaðan er notað enn í helgihaldi og helgisöng sumra kirkna, mætti hverfa þaðan, þá er trúararfur- inn í G.testamentinu grundvöll- urinn, sem Kristur byggði á. í dag er biblíudagur íslenzku þjóðkirkjunnar. í kirkjum lands ins er minnt á hina helgu bók og víða er hvatt til stuðnings við hið íslenzka biblíufélag. Biblíufélaginu er nauðsyn á stuðningu, svo að það fái ráðið við það fjárfreka hlutverk, að sjá Islendingum fyrir biblíum. En hverjum einstaklingi er nauðsyn að lesa hina helgu bók, og lesa hana vegna þess fyrst og fremst, að hún — guðspjöll- in — er bókin um Krist og seg- ir því frá fegursta mannlífi, sem á jörðu hefir verið lifað, og feg- ursta boðskap, sem á jörðu hef- ir verið fluttur. Vilt þú lesa um þetta mann- líf, lesa þennan boðskap? Það krefur þig ekki mikils tíma. Þessi mikla saga er á fá- einum blaðsíðum skráð. Næst síðasta málsgrein í síð- ustu sunnudagsgrei'n hefur brengl azt. Hún átti að vera svo: Vertu þess viss, að þótt vinur þinn hlyti ævilok fjarri ástvinum sín- um, ævilok þar sem enginn jarð- neskur vinur var til hjálpar, þá var hjá honum vinur, sem þú þekkir ekki, vinur, sem leiddi hann frá banabeði hafsins og heim þangað, sem allir eiga að taka land að lokum“. UR VERINU * ■ '\f. ■. * • EFTIR EINAR SIGURÐSSON Togaramir Afli hefur verið ágætur hjá togurunum undanfarið. Voru þeir að koma inn í vikunni með góðan afla, t.d. Hallveig Fróða- dóttir og Neptúnus með um 180 lestir hvor og sigldu með aflann á erlendan markað. Erfitt hefur verið að komast að á markaðn- um, vegna þess hve mikið hefur borizt að af fiski, og verðið ver- ið heldur lágt. Togararnir hafa fengið aflann fyrir vestan og eins fyrir sunn- an land. Mikil fiskigengd virðist vera á miðunum, en aflinn er u'fsaborinn. Síðustu sölur togaranna: tonn krónur pr. kg. Narfi 215 2.417.000 11/24 Ing. Arn.s. 211 1.972.000 9/36 Jón Þorl.s. 155 1.812.000 14/22 Úranus 138 1.208.000 8/79 Reykjavík Einir tveir bátar eru byrjaðir með línu og 4 með net. 6 bátar eru að veiða síld í Jökuldjúpinu, og nokkrir bátar eru byrjaðir með troll. Auk þess hafa nokkrir bátar verið að leita .að loðnu, en enga fundið enn sem komið er, og fáeinir eru í viðbót að búa sig á þær veiðar. Og enn liggja margir bátar óráðnir, hvað gera skal eða ekki tilbún- ir. Sæmilegur afli hefur verið hjá línu'bátunum, sem hafa verið á útilegu, komizt upp í 10 lestir í lögn á 30-J-40 stampa. Netabát- arnir eru í fyrstu umvitjuninni. í trollið hefur verið frekar tregt. Síldahbátarnir hafa verið að fá 20—50 lestir og einn komst upp í 160 lestir. Síldin 'hefur ver- ið mjög smá og sumt kræða. Keflavík Mikill floti báta er byrjaður veiðar frá Keflavík, sem alltaf er sterk verstöð, næst Vest- mannaeyjum og Reykjavík. Þar eru nú byrjaðir 15 bátar með línu yfir 30 lestir og 28 bátar undir 30 lestum, 4 með net og 4 með troll. Auk þess Ihefur einn bátur lagt upp síld tvisvar þrisvar sinnurn, um 50 lestir í hvert skipti. Nokkrir bátar eru svo tilbúnir að hefja loðnuveiði, þegar loðnan kemur. Afli línubáta hefur verið ágæt ur, algengur 7—8 lestir og kom- izt upp í 12% lest. Aflahæsti báturinn með línu mun vera Freyja, og er hún búin að fá um 160 lestir frá því hún byrjaði. Sandgerði 18 bátar eru byjaðir að róa með línu, 3 með troll og 2 eru á s'íld. Meðalaflinn í janúar var 4 lestir, en hefur glæðzt í febrúar, einkum var hann góður í fyrri viku. Þá fékk Víðir II í einum róðri 18 lestir, .og voru 12 lestir af því þorskur og ýsa. Þá kornst aflinn hjá hæstu bátunum upp í 12—14 íestir í róðri. Uppistaðan í aflanum hefur verið lianga og keila oftast um % hlutar. Aflahæsti báturinn frá áramót um er Víðir II, og er hann með uim 150 lestir í 21 róðri. Vestmannaeyjar Afli hefur verið rýr á línuna, hlaupið á frá 2 lestum og upp í 7 lestir í róðri. Bátarnir hafa varla orðið varir í trollið. Akrnanes 10 bátar eru byrjaðir að róa með l'ínu. Afli hefur verið treg- ur, algengast vart meira en 4 lestir. 2 bátar eru byrjaðir með net, og hefur l'ítið fengizt, 1—3 lest- ir í lögn. Nokkrir aðkomubátar hafa ver ið að landa sdld, einstaka bátur allt upp í 90 lestum. Tveir aflahæstu brezku togararnir Á árinu 1967 var brezki frysti- togarinn ,,Marbella“ með mestan ársafla af öllum brezkum togur- um, sem frystu fiskinn um borð, eða 3784 lestir. Þetta var 54% meira aflamagn en hjá „Somm- erset Maugham“ sem var hæstur af þeim togurum, sem ísuðu fisk inn um borð. Til samanburðar má geta þess, að Maí var aflahæstur íslenzku togaranna 1967 með 5298 lestir, Sigurður var næstur með 4470 lestir og Víkingur með 3898 lest- ir. Stuðningur Norðmanna við sjávarútveginn Ársstyrkur norska ríkisins til sjávarútvegsins í heild nam frá 1. júní 1967 til jafnlengdar í ár rúmum 1300 milljónum króna miðað við fyrra gengi ísl. krón- unnar. Nú hafa tekizt samningar við norsku ríkisstjórnina um, að sjávarútveginum verði auk þ<^s greiddar 50 milljónir króna til að taka sárasta broddinn af norska hágenginu, en Norðmenn breyttu sem kunnugt er ekki sínu gengi í nóv. sl„ eins og marg ar þjóðir gerðu, þegatr Bretar lækkuðu sterlingspundið. Jafnframt hefur norska stjórn in heitið því að byrja fyrr en vant er á samningum við fulltrúa sjávanútvegsins um ríkisstyrk- inn fyrir næsta ár og láta ein- staka liði hans koma til fram- kvæmda fyrr en 1. júní, þegar hið venjulega samningstímabil hefst. Þá hefur norska rikis-stjórnin tjáð sig reiðubúna til þess að létta undir með skreiðarframleið endum. Hefur hún ha'ft samíband við Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) til þess að leit- ast við að selja til manneldis af skreiðarbirgðunum og komast þannig 'hjá að maila alla skreið- ina frá fyrra ári í fiskimjöl, sem nú virðist helzt liggja f,yrir. Þó hefur ríkisstjórnin látið liggja að því, að komið gæti til mála, að hún keypti eitthvað af birgð- unum með það fyrir augum að geyma þær, ef markaðir skyldu opnast á ný á þessu ári. Eftir þessar viðræður við rík- isstjórnina mæltu samtök sjáv- arútvegsins með þvi að bátar hæfu veiðar. Norskir síldarsaltendur Allt er nú tilbúið í Noregi til að hefja síldarsöltun, þegar s'íldin tekur að beirast á land, en fiskifræðingar fullyrða, að það verði upp úr miðjum þessum mánuði. Norðmenn gera sér von um meiri saltsíldarsölu í áir en á sl. ári. Þorskveiðin spáir góðu í Noregi Fyrsta veiðin við Lofoten spá- ir góðu um vertíðina í vetur, og virðist þátttaka í veiðunum ætla að verða með meira móti að þessu sinni. Jafnvel að 8— 10.000 sjómenn stundi þær veið- ar í vetur. Loðnuleit við Noreg Norsk hafrannsóknarskip hafa leitað að loðnu við Noregsstrend ur og í Barent'shafimu. Enn sem komið er hefur sáTaMtið orðið vart við loðnu, og það sem fund- ist hefur er mjög dreift. Frakkar styrkja fiskveiðar Styrkur framskira fiskveiða hefur í ár verið ákveðinn 240 milljónir króna. Loðnan lætur bíða eftir sér Fyrsta lioðman veiddist í fyrra 7. feibrúar. Var það Kristján Val geir, sem fékk hana austur við Ingólfshöfða og fór með hana til Vestmannáeyja, Þó nokkrir bátar eru þegar búnir að leita að loðnu í einm háTfan mánuð, og þegar þetta er skrifað, hefur henrnar enn ekki orðið vairt. Var þó leitað skipu- lega út frá Hornafirði með 5 mílma milli'bili. Loðnan er að verða allsnar þáttur í íslenzku veiðunum, og væri mjög mikilvægt, að haf- rannsóknarskip væiri látið leita að henni strax með fébrúarbyrj- un. Áraskipti eru að því 'hvað hún kemur snemma. Það væri mjög gagnlegt að vita meiira um göngu loðnunnar en nú er vitað, svo að hægt væri að fara á móti göngunum 50—190 mílur á haf út, ef því væri að skipta. Leitarskipið Hafþór er nú far- ið að svipast um eftir loðmu. Á Afkoma frystihúsanna 1967 Menn eru nú sem óðast að geira upp reikningana fyrir ár- ið 1967, og kemur þá í ljóis, að afkoman befur verið enn verri en 1966 og var þó ekki á bæt- andi. Sérstaklega hefur vinnsla á karfa gefið vonda raun, og er ekki fyrirsjáanlegt, að hægt verði að vinna hann á næsta sumri, nema eitthvað rætist úr. Framhald á bls. 24 PASKAFERÐ 11. — 26. apríl. Aðeins fá sæti laus FERÐATILHOGIJIM: Flug um London til Malaga. 15 áhyggjulausir sólskinsdagar í TORREMOLINOS, frægasta baðstað á Sólarströnd Spánar. HOTEL ALTA VISTA, HOTEL AL ANDALUS og HOTEL RIVIERA. Til tilbreytingar gefst kostur á ferðum til nokkurra fegurstu og kunnustu staða Spánar, t.d. MALAGA, GRANADA, og yfir sundið til TANGIER í AFRÍKU. Stanzað í London á heimleið, og hægt að franilengja dvöl þar. í TORREMOLINOS er bezta loftslag Evrópu, meira en 300 sóiskinsdagar á ári. I apríl er hitinn 20—30° C í skugga. Tryggið yður sæti tímanlega. FERÐA- SKRIFSTOFAN ÚTSVN SÍMAR: 20-100 og 2-35-10. Útsýnarferð — úrvalsferð fyrir vœgt verð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.