Morgunblaðið - 18.02.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.02.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1968 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúí: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Ritstjórn og afgreiðsla: Auglýsingar: ílausasölu: Áskriftargjald kr. 120.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. Kr. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. ÞA ÆTTI ATVINNU- VEGUNUM AÐ VERA BORGIÐ W7 UTAN ÚR HEIMI Afturhvarf til Stalínstimans? Eftir Edward Chrankshaw k miðstjórnarfundi Fr^m- sóknarflokksins, sem ný- lega var haldinn, var gerð ályktun um atvinnumál, og hefur Tíminn síðan skrifað mikið um hana og segir, að Framsóknarmenn vilji taka upp „nýja stefnu til endur- reisnar íslenzku atvinnulífi og þjóðarhag“. En erfiðleikar atvinnulífsins eigi „rætur sín ar að rekja til stjórnleysis í málum þjóðarinnar á undan- förnu góðæristímabili“. Leggja Framsóknarforingj- arnir á það ríka áherzlu, að þeir viti nákvæmlega hvern- ig unnt sé að stórbæta hag atvinnuveganna og gera raun ar tilraunir til þess að út- skýra mál sitt, þótt illskilj- anlegt sé hvað við sé átt. En svo vel vill til, að lands menn þurfa ekki einungis að líta á þau orð, sem Framsókn arforingjarnir viðhafa um hæfileika sína til þess að stjórna atvinnufyrirtækjum og ráða stefnu þeirra. Það er líka unnt að styðjast við reynsluna í þessu efni, því að sannleikúrinn er sá, að helztu foringjar Framsókn- arflokksins hafa um langt skeið ráðið stefnu stærsta at- vinnufyrirtækis landsins, og raunar oft og tíðum tekið fram fyrir hendur fram- kvæmdastjóra samvinnuféiag anna, þegar þeir hafa viljað gera aðrar ráðstafanir en for ingjum Framsóknarflokksins hefur sýnzt eðlilegastar. Nú bjóða sem sagt foringj- ar Framsóknarflokksins leið- sögn sína yfir öllu atvinnu- lífi landsmanna, en ekki ein- ungis samvinnurekstrinum. Vafalaust hyggjast þeir fara líkt að, þegar þeir hafa kom- ið á þeim áætlunarbúskap, sem þeir boða nú umbúða- laust, og gefa fyrirskipanir til allra stjórnenda atvinnu- fyrirtækja á svipaðan veg og þeir hafa skipað þeim for- stjórum fyrir verkum, sem stjórnað hafa samvinnuhreyf ingunni. En nú er spurningin sú, hvort íslenzkur almenningur og íslenzkir vinnuveitendur telja, að þannig hafi verið haldíð á yfirstjórn málefna Sambands ísl. samvinnufé- laga að sérstaklega sé eftir- sóknarvert að innleiða sam- kynja stjórnarhætti í allt at- vinnulíf landsmanna. Halda kannski einhverjir að ís- lenzki sjávarútvegurinn mundi afkasta meiru, ef Ey- steinn Jónsson og félagar hans fengju yfirráðið yfir at- vinnufyrirtækjunum og mörk uðu stefnu þessa megin at- vinuvegs? Telja menn, að út- flutningsverzlun íslendinga væri bezt komin í höndum sjávarafurðadeildar SÍS, eða halda menn að innflutnings- verzlunin yrði hagkvæmari, ef Innflutningsdeild SÍS hefði ein með hana að gera, og Eysteinn Jónsson væri æðst ráðandi yfir þessum stofnunum? Hætt er við, að svörin við þessum spurningum þurfi ekki mjög að vefjast fyrir mönnum eftir þá reynslu, sem fengin er af stjórnvizku framsóknarleiðtoganna á at- vinnusviðinu. Hitt er ekki ólíklegt, að þau væru mörg íslenzku fyr- irtækin, sem gætu blómgast undir stjórn núverandi eig- enda og stjórnenda, ef þau hefðu eitthvað svipaðan að- gang að fjármagni eins og Samband ísl. samvinnufélaga hefur haft, bæði í bönkum og vegna hins gífurlega fjár- magns, sem er í innlánsdeild um kaupfélaganna. En það er önnur saga. VÖLDU SAMFÉLAG VIÐ KOMMÚNISTA Upplýst hefur verið, að Framsóknarmenn hafi vís- vitandi hagað málum svo, er þeir fluttu ásamt kommún- istum tillögu á Alþingi um styrjöldina í Suður-Víetnam, að þeir stæðu einir að þeim tillöguflutningi með umboðs- mönnum heimskommúnis- mans. Til málamynda báru þeir að vísu tillögu þessa undir tvo þingmenn úr stjórnar- flokkunum, en höguðu mál- um þannig, að enginn tími ynnist til að ræða um það í þingflokkum stjórnarflokk- anna, hvort ástæða væri til slíks tillöguflutnings. Hefði þó vissulega verið eðlilegt að lýðræðisflokkarnir þrír, ræddu það í sinn hóp, hvort slíka tillögu skyldi flytja, því að lengst af hefur verið reynt að halda samstöðu lýðræðis- flokkanna um utanríkismál, og þá hafa menn að sjálf- sögðu ekki tekið mikið tillit til þess hvað kommúnistar vildu í þeim efnum. Vissulega er það mjög al- Fimmtíu ára afmæli sovézku byltingarinnar virðist ætla að helga sér sess í sögunni sem ár KGB. KGB.— Öryggislögreglan — átti fimmtíu ára afmæli sitt í desember og vissulega hafði hún ástæðu til að halda það hátíð- legt. Á síðustu tveimur árum hef ur þetta afl — með meira en hálfa milljón manna innan sinna vébanda — verið að skríða úr fylgsnum sínum, sem Krustjoff reyndi að leyna, og hefur tekið virkari og ruddalegri þátt í að stjórna Sovétríkjunum ásamt þeim Kosygin og Brezhnev, en áður. Um langt skeið hafa ótal sögu- sagnir og óstaðfestar fréttir ver- ið að síast út til Vesturlanda, og gefur til kynna að mál Sini- avski og Daniels annars vegar og Ginsburg og félaga hans hins vegar, var aðeins lítill kafli í ljótri sögu, og einskorðast ekki aðeins við rithöfunda og mennta menn í Mosvku og Leningrad. Með máli blaðamannsins unga, Vyacheslav Chornovil, færum við okkur til Kiev og Lvov, og er við skiljum, hvernig málum er komið, er óhjákvæmilegt að sú hugsun læðist að okkur að aftur hvarf til Stalínismans sé nálæg- ara nú en fyrir hálfu öðru ári. Það sem er að gerast virðist vera a’ð valdamenn hafa misst kjark- inn: þeir þora ekki að auka á- hrif frelsisunnandi afla innan Sovétríkjanna, og nú leika þeir að sér að hræða og skelfa borg- arana til undirgefni og hlýðni. Þá er ekki heldur skeytt um stjórnarskrána né fögur loforð Krústjoffs á sínum tíma. Röksemdarfærsla Chornovil — sem studd er með framburði margra vitna — samanstendur af 20 þúsund orða bréfi, sem ritað er til KGB og yfirvalda í Kiev og sömuleiðis sendi hann bréfið tll P.Y. Shelest, aðalritara komm únistaflokksins í Úkraínu. Shel- est var stuðningsmaður Krústj- offs og gegnir valdastöðu, sem Krústjoff skipaði sjálfur árum saman. Ákæran var sú djarfasta og bitrasta, sem borin hefur verið fram á yfirvöld í Sovétríkjunum. Og þau ritar tryggur Leninisti, embættismaður innan æskulýðs- hreyfingarinnar, og hann veit meira um Marx, Lenin og sovézk lög en nokkur ákærandi hans. Hver blaðsíða er þakin tilvitn- unum úr stjórnarskránni, úr laga •bókum. Síðan er á kerfisbund- inn og ósveigjanlegan hátt og oftlega með djúpu háði og stund um af kímni, rakin atriði, stór og smá, sem sýna sífelld og marg varlegt mál, að Framsóknar- foringjarnir skulu nú taka upp samvinnu við kommún- ista í máli sem þessu. Þeir ættu þó að kunna þann banna lærdóm í stjórnmálum, að kommúnistar berjast fyrir þeirri stefnu og þeirri þró- un í heimsmálum, sem í grundvallaratriðum er ósam- ræmanleg öllu því, sem lýð- ræðissinnar berjast fyrir. Hins vegar eru kommúnist- ar snillingar í því að fá ein- föld lagabrot og stjórnarskrábrot af hendi þeirra, sem standa eiga vörð um lögin og réttinn: dóm- arar KGB, saksóknarar, verjend ur. Chornovil var kallaður sem vitni í leyniréttarhöldum árið 1967, en honum blöskraði svo makkið, að hann neitaði að vera vitni og það er glæpurinn, sem hann framdi. Og síðan skrifaði hann bréf sitt til KGB og dóms- yfirvalda. Hann sendi afrit til Shelast og dreifði því ennfremur meðal þeirra, sem áhuga höfðu á, í Úkrainu. Aftur á móti gerði hann ekki það, sem honum var óspart borið á brýn: hann smyglaði ekki af- riti til Vestrænna landa. Afriti eða afritum var smyglað úr landi meðan hann stóð sjálfur frammi fyrir rétti — og vitaskuld fór allt fram fyrir lokuðum dyrum. Og síðan var hann dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir and- sovézka starfsemi, en dómurinn var síðar styttur í 18 mánuði. Fyrir sams konar glæpi voru 20 aðrir ungir menntamenn leidd ir fyrir rétt í Leningrad. í þeirra hópi voru háskólakennarar og vísindamenn og flestir hlutu allt að sex ára fangelsisdóm — í Mordvinia sömu búðum og þeir Yuri Daniel og Gerald Brooke afplána nú refsingu. Hvað hafa þessir menn gert? Þeir hafa rökrætt sín á milli og í vinahópi, hverjar löglegar leið ir mætti finna til að berjast gegn eyðingaröflum, sem vilja leggja menningu Úkraínu í rúst. Þeir áttu í fórum sínum bækur, er fjölluðu um þessi efni, sumar þeirra voru ritaðar á keisara- tímanum. Þeir áttu einnig bækur með tilvitnum úr ritum frægra úkrainskra föðUrlandsvina. Engar sönnur voru færðar fram til að taka af allan vafa um að þeir væru að leggja á ráðin um fjandsamlega skemmdarstarf semi. Gagnstætt mörgum öðrum, sem á undan þeim hafa komið (og öðrum sem enn starfa að því) voru þeir ekki talsmenn aðskiln aðar Úkraínu í neinu formi. Og þó að svo hefði verið voru þeir ekki að brjóta stjórnar- skrána. Þeir höfðu þungar á- hyggjur og einlægar, vegna þess að stjómin í Moskvu linnti ekki tilraunum sínum til að þurrka út þjóðarmeðvitund Úkrainu- manna, sem meira að segja Stalín tókst ekki með sínum blóðugu ofbeldisaðgerðum. Þeir ræddu sín á milli. Öryggis lögreglan hleraði símtöl þeirra, opnaði bréf, handtók suma þeirra Þeir voru yfirheyrðir klukku- stundum saman, barðir, réttar- faldar sálir til liðs við sig og kljúfa lýðræðissinnuð öfl — og skellihlæja svo að þeim sem þeir hafa platað. Styrjöldin í Víetnam er vissulega alvarlegri en svo, að lýðræðisinnaðir menn eigi að gefa kommúnistum eitt- hvert færi á því að nota hana í pólitískum skollaleik sínum og baráttu sinni fyrir mestu ógnarstefnu þessarar aldar. Þrátt fyrir þessi fordæm- anlegu vinnubrögð Framsókn höld haldin yfir þeim með mestu leynd, ákærðir fyrir and-sovézka starfsemi og dæmdir eftir 62. grein úkrainsku hegningarlag- anna. Og dómarnir voru fang- elsi frá 3—6 ár. Skilgreining Chornovils og formleg ákæra (sem vonandi verður bráðlega birt á vestur- löndum í heild) er ofboðsleg. Um 62. grein segir hann: „Það virðist mögulegt að skipa öllum staðhæfingum í einn flokk og kalla þær „viðbjóðslegan tilbún ing“ ef þær koma ekki heim við fyrirskipaðar opinberar skoðan- ir. Dómarar teygja þessa laga- grein eins og harmóniku. 62. grein gæti hæglega aukið íbúa- tölu fangelsisbúða upp í það sem var á Stalínis tímanum og ef til vill hækkað hana.“ Nákvæm lýsing er á fyrir- spurnum og njósnum lögreglunn ar, lýst er aðferðum við hús- leitir og handtökur og ógnanir þær sem eiginkonur og mæður búa við, þar sem þær eru látnar lifa í stöðugri óvissu um örlög manna þeirra og sona, er færðir eru á burt. Sömuleiðis eru lang- ar lýsingar á því, hvernig lög- reglan brýtur á skipulagðan hátt niður mótstöðuafl og siðferðis- þrek fangans, sem allir kannast við frá tímum Stalíns (og það er enn að gerast og á þessari stundu) til þess að fá fangana til þess að játa. (Þýtt úr Observer) Kosningaaldui verði 18 óra Helsingfors, 16. febr. NTB-FNB FINNSKA stjórnin hefur lagt stjórnarfrumvarp fyrir finnska þingið um lækkun kosninga- urs úr 21 ári í 18 ár. Ætlunin er að lögin ta'ki gildi fyrir bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar í Finnlandi næsta haiuet. Nái frum- varpið fram að ganga munu um 100.000 nýir kjósendur ganga að kjörborði í haust Gert er ráð fyrir að einnig verði rætt um að lækka aldurstakmarkið til þingsetu. arforingjanna er vissulega vonandi, að unnt verði að ná lýðræðislegri samstöðu um afgreiðslu þessa máls, hvort sem Alþingi gerir um það ályktun eða ekki. Hitt skiptir ekki máli, hvoru meg- in hryggjar kommúnistar liggja í þessu efni. Það fylgir ekki hugur máli, er þeir þykj ast formæla styrjöldinni í Víetnam, ekkert er þeim kær komnara en átök eins og þau, sem þar eiga sér nú stað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.