Morgunblaðið - 18.02.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.02.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1968 Ljósm. Mbl. Ól. K. Mag. myndaði Kjarval við vinnu sina, sem hann kallar bara inniföndur. Sótti um pláss sem — annað ekki Viðtal við Jóhannes Kjarval AÐ VÍSU er skammdegið ekki bezti starfstíminn hjá skapandi listamönnum, þegar dagsbirtan endist aðeins lítinn hluta úr degi. Þó höfum við einmitt núna litið inn til þriggja af okkar kunn- ustu listamönnum, til að for- vitnast um hvað þeir eru að fást við þessa stundina. Við heimsótt- um Ásmund Sveinsson, Jóhann- es Kjarval og Svavar Guðnason. f fyrri viku, þegar við hittum Jóhannes Kjarval, var hann all- ur í bæjarmálum, eins og hann orðaði það. Enda var hann þá að skrifa grein um Hallgríms- kirkju og mest í hug að ekki eigi að tylla fjöllum upp á fjöll, og að ljúka þurfi sem fyrst þessu bákni, svo hægt verði að sjá hvernig það lítur út og á- kveða hvort ekki verði að flytja það á brott. Við biðum því una sinn eftir að rabba við hann um hans eigin list og viðfangs- efni þessa stundina. Meistarinn var heldur daufur í dálkinn, er við hittum hann aftur á Hótel Borg, þar sem hann hefur búið í undanfarin tvö ár. Nú var ekkert sprell og engar dularfullar athugasemd ir til að rugla vesalings blaða- mann í ríminu og lesendur hans með. Ekkert nema ljúfmenska og elskulegheit. Kjarval kvaðst ekk ert vera að vinna núna. — Ég er ekki upplagður. Er í lægð. Sann leikurinn er sá, að ég hefi það of gott hérna. En ég má ekki leggja mikið á mig. Ég er orð- inn 82ja ára gamall. Og maður verður að leika gamlan mann, ef ekki vill betur. Þegar maður er búinn að setja öll sín met — met sem hafa fengið viðurkenn ingu — þá verður maður latur. Lægðirnar koma. — Langar þig ekki til að setja enn eitt metið? — Nei, mig langar ekki til þess, segir Kjarval og er fast- mæltur. Ég ætlaði að finna eitt- hvað sem hægt væri að fílósó- fera með í íslenzkum palett. Að finna íslenzkt landslag. Það þótti þeim skrýtið, bætir hann við, og auðheyrt er að því viðfangsefni er nú vel lokið. — Er það skammdegið, sem leggst í þig, Kjarval. Ertu alltaf illa upplagður í vetrarrökkrinu? — Nei, sum árin málaði ég mest á vetrum. Stundum hafa verið svo dýrlegir dagar á veturna. Þá er sólin lágt á himni og lit- irnir sjást svo vel. Ég hefi málað ágætar myndir milli gamlárs- kvölds og þrettánda hér úti í hrauninu. Þá voru þokur og stilliþögn og yndilegt veður. Nú er ég farinn að eiga erfitt með svefn, sef ekki heilu næturnar. — Já, ég frétti að þú hefðir verið í alla nótt í vinnustofunni inni í Borgartúni og því sést svo seint á ferli í dag .Hvað ertu að vinna þar? — Ég var bara að taka til og hreinsa penslana mína. Stund um teikna ég eitthvað og mála svolítið. En það er bara innifönd ur. — „Þegar dagur rís og döggin hlær“. Þetta ljóð var í Morgun blaðinu hjá ykkur um daginn. Það er mikil lyrik í þessu. Hvort ég yrki ekki? Ég var alltaf mesti lyrikerinn á dönsku. En þeir gáfu ekki út ljóðin mín. Báru fram tvær ástæður. f fyrsta lagi væru þau ekki nógu góð og svo aðalástæðuna og það skipti meira máli. Þeir sögðu: Þú sóttir um pláss til að verða málari. Annað ekki. Það er mikið til í því. — Já, það er mikið til í því. Og sú umsókn hefur sýnilega verið tekin til greina. Megum við kannski eiga von á Kjarval- sýningu á næstunni? — Nei, ekki nema kannski sölusýningu. í vinnustofunni á ég mikið af myndum eftir mig frá ýmsum tímum, sem ég hefi séu ómerktar og fólk sé núna að koma með þær til þín. Ertu alltaf viss um hvaða myndir þú hefur raunverulega málað sjálf- ur? — Oftast. Stöku myndir er ég í vafa um og þá hringi ég til vina minna. Þeir þekkja þær með mér. Jú, það er dálítið um að gamlar myndir séu ómerktar. Og stundum farnar að láta á sjá. Einu sinni hringdi til mín maður, sem átti mynd eftir mig, gerða um hásumar á Þingvöllum. Hann sagði að myndin væri orðin dá- lítið upplituð. Ég var hissa á því, þar sem við höfðum svo góða liti á þeim tíma. Ég fór. Jú, reyndar var myndin orð- in dauf. Ég bað um vatn og handklæði og þvoði myndina. Þetta var bara tóbaksreykur og kannski svolítið wisky. Myndin varð eins og ný. Þó ég eigi bágt með að trúa því að Kjarval sé ekkert að starfa, svo ótrúlega léttur sem hann enn virðist í fasi, er ekki hægt að fá upp úr honum um það. Næst þegar við hittum hann, verður kannski komið vor og hann farinn að mála stóra mynd í einum áfanga, fullur af lífi og kappi. málari Alltaf aö reyna við stóru stökkin Viðtal við Svavar Guðnason Svavar Guðnason, listmálari, er búinn að koma sér vel fyrir á efstu hæðinni í húsinu á Háa- leitisbraut 111, einu síðasta verk efni Sigvalda Thordarsonar arki tekts. Stór og björt vinnustofa málarans snýr gluggum í norð- ur með útsýni yfir sjóinn og til fjalla, og hægt að hafa opinn hluta úr vegg inn í þægilega íbúðina. Þarna er Svavar nú að byrja aftur að vinna af kappi að málverkum sínum, eftir frá- tafir vegna sýningarinnar í Char lottenborg í Danmörku, þar sem hann átti sem kunnugt er 8 olíu- málverk og 9 vatnslitamyndir, og hlaut góða dóma fyrir. Hann hafði einmitt verið boð- aður á fund hjá samtökunum Grönningen í Kaupmannahöfn næsta laugardag, er okkur bar að garði, þar sem ræða skyldi frekari framvindu sýningarinn- ar. — Mér sýnist þeir vera að hugsa um að senda hana eitt- hvað annað, segir Svavar. — Ég vona þó ekki. Ég vil fá mínar myndir heim, enda fékk ég lánaðar tvær myndir, sem aðrir menn eiga, til að sýna á þessum eina stað, bað ekki um meira. Flestar myndirnar eftir mig, sem þarna voru sýndar, vóru frá sl. tveimur árum, nema ein frá 1943 —44. Hún hefur aldrei verið sýnd fyrr, en mér fannst hún tálla alveg inn í þessar, sem ég geri núna Mér fór því að detta í hug, að kannski máli maður alltaf eins. Ég hefi heyrt þá kenningu, að í myndlist komi fram lína, sem beinist fram á við og önnur, er hefur samband til baka. Það gæti maður kannski nefnt jarð- sambandið. Þessar stefnur eiga svo að vera missterkar á hverj- um tíma. Ef til vill hefur þessi mynd frá 1943—44 haft svona mikið samband fram á við, ég hefi tekið sérlega langt stökk í það sinn. Mann þekki ég, sem leit á starf listmálara eins og langstökkvara. Hann sagði að maður væri alltaf að taka undir sig stökk og reyna að komast sem lengst, færði sig svo til baka og tæki nýtt tilhlaup. En upp- hafspunkturinn færðist alltaf fram af sjálfu sér. Maður er alltaf að reyna að taka góð stökk. Þessvegna getur verið að stöku myndir takist sérlega vel. Svavar ætlar ekki að sækja fundinn í Kaupmannahöfn. Hann er að hefja vinnu aftur og kær- ir sig ekki um neinar truflanir frá því. — Sjáðu, hér er stórt léreft, segir hann og bendir á ca. 2,10 x 1,80 m stóran striga, sem stendur upp við vegg í vinnustofunni. Ég er að hugsa Annars segja sumir að maður um að fara að ráðast á þetta. gaman að geta það. Já, það er hægt ef maður er í þjálfun. — Já, það er óskapleg vinna að mála þessar stóru myndir og ég vildi ljúka þeim úti, heldur Kjarval áfram. Stundum, eftir að hafa málað heilan dag í Svína- hrauni, þurfti ég svo að ganga niður að Baldurshaga. Ég vann líka mikið niður með Korpu og eitt vorið alltaf í Þingvalla- hrauni. Þegar svo bíllinn kom, uppdagaði ég strax hjálparmeð- al. Þá gat ég ekið út á Reykja- nes og gengið og gengið. Alltaf ný mótív. Náttúran yerkaði á mann sem furðuverk. Ég safnaði í bakgrunn, miðgrunn og for- grunn. — Geturðu ekki skroppið út fyrir bæinn, til að lyfta þér upp, fyrst svo illa liggur á þér? — Ég fór á skíði í tvo daga um daginn, upp á Sandskeið. Rétt til að hreyfa mig svolítið. Það er kalt þennan dag og Kjar val segir mér söguna um hest- inn í vetrarkuldunum í Kanada. Hann stökk yfir girðingu og kom ekki niður hinum megin fyrr en þiðnaði, hafði frosið á miðri leið. — Mér er sagt, Kjarval, að sumar gömlu myndirnar þínar ekki mátt láta til að halda þræð- inum, missa ekki sambandið. Eina þeirra þurfti ég að kaupa. Borgaði fyrir hana á sjöunda þúsund krónur á uppboði. Hún er frá því áður en við tókum upp Kjarvalsnafnið. Það er mið- nætursólin á Húnaflóa og þrjár skútur. Þær seldust stundum svo ört myndirnar. Eins og Þingvallamyndirnar. Ég tapaði öllu út úr höndunum á mér. Svo varð ég að gerast betlari í tvö ár og safna aftur. — Þú málar ekki lengur á Þingvöllum? — Þingvellir eru_ fyrir löngu að baki hjá mér. Ég er búinn að græða svo mikið á Þingvöllum að ég er feiminn að koma þang- að. Þar var ég búinn að stúdera allt svo mikið og þekkti það svo vel, að ég gat málað fimm stór málverk af Hrafnabjörgum á einum degi. Þá vann ég að vísu langt fram á nótt. Það var Svavar tekur til pensla sína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.