Morgunblaðið - 18.02.1968, Síða 10

Morgunblaðið - 18.02.1968, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1968 Samtal við Jóraas H. Haralz um ástand og horfur Er að skella á heimskreppa? Þessi orð heyrast æ oftar, og virðast ýmsir uggandi yfir því, að angi slíkrar kreppu hafi nú þegar náð til íslands, og vá sé því fyrir dyrum. Á miðju ári 1966 var ég á ferðalagi í Bandaríkjunum og varð þá einna fyrstur Islend- inga til að heyra ákveðnar töl- ur, sem bentu til, að samdrátt- ur væri að hefjast á þessum mikla fiskmarkaði okkar. Ég vissi ekki þá, enda enginn efna hagssérfræðingur nema síður sé, að þarna varð ég vitni að upphafi þess kreppuástands, sem enn ríkir hér á landi. í grein, sem ég skrifaði hér í blaðið upp úr miðjum júlí 1966 hef ég það eftir fulltrúum ís- lenzkra útflytjenda í Banda- ríkjunum að þorskblokk hafi lækkað í verði um 2 til 3 cent vegna óvenjumikils fraimboðs á fiski frá Evrópu og útflutn- ingsverð Íslendinga verði að fylgja þeirri lækkun. í næsta Reykjavíkurbréfi Morg- unblaðsins er einnig á þetta minnt og þar sagt m.a.: „Það vekur ugg að verðlag á fiski í Bandaríkjunum hefur undan- farið farið lækkandi og nemur lækkunin rúmum 10%. Um þetta leyti, eða upp úr miðju ári 1966, er talið að ís- lendingar verði fyrst áþreifan- lega varir við samdráttinn á 'heimsmarkaðnum. Nú hefur hann þróazt í allt að því kreppuástand hér heima, svo að þarna hafa átt sér stað meiri tímamót í efnahagssögu okkar en margur gerði sér þá grein fyrir. Auðvitað gat eng- inn séð fyrir um aflabrest næstu vertíðar, en þó hann hefði ekki verið svo gífurlegur sem raun ber vitni er óhætt að fullyrða, að verðlækkunin ein og það ástand, sem var að myndast á heimsmarkaðnum, hefði nægt til að valda okkur alvarlegum búsifjum. Er heimskreppa að skella á? eða er 'hún kannski skollin á? Þessu velta allir fyrir sér nú um daga. Af því tilefni hélt ég á fund þess manns, sem kann hvað gerzt skil á efna- hagsmálum hér á landi, Jónas- ar Haralz, og varð hann fús- lega við þeirri ósk minni að reyna að brjóta málið til mergj ar. Vonandi mun þungu fargi létta af einhverjum þegar á líður samtalið — eða hvað? Jónas rifjaði fyrst upp hag- vöxtinn í heiminum á undan- förnum árum, en mikilvægi hans fyrir búskap þjóðanna virðist eitthvað svipað gras- vexti í búskap bóndans: „Á fyrri hluta þessa áratugs og allt fram á 1966 var mjög ör hagvöxtur, þ.e. vöxtur þjóð- arframleiðslu mældur á föstu verðlagi, í aðildarríkjum Efna- hags— og framfarastofnunar- innar (OECD), en sú stofnun er einskonar miðstöð efnahags- legra upplýsinga f.yrir að- ildarríkin, Vestur-Evrópu- löndin, Bandaríkin, Kanada og Japan. Nam hagvöxtur- inn 5% að meðaltali á ári á árunum 1960—1965. Var þetta á berandi miklu meiri hagvöxtur en á næstu 5 árum á undan, eða frá 1955—1960, og þá eink- um í Bandaríkjunum. í þessum tölum er Japan sleppt, en þar hefur verið miklu hraðari hag- vöxtur en í öðrum aðildar- ríkjum Efnahágs— og framfara stofnunarinnar, eða um 9%, sem stendur m.a. í sambandi við hversu tiltölulega lágar þjóðartekjur voru fyrir í því landi“. „En hvað um þróunina hér á landi á þessu tímabili?" „Ef við tökum árin 1961-65, var hagvöxturinn heldur örari hér en í öðrum aðildarríkjum OECD, að Japan undanteknu. Var þetta eitt mesta uppgangs- tímabil í sögu okkar. Þessu til viðbótar kom svo það, að við- skiptakjör okkar fóru mjög batnandi á þessum árum, þar sem verðlag á útflutnings- afurðum hækkaði mikið, en verðlag á innfluttum vörum hækkaði lítið sem ekki. En þetta átti sér yfirleitt ekki stað í neinum öðrum nálægum löndum.“ „En svo að við komum beint að efninu, að þessum inngangi loknum: Fer heimskreppa í hönd?“ „Margir hafa spurt þessarar spurningar hér á landi að und- anförnu. Er það von, þar sem menn í vaxandi mæli gera sér ljóst, að orðið hefur mikil breyting á efnahagsþróuninni í heiminum á sama tíma og við höfum orðið fyrir þeim alvar- legu áföllum, sem allir þekkja. Það áfall, sem útflutningur okkar varð fyrir á s.l. ári, er hið mesta frá því í upphafi heimskreppunnar 1930—1931, auk þess sem gengisfelling sterl ingspundsins, sem einnig átti sér stað 1931, hefur leitt huga manna að þessum árum. Minnk- un útflutnings okkar í verð- mætum á árinu 1967, er að til- tölu það miklu meiri nú en á kreppuárunum 1930 og 1931, að við verðum að taka bæði þessi ár til að fá fram eins mikinn samdrátt og varð hér á s.l. ári einu saman.“ „ — En heimskreppan?" Jónas brosir góðlátlega og heldur áfram eins og ekkert hafi í skorizt: „Ef við lítum á hagþróunina í heiminum eins og hún hefur verið á tveimur undanförnum árum og eins og hún horfir við nú, er ekkert, sem bendir til, að um almenna, djúptæka kreppu sé að ræða eins og var 1930. Þó það mikla áfall, sem við höfum' orðið fyrir, staindi að ýmsu leyti í sambandi við hina almennu hagsveiflu í heim inum, á það sér að mestu — og að miklu meira leyti en 1930 til 1931 — aðrar orsakir, þ.e. aflabrestinn og sérstakt verð fall á þeim afurðum, sem við flytjum út. Það, sem nú hefur gerzt úti í heimi er ekki, að þjóðarframleiðslan í iðnaðar- löndunum hafi dregizt saman eins og 1930 og 1931, heldur er nú aðeins um það að ræða að hægt hefur á hagvextinum." „Hafa hagsveiflur eftir stríð ið ekki verið tiltölulega litlar í iðnaðarlöndunum?" „Jú, það hafa þær verið, og miklu minni en áður var. Þó hafa verið greinilegar sveifl ur. En afturkippurinn í efna- hagsþróuninni á árunum 1966— 67 er ein minnsta sveiflan niður á við á öllu tímabilinu eftir síðari heimsstyrjöldina. Eins og ég sagði áðan hefur þjóðarframleiðsla ekki minnk- að í iðnaðarlöndunum í heild. í aðildarríkjum OECD (að Jap- an undanskildu) jókst þjóðar- framleiðslan 1967 um 3% og í Vestur-Evrópu einni um 2%. Það er aðeins í Vestur Þýzka landi, sem þjóðarframleiðslan hefur beinlínis minnkað, eða um 1% á s.l. ári. Á þessu ári er búizt við að vöxturinn nái 4% í þessum löndum en 3% í Ev- rópu. Ef við lítum á iðnaðar- framleiðsluna, sem er háð meiri sveiflum en þjóðarframleiðslan öll, minnkaði hún ek'ki á árinu 1967, heldur stóð í stað. Þetta var mjög frábrugðið næstu svei'flum á undan, á árunum 1957—58 og 1960—61, þegar talsverður samdráttur varð í iðnaðarframleiðslu." „Hefur þessi afturkippur samt ekki leitt af sér verulegt atvinnuleysi?" „Jú, atvinnuleysi hefur auk izt í Evrópu, eða úr 1—1%% af mannafla árin 1964—65 í um 2—214 % á s.l. ári. Aítur á móti hefur atvinnuleysi lítið aukizt í Bandaríkjunum. Þar hefur það haldizt rétt innan við 4%. Þó að þessar tölur séu hærri en á uppgangstímabilinu 1962— 65, þá er hér þó um lægri hundraðstölur að ræða en yfir- leitt hefur verið á árunum eftir styrjöldina.“ „En hvað um atvinnuleysið hér á landi?“ „Erfitt er að bera það sam- Jónas H. Haralz an við ástandið í öðrum lönd- um, vegna þess hversu árstíða- bundin atvinna hér er og háð veðurfari. En eftir því sem næst verður komizt svarar at- vinnuleysið hér nú til um 2% af mannafla. Á hinn bóginn er atvinnuleysi yfir vetrarmánuð- ina nokkru meira en þetta í Vestur—Evrópu, eða t.d. rúm 3% í Svíþjóð um þetta leyti, en Svíþjóð er það land, þar sem atvinnuástandið hefur verið einna bezt.“ „En hvað þá um blessaða kreppuna? Mér sýnist helzt að þú teljir ekki að hún sé þegar skollin á né sé yfirvofandi”. „Óhætt er að fullyrða, að hag- þróunin í heiminum hafi nú þegar snúizt við og sé á upp- leið. Þessi breyting varð á síð- ari árshelmingi 1967, og hefur hún verið sérstaklega áberandi í Bandaríkjunum, þar sem vandi efnahagsmálanna er nú síður en svo talinn kreppuástand eða stöðnun, heldur að vöxtur eftir- spurnar síðustu mánuða leiði von bráðar til ofþenslu. Veru- legra til'hneigina gætir þar í landi til verðlags- og kaup- gjaldshækkana, sem óttazt er, að geti leitt til alvarlegr- ar verðbólguþróunar. Nú er hagstjórnartækjum, einkum stjórn fjármála og peninga- mála, beint að því að hamla gegn frekari efnahagsþenslu í Bandaríkjunum. í Vestur—Evrópu er aftur á móti ekki búizt við örum vexti og hefur batinn verið hægari, bæði i Frakklandi og Vestur— Þýzkalandi en búizt hafði ver- ið við. I þessum löndum er því engin hætta á verðbólgu eins og er.“ „Verður þá ekki allt í himna- lagi? Má ekki búast við nýju vaxtarskeiði, svipuðu því sem var á fyrra hluta þessa ára- tugs, eða 1961—66.“ „Ég get því miður ekki ver- ið svo bjartsýnn. Mér virð- ast forsendur efnafhagsþróunar- innar nú að verulegu leyti aðr- ar en þær, sem hið nýaf- staðna blómlega vaxtarskeið bæði hjá okkur og öðrum byggð ist á. Þess vegna sé hæpið að búast við því, að hagvöxtur næstu ára í iðnaðarlöndum Vestur—Evrópu og Norður— Ameríku verði eins ör og hann var á síðasta vaxtarskeiði. f raun og veru virðist mér, að um geti verið að ræða veiga- miklar breytingar á því efna- hagsástandi, sem ríkjandi hefur verið á árunum eftir styrjöld- ina. Eftirstríðstímabilinu er lok ið, ekki aðeins í alþjóðastjórn- málum heldur einnig í efnahags málum. Ný viðhorf sjá dagsins Ijós, og það er ekkert náttúru- lögmál að þau séu hagstæð- ari en þau fyrri. Við mun- uim kannski ekki alltaf eftir því, að sú einstæða þróun í efnahagsmálum, sem átt hefur sér stað á tveimur undanförnum áratugum, þar sem farið hefur saman ör hagvöxtur og tiltölu lega gott jafnvægi með áber- andi litlum hagsveiflum, á ræt- ur að rekja til heimskreppunnar og síðari heimsstyrjaldar. Nú eru meir en 30 ár frá því heims kreppan stóð sem hæst og meira en 20 ár frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Eftir því sem lengra líður frá þessum atburðum, dofnar yfir minningunni, nýjar kyn- slóðir koma til sögunnar, og því meiri hætta er á, að for- sendur þessarar þróunar hverfi“. „Og hvaða forsendur áttu nú . við?“ „Ég á við tvennt. f fyrsta lagi grundvöllinn undir stjórn efnahagsmála í hverju landi og í öðru lagi almenna alþjóðlega samvinnu á sviði efnahagsmála. Á árunum eftir styrjöldina hafa menn beitt tækjum í stjórn efnahagsmála, sem að vísu voru að mestu kunn fyrir styrjöld- ina, en ekki hafði tekizt áður að nota á samræmdan hátt. Hér er um að ræða stjórn pen- ingamála, þ.e. bankamála, stjórn fjármála ríkisins og stjórn launamála. Ástæðan til þess að hægt var að beita þess- um tækjum með góðum árangri, byggðist á ákveðnum skilningi á nauðsyn þessarar stjórnar og almennum sjálfsaga, sem spratt úr erfiðleikum kreppunnar og heimsstyr j aldarinnar. Það er sjálfsagt lítill vafi á því, að ein meginástæða þess að okkur íslendingum hefur gengið stjórn efnahagsmála ver á þessu tímabili en nágranna- þjóðunum er einmitt sú, að við gengum ekki í gegn um sama hreinsunareld og þessar þjóðir á styrjaldarárunum, heldur lifð um þvert á móti eitt mesta vel- megunar— og upplausnartíma- bil í sögu okkar. Nú virðist aftur á móti liðinn svo langur tími frá styrjöldinni, að aðrar þjóðir séu að glata þessum sjálfsaga. Ég hefi trúað því, eins og sjálfsagt flestir aðrir íslendingar, að við mundum simátt og smátt vaxa að þroska og líkjast meira ná- grannaþjóðunum. Að undan- förnu hefur mér frekar virzt, að þær væru meira að líkjast okkur en við þeim. Við slíkar aðstæður verður torvelt að ná örum hagvexti samfara jafn- vægi í efnahagsmálum, og þá verður ekki hjá því komizt að hagvextinum sé fórnað.“ „Þú átt þá við, að efnahags- málin hafi losnað úr böndun- um hjá þessum þjóðum, þegar efnahagsþróunin náði hámarki 1965.“ „Já. Það tókst ekki að beita þeim hagstjórnartækjum, sem ég nefndi áðan á samræmdan hátt, einkum reyndist skorta stjórnmálalegan grundvöll til að beita stjórn fjármála í sam- dráttarátt á réttum t'íma og ekki voru tök á að hafa taum- hald á hækkun kaupgjalds, þeg ar fullri atvinnu hafði verið náð. Þegar ekki reyndist unnt að beita stjórn fjármála rétti- lega, var nauðugur einn kost- ur að grípa til miklu harka- legri ráðstafana í peningamál- um en annars hefði verið þörf, og hefur þetta m.a. haft í för með sér mikla erfiðleika á fjár- magnsmörkuðum og hærri vexti en áður höfðu þekkzt um áratuga skeið. í mörgum þess- ara landa hafa vextir að undan förnu ekki verið miklu lægri en hér. Vegna þeirrar reynslu, sem fékkst á árunum 1965 og 1966, er hætt við, að megináherzla verði lögð á það í stjórn efnahagsmála á næstunni, að viðhalda jafnvægi, en ekki fyrst og fremst á öran hag- vöxt, eins og verið hefur á undangengnum árum. Þar sem taumhaldið reyndist ekki vera nægilega gott á velgengisárun- um, óttast menn alvarlega of- þenslu og verðbólgu, verði 'hag- vöxtur ör. Með öðrum orðum: vaxandi skortur á sjálfsaga kostar minni aukningu þjóðar- framleiðslu en annars gæti orð- ið. Þjóðfélagslegur og stjórn- málalegur vanþroski torveldar nýtingu þeirra tækifæra, sem þróun tækni og menntunar fela í sér“. „Aukin alþjóðleg efnahags- samvinna og alþjóðaviðskipti hafa átt ríkan þátt í hinum mikla hagvexti á árunum eftir styr.iöldina." „Jú, þetta hefur einmitt ein- kennt þróun þessara ára meira en Uestra annarra bímabila. Með alþjóðasamvinnu hefur tekizt að afnema innflutnings- höft, sem höfðu verið sett á meðan kreppan stóð sem hæst, og tollar hafa verið lækkaðir miög mikið í iðnaðarlöndunum, nú síðast i Kennedy—-viðræð- unum í GATT. sem lauk á s.l. ári í Genf, eins og kunnugt er. Á sama tíma hafa hvers- konar greiðslur fyrir þjónustu og fjármagnshreyfingar milli landa verið gerðar miklu frjáls- ari en áður var. Þessi þróun hefur, eins og kunnugt er, náð lengst innan markaðsbandalag- anna í Evrópu, og enginn vafi er á því. að hún hefur sfuðlað mjög að þeim mikla árangri, sem náðst hefur í efnahagsmál- um, á sama tíma og sá árang- ur hefur að sínu levti átt þátt í því að auka frjálsræði í al- þjóðaviðskiptum. Nú virðist hins vegar sem hér hafi orðið nokkur straumhvörf. og stend ur það í nánu sambandi við almenna þróun albióðastjórn- mála, þ.e.a.s. lok eftirstríðstíma- bilsins, ef svo mætti að orði komast. Næsta þýðingarmikla skref þessarar þróunar hefði getað orðið innganga Breta og ann- arra þjóða í Efnahagsbandalag- ið ng mvrdun rniög st'Arrar við- skiptaheildar í Evrónu. Ljóst er. að hað verður ekki næstu árin. Og ég held að í hví efni skipti ekki neinu meein- máli. hversu lengi De Gaulle verður við völd í Frakklandi, því að mér hýður í grun að hann sé fulltrúi rótgróinna Framhald á bls. 24

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.