Morgunblaðið - 18.02.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.02.1968, Blaðsíða 15
MORGUNB.LAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1968 15 Guðmundur Einarsson í híutverki Macheaths ásamt hóp skyndikvenna. Herranótt: „BETLARAÓPERAN" Höfundur: John Gay Þýðing: Sverrir Hóimarsson og Böðvar Guðmundsson TónEist: Atli Heimir Sveinsson Leikstjóri: Erlingur Gíslason Verkefni Herranætur Mennta- skólans í Reykjavík var að þessu sinni „Betlaraóperan“ eft- ir John Gay, sem fyrst var sýnd í London fyrir 240 árum og hlaut þá metaðsókn. Hún er uppruna- lega af þeim flokki verka, sem nefnast ballöðuóperur, og hefur verið sýnd af og til allt fram á síðustu ár ýmist með vin- sælli tónlist hvers tíma eða sér- staklega gerðri tónlist, sem nokkrir og þ.á.m. Benjamín Britt en hafa skrifað við verkið. Bert olt Brecht umskrifaði efni „Betl araóperunnar" og samdi „Tú- skildingsóperuna" (Die Dreigros chenoper), sem Kurt Weill gerði tónlistina við. Það þótti geysileg nýlunda á sínum tíma (1728), að persónur „Betlaraóperunnar eru af lægstu stétt þjóðfélagsins, þjóf- ar og vændiskonur. Þá voru í verkinu margir broddar ádeilu á yfirvöldin, en þau kusu að láta sýninguna óáreitta. Hins vegar var séð svo um, að næsta verk Grays, „Polly“, sá aldrei sviðsins ljós. Tveir ungir menn, Sverrir Hólmarsson og Böðvar Guð mundsson, hafa þýtt verkið á ágæta íslenzku. Virðist mér þeir hafa unnið starf sitt af ná kvæmni, —bæði talaður og sung inn texti er víða meinfyndinn, en stundum helzt til hátíðlegur og dálítið erfiður f.yrir óvana ieikendur. Það verður ekki um Erling Gíslason sagt, að hann skorti áræði, úr því að hann tók að sér að setja á svið þetta leikrit sem í er slíkur fjölda persóna, söngva, dansa og tjaldaskipta, með algjörlega óvönu fólki. Oft- ast áður hefur margt fólk leikið í Herranótt tvö til þrjú ár í röð, svo að í flestum aðalhlut- verkum hafa verið leikendur, sem aðeins eru teknir að „sjó- ast“. En nú hefur næstum eng- inn leikenda stigið fæti á leik- j svið áður. Árangur uppfærslunnar er mjög óvenjulegur. Atli Heimir | S'veinsson ‘hefur valið tónlist, út- I sett, tengt saman og æft, allt af i næmi og smekkvísi, Er þetta j sýningunni traustur burðarás, auk þess sem einstaka brögð 1 Alta, t.d. er hann skeytir ara- I grúa laga saman í órofinn söng, j eru ein sér bráðfyndin. Með ■ þetta að bakhjarli tekst leik- . stjóranum að gæða sýninguna j hei'lmikiu lífi og gera 'hana mjög skemimtilega í heild, 'þrátt fyrir þá staðreynd, að leikur í næst- um öllum hlutverkum er með veikasta móti. Skiljanleg vanda- mál nýliðans eru augljósari en oft gerist í Herranótt, þar sem allir eru að fást við þau í fyrsta sinn. i Hins vegar er það svo, að æskublómi og æskufjör 'vega á j slíkum sýningum mjög á móti ýmsum tæknilegum vanköntum, og hið jákvæða andrúmsloft,sem ríkir í áhorfendasalnum, hjálp ar ekki hvað minnst til. Leik- stj ’ rinn gerir sér ful'la grein fyrir þessu,ræðst lítt í það verk að , að lagíæra lál'bragð og framsögn ! e'nstakra leikenda utan það að . forða þeim frá yfirleik, en legg- ur alla áherzlu á að vanda stað- setningar og hreyfingar, svo að aldrei kemur til ringulreiðar, þótt margir séu á ferli um svið- ið í einu. Danssporin eru skemmti .?g, einföld og viðráðanleg. Samt þykir mér leikstjórinn hefði get að gert sér meiri mat úr sumum hópatriðunum t.d. á kránni, með því að gera þau hreyfanlegri og dreifa gleðikonum og bófum um sviðið í stað þess að safna þeim saman í einn hnapp á miðju sviði. Raddsterkari og þjálfaðri leikendum hefur oft reynzt erf- itt að ná til allra eyrna í Þjóð- leikhúsinu, svo að engan þarf að undra þótt nokkuð af text- anum færi forgörðum, þrátt fyr- ir þá sjálfsögðu ráðstöfun leik- stjórans að láta syngja allt af sviðsbrún fram í salinn. Þótt Þjóðleikhúsið sé óneitanlega hinn glæsilegasti staður, hæfir það stærðar sinnar vegna Herra nótt að mörgu leyti illa. Allt ytra borð sýningarinnar var með óvenjumiklum glæsi- brag. Stúlkur í Menntaskólan- um saumuðu búningana sjálfar eftir teikningum Unu Collins, sem gerðar eru af sömu kunn- áttu og frumleika og við eru teknir að venjast í öllum verk- um frá hennar snjöllu hendi. Ingólfur Margeirsson gerði leik tjöldin. Þau báru vott um meiri hugkvæmni og þekkingu á mögu- leikum sviðsins en venjulegt er að sjá. Vera má að leikstjórinn hafi haft drýgsta hönd í ‘bagga um hugmyndir, en hvort sem svo er eða ekki, þá er verkið geysi- vel unnið og reyndar að mínu áliti athyglisverðasta framlag nokkurs eins nemanda til sýn- ingarinnar. Aðalhlutverk „Betlaraóper- unnar“, stigamaðurinn og kvenna bósinn Macheath kapteinn, er að mörgu leyti vel leikinn af Guð- mundi Einarssyni. Guðmundur hefur einstaklega afslappaðar hreyfingar og eðlilegan lima- burð, af svo algerum byrjanda. Hann er aðlaðandi og talsvert þróttmikill á sviðinu, en hon- um tókst ekki að tjá hina háska- Iegu eðlisþætti persónunnar. Poliy og Lucy voru leiknar af ■ Aðalbjörgu Jako'bsdóttur og Sig- I ríði Egilsdóttur. Sökum reynslu- í ieysis áttu þær í nokkrum erfið- leikum með hreyfingar sínar og ekki síður textameðferð, en Að albjörg var þó lífleg í andliti, og báðar eru þær laglegar ungar - ólkur. Hilmar Hansson og Grímur p’r Valdimarsson léku skálkana Peachum og Lockit af þó nokkr I um myndugleik. Sömuleiðis náði ! Sjöfn Magnúsdóttir dágóðu skopi úr hlutverki frú Peachum. Guðrún Pétursdóttir var hressi- , leg sem Diana Trapes, útgerðar I kona skyndikvenna. Hópur í hinna síðastnefndum var með á- I gætum, bæði að útliti og hljóð- um. Sigríður Ólafsdóttir, sem I lék eina þeirra, skar sig úr öðr- | um leikendum fyrir góða söng- | rödd Stefán Thors, sem líklega er | einn leikenda dálítið hagavanur á leiksviði, fór látlaust með held l ur lítið hlutverk þjófsins Filch. ! Davíð Oddsson kom smekklega fram í hlutverki betlarans sem , er fulltrúi höfundar í leiknum, ■ og það sama er að segja um I Hrafn Gulmlaugsson, formann leiknefndar, í hlutverki leikar- ans. Bófaflokkur Macheaths var j litrík hjörð og spaugileg. Frumsýningunni var afburða- i vel tekið og leikendur, leikstjóri j og tónsmiður ákaft hylltir í leiks ’ lok. Örnólfur Árnason. 60 ára afmælisfagnaður knattspyrnufélagsins Fram verður haldinn í Lídó 9. marz n.k. Knattspyrnufélagið Fram. 5 herh. ibúð i Háaleitishverfi Af sérstökum ástæðvm er til sölu 5 herb. íbúð, 120 ferm. á góðum stað í Háaleitishverfi. Æskileg eru skipti á 2ja-3ja herb. íbúð í Austurborginni Upplýsingar í síma 32398. DANISH GOLF Nýr stór! gódur smávindill Smávindill í réttri stærd, fullkominn smávindill, fram- leiddur úr gædatóbaki. DANISH GOLF, nýr, stór! Smávindill,sem ánægja eradkynnast.DANISHGOLF er framleiddur af stærstu tóbaksverksmidju Skandina- viu, og hefir í mörg ár verid hinn leidandi danski smávindill. Kauþid í dag DANISH GOLF í þægilega 3stk.þakkanum. SCANDINAVIAN TOBACCO COMPANY DENMARK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.