Morgunblaðið - 27.02.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.02.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1968 3 LOÐNUVEIÐI hefur verið sæmi leg við Suður- og Austurland, þegar gefið hefur á sjó. Lang- mest hefur borizt af loðnu til Vestmannaeyja, en einnig nokk uð í síldarbræðslur á Austur- landi. Nokkrar síldarbræðslur hafa nú stöðvað móttöku á loðnu vegna yfirvofandi verk- falla. í gær höfðum við sam- band við þær verstöðvar, sem hafa tekið á móti loðnu og innt- um frétta. Bræla hefur nú ver- ið á miðunum í tvo daga og eng- in loðna hefur veiðzt. Eftir því sem einn starfsmaður Fiski- mjölsverksmiðju Fáskráðsf jarð- ar sagði okkur, taldi hann að þær síldarbræðslur sem hefðu stöðvað móttöku gerðu það vegna yfirvofandi verkfalla, því ef til verkfalls kæmi væri ekki hægt að liggja með hráefni, sem skemmdist æ meir eftir því sem það biði lengur vinnslu. Vestmannaeyjar: 1 Vestmannaeyjum eru tvær síldarbræðslur og hefur Fiski- mjölsverksmfðja Vestmannaeyja tekið á móti rúmlega 3 þúsund Seley SU 10 kemur með 264 tonn af loðnu til Eskifjarðar sl. föstudag. Ljósm.: Vilb. Guðnas. Flestar síldarbræðsiurnar taka enn á móti loðnu Alls hafa veiðzt á 9. þúsund tonn tonnum af loðnu. í þróm verk- smiðjunnar eru nú u.þ.b. 2800 tonn af loðnu, og er það hrá- efni til 8 eða 10 daga. Annars taka þrærnar um 7—8 þús. tonn. Gideon, Gjafar og ísleifur voru síðustu bátar sem lönduðu hjá verksmiðjunni sl. laugardags- kvöld, en móttaka hefur verið stöðvuð i bili. Fiskimjölsverksmiðja Einars Siigurðssonar hefur tekið á móti rúmlega 1000 tonnum, en þrær FES taka um 7 þús. tonn. FES hefur ekki sett nein takmörk á móttöku og væntir meira magns af loðnu, en í gær var bræla á mi'ðunum og slæm veðurspá. Stöðvarfjörður: Saxabræðslan hf. hefur tekið á móti 330 tonn- um af loðnu. Öll sú loðna barst á land í fyrradag frá Guðbjörgu GK 100 tonn, Kristjáni Valgeir 109 tonn og Gísla Árna 121 tonn. Gísli Árni hélt strax á miðin eftir löndun, en engin veiði hef- ur verið vegna brælu á miðun- um. Guðbjörg og Kristján Val- geir eru ennþá á Stöðvarfirði. Saxabræðslan hefur ekki stöðv- að móttöku á loðnu. Norðfjörður: Búið er að landa um 1000 tonnum af loðnu hjá gömlu bræðslunni, sem er eldri bræðsla Hraðfrystihúss Eski- fjarðar. Loðnan er af 3 bátum, Seley, sem var með 264 tonn á föstudaginn og 164 tonn í fyrra- dag, Eldborgu, sem var með 431 tonn í fyrradag og Þórði Jónas- syni, sem var með 155 tonn í gær. Síldarmóttakan er opin og ekki hefur verið gefin út nein tilkynning um stöðvun á mót- töku. Fáskrúðsfjörður: Fiskimjöls- verksmiðja Fáskrúðsfjarðar hf. hefur tekið á móti u.þ.b. 800 tonnum af loðnu og var byrjað að bræða kl. 12 á hádegi í gær. Bátarnir sem komu með loðn- una eru: Þórður Jónasson með 270 tonn á föstudag, Bjarmi II með 200 tonn á laugardag og 10 sækja um 3 lektorsembætti AUGLÝST hafa verið laus til umsóknar þrjú lektorsembætti við Háskóla Islands, í sögu, málfræði og bókmenntum. Um sækjendur um þessi embætti eru alls 10. Um söguembættið sækja: Bergsteinn Jónsson, Björn Þor steinsson, Jón Guðnason, Jón R. Hjálmiarsson, Loftur Gutt- ormsson og Odid Diðriksen. Um máifræðiemibættið .sækir: Helgi Guðmun«isson. Um bókmenntaembættið sækja: Davíð Erlinsson, Jón Böðvarsson og Óskar Halldórs- son. Gígja með 300 tonn á laugar- dag. Hætt er að taka á móti loðnu vegna yfirvofandi verk- falís. Neskaupstaður: Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað hefur tekið á móti u.þ.b. 2000 tonnur og er loðnan af eftirtöldum bátum: Árna Magnússyni 200 tonn, Ör- firisey 320 tonn, Óskari Hall- dórssyni 200 tonn, Berki 800 tonn, Voninni 100 tonn og Jóni Garðar 250 tonn. Síðustu bátar lögðu upp á laugardag og í gær var byrjað að bræða. Móttaka er enn í fullum gangi. Seyðisfjörður: Síldarverk- smiðjan Hafsíld hefur tekið á móti 225 tonnur af Gullver og verður tekið á móti áfram, ef loðna berst. 66 Einar Olgeirsson á „einingarráðstefnu kommúnista — í Búdapest f FRÉTTASKEYTI, sem Mbl. barst í gær er frá því skýrt, að formaður kommúnista- flokksins á íslandi sitji nú al- þjóðafund þann, sem komm- únistaflokkar víðsvegar úr heiminum halda í Búdapest í Ungverjalandi, en þar mun m.a. eiga að ræða ágreinings- efni kommúnistaflokka hinna ýmsu landa. Segir í frétta- skeytinu, að kommúnistaflokk urinn á íslandi hefði áður ákveðið að senda ekki full- trúa á fund þennan. Mbl. sneri sér í gær til skrifstofu Sameiningarflokks þessum Aðspurður kannaðist alþýðu Sósíalistaflokksins og framkv.stjóri Sósíalistaflokks var þar staðfest ,að Einar Ol- ins ekki við, að áður hefði geirsson, formaður þess verið tekin ákvörðun um að flokks, væri um þessar mund senda ekki fulltrúa á fund- „áheyrnar“fuiltrúi á fundi inn. 1 Eins og skýrt var frá í sunnudagsblaði Mbl. varði Gunnar Thoroddsen sendiherra doktors- ritgerð sína „Fjölmæli", s.l. laugardag. Fór doktorsvörnin fram í llátíðasal Háskóla íslands að viðstöddu fjölmenni. Að henni Iokinni lýsti prófessor Ólafur Jóhannesson forseti Laga- deildar Háskóla islands því yfir, að Gunnar Thoroddsen væri réttkjörinn doktor juris við lagadeild Háskóla íslands. Var hinum nýkjörna doktor ákaft fagnað með langvinnu lófataki. Myndin er tekin við doktorsvörnina og er af þeim prófessor Ólafi Jóhannessyni, er stýrði doktorsvörninni og andmælendum rektori Árrnanni Snævarr og .dr. juris Þórði Eyjólfssyni Nánar verður sagt frá efni dokíorsritgerðarinnar ©g vörninni í blaðinu á morgun. (Ljósm. Kr. Ben.) Kópavogur AÐALFUNDUR Fulltrúaráðs Sj álfstæðisf élagan na 1 Kópa- vogi verður haldinn í kvöld og heifst kl. 20,30 í Sjálfstæðisihús- in-u við Borgarholtsbraut. Á dagskrá eru venjuleg aðal- fumdiarstörf og 1-agaibreytingar. Þá munu alþingismennirnir Mattihías Á. Mat/hiesen og Odd- ur Andrésson ræða stjórnmála- viðlhio-rtfið. Félagar eru hvattir til þess að fjölmenna á fundinn. Scranton, Pennsylvania, 26. febrúar — AP SJÖTÍU og níu ára gamall mað- ur að nafni Edward Foderaro, fékk í gær skilnað frá eigin- konu sinni, sem er 22 árum yngri en hann. Ástæðan var sú, að eiginkon-an háfði sett dauða mús í nestiispakka Foderaro og var kom-izt að þeirri niðurstöðu, að tiitækið sýnd-i hina mestu grimimd. STAKSTEIMR Einangrunarstefna hverra? \ f GREIN ritstjóra Framsóknar- blaðsins um utanríkisverzlunina, sem áður hefur verið gerð að umtalsefni hér, er því haldið fram, að við íslendingar rekum eins konar ein,angrunarstefnu í utanríkisviðskiptum og leitum ekki nægilega nýrra markaða. Jafnframt er bent á Norðmenn sem sérstaka fyrirmynd í þess- um efnum. En hverjar eru stað- reyndirnar í málinu? Um 70% af viðsikiptum Norðmanna eru við EFTA og EBE-löndin en að- eins 60% af okkar viðskiptum eru við þessi lönd. Rúmlega 3% af viðskiptum Norðmanna eru við A-Evrópulöndin en um 12% af okkar viðskiptum eru við þessi lönd. Ennfremur thöfum við lagt mun meiri áherzlu á markaðs- öfiun í vesturheimi heldur en Norðmenn. Það liggur þvi ljóst fyrir, að eigi að tala um ein- angrunarstefnu í utanríkisvið- skiptum og að „heimurinn er meira en Vestur-Evrópa“ þurfa Norðmenn fremur á ráðlegging- um að halda i þeim efnum en við. Til föðurhúsanna? Áhugamenn um stjórnmál hafa lengi velt því fyrir sér, hver verða muni niðurstaðan í átökunum innan Alþýðubanda- lagsins, en um þau mál hefur verið hljótt um nokkurt sikeið. Ýmsir hafa lengi haldið því fram, að fyrr eða síðar muni þeir jafn.aðarmenn, sem yfirgáfu Al- þýðuflokkinn 1939 og 1956 snúa heim tii föðurhúsa. Af háifu ým- issa aðila innan Alþýðuflokksins svo sem Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur hafa n-okkrir til- burðir verið hafðir upp í þessu skyni. Þeir seom þekkja hve per- sónuleg afstaða mann til ihvers annars getur haft mikil áhrif í stjórnmálabaráttunni hafa hins vegar lengi haldið því fram að slík endursameining muni eikki verða nema fyrir tiiverknað næstu kynslóðar á eftir þeim, sem klufu. Nú bendir ýmisiegt til þess, að einmitt þessi skoðun eigi töluverðan rétt á sér. Við- ræður eru hafnar milli „nýju“ kynslóðanna í Alþýðuflokknum og þeim hluta Aiþýðubandalags- ins, sem hefur inni að halda menn með skoðanir jafnaðar- manna. Verður fróðlegt að fylgj- ast með framhaldinu. Ölæsir Engu er líkara ein taugaveikl- un Framsóknarforingjanna nú síðustu daganna hafi orkað svo á þá að þeir séu ekki lengur iæsir. Þeir segja að Morgunblað ið hati samvinnuhreyfinguna og gleðjist yfir erfiðleikum henn- ar. En hvað sagði Morgunblað- ið. Þetta: „1 forustuliði samvinnuhreyf- ingarinnar er mikið af ágætis- mönnum. Á þeim hvílir nú sú ábyrgð að rannsaka niður í kjöl inn rekstur þeirra fyrirtækja þeirra, sem þeim hefur vterið falið að stjórna, og vissulega hljóta allir velviljaðir menn að óska þess, að unnt verði að ena urskipuleggja rekstur sam- vinnufélaganna og treysta hann, jafn gífurlega þýðingu og þessi fyrirtæki hafa um land allt. Morgunblaðið hefur áður lýst þeirri skoðun sinni, að það vilji styðja aðgerðir þeirra manna innan samvinnuhreyfingarinn- ar, sem vilja gera breytingar til að bæta reksturinn og styrkja félögin. Vill blaðið endurtaka þær yfirlýsingar . . .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.