Morgunblaðið - 27.02.1968, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 27.02.1968, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1968 19 Vökufundur um Alþingi og embættismannakerfið Embættismannakerfið og Al- þing var umræðuefni á fundi Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, á Hótel Sögu þriðju- daginn 13. febrúar sl. Frummæl endur voru Jónas H Haralz, forstöðumaður Efnahagsstofn- unarinnar, og Þór Vilhjálms- son, prófessor. Gestir fundar- ins voru Jón Árnason, formað ur fjárveitinganefndar Samein- aðs Alþingis, Jónas G. Rafnar, forseti Efri deildar, og Sigurður Bjarnason, forseti Neðri deild- ar. Að loknum framsöguerind- um hófust hinar f jörugustu umræður og einnig var fyrir- spurnum beint til frammælenda og gesta. Stóðu umræður fram yfir miðnætti. Júlíus Sæberg Ólafsson stud.. oecon formaður Vöku setti fundÍTtn, en síðan tók til máls Þór Vilhjálmsson. Hann lýsti störfum Alþingis og embættismanna. Taldi hann ljóst, að raunveruleg þátttaka þingmanna í undirbúningi laga hefði minnkað, og mætti m.a. sj'á þetta af því, að hlutfalls- tala þeirra laga, sem byggð- ust á stjórnarfrumvörpum, hefðl hiækkað mi'kið undanfarna áratugi. Frumvörp þessi væru oft undirbúin fyrir ríkisstjórn- ina af emibættismönnum og sér- fnæðingum m.a. mikilvægustu frumivörp um efnalhaigsmál. Ræðumaður kvað embættis- mannakerfið ótrúlega flókið, margt væri gott um embættis- menn að segja, en einnig væru margir gallar á núverandi kerfi. Það væri í eðli sínu ólýð ræðislegt, samband embættis- manna við almenning ekki tryggt, og kerfið væri ósveigj- anlegt, m.a. vegna þess, að ekki væri í raun um flutning manna milli embætta að ræða. Meðal ráða, sem nú þegar væru notuð til að hamla gegn annmörkum embættismannakerf isins, nefndi Þór sjálfstjórn sveitarfélaga og nefndaskipan- irnar. Meðal frekari úiræða nefndi hann nýja skipan á sveitarstjórnarmálum með Igleggri verkasikiptingu milli ríkis og sveitarfélaga, mark- vissari stefnu í því, hvaða verkefni væru falin nefndum, umræður á Alþingi um stjórn- sýsluna og meira svigrúm til að flytja einstaklinga milli em- bætta í sama launaflokki. f síðari hluta framsöguræðu sinnar ræddi Þór Vilhjálmsson um hlutverk sérfræðinga. Kvaðst hann sízt vilja neita, að mörg mál yrðu ekki leyst nema með atbeina þeirra, en Kúplingsdiskar í flestar gerðir bifreiSa. Sendum i póstkröfu. Kristinn Guðnason hf. Klapparstíg 27. Sími 12314. Laugaveg 168. Simi 21965. ekki ætlaði hann að rekja það í ræðu sinni. Hins vegar væri ástæða til að benda á annmark- ana á því að fela sérfræðingum einum meðferð mála. Nefndi hann í því sambandi nokkur atriði, en kvað það mestu skipta, að engin sérfræðl gæti bent á annað en leiðir að marki sem við yrðum sjálf að ákveða, hvert væri. Markmiðin yrði fólkið að setja og lýðræðið yrði að vera undirstaða landsstjórn- arinnar.Allt embættismannakerf ið og stjórnkerfið að öðruleyti jrrði að miða við, að lýðræðið væri í heiðri haft. Fólk yrði að fá að stjórna sér sjáift vel eða illa eftir eigin vali. Ræðumaður kvað ástæðu til að vekja athygli á þessu hér á landi nú, m.a. vegna vax- andi áhrifa embættismanna og sérfræðinga en þverrandi raun- verulegrar þátttöku Alþingis í að taka ákvarðanir um mikil- vægustu mlál. Næstur tók til máls annar frummælandi Jónas Haralz, for stjóri Efnahagsstofnunarinnar. Hann rakti sögulegan aðdrag- anda islenzka embættismanna- kerfisins og taldi neikvæðar skoðanir almennings á embætt- ismönnum mega rekja til þess tíma er ísland var ófrjálst .and. Embættismenn hefðu þá þegið vald sitt og verið ábyrgir gagn vart erlendu valdi og andúð á þeim verið landlæg. Ef litið væri til íslenzkrar embættismannastéttar eins og bún gerðist um aldamótin væri augljóst, að gerbylting hefði átt sér stað. í þá daga hefðu verk- efnin verið tiltölulega einföld, enda sá hugsunarháttur ríkj- andi, að ábyrgð ríkisvaldsins í þjóðfélaginu skyldi afmörkuð við örflá svið. Hlutverk Alþingis hefði á þessum tímum verið miklu rauii- hæfara, og þingið fært um að taka ákvarðanir án mikillar sér- fræðilegrar aðstoðar. Litu menn nú til V—Evrópu- landa, sem byggðu á einstakl- ings framtaki í atvinnulífinu, mætti sjá þá gjörbreytingu, sem átt hefði sér stað. Ábyrgð ríkis- valdsins væri geysimikil, flókið og margþætt embættismanna- kerfi væri afleiðingin. Þau svið, sem nú væri álitið sjálfsagt að telja í verkahring ríkisins svo sem efnahags, fræðslu og heil- brigðismál hefðu áður fyrr ver- ið álitin óviðkomandi ríkisvald- inu. fslendingar hefðu sett markið hátt. Við ætlum okkur að reka hér hið fullkomna þjóðfélag. Þetta mark er miklu hærra, en nokkurt hinna svokölluðu „mini ■—ríkja“ stefnir að. í brezku tímariti var sagt í háðungar- skyni um efnahags og sparnað- arráðstafanir Wilsons, að Bret- land gerðist nú ísland með 55 milljónir íbúa. Um okkur er öðru vísi farið, við stefnum að Bretlandi með 200 þúsund íbúa. Luxemburg er eitt þeirra ríkja, sem hægt er að bera ís- land saman við, hvað fæð íbúa viðvíkur. En Luxemburgarmenn keppa ekki að sömu markmiðum og íslendingar. Gjaldmiðill hagskerfið er hluti efnahagskerf is Beneluxlandanna stjórnað frá Brussel. En hvernig mega íslendingar bezt ná settu marki, og hvern- ig hefur til tekizt. Sumir vilja ætíð gera samanburð við önnur lönd og ala á óánægju. En er það ekki kjarni málsins, að við verðum að gera strangari kröf- ur og skipuleggja betur en aðr ir, svo markinu verði náð. Embættismenn verða að losa sig við úreltan skilning á hlut- verki sínu og temja sér nútíma- legri sjónarmið. Þeir verða að sýna framtak út á við og leita uppi aðkallandi verkefni. Þeir skyldu líta á hlutverk sitt, að kanna málin og meta leiðir að settum markmiðum. Enginn ráðu neytisstarfsmaður skyldi telja stefnu ráðuneytis síns sér óvið- komandi. Ráðuneyti ættu annars að vera fremur litlar stofnanir með fáum mönnum. Hlutverk þeirra er erlendur. of efna- í samráði við stjórnmálamennina. Oft kæmi í ljós við hlutlæga könnun, að minni ágreiningur væri um markmiðin en við fyrstu sýn. Þannig hefði hlutlaus könnun eytt ágreiningi um stað setningu álversins. Nútíma þjóðfélag krefðist sterks framkvæmdarvalds og •jafnframt náinnar samvinnu stjórnmála og embættismanna. Margir óttuðust eflingu fram- kvæmda'valdsins en sá ótti ætti að vera ástæðulaus hér, því framkvæmidavaldið hefði verið veikt frá alda öðli. Þá skyldu menn hafa í huga, að öflugt framkvæmdarvald væri fullkom lega lýðræðislegt, ef skipt væri um stjórnendur og nýir valdir eftir reglum lýðræðisins. Að loknum framsöguræðum hófust miklar og fjörugar um- ræður. Skiptust fundarmenn á skoðunum við framsögumenn og gesti, bar margt á góma. Það var komið fram yfir miðnætti, þegar formaður félagsins Júlíus S. Ólafsson sleit fundi. Háseta og kokk karl eða konu, vantar á bát, sem út frá Sandgerði, með þorskanet í síma 51469 og 51119. gerður verður í vetur. Uppl. Félag járniðnaðarmanna Aðalfundur Félags jámiðnaðarmanna verður haldinn fimmtu- daginn 29. febrúar 1968 kl. 8.30 e.h. í Félags- heimili Kópavogs. D a g s k r á : 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kjaramálin. 3. Önnur mál. Mætið vel og stundvíslega. Ath. Reikningar félagsins liggja frammi í skrif- stofu þess að Skólavörðustíg 16, þriðjudaginn 27. febr. og miðvikudaginn 28. febr. kl. 4 til 7 báða dagana. Stjórn Félags járniðnaðarmanna. 15% LÆKKUN Getum bobib nokkrar 1967 DODGE og PLYMOUTH bifreiðar með 15°lo lækkun frá 7968 verdinu Á boðstólum eru nokkrir DODGE CORONET, PLY- MOUTH, FURY, DODGE DART og PLYMOUTH BELVEDERE 1967. Þetta er síðasta tækiifærið fyrir vandléta biifreiðaeig- enidur að tryggja sér ameríska ein'kabíla á hagstæðu verði. Hafið sam/band við umiboðið strax í dag, og tryggið yður einn af þeim fáu bílum sem eftir eru. Látið oss gera yður tilboð í gamla bílinn. Chrysler-umboðið VÖKULL HF. Hringbraut 121 — Sími 10600.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.