Morgunblaðið - 27.02.1968, Side 14

Morgunblaðið - 27.02.1968, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRUAR 1968 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands. VERKAL ÝÐSFÉLÖGIN TREG TIL VERKFALLA T Tm 40 verkalýðsfélög ^ hafa nú boðað verkfall frá 4. marz nk. hafi samning- ar ekki tekizt fyrir þann tíma. í þessum hópi eru nokkur stærstu og þýðingar- mestu verkalýðsfélög lands- ins, svo sem Dagsbrún og Iðja í Reykjavík, Hlíf í Hafn- arfirði, Eining á Akureyri og verkalýðsfélögin í Árnes- sýslu. Er því ljóst að komi til hins boðaða verkfalls munu framkvæmdirnar í Straums- Vík og við Búrfell stöðvast. En í þessum hópi eru ekki ýmis önnur félög og samtök, svo sem Landssamband ísl. verzlunarmanna og Verzlun- armannafél. Reykjavíkur og ekki er heidur vitað til þess að verkalýðsfélög í heilum landshlutum, svo sem á Vest- fjörðum og Suðurnesjum háfi boðað verkfall. Þessar staðreyndir sýna glöggléga, að verkalýðsfélög- in ganga treg til þessara stöðvunaraðgerða. f Vest- mannaeyjuni, einni stærstu verstöð landsins, var verk- fallsboðun samþykkt með 19 atkvæðum gegn 16. Það eru sem sagt 19 menn, sem bera ábyrgð á því, að vertíðar- störfin stöðvast í þessari þróttmiklu verstöð. Sú á- byrgð hlýtur að vera þung á herðum þessara 19 manna. Þótt fleiri verkalýðsfélög kunni að bætast í hópinn síðar er ljóst, að eftirtekjur Alþýðusambandsins eru held ur rýrar. Um þriðjungur af aðildarfélögum þess hefur enn sem komið er fengizt til verkfallsboðunar. Forustu- menn ASÍ ættu að íhuga vandlega, hvern lærdóm þeir geta dregið af þeirri stað- reynd. En það er ýmislegt, sem bendir til þess að forustu- mönnum verkalýðsfélaganna sé þegar ljóst, hvílík óánægja ríkir meðal óbreyttra með- lima verkalýðsfélaganna vegna fyrirhugaðra verkfalls aðgerða. Sl. sunnudag birti kommúnistablaðið athyglis- .vert viðtal við Eðvarð Sig- úrðsson, formann Dagsbrún- ar. í viðtali þessu leggur for- maður Dagsbrúnar höfuð- áherzlu á að sannfæra félags- menn sína um, að Dagsbrún leggi tíl verkfalls nú til þess að tryggja vinnufriðinn í framtíðinni. „Þannig forðum við ófriði á vinnumarkaðnum eins og á árunum 1960 til 1964“, segir Eðvarð í viðtal- inu. Þessi ummæli sýna glögglega ótta forustumanna Dagsbrúnar við óánægju fé- lagsmanna sinna vegna yfir- vofandi verkfalls. Komi til verkfalls er að- eins ein staðreynd vís. All- ir munu tapa á því verkfalli. Jafnvel þótt verkalýðsfélög- unum tækist að knýja fram kröfur sínar um verðtrygg- ingu launa mundu launþegar aldrei geta unnið upp töpuð vinnulaun þann tíma, sem verkfallið stæði. Rekstur þjóðarbúsins er nú fyrst að komast í eðlilegt horf eftir erfiðleika að undanförnu. Hvað töpum við miklu auk verðfallsins á verkfalli, þeg- ar vertíðin stendur sem hæst? Þeir sem ábyrgðina bera á því, ef langvinn verkföll skella á n.k. mánudag, verða að reyna að gera sér grein fyrir því, hvað við tekur að loknu því verkfalli, ef verka lýðsfélögin knýja fram kröf- ur, sem atvinnuvegirnir geta ekki staðið undir. Fari svo er ekki annað fyrirsjáanlegt en atvinnuvegirnir stöðvist á ný og leiti fyrirgreiðslu hjá ríkisvaldinu. Hinu opinbera verður þá nauðugur einn kostur að grípa til ráðstaf- ana, sem geti á ný tryggt atvinnuvegunum rekstrar- grundvöll og slíkt verður aldrei gert nema leggja nýj- ar byrðar á þegnana í einu eða öðru formi. Eru Hanni- bal Valdimarsson, Eðvarð Sigurðsson, Björn Jónsson og Guðmundur J. Guðmunds son, réiðubúnir að standa frammi fyrir dóm þjóðarinn- ar og axla ábyrgðina af því að kalla yfir almenning í þessu landi nýjar byrðar og álögur og ófyrirsjáanlegt tap vegna stöðvunar atvinnuveg- anna? FYRIR HVERJA BERJAST VERKA- LÝÐSFÉLÖGIN? lVTú sem fyrr eru það lág- -*■ ’ launamennirnir, sem eiga að bera hita og þunga dagsins í verkfallsbaráttunni. Það er láglaunafólkið í Dags- brún og Iðju, í Hlíf og Ein- ingu, sem það á að gera. En fyrir hverju er það að berjast og fyrir hverja er það að berjast? Forustumenn verkalýðsfé- laganna segja að megin- krafan sé verðtrygging launa. aeYMsm Spönsk sjónvarpsmynd um Jean d’Arc hlaut verðlaun í M onte Carlo Monte Carlo. NÝLEGA var haldin sjón- varpsdagskrárhátíð í Monte Carlo og sýndu þar sjónvörp frá flestum löndium í Bvrópu og víðar margs konar sjón- varpsefni, leikrit, kvikimynd- ir og fræðsluþætti. Einna mesta athygli á hátíðinni vakti sjónvarpskvikmynd um Jeanne d’Arc og hlaut hún ein rórna viðurkenningu dóm- nefndarinnar. Myndin heitir „Saga létt- úðarinnar" og er sögð í flest- um atriðum frábrugðin öðr- um útgáfum, sem menn hafa hingað til þekkt um Jeanne d‘ Arc, þar sem hún sýnir í myndinni all djarfan klæða- felling — strip-tease — og þótti þetta bera vott um frjótt ímyndunarafl, að koma slík- um atriðum inn í sögu henn- ar. En það sem mesta undrun vakti var þó ekki það eitt, heldur að myndin er ættuð frá Spáni, því ramm-kaþólska landi og þótti það óvenjulegt fyrir flestra hluta sakir. Hins vegar mun engum, sem mynd ina sáu í Monte Carlo, hafa blandazt hugur um, að „Saga léttúðarinnar“ var mæta vel að verðlaununum komin. Önnur verðlaun hiaut bandaríska myndin „The American Boy“ er sú mynd í þremur þáttum og lýsir sak- lausri ást tveggja unglinga á hugnæman og fagran hátt. Tékkóslóvakía fékk heiðurs verðlaun fyrir beztan leikrits- flutnings á Dostojevski-leik- Úr kvikmyndinni „Saga léttúðarinnar". riti og sannaði þar enn einu sinni, að Tékkóslóvakía ber höfuð og herðar yfir flest önn ur lönd hvað snertir flutning og gerð sjónvarpsleikrita. Friðarverðlaun hátíðarinn- ar fóru til Sovétríkjanna fyr- ir myndina „Sovézk móðir“. Þótti myndin mesta afbragð og laus við tilfinningasemi, sem efnið gæfi þó vissulega tilefni til. Myndin fjallar um rússneska konu í litlu þorpi. Hún hefur eignazt níu sonu og eina dóttur. Nú á hún að- eins dótturina eftir. Synina níu hefur hún misst í heims- styrjöldunum tveimur. Bandaríkin fengu verðlaun fyrir beztu fréttadagskránna sem hét „Eyjan sem heitir Ellis“. Segir þar frá eyju skammt fá frelsisgyðjunni, þar sem erlendir innflytjend- ur verða að dveljast þar til búið er að athuga pappíra þeirra og plögg. Myndinni lýkur á ávarpsorðum frá Johnson forseta. Franska leik konan Michele Morgan var kjörin bezta leikkona ársins á hátíðinni. Alþjóðablaðamannaverð- launin féllu í skaut Englandi fyrir fræðsLudagskránna „A bit of Experience" og urðu um þá niðurstöðu hatramm- ar deilur og neituðu Frakkar að fallast á þær reglur, sem gilda áttu um atkvæðagreiðsl una, þar sem þær þóttu ekki hlutlausar að öllu leyti. En hvað þýðir verðtrygging launa? Hún þýðir, að há- tekjumennirnir hljóta mun meiri kauphækkun vegna verðtryggingarinnar en lág- launafólkið. Um leið og lág- launafólkið í Dagsbrún og Iðju er þannig að berjast fyrir nokkurri kauphækkun sér til handa berst það fyr- ir enn meiri kauphækkun til þeirra, sem nú þegar búa við mun betri kjör. Það er öllum ljóst, að verkfall er bit- laust án þátttöku verkafólks- ins. En er því ljóst að þess er krafizt af því, að það fórni tekjum og vinnu um hábjargræðistímann til þess að berjast fyrir launahækk- unum annarra, sem búa við mun betri kjör en það sjálft? Það er vissulega rík á- stæða fyrir forustumenn lág- launafólks að doka við og at- huga hvert þeir eru að fara, áður en lengra en haldið á þessari braut. Láglaunamenn hljóta að spyrja, hvers vegna þeir eigi að berjast harðri baráttu fyrir aðra — og þeir hljóta að krefja leiðtoga sína svars. SÉRSTÆTT TILEFNI TTið boðaða verkfall hinn 4. marz n k. er að því leyti sérstætt, að til þess er ekki efnt, vegna þess að forustu- menn verkalýðsfélaganna telji sér nauðsynlegt að láta þegar í stað sverfa til stáls við atvinnurekendur. Til þessa verkfalls er efnt vegna innbyrðis togstreitu og ágreinings Hannibals Valdi- marssonar og Björns Jónsson ar, annars vegar, og komm- únista í verkalýðshreyfing- unni undir forustu Eðvarðs Sigurðssonar hins vegar. Kapp þessara tveggja arma er orðið slíkt, að hvorugur aðilinn telur sig hafa efni á því að sýna skynsemi og hygg indi í þeim samningum um kjaramál, sem nú standa yfir. Hannibal og Björn vita hvers þeir eiga von frá kommúnista blaðinu, sýni þeir á sér ein- hvern bilbug í verkfallsað- gerðunum. Þess vegna eru þeir ekki síður hvatamenn að þessum verkfallsaðgerðum nú en kommúnistarnir. Þannig eru hagsmimamál launþega í landinu orðin tæki í innbyrðis baráttu ein- stakra þingmanna Alþýðu- bandalagsins. Lausar stöður h]á S.Þ. UT ANRÍ KISRÁÐUN E YTIÐ vill vekja afchygli á því að upp- lýsingar um lausar sböður í að- alstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York, og hjá hinum msu sérstofnunum þeirra. eru veitt- ar I ráðuneytinu. Frá Utanríkiisráðuneytinu. Barnaspítala- sjóði Hringsins berast gjafir í ARFLEIÐSLUSKRÁ sinni á- nafnaði Egill Vilhjálmsson, for- stjóri. Barnaspítalasjóði Hrings- ins kr. 25.080,00- Sömuleiðis var eins og undan- farin ár afhent minningargjöf um Magnús Má Héðinsson að fjárbæð kr. 300,00. Kvenfélagið Hringurinn þakk- ar af albug þessar gjafir og þann hlýhug sem þeim fylgir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.