Morgunblaðið - 27.02.1968, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1968
Bjarni F. Finnbogason
í Búðardal — Fimmtugur
Aðeins örstutt afmæliskveðja
til þín og ykkar hjóna, Bjarni,
sem bæði færið merkisdaga í
dag og á fimmtudag.
Mér verður þá fyrst hugsað
til hinna gömlu góðu daga, er
við nutum handleiðslu Hóla-
staðar í bóklegu og verklegu
námi á krepputímunum miklu.
Þó hæglátur værir, þá engu að
síður ríkti glens, söngur og
græzkulaust „gaman“ í návist
þinni.
Þú hefur hlotið nótadrjúgar
•gáfur í vöggugjöf, eins og
vænta mátti frá þeim góða
bænda ættstofni, er þú ert af
kominn.
Á þeim tíma, sem við dvöld-
um á Bændaskólanum Hólum,
þá átti ég þess kost að kynn-
ast 70 til 80 æskumönnum og
stúlkum þar á nokkar aldurs-
skeiði og hefi aðeins bjartar og
góðar endurminningar frá þeim
kynnum, frá Hólastað þess
ítma ,sem seint hverfa úr
minni, þrátt fyrir fátækt og um
komuleysi miðað við nútíðar
hætti og kröfur tízkunnar.
En þegar að því kom að mig
fýsti eftir skólavistina á Hólum
í Hjaltadal, að taka mér fyrir
hendur námsferð til fjarlægari
landa í leit að viðleitni til land-
búnaðar-mennta, þá varst það
þú og þú fyrst og fremst, sem
ég hafði augastað á úr þessum
stóra vinahópi til þess að fá
til samstarfs og liðsinnis í þess
um efnum.
Þrátt fyrir síðar mitt „minna“
próf í sálfræði, þá tel ég mig
ekki hafa verið stóran „mann-
þekkjara", en það fór samt svo
að í þetta sinn þá reyndist mín
hugmynd um þennan unga
mann mikið rétt.
í framandi iandi, ókunnugur
högum og háttum, félaus og úr-
ræðalítill á sannkölluðum
krepputímum, þá reyndist þú
gætinn, tryggur og góður vinur.
Ég er ekki að taika þetta
fram hér vegna þess að ég
telji, að námsdvöl okkar hafi
verið nokkuð erfiðari eða öðru
vísi fjárhagslega en þá tíðkað-
ist hjá öðrum íslenzkum er-
lendis á okkar skeiði er leit-
uðu út fyrir landsteinana til að
Húsið Aðalstræti 9
Reykjavík er til sölu, til brottflutnings
eða niðurrifs og brottflutnings.
Þeir sem hafa áhuga á nánari uppl. og
vilja gera tilboð vinsamlegast sendi nöfn
og heimilisföng til Mbl. merkt: „5306“
fyrir 29. þ. m.
Iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði
Höfum til leigu iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði á bezta stað í
borginni, með nægum og góðum bílastæðum. 1. hæð um 500
ferm. 2. og 3. hæð um 150 ferm. hvor. Til greina kemur að leigja
hverja hæð fyrir sig. Tilboð sendist í pósthólf 1305 fyrir 3. marz.
PHILIP MORRIS FILTER
með virkum viðarUols fjÖlfilter
Gæðaframleiðsla frá Philip Morris
Morris
auka við þekkingu sína og
takmörkuðu útsýni uppeldisár-
anna, menningarlega séð. Við
þessar aðstæður varst þú alltaf
sá rólegi, æðrulausi, vinafasti
og vongóði félagi á hverju
sem gekk, og það þakka ég
þér nú sérstaklega á þessum
merku tímamótum í dag.
Liðsinni þitt í félags og
skemmtiiþiáttum skóla okkar á
Hólum og síðar í Noregi, minn
umst við samtíðarfólk þitt með
mikilli gleði og þakklæti. Þú
frískaðir upp félagsandann og
kímnigáfan brást ekki, þó hóg-
værðin væri ætíð í öndvegi höfð
hjá þér.
Ég veit því, Bjarni minn, að
ég mæli fyrir hönd þíns sam-
ferðafólks hér ' og erlendis í
leik og starfi, þegar ég segi,
hafðu mikla þökk fyrir góðan
félagsanda og trygglyndi : við
menn og málefni.
En af því að ég minntist á
hitt afmælisbarnið, þína ágætu
konu, Sigurlaugu Indriðadóttur
þá hefi ég góðar heimíldir fyr-
ir því að hún á sinn ómetan-
lega þátt í því, hve starfsgeta
þín hefur vel notast á ykkar
samstarfsbraut s.l. 21 ár.
Störf þín í bágu landbúnað-
arins verða ekki rakin hér að
sinni — þó ég viti að þau
hafi tekizt með ágætum, en að
mínum dómi er það of snemmt
svo ungur sem þú ert og mik-
ið ógert á þeim vettvangi.
En ég veit að bæði bændur
eyfirzkir og Dala kunna vel
þín verk að meta, enda árang-
ur víða augljós, ekki sízt, ef
ekið er um fagrar sveitir Dala
hin síðari ár, þó að sjálfsögðu,
að fleiri leggi þar hönd á plóg-
inn, sem vera ber.
Að endingu beztu hamingju-
éskir með 4 mannvænleg böm,
heillaríkt starf og myndar
heimili — ungu hjón —.
E. B. M.
Vinnusólir fyrir:
skip og báta,
byggingar,
vöruskemmur,
áhaldahús,
fiskvinnslustöðvar,
sveitabýli,
hvers konar vinnu-
staði þar sem góðrar
lýsingar er þörf.
256 watta.
500 watta.
Höggvarðar — vatnsþéttar, samþykktar af Raf-
íangaprófun i'íkisins.
Pantanir óskast sóttar sem fyrst.
Lúðv'ik Guðmundsson
Laugavegi 3. — Sími 17775.
Sjónvarpsloftnet - útvarpsloftnet
Höfum fyrirliggjandi sjónvarpsloftnet
fyrir allar rásir.
Einnig allt loftnetsefni fyrir einbýlis- og
fjölbýlishús.
Úrvals vestur-þýzk gæðavara frá Robert
Bosch Elektronic.
Hagstætt verð. — Önnumst uppsetningar.
/
mnnai Sfyzehmn Lf.
Suðurlandsbraot 16 - Revkjavlk - Slmnefni: »Volver« - Slmi 36200
Útibú, Laugavegi 33.