Morgunblaðið - 27.02.1968, Side 11

Morgunblaðið - 27.02.1968, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1968 11 Jón Magnússon Jón Ólafsson Halldór R. Júlíusson Eðvarð Guðleifsson Swos'lond fæi sjál'stæði RÍKISSTJÓRNIR Bretlands og Swasilands í sunnanverðri Afr- íku hafa ákveðið að Swasiland skuli fá sjálfstæði 6. september næstkomandi. Samningurinn um sjálfstæði landsins var undirritaður í Lon- don í dag. — Skrifaði George Thompson undir fyrir hönd brezku stjómarinnar, en Makhos ini Dlamini prins fyrir hönd Swazilands. Er samningurinn Virðuleg minningarathöfn á SlÐASTLIÐINN sunnudag fór fram minningarathöfn í Súða- víkurkirkju um sjómennina fjóra, sem fórust með vélbátn- um Trausta 13. þ.m. Þeir voru Jón Magnússon frá tsafirði, Jón Ólafsson, Halldór R. Júlíusson og Eðvarð Guðleifsson frá Súða- vík. Athöfnin hófst kl. 2 e.h. og var þá hvert sæti í kirkjunni skipáð og margir stóðu. Þá var settur hátali í barnaskólann og Flóðohætto í Flórens Flórens (Firenze) 23. febr. — NTB. — LJÓS brunnu í flestum húsum Flórensborgar í nótt og þúsundir borgarbúa biðu þess óttaslegnir að sjá, hvort flóð hlypi í Arno- fljótið svipað því sem varð árið 1966, þegar 17 manns fórust og 5 þúsund misstu heimili sín, auk þess sem margir af listadýrgrip- um borgarinnar eyðilögðust. Mikil úrkoma undanfarna tvo daga hafði leitt til þess að vatns borð fljótsins hækkaði mjög mik ið, og var lögreglu- og slökkvi- lið kvatt út til að forða því, að fljótið brytist yfir bakka sína. Þá voru listaverk og aðrir dýr- gripir fluttir í geymslu á hátt liggjandi stöðum í borginni. 1 morgun stytti skyndilega upp skömmu fyrir birtingu, og flóðhættan er liðin hjá í bili. London, 23. febr. AP—NTB FIMM manns týndu lífi í elds- voða í London í morgun. er fimm hæða hús í Bayswater brann. Fólk þetta lézt í rúmum sínum, en tuttugu íbúar hússins björguðust naumlega á náttklæð um einum fata. Fimmtíu slökkvi liðsmenn unnu að því að ráða niðurlögum eldsins. hlýddu þeir, sem ekki komust í kirkjuna, á athöfnina þar. Var þar einnig yfirfullt hús. Sr. Sigurður Kristjánsson, prófastur á ísafirði, flutti minn- ingarræðuna. Flutti hann stutt æviágrip hinna látnu og las upp skeyti, sem honum höfðu borizt og Berki Ákasyni, framkvæmda stjóra útgerðarfélagsins. Þar á meðal voru skeyti frá forseta íslands, biskupi íslands og sjáv- arútvegsmálaráðherra. I texta sínum lagði sr. Sigurður út af þessu versi eftir Einar Bene- diktsson: „Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þunngu greiðír, vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir, og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn brefðir." Kirkjukór Súðavíkur annaðist söng. Organisti er Ásta Ákadótt- ir. Þá sungu þeir tvísöng Sig- urður Friðriksson og Karvel Pálmason frá Bolungarvík, sálminn „Ég er á langferð um lífsins haf“. Athöfnin var mjög hátíðleg Crátt lierðaslá (cape) tapaðist á Hótel Loftleiðum föstudaginn 16. febrúar. Finnandi vinsamlega hringi í síma 24033 gegn fundarlaunum. Húnvetningafélagið / Reykjavik ÁRSHÁTÍÐ Þrítugasta árshátíð félagsins verður haldin að Hótel Sögu (Súlnasal) föstudaginn 1. marz n.k. og hefst með borðhaldi kl. 19,30. D a g s k r á : 1. Ávarp: Jakoh Þorsteinsson formaður félagsins. 2. Ræða: Jón Leifs tónskáld. 3. Kariakór Húnvetningafélagsins. Söngstjóri Þorvaldur Björnsson. 4. Finnsk akróbatik. 5. Gamanþáttur: Karl Einarsson. 6. Dans til kl. 2. Veizlustjóri Friðrik Karlsson. Aðgöngumiðar verða afhentir á skrifstofu félagsins Laufásvegi 25 (Þingholtsstrætismegin) miðviku- daginn 28. þ.m. kL 20—22. (Ekki annars staðar). Borð tekin frá á sama stað. Stjórn og skemmtinefnd. Súðavík og virðuleg. Sorg hvíldi yfir kauptúninu og fánar hvarvetna í hálfa stöng. Ýmsir voru komn ir langt að til þess að vera þarna viðstaddir, en fjölmenni var mikið frá Súðavík og öðr- um byggðum við Djúp. árangur stjórnarskrárviðræðna, sem staðið hafa í eina viku. Eng- inn ágreiningur ríkti um sjálf- stæðismálið, hinsvegar töfðu efnahagsmál viðræðurnar mjög. Hafa Bretar algjörlega neitað að verða við ósk Swazilands um að greiða stjórninni þar milljón- ir sterlingspunda til endurkaupa á jörðum, sem brezka nýlendu- stjórnin hefur self hvítum inn- flytjendum. Landsmálafélagið Fram Hafnarfirði, heldur aðalfund næstkomandi mið- vikudag 28. þ. m. í Sjálfstæðishúsinu. Fundarefni: 1. Aðalfundarstörf, samkvæmt félagslögum. 2. Bæjarmál. STJÓRNIN. Rannsóknaraðstaða Raunvísindastofnun Háskólans hyggst veita á árinu 1968 rannsóknaraðstöðu um takmarkaðan tíma fáeinum mönnum, sem óska að stunda rannsóknir á þeim sviðum, er undir stofnunina falla, en þau eru: stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði og jarðeðlis- fræði. Rannsóknaraðstöðu þessari fylgja ekki laun frá stofnuninni. Þeir, sem óska eftir rannsóknar- aðstöðu við stofnunina, skulu senda skriflegar um- sóknir til stjórnar stofnunarinnar. Umsókninni skulu fylgja skilríki um hæfni umsækjandans og ítarleg greinargerð um verkefnið, svo og kostnaðar- áætlun og starfsáætlun, þar sem m. a. er áætlaður tími sá, sem þarf til að ljúka verkefninu, og til- greint, hvernig rannsókninni verður hagað. Um- sókninni skal einnig fylgja greinargerð um aðstöðu umsækjanda til að vinna að verkefninu aðra en þá, sem stofnunin gæti veitt, og um önnur störf, sem umsækjandi hyggst stunda jafnframt rannsóknar- starfinu. Umsóknir skulu hafa borizt stjórn Raunvísinda- stofnunar Háslcólans, Dunhaga 3, Reykjavík, eigi síðar en 1. apríl 1968. RAU NVÍSINDASTOFNUN HÁSKÓLANS. Lýst eflir öku- mönnum og vitnum EKIÐ var á bílinn R-18589, sem er tvílitur Opel, þar sem hann stóð á stæðinu við ÁLfheima 44—48. Við ákeyrsluna skemmd ist hægri hurðin mikið. Þetta átti sér stað frá kl. 17:15 á sunnu dag til ld. 14:00 í gær. Þá var ekið utan í bíl við hús númer 29 við Stórholt í hádeg- inu í gær. Var eigandi bílsins að aka inn í innkeyrsluna við húsið, þegar annar bíll ók fram úr honum og lenti utan í bíl hans. Ökumaðurinn, sem tjóninu olli, hélt ótrauður áfram ferð sinni. Rannsóknarlögreglan biður ökumennina, sem tjónunum ollu, svo og vitni að gefa sig fram. ferðaskrifstofa sXj RlKISIIVS Frankfurt kaupstefnan 29. febrúar 3-7. marz 1968 Vorkaupstefnan í Frankfurt veitir yður hina beztu yfirsýn yfir nýjungar í neyzluvöruframleiðslu heimsins. Yfir 2500 fyrirtæki sýna nýjar vörur. Allar nánari upplýsingar, aðgöngukort og fyrir greiðslu veitir yður einkaumboðsliafi á íslandi: FERÐASKRIFSTOFA RÍKISINS Lœkjargötu 3, sími 11540 AÐALVÖRUTEGUNDIR: Vefnaður, fatnað ur, karla, kvenna, barna. teppi, dreglar, áklæði, gluggatjöld, borðdúkar, léreft, hand klæði, kjólaefni, sokkar, nærföt, hálsklút- ar og bindi, sportfatnaður. Skrautmunir úr postulíni, gleri, keramik, kopar, tágum, tré og leðri, húsgögn, ljósa- búnaður, jólaskraut. Gull- og silfurvörur, gimsteinar, úr og klukkur, gjafavörur alLs konar, reykjarpíp- ur, sígarettuvesi, kveikjarar. Snyrtivörur kvenna og karla, alls konar kemískar neyzluvörur, útstillingar- og aug- lýsingavörur fyrir verzlanir. LÆKJARGÖTU 3, REYKJAVÍK, SÍMI 11540

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.