Morgunblaðið - 27.02.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1968
15
Krlstinn Björnsson skrifar um bók
dr. Matthíasar Jónassonar
IMAIMIMLEG GREIIMD
á að ræða það, en því miður
vill þá oft svo vera, að menn
hafa ekki kynnt sér eiinföldustu
staðreyndum, sem kunnar eru
Þeir rökræða því og brjóta heil
ann um það, sem þegar er vi't-
að. Bók dr. Matthíasar gefur
svör við því helzta, sem hægt
er á núverandi stigi þekkingar
að fá svör við um þessi mál.
Hún ætti þvi að verða mörgum
kærkomin og lesin af hinum
mikla fjölda manna, sem áhuga
hafa á viðfangsefnum hennar.
Bókin er fræðileg að uppbygg
ingu og framsetningu og því
ekki eins lét'tlesin og um
skemmtisögu væri að ræða. Hún
er þó skýr að framsetningu, og
ætti engum hugsandi manni að
vera ofrau að tileinka sér
efni hennar. En það mundi ég
telja nauðsynlega undirstöðu
hverjum þeim, sem ræða vill
mannlega greind eða gera sér
grein fyrir eðli þessa fyrirbær-
is og sanrfélagslegri þýðingu
þess.
Kristinn Björnsson,
vinnufær. Ef sami maður slasað-
ist við vinnu fengi hann fullar
slysabætur með ellilaununum.
Þetta misræmi verður að leið-
rétta.
Atvinnuleysistryggingasjóður-
inn, sem stofnáður var með
samningum í vinnudeilunum
miklu 1955, er nú orðinn öflug-
astur sjóða í landinu. Við stofn-
un hans sló verkafólkið af
kaupkröfum sínum til að afla
honum fjár. Það er því hluti af
kaupi verkafólksins, sem geymd
ur er á þennan hátt sem trygg-
ingasjóður þess gegn vágestin-
um mikla, atvinnuleysinu.
Fyrsta skylda sjóðsins er að að-
stoða hina tryggðu og enginn á
ríkari kröfu til hans en þeir.
Hér eru gerðar tillögur um
breytingar á lögunum um at-
vinnuleysistryggingar til hags-
bóta fyrir hina tryggðu. Breyt-
ingar þessar eru aðkallandi
vegna hins alvarlega atvinnu-
leysis, sem nú gerir vart við sig
vfða um landið.
LOKS höfum við fengið á ís-
lenzku og skrifaða af íslenzk-
um höfundi bók um hið furðu-
lega og torræðasta náttúrufyr-
inbrigði, sem við þekkjum,
mannlega greind eða vitsmuni.
Bók Dr. Matbhíasar er árang-
ur af langvinnu starfi hans og
að nokkru eigin rannsóknum á
greindarþroska íslenzkra barna.
I bókinni er gerð fræðileg grein
fýrir viðfangsefninu. Henni má
fyrst og fremst telja það til gild
is, að ekkert er byggt á órök-
studdum hugleiðingum eða hug
dettum, eins og svo mörgum
hættir við að gera í skrifum um
sálfræðileg efni, ekki sízt efni,
er snerta vitsmuni, en um þá hef
ur gjarnan leikið hjátrúar-
kenndur töfraljómi. Heldur er
hér hlutiaegt og skipulega gerð
grein fyrir því helzta, sem fræði
legar rannsóknir hafa leitt í
•ljós um fyrirbærið mannlega
greind. í öðru lagi er það fátítt,
að íslenzk fræðirit séu byggð
að verulegu leyti á eigin rann-.
sóknum höfundar, svo sem er
um hina nýju bók dr. Matthías-
ar. En hann hefur í fjölda ára
fengizt við rannsóknir á greind-
arþroska og birtir í bók sinni
nokkrar niðurstöður þeirra.
Bókin skiptist í fjóra aðal-
þætti.
í þeim fyrsta, er nefnist:
Hvað er greind, er m.a. gerð
grein fyrir líffræðilegum grund-
velli vitsmuna, rædd eðlisávís-
un dýra, rannsóknir á heila-
starfsemi, og gerð almenn grein
fyrir vitsmunastarfi, þróun þess
og hnignun.
f öðrum þætti: Eðlisgerð og
umihverfi, er tekið til meðferð-
ar spursmálið um þátt umihverf
is og erfða í greindarþróun og
hugsanlegum breytingum greind
arþroska fyrir áhrif umhverfis.
Skýrt er frá mörguim annsókn-
um um þetta efni, sem er fræði
lega mjög mikilvægt og miklar
tilraunir hafa verið gerðar til
að fá svar við.
Þriðji hliuti bókarinnar heitir:
Greindarmat og greindarmæling
ar. Þar er skýrður hinn tölu-
fræðilegi grundvöllur greindar-
prófa, gerð grein fyrir slí’kum
prófum, og ræddir ýmsir erfið-
leikar við mælingar sálrænna
eiginleika. Hér greinir höfundur
frá víðtækum eigin at'hugunum
í sambandi við greindarmæling-
ar, einkum í sambandinu miíli
greindarþroska og námsárangurs
í framhaldsskólum. Einnig ræð-
ir hann fornsagnargildi og áreið
anlei.ka greindarprófanna.
í fjórða og síðasta hluta bók-
arinnar: Framvinduhlutverk
greindar, er rætt um gildi hæfi-
leika í nútímaþjóðfélagi, þörf
samifélagsins fyrir menntað
fólk. hl'utverk greindar í frarn-
vindu vísinda og menningar.
Þar er Og rætt, hver áhrif sú
þekking, sem menn hafa öðlazt
á hæfileikaforða uppvaxandi
kynslóðar, getur hafit á stefnu
þjóðfélagsins í menntaimálum.
Þessi upptalning gefur nokkra
hugmynd um efni bókarinnar,
en of langt mál yrði að skýra
frá því eða meta í einstökum
atriðum.
Mér finnst sérstök ástæða tij,
að þakka höfundi fyrir fyrsta
hluta bókarinnar. Að hann
skyldi ekki iáta hjá líða að ræða
hinn líffræðilega grundvöll hæfi
l'eikanna, þó að ég sé honum
ekki fyllilega sammála um allt,
sem þar er sagt. Mér finnst t.d.,
að Rohracher hafi meira tiT
síns máls en höfundur telur.
Mest er þó vert að gera sér
grein fyrir, að undirstaða þess,
sem við köllum hæfileika er
eðlis- og efnafræðilegar breyt-
ingar í taugavef, sem við því
miður vitum enn alltof lítið,
hvernig starfar. Elf menn átta
sig ekki í þessu grundvallar-
atriði, vilja uihræður um þessa
hluti oft verða meir heimspeki-
legir orðaleikir en raunvísindi.
Með fyrsta hluta bókarinnar
leggur höfundur trausta fræði-
lega undirstöðu, sem hann enn
treystir í næsta kafla í umræð-
um sínum um erfðir og um-
hverfi, og með því að skýra í
þriðja kafla hinn tölufræðilega
grundvöll hæfileikakannana og
hinn einstaklingsbundna mis-
mun.
Síðasti hluti bókarinnar vekur
líka atihygli á mikilvægu máli.
ÞekJking manna á hæfileika-
forða þegna þjóðfélagsins ásamt
möguleikum til að meta hann
og áætla getur haft víðtækar
Á ÞRIÐJA þingi Verka-
mannasambands íslands, sem
haldið var um sl. helgi, var
samþykkt áskorun á Alþingi
um hækkun atvinnuleysis-
hóta. Skv. tillögum þingsins
mundi kvæntur maður fá
1660 krónur á viku í stað 931
krónu nú, einhleypur maður
mundi fá 1453 krónur í stað
823 króna nú og hámark
hóta á viku yrði um 2075 kr.
en er nú 1256 krónur á viku.
Samþykkt 3. þings Verka-
mannasambandsins um þetta
efni fer hér á eftir ásamt
greinargerð:
3. þing Verkamannasambands
íslands, haldið í Reykjavík 3. og
4. febrúar 1968, skorar á Al-
þingi að gera hið fyrsta eftir-
farandi breytingar á lögum um
atvinnuleysistryggingar:
1. Bótagreiðslur verði hækkað-
ar þannig, áð þær nemi eigi
lægri upphæð á viku fyrir
kvæntan mann, en sem nem-
ur 80% af vikukaupi verka-
manns í Reykjavík fyrir dag-
vinnu og 70% af sama viku-
kaupi fyrir einhleypan mann.
Hámark bóta á viku til ein-
staklings, ásamt bótum vegna
barna, megi vera sama upp-
hæð og vikukaup verka-
manns í Reykjavík fyrir dag-
vinnu.
2. Numið verði úr lögunum
það ákvæði, sem skilyrði fyr-
ir bótagreiðslu, að menn hafi
ekki á síðustu sex mánuðum
haft tekiur, sem fara fram úr
vissu hámarki.
3. Atvinnuleysisbætur verði
greiddar til allra vinnufærra
manna, sem lögin taka til og
atvinnulaúsir eru, einnig þótt
þeir séu orðnir 67 ára og njóti
ellilífeyris.
Greinargerð:
Atvinnuleysisbætur fyrir
kvæntan mann eru nú 931 kr.
á viku, en það er 45% af kaupi
miðað við lágmarkstímakaup
Verkamannafélagsins Dagsbrún-
ar. Einhleypur maður fær nú
823 kr. á viku, en það er 39,7%
af lágmarkskaupi Dagsbrúnar-
Hámark bóta getur nú numið
1256 kr. á viku, eða 60,5% af
lágmarkskaupi Dagsbrúnar, en
það er fyrir kvæntan mann með
3 börn. Augljóst er, hve fjarri
þessar upphæðir eru því, að
nægja til framfæris, þegar mið-
að er við núverandi verðgildi
peninga.
pólitískar og stjórnunarlegar af
leiðinigar. Nú vaknar spurning-
in: Hvernig ber að nýta þau
auðævi, sem hæfileikarnir eru?
Gerum við það bezt með því að
koma sem flestum til æðri
mennta eða með því að skipu-
leggja notkun hæfileikanna bet
ur á hinum ýmsu sviðum þjóð-
lífsins? Hvernig fáum við hæfi-
leikmenn til starfa þar, sem
þeir helzt þurfa að vera, og hvar
eiga þeir helzt að vera? En hér
er ég farinn að spyrja út yfir
það sem höfundur gerir, en fyr-
ir áhrif bókar hans.
í bók dr. Matthíasar er safn-
að saman helztu vísindalegum
Með tillögum þeim, sem hér
eru gerðar um upphæðir bóta,
ef miðað er við lágmarkstaxta
Dagsbrúnar, mundi kvæntur
maður fá um 1660 kr. á viku,
einhleypur maður um 1453 kr.
og hámark bóta gæti orðið um
2075 kr. á viku.
Nú á sá maður ekki rétt til
atvinnuleysisbóta, sem haft hef-
ur í tekjur á síðustu sex mánuð-
um upphæð, sem fer fram úr
75% af tekjum verkamanna eða
verkakvenna í Reykjavík, mið-
ísafirði 16. febrúar.
SJÓSÓKN var mjög erfið allan
janúarmánuð í Vestfirðingafjórð
ungi, stöðugir umhleypingar og
ógæftir. Gaf því sjaldan til róðra
á djúpmið. Heildaraflinn í mán-
uðinum er 2.738 lestir, en var
3004 lestir á sama tíma í fyrra.
í janúar stunduðu 43 bátar
róðra með línu, en 3 bátar voru
byrjaðir róðra með net. Er þetta
meiri þátttaka í línuútgerð, en
verið hefir um langt árabil- I
janúar í fyrra stunduðu 30 bátar
róðra með línu, en 9 bátar voru
byrjaðir með net, á sama tíma.
Afli línubátanna var nú 2.621
lest í 524 róðrum eða 5 lestir
í róðri, en var 2.664 lestir í 445
róðrum eða um 6,0 lestir að með-
altali í róðri á sama tíma í fyrra.
Aflahæsti báturinn í fjórðungn
um var Guðbjartur Kristján ÍS
20 frá Isafirði með 132,9 lestir í
17 róðrum, en í fyrra var Guð-
bjartur Kristján ÍS 280. sem nú
er Víkingur 111, aflahæstur með
161,5 lestir í 19 róðrum.
Aflinn í einstökum verstöðvum:
PATREKSFJÖRÐUR:
Iestir í róðrum:
Þrymur 115,0 15
Jón Þóröarson 89,7 16
Þorri 70,0 9
Dofri 46,0 7
Helga Guðmundsd- 28,7 3
TÁLKNAFJÖRÐUR:
Sæfari 62,2 12
Matthías Jónasson.
setaðreyndum, sem kunnar eru
uim mannlega greind. Hún er
traust undirstaða hverjum þeim,
sem vil'l ky.nna sér þetta mikil-
væga svið. Margir hafa áhuga
að við almenna dagvinnu og 300
vinnustundir á ári næst liði'ð ár.
Hér er um alltof þröngt tekju-
mark að ræða og þykir engin
ástæða til þess að það sé neitt,
enda þekkjast slík tekjumörk
ekki lengur í lögum um al-
mannatryggingar.
Samkvæmt atvinnuleysistrygg
ingalögunum eins og þau nú eru,
fær maður, sem orðinn er 67 ára
og tekur ellilifeyri, engar at-
vinnuleysisbætur þótt hann
missi atvinnu sína og sé full
BÍLDUDALUR:
Andri 48,5 9
Ver 43,8 8
ÞINGEYRI:
Framnes 74,6 13
Sléttanes n. 73,6 7
Fjölnir 37,0 8
Þorgrímur 33,3 9
FLATEYRI:
Hinrik Guðmunds 37,7 14
Sóley , 32,1 8
Ásgeir Torfason 17,1 6
SUÐUREYRI:
Ólafur Friðbertss. 92,2 14
Sif 78,8 12
Friðbert Guðmunds 62,6 11
Stefnir 48,2 10
fslendingur 30,4 7
Páll Jónsson 28,1 7
BOLUNGARVÍK:
Hugrún 100,4 18
Heiðrún II. 93,3 18
Einar Hál'fdáns 86,9 17
Sólrún 78,4 11
Bergrún 60,4 16
Einar 25,5 12
Sædís 16,9 11
Guðm. Péturs. 13,7 2
HNÍFSDALUR:
Mímir 76,2 16
Ásmundur 72,2 14
Ásgeir Kristján 54,8 13
ISAFJÖRÐUR:
Guðbj. Kristján 132,9 17
Víkingur III 96,1 17
Guðný 93,2 16
Víkingur II 82,4 14
Hrönn 73,1 15
Dan 67,5 15
Guðrún Jónsdóttir 67,2 16
Straumnes 46,0 14
Gunnhilidur 35,3 11
Júlíus Geirmunds. 25,0 3
SÚÐAVÍK:
Svanur 73,0 16
Hilmir II 54,5 14
Heildanaflinn í hverri verstöð
í janúar:
1968 1967
lestir: lestir:
Patreksfjörður 349 294
Tálknafjörður 121 187
Bíldudalur 92 184
Þingeyri 219 202
Flteyri 90 166
Suðureyri 340 488
Bolungavík 475 281
Hnífsdalur 203 140
ísaf jörður 720 831
Súðavík 129 231
Samtals 2.738 3.004
Ræk juveiðarnar:
Frá Bíldudal voru gerðir út
5 bátar til rækjuveiða, og var
mánaðaraflinn 40,5 lestir í 100
róðrum. Aflahæstir voru Jörund
ur Bjarnason með 9,9 lestir og
Freyja með 9,4 lestir.
23 bátar stunduðu rækjuveið-
ar í ísafjarðardjúpi og byrjuðu
þeir veiðar aftur um miðjan
miánuðinn. Aflinn var yfirleitt
mjög góður, og varð heildiarafl-
inn í mánuðinum 118 lestir. Afla
hæstir voru Hrímnir með 7,4
lestir, Morgunstjarnan og Þór-
veig með 5,8 lestir hvor, Dynj-
andi, Gissur hvíti og Mummi
með 5,7 lestir hver.
Ekki er kunugt um afla
rækjubáta við Húnaflóa.
— H.T.
Áskorun 3. þings Verkamannasambandsins:
Atvinnuleysisbætur verði
hækkaðar verulega
43 bátar róa með línu í Vest-
firðingafjórðungi
— Guðbjarfur Kristján IS 20, aflahœstur
Brimnes 59,1 11