Morgunblaðið - 27.02.1968, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR Í968
M. Fagias:
FIMMTA
jwmjv
sín tvö umgekkst hún álíka
dutlungafullt og húsgögnin í
stofunni, til þess svo að setja
þau á sama stað daginn eftir.
Gagnvart Nemetz fór framkoma
hennar nokkuð eftir því hvem-
ig stóð á mánuði. Rétt eftir þann
fyrsta var hún vingjarnleg, já
elskuleg, síðan kuldaleg til af-
skiftaleysis, til þess svo aftur,
um þann tuttugasta og fjórða,
að verða systurlega einlæg, sér-
staklega þó ef heimilispeningarn
ir voru að þrotum komnir.
Nemetz gerði sér engar gylli-
vonir um mágkonuna. Hann skoð
aði hana ekki fyrst og fremst
sem manneskju, heldur, — fyrir
dutlunga örlaganna, — einskon-
ar plágu á borð við skatta, vont
veður, götuóeirðir, eða vont
vín. Vegna barnanna lét hann
hana að mestu í friði. Honum
var hlýtt til drengsins, en /ið
dótturina léft hann í ljós eftir
mætti óttablandna skyldurækni.
Hún var dul og ekki sérlega
fríð stúlka, þráði að vera geð-
felld, siðsöm — athyglisverð. Um
fram allt þráði hún ástúð. Hún
hafði gulgráan hörundslit og
þunnar varir, og vantaði með
öllu þokka og mýkt æskunnar.
Hún hafði eitt af þessum andlit-
um, sem á tólf ára aldrinum hef-
ur sama blæ og það fær aftur
um fimmtugt. Drengurinn, aftur
)á móti, hafði kynblendings-
hvolpsins frjálslega, þokkafulla
lífsfjör. Hann var ellefu ára,
ekki sérlega stór eftir aldri, og
hafði ljósrautt hár. Hann var
heiltorigt toarn og alveg ó-
spilltur, sem útaf fyrir sig mátti
teljast furðulegt, með tilliti til
hinna lausagopalegu uppeldisað-
ferða móðurinnar. Hann var aug
ljóslega augasteinn móður sinn-
ar, nokkuð á kostnað systurinn-
ar, sem aðeins fékk í sinn hlut
áhyggjufull andvörp og upplitað
hrós.
Þennan sunnudagsmorgun sátu
þau öll saman að snæðingi. Þar
sem komið var unidir m'ánaðamót
lá sérlega vel á Lillu Nemetz.
— Hefurðu hlustað á útvarp-
ið? spurði hún Nemetz. Maleter
heldur ennþá Kili'an-fhersk'álun-
um. Dyravörðurinn segir að búið
Kvenstúdentafélag íslands
Fundur verður haldinn í Þjóðleikhúskjallaran-
um fimmtudaginn 29. febrúar kl. 8.30. Fundar-
efni: Þættir um heilsuvernd, Hulda Sveinsson,
læknir.
STJÓRNIN.
Húsbyggjendur - verktakar Útvegum bikuð rör í skolplagnir, allar stærðir með stuttum fyrirvara. RÖRVERK SF., sími 81617.
Húseigendur Hreinsum skolprennur með kemískum efnum. Sótthreinsum með lyktarlausu. RÖRVERK SF., sími 81617.
Rörverk sf. Skolphreinsun, úti og inni. Vakt allan sólarhringinn sótthreinsum að verki loknu. Niðursetning á brunnum og smáviðgerðir. Góð tæki og þjónusta, sími 81617.
Ég undirrituð tek við Snyrtistofunni á Hótel Loftleiðum frá og með 1. marz n.k. andlitsböð augnháralitun handsnyrting kvöldsnyrting fótsnyrting fótsnyrting d i a t e r m i Ingibjörg Sveinsdóttir, snyrtisérfræðingur.
sé að fleygja Rússunum út úr
miðborginni, og að stjórnin hafi
beðið S.Þ. um hjálp.
— Hver segir, það dyravörð-
urinn eða útvaroið? vildi Nem-
etz vita.
Hún svaraði ekki en hélt' á-
fram:
— Rússarnir eru fúsir til að
fara frá Ungverjalandi. Ég veit
vel að þú ert fæddur efasemda-
maður, en taktu eftir því, sem
ég segi: við vinnum. Það skaltu
fá að sjá.
Klukkan var rúmlega átta og
Nemetz hafði aðeins fengið 4ra
tíma svefn. Þar við bættist að
hann var að fá kvef, með til-
heyrandi höfuðverk og sárindum
hér og þar, þó aðallega fyrir
brjóstinu. Hann hlaut að hafa
kvefazt í kuldasúgnum, sem var
í andyri sjúkrahússins. Mærð
mágkonunnar fór í taugarnar á
honum. Líka hafði hann áhyggj-
ur af þvi að börnin virtust grip-
in byltingardellu móður sinnar.
Nú voru orðnir fjórir dagar síð-
an þau höfðu sótt skólann. Þetta
frá hafði gert byltinguna þýð-
ingarmikla í þeirra augum og
lyft henni í sögulega staðreynd,
og voru því alveg æst í að fá
að taka virkan þátt í henni. En
þau höfðu orðið að láta sér
nægja aö hlusta á fréttirnar í
útvarpinu, heyra vopnagnýinn í
fjarska og safna minjagripum,
svo sem smábroti úr rússneskum
skriðdreka, ungverskri fót-
gönguliðahúfu, eða smáspýtu úr
hinu eyðilagða þjóðminjasafni.
Það var heitt í íbúðinni og
ilmur af nýbrenndu kaffi. Kaffið
var hátiðardrykkur sunnudags-
ins. Á því var aðeins einn galli:
allir aðrir morgunverðir urðu að
auðvirðilegum máltíðum. Eftir
tvo bolla leið Nemetz betur.
Hann stóð upp, strauk hið
hrokkna hár drengsins og klapp
aði stúlkunni á kinnina. Lillu
VERD&G/Efll
vlö allra hæli
Efdhúsinnrétting fyrir
2—3 manna fjölskyldu.
ásamt:
Stálvaski
Uppþvottavél „Bfanchard“
Eldavél „Siemens"
Lofthreinsara „Xpelaír"
Matborði
Verð frá
kr.58900Qo
— Gjörið svo vel, frú mín, — koma framar í vagninn.
sýndist létta þegar að hann
sagðist ætla sér í skrifstofuna.
— Það er alveg ágætt, sagði
hún. Þá verður þú ekki fyrir
mér. Ég ætla að fara að taka
til í eldhúsinu.
— Já, en mamma, hrópaði
drengurinn. Þú sem lofaðirokk
ur að fara með okkur út að
ganga. Ertu búin að gleyma því?
— Nei, ég man það. Hún sneri
sér að Nemetz. Þau vilja endi-
lega fara út og sjá húsarústirn-
ar og eyðilagða skriðdreka. Ég
ætla með þeim þegar ég er bú-
in í eldhúsinu.
Nemetz fann hitabylgju fara
um sig af gremju.
— Þið látið það alveg vera.
Þú átt að hafa börnin heima
og fara með þau ofan í kjallara
undireins og skothríð er hafin
hér í námunda.
— En Lajos frændi, sagði
drengurinn ákafur, öll börn í
götunni fá að fara út, nema bara
við, sem alltaf erum lokuð inni.
Zoli hefur verið hjá frelsishetjun
mm í Coruin-ikivikmiyndahúisinu
síðan á föstudaginn var.
— Hvaða Zoli?
— Sonur dyravarðarins, sá
yngsti, sá með freknurnar. Þeir
hafa gefið honum alvörubyssu
og sýnt honum hvernig á að
skjóta. En það er nú ekkert.
f gærkveldi skreið hann út um
kjallaraglugga, með öðrum
dreng, og þeir tóku með sér
bensínflösku og steikarapönnu,
eina þessa með löngu skafti. Þeg-
ar svo kom skriðdreki fyrir horn
ið, lagði zoli steikarpönnuna á
miðja götuna, og skriðdrekinn
stanzaði, því hermennimir
héldu að þetta væri jarð-
sprengja. Svo kveikti Zoli á
druslu, sem var vafin um háls-
inn á bensínflöskunni, skreið
bak við skriðdrekann, og kast-
aði henni niður í gegn um turn-
inn. Þegar hún sprakk, brend-
ust tveir Rússar til dauðs, en
sá þriðji skreið út í logandi ein-
kennisbúningi. En hann komst
ekki langt, því hann var skotinn
niður frá glugga frú Schultz.
Sandor skaut hann.
— Hvaða Sandor?
— Sandor Galansbos, sá sem
Hrúturinn 21. marz — 20. apríl.
Láttu ekki blekkjast af fagurgala kunningja, þeir hafa það
eitt í huga að ná út úr þér fé. Einhver gömul hálfgleymd
mál koma aftur fram í dagsljósið. Finndu hagstæða lausn á þeim.
Nautið 21. apríl — 21. maí
Treystu ekki um of á minnisgáfu þina, hún getur brugðizt
þegar minnst vonum varir. Flettu því upp í bókum til að
vera viss. Hvíldu þig vel og gakktu snemma til rekkju.
Tvíburarnir 22. maí — 21. júní.
Þú mátt búast við alls konar dyntum og töfum hjá undir-
mönnum þínum eða fjölskyldu í dag. Því er nauðsynlegt að
þú hafir stjórn á skapi þínu, hvað sem á dynur. Haltu vina-
fagnað í kvöld.
Krabbinn 22. júní — 23. júlí.
Vertu sérlega þagmælskur og varfærinn í orðum í dag, ella
er hætt við að allt gangi úr skorðum og mikil leiðindi hljótist
af, sem seint verða grædd. Gættu þess að æsa ekki maka þinn
eða ættingja upp.
Ljónið 24. júlí — 23. ágúst.
Þó að þú sért þunglyndur og hugsi, skaltu reyna að dylja
það fyrir öðrum, einkum þínum nánustu. Þú hefur verið ógætinn
i peningamálum og skyldir nú byrja að spara í alvöru.
Jómfrúin 24. ágúst —23. september.
Þú sérð ekki veröldina í réttu ljósi I dag, vegna innri hugar-
æsings. Úr öllu mun þó greiðast. Gættu þess að fara ekki út
í öfgar og hlustaðu á það sem aðrir hafa til málanna að leggja.
Vogin 24. september — 23. október.
Óskhyggja þín má ekki ná yfirhöndinni í ákveðnu máli.
Líttu raunsærri augum á lífið og mannfólkið en þú hefur
gert. Gættu þín á uppáþrengjandi sölumönnum, sem vilja pranga
inn á þig ónýtu skrani.
Drekinn 24. október — 22. nóvember.
Þú getur verið bjartsýnn, því að flest mun ganga í haginn
í dag. Fylgdu því eftir af stórhug og einbeitni. Láttu ekki
tilfinningarnar hlaupa með þig í gönur.
Bogmaðurinn 23. nóvember — 21. desember.
Orð þín verða ef til vill rangtúlkuð, nema þú gætir varúðar.
Þú ert of framhleypinn og stundum nokkuð hrokafulllur. Reyndu
að nota skynsemi þína.
Steingeitin 22. desember — 20. janúar.
Þú getur ekki búizt við að eiga trygga vini, ef þú heimtar
allt af þeim og villt ekkert gefa á móti. Sýndu heimilisfólki
þínu ástúð og umhyggju og reyndu að hjálpa þeim sem eiga
í erfiðleikum
Vatnsberinn 21. janúar — 19. febrúar.
Flest það sem þér er sagt í dag mótast af óskhyggju og
einsýnni vináttu. Gerðu þér sjálfur grein fyrir þvi sem er að
gerast. Þú hefur vitið til þess.
Fiskarnir 20. febrúar — 20. marz.
Lentu ekki í deilum við vinnufélaga þína eða nágramna. Þér
hættir til að vera of uppstökkur. Svaraðu þeim spurningum
sem fyrir þig eru lagðar en gættu stillingar.
i