Morgunblaðið - 27.02.1968, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 27.02.1968, Qupperneq 13
lfORGUNBLAÐIÐ, Þ'RIÐJUDAGUR 2*7. FEBRÚAR 1968 13 „Hví slær þú mig“ ENGUM dylst hve margir nú á dögum vega miskunnarlítið að grundvallarsannindum kristin- dómsins. Flest — að ég ekki segi allt — er vefengt, sem Heilög ritning segir um hjálp- rseði Guðs mönnum til handa. Einkum er það áberandi, hve margir ráðast á guðdóm Jesú Krists og margoft kemur það úr hörðustu átt. Orðin, sem skrifuð eru yfir greinarkorn þetta, mælti Jesús, er þjónn æðsta prestsins sló hann í andlitið, þegar frelsar- inn var að tala um kenningu sína, eins og hann hafði flutt hana, og hún liggur fyrir í dag í guðspjöllunum. Þegar Jesús var strengdur við stólpann til húðstrýkingar, lauk hann ekki upp munni sínum. Sama var, er hann var sleginn með stöfum, og hrækt var á hann, og hann spott- aður margvíslega. Hann þagði og sagði ekkert einasta orð til and- svara. En þegar kom að þeim þætti, er kerinimenn samtíðar hans vefengdu kenningu hans og trúðu ekki orðum hans umhjálp ræðisveginn, þá bregst hann allt öðruvísi við. Nú þegir hann ekki. Það er of mikið í húfi. Og þegar þjónn æðsta prestsins heyrir, hve svör hans eru ákveðin og mark- viss, þá finnst honum hann þurfa að taka upp þykkjuna fyr ir hönd „kirkjuhöfðingjans“. Verður honum þá laus höndin og slær frelsarann beint í and- litið, um leið og hann hreytir út úr sér: „Svarar þú svona æðsta prestinum?" Frelsarinn svarar þegar í stað: „Hafi ég illa mælt (farið með rangt mál), þá sanna þú, að það hafi verið illt, en hafi ég talað rétt, hví slær þú mig?“ (Jóh. 18,23). Þetta leiðir athygli að því, að Jesús fann sárar til þess, að kenning hans um guðdóm hans og frelsisráðsályktun Guðs fyrir hann heiminum til handa, var dregin í efa og ekki trúað af kirkjunnar mönnum þeirra tíma, en þó að líkama hans v æ ri mis- boðið á hinn hryllilegasta hátt. Skýringin er augljós. Að kvelja líkama hans, snerti hann sjálfan, var hans eigin sorg. Hitt tók miklu þyngra á hann að vita til þess, að menn trúðu ekki kenningu hans um veg hjálp- ræðisins. Það var vegna þess, það snerti hinn nafnlausa fjölda manna, sem leiðast mundu afvega, vegna þess að kenni- minnirnir tryðu ekki sjálfir hinni heilnæmu kenningu. Hve oft hefur ekki verið veg- ið í þennan sama knérunn síð- an? Hve oft hefur ekki verið slegið beint í andlitið á Kristi af „þjóninum? “ Hve oft hefur ekki boðskapurinn um það, að Jesús væri sonur Guðs verið ve- fengdur og gerður hneykslanleg ur eins og þarna átti sér stað? En spurning frelsarans missir ekki brodd sinn fyrir það: „En hafi ég talað rétt, hví slær þú mig?“ „Þjónninn" hefur ekki sannað það enn, að Jesús hafi farið með rangt mál, er hann sagðist vera Guðs sonur frammi fyrir æðsta prestinum. Þvert á móti varir orð hans um þann sannleika til eilífðar. Hvers vegna vill ekki „þjónn- inn“ beita sömu aðferð og Páll postuli gerði? Hann bar líf Krists og kertningu hans saman við Heilagar ritningar. Þegar hann sá að þessu tvennu bar nákvæmlega saman, gaf það hon um öryggi í trú hans og mál- flutningi. Dæmigerð sönnun upp á þetta eru þessi orð hans í Korintubréfinu: „því að það kenndi ég yður fyrst og fremst, sem ég einnig hef meðtekið, að Kristur dó vegna vorra synda samkvæmt ritningunum og hann var grafinn, og hann er uppris- inn á þriðja degi samkvæmt ritn- ingunum". (I Kor. 15,3 — 4) Þessi inngangsorð eru orðin nokkuð mörg að sjálfu efninu. En það er,að á næstunni hefur undirritaður hugsað sér að flytja nokkra biblíulestra um eftirfar- andi efni: 1. Fortilvera Krists samkvæmt ritningunum. 2. Fæðing Krists samkvæmt ritn ingunum. 3. Líf Krists á jörðu samkvæmt ritningunum. 4. Dauði Krists samkvæmt ritn- ingunum. 5. Upprisa Krists samkvæmt ritn ingunum. 6. Himnaför Krists samkvæmt ritningunum. 7. Kristur, sem eingetinn sonur Guðs samkvæmt ritningunum. Biblíulestrar þessir verða haldnir að Hátúni 2. Sá fyrsti á þriðjudaginn 20. þessa mánað- ar, kl. 8.30, og síðan hvern þriðjudag úr því, ef Guð lofar. Til þess að fá heildarmynd yfir þetta þýðingarmikla efni, er bezt að fylgjast með biblíulestrunum frá þeim fyrsta til þess síðasta. Allir eru velkomnir á biblíu- lestrana. (Gein þesisi átti að birtast þriðj'udaginn 20. þ.m. en féll þá niður af vangá.) Ásmundur Eiríksson. GRENSÍSVEGI22-24 »30280-32262 UTAVER Barrystaines linoleum parket gólfflísar. Stærðir 10 cm x 90 cm. 23 cm x 23 cm. Gott verð &0FQ.í VARAHLUTIR IW lí nrn a 'siíin m m mlL\} t rUU Mu M m Uaínilm NOTIÐ AÐEINS FORD FRAM- LEIDDA VARAHLUTI TIL END- URNÝJUNAR í FORD BÍLA —- KR KRISTJANSSDN H.F. UMBOfllfi SUDURLANDSBRAUT 2 • SÍMI 3 53 00 ARMSTR0NG Vatns- dselur Heilsuvernd Síðasta námskeið vetrarins í tauga- og vöðvaslökun og önd unaræfingum fyrir konur og karla hefst miðvikudaginn 28. febrúar. Uppl. í síma 12240. PIANO og orgelstillingar og viðgerðir BJARNI PÁLMARSSON, Sími 15601. Keimurinn leynir sér ekki af gæða vindli hinum nýja DIPL0 DIPL0MAT SCANDINAVIAN TOBACCO COMPANY BY APPOINTMENT TO THE ROYAL DANISH COURT Armstrong grunnvatnsdælan er góð vörn gegn flóða- hættu. Armstrong vatnsdælan dælir allt að 9000 1. á klst. Armstrong vatnsdælan er sjálf virk, vönduð, endingargóð og ódýr. Verð kr. 4.853.00. DYNJAH0I Skeifan 3 - Sími 82670. OPAL SOKKABUXUR eru framleiddar úr úrvals crepegarni. OPAL SOKKABUXUR eru framleiddar af stærstu sokkaverk- smiðju Vestur-Þýzkalands. OPAL SOKKABUXUR eru fallegar og fara sérlega vel á fæti. OPAL SOKKABUXUR eru á mjög hagstæðu verði. OPAL SOKKABUXUR seljast þess vegna bezt. Kaupið aðeins það bezta Kaupið OPAL SOKKA og SOKKABIJXIJR Einkaumboðsmenn: Kr. Þorvaldsson & Co. heildverzl. Grettisgötu 6, símar 24730 og 24478.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.