Morgunblaðið - 02.03.1968, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 02.03.1968, Qupperneq 15
1 lagsi^s Einar Benediktsson skrif aði ekki í blöð eitt orð því til framdráttar, þau misseri sem ekki var um annað meira hugsað taiáð ag skrifað en simamélið. Var þó Einar Bemediktagon al'la tíð manna fúsastur og röskastur til blaðaskrifa, hvenær sem hon- um var mikið niðri fyrir. Þ. Th. skrifar svo um viðhorf Hannesar Hafsteins, þegar til stóð i júní 1904 að hann semdi um símalagninguna við Stóra norræna ritsímafélagið, eftir að hann með fulltingi dönsku stjórn arinnar hafði niáð saTnkomulagi við félagið í megin atriðum: „Það er upplýst, að Hannes Hafstein hafi á nokkru tímabili verið í vafa hver sem ástæðan var og þá skrifað bréf út til Kaúpmannahafnar um að fá sig losaðan frá simasamningnum. En andsvörin voru hneykslunarfull ar úpphrópanir og urudrun Hage samgöngumálaráðherra, — hvort Hannes meinti það raunveru- lega, að hann ætlaði að gera að engu alla þá samstöðu, samninga og ívilanir, sem fengizt hefðu með ærinni fyrirhöfn. Þannig er augljóst, að Hannes var sjálfur kominn í klípu í málinu og gat ekki dregið sig út úr því, þó svo að hann hefði eygt aðra hag- kvæmari lausn. Því var ekki um annað að gera fyrir hann, en að þvinga málið í gegn“. Síðar segir: „En úr því Hannes hafði tekið ákvörðun sína, þýddi auð- viitað ekkert annað ein h'alda höfðinu hátt -— eða berja höfð- inu við steininn, eftir því, hvern ig á það er litið . . “ Ég skal reyna að stilla orðum mínum í hóf. En minna verður ekki sagt ,en að sannarlega þurfi til þess heiðingjaheilsu, að leggja nafn sitt við svo subbu- lega og ótugtarlega sagnfræði. „Það er upplýst" — segir Þ. Th„ rétt eins og frásögn hans styðjist við einhver ný gögn, sem hann hafi grafið upp. Og þó er hún ekki annað en ófyrir- leitnar rangfærslur á efni tveggja bréfa sem Hannes Haf- stein lét fylgja öðrum gögnum um símamálið til þingsins 1905, og prentuð eru í þingtíðindum þess árs. Og hvað segja þessi bréf? Hið fyrra er til Hage sam- göngumálaráðherra Dana frá Hann'esi Hafstein, ákrifað 30. júní 1904. Þar er skýrt tekið fram að hann telji enn sem fyrr þann samning, sem í vændum er, um sæsíma til Austfjarða og land- símá þaðan til Reykjavíkur, hina heppilegusut og ódýrustu lausn á þorfinni fyrir símasamband til landsins og um landið, og að víst megi telja, eða í mesta máta sennilegt, að Alþingi muni fall- ast á þessa lausn. Hinis veigar spyr Hannes Hafstein, hvort nauðsynlegt sé að málinu verði ráðið til lykta áður en þing komi saman í júlí 1905. Hann getur þess ennfremur, að borist hafi tilboð frá Marconifélaginu, og því verið svarað með ósk um nánari skýringar. Um þetta bréf segi ég í bók minni um Hannes Hafstein, að með því hafi hann hikað að fara lengra í blli — enda sjá allir hve fjarri 'Per. þ'VÍ, að Ihann hvi'ki 'frá þeirri s'ann'færinign, að tilboði Stóra norræna beri að taka. En hann kýs fremur að frestur gefizt til að leggja málið fyrir alþingi til samþykktar. Og vill geta sagt Mnginu að Marc- onifélagið hafi haft nægan tima til a ðganga emdanl'ega frá til- boði sínu. Hitt bréfið er svar Hage til Hannesar Hafsteins, skrifað 11. ágúst sama ár, og auðvitað ró- legt og kurteislegt, án allra upphrópana. Hage hefur enga trú á loftskeytum að svo komnu. Hann segir að trúnaðarmaður Marconifélagsins hafi sagt við sig, að hann hafi því aðeins unn- ið að loftskeytasambandi við ís- land, að hann hafi haldið að sæ- sími væri ekki fáanlegur —en ef svo sé, þlá hljóti allt tal uim loftskeyti að falla niður. Hage færir rök fyrir því að nauðsyn legt sé að taka ákvörðun í mál- inu sem fyrst. En áður en Hannesi Hafstein berzt bréf Hage hefur hann fyr- ir sitt leyti sannfærst um, að MÓÉGUNBLABIÐ, LAUGARDAGUR 2. MARZ 1908 15 dráttur á aðgerðum geti telft málinu í tvísýnu, og ákveðið að láta til skarar skríða um samn- inga. Hann gerir sér þó fyrst ferð til Lundúna, og sannfærist um, að engra aðgengilegra boða sé að vænta frá Marconifélag- inu. Síðan fer hann til Hafnar, og á nokkrum dögum er gengið frá samningum við Stóra nor- ræna Það er mér vitanlega hvergi til fyrir því einn stafkrókur, að Hannes Hafstein hafi nokkru sinni eitt andartak efast um þann mikla sigur, sem ísland hafði unnið þegar tryggt var orðið að símasamningurinn feng- ist. Öll frásögn Þ. Th. um að Hannes Hafstein hefi gert samn- inginn vegna þesis að 'hann .kamst í klípu, sem hann gat ekki losn- að úr, að hann hafi barið höfð- inu við steininn úr því sem kom- ið var og borið mál sitt fram til sigurs gegn betri vitund — er eimber glórulia'uis þvæittinigur og bláber ósannindi. Hverskonar menningarástand búum við eiginlega við á íslandi, úr því að svona er hægt að segja sögu landsins án þess nokkur ritdómari hneykslist? Ritdómari stærsta blaðs á landinu tók upp i grein siina ofanskráða klau'su um klípu Hannesar Hafstein sem dæmi um ráðvendni og óhlut- drægni Þ. Th. VI. Bók mín um Hannes Hafstein hlaut að leiða í ljós margan ó- hugnað í íslenzku stjórnmálalífi í upphafi þessarar aldar. Ekki er lengra frá liðið en svo, að lestur hennar allvíða .hlaut að verða mörgum manni annað en þægilegur, Og reyndi nú á hvern kraft og þroska þjóð vor ihefði til þess að horfast í augu við margan bitran sannleik um sjálfa sig. Einn blaðamaður, Sigurður A. Magnússon, bjargaði öðrum frem ur heiðri þjóðar sinnar gagnvart bók minni, með ritdómum sínum í Morgunblaðinu. (Og skiptir í þessu sambandi engu, þó að hann hafi í einni setningu kom- ist fullhart að orði um einstaka menn). Hann einn skrifaði um allt verk mitt, og af heilbrigðum hug, karlmennsku og viti. Fyrsta bindi bókar minnar var að vísu vel tekið, en strax og tók að dimma yfir framkomu og atferli í íslenzku stjórnmálalífi fækkaði blaðadómum, kjark brast, kosið var að þegja þunnu hljóði, fremur en að taka af- stöðu til hrapalegra staðreynda. í stað þess hófust hin tíðu skot- spóna-brigsl um að mig skorti „hlutleysi". Hver át eftir öðrum, án allra röksemda, að ég drægi um of taum Hannesar Hafsteins. Enginn gat neinu hnekkt í ’frá- sögn minni af miálavöxtuim og átökum stjórnmiálalífsins, að- eins var nöldrað um að ég gerði Hannes Hafstein að of miklum manni. Einn blaðamaður japlaði á því, hvað eftir annað, að ég gerði hann „yfirnátturulegan", rétt eins og ég hefði látið hann vekja dauða til lífsins — eða ganga á vatni. Mönnum fannst ég hefði getað sýnt meiri lit á að sverta Hann- es Hafstein, innan um og saman við, svo að betur liti út, og siður hal'laðist á í samamburði við aðra stjómmlálam'ehn. Ég vil nú biðja menn að hug- leiða eina af höfuðsakargiftum Þ. Th. gegn Hannesi Hafstein, og dæma svo hve hægt um vik ég muni hafa átt um að láta ..s'vört'u hiiðarnar" 'á ráðlberra- dómi hans blasa við í æskile'ga s terku ljási. Þ.Th. talar um eina embættis- veitingu Hannesar Hafsteins, sem almennt hafi verið „álitin grófasta pólitíska hneyksli þeirra tíma“, enda orsakað „há- væruatu mótmœli u'm miisbei'ting veitingavaldsins". Hneykslið seg ir hann hafa verið fólgið í því, að Hannes Hafstein gerði 1904 Ólaf Davíðsson að bókara Lands bandans „þvert ofan í tillögur bankastjórnar". Þetta er ekki rétt, og Þ. Th. ætti að vita það, því hann hefur lesið umræður- nar um vantraustið á Hannes Hafsteins á þingi 1909, og þar bar málið á góma. Kom fram að bankastjórnin hafði klofnað í tillögum um veitinguna. Banka- stjórinn Tryggvi Gunnarsson hafði mælt með Olafi Davíðs- syni en gæzlustjórarnir Eiríkur Briem og Kristján Jónssön mæltu með föður mínum, Albert Þórðarsyni, (En hann varð bankabókari 1908, þegar Ólafi Davíðssyni hafði boðizt tekju- hærri staða sem verzlunarstjóri á ísafirði). Hverja tillöguna hlaut nú ráð herrann að telja rétthærri — tillögu bankastjórans, sem bar alla ábyrgð á starfsliði ogstarf rætosíiu bankans, eða tillögu gæzlustjóra, sem komu í bank- ann einn til tvo tíma á dag? En uim starf þeirra skri'far Þ.TIh.: „Gæzlustjórastarfið var auka- starf, og litu þessi tveir menn svo á, að þeim beri ekki að taka ákvarðanir í einstökum málum, heldur hafa einskonar yfireftir- lit með því að fjárreiður bank- ans væru í lagi. Tóku þeir sér þetta verk mjög létt“. Hvernig gat Hannesi Hafstein. né nokikr- um óvilhöllum manni, þótt sem þessir menn ættu meiru að ráða u-m skipun í st'öður ban'kams, en sjálfur bankastjórinn? Ég heyrði Pöður minn, sem 1904 var aðeins liðlega þrítugur, og hafði ekki unnið í bankanum nema tivö ár, tala uim þeeiS'a veit- ingu sem algerlega sjálfsagða, og það því fremur sem Ólafur Dav- íðsson var í hvívetna hinn mesti ágætismaður. Enda urðu þeir miklir vinir, faðir minn og hann. Þetta var þá „grófasta póli- tíska hneyksli þeirra tíma“! Þarf frekar vitnanna við um hve vammalaus Hannes Hafstein hef- ur verið í stjórnarstörfum? Á þessari „misbeitingu valdsins" töngluðust andstæðingarnir ár- um saman, og síðast, sem einni ástæðu til að fella hann frá völd um. Og loks verður Þ. Th. guðs- feginn að geta lapið upp þennan vesæla óheilinda-áróður — ann- að stærra hneyksli fyrirfinnst ekki! En mörgum ritdómara mun þykja sem hér hafi Þ. Th.. enn sem oftar bjargað ærunni — reynst „hlutlaus". Og eins mun mörgum þeirra finnast sem upp hafi komist enn á ný, hve ég sé hlutdrægur — að hafa í bók minni haldið algerðri leynd yf- ir hvorki meira né minna en „grófasta hneykslinu“. En hvað finmst skynsömu fól'ki sem ekki er ritdómarar? VII. Hannes Hafstein hóf fyrstur þá stefnu að Island skyldi verða s'j'álfetætt rí'ki, og fékk Dani tvisvar til að fallast á það, fyrst mieð Samiband'slaga-fruim'varpinu 1908, en öðru sinni með tilboði því, sem honum tókst að fá 1912. Sjálfsagt verður lengi haldið áfram að reyna að falsa söguna til þess að hafa af honum þenn- an heiður. Þ.Th. gerir það í frá- sögn sinni af Blaðamannaávarp- inu 1906. Hann skrifar: „Um það þarf ekki að deila, að efni Blaðamannaávarpsins hlaut að vera hverjum íslend- ingi eftirsóknarvert og hjart- fólgið, að ísland yrði frjálstríki í lausu sambandi við Danmörku“. Síðar segir hann að í ávarpinu hafi verið „sett á oddinn sú eina úrslitakrafa, að opinber aðskilnaður yrði gerður milli ríkjanna". Þ.Th. forðast að taka ávarpið upp í bók sína, þó að það sé mjög stutt, enda kæmi þá allt annað í ljós. f ávarpinu var engin krafa um að ísland yrði ríki, né um að- skilnað „milli ríkjanna". Yfir- leitt hvergi gert ráð fyrir tveim ríkjum — aðeins einu. Krafan var að ísland yrði „frjáls sam- bandsland Danmerkur", en það hugtak skýrir ísafold svo: „Orð ið iand merkir, að vér hugsum ekki til þess að verða ríki sér“. Blaðið ítrekar þegsa skoðun í annari grein, hugsun ávarps- manna sé ekki sú, að fara fram á að ísland verði „sérstakt ríki í hóp annarra ríkja álfunnar í algengri merkingu, heldur frjálst sambandsland Danmerkur . . .“ (Sbr. ævisögu Hannesar Haf- steinis 1. bindi, blis. 1161). Þegar svo ísafold fer að gruna, snemma á árinú 1908, að Hannes Hafstein ætli að krefjast þess að ísland verði rikd, kemur það mjög flatt upp á blaðið: „Svona er þá pilturinn inn við beinið. Annað hvort skilnaðarmaður eða gallharður Landvarnarmaður“. En jafnvel Land'varnarimenn höfðu aldrei barizt fyrir ríki, Blaðamannaávarpið var runnið undan rifjum foringja þeirra. Og þégar ungur Landvarnar- maður ymprar á því á Þingvalla fundinum 1907, að krafan í fund- arályktun verði „sérstakt ríki“ í stað „frjálst land“, tekur hann tillögu sína aftur strax þegar mótmælum er hreyft. VIII. Annars má ef til vill segja að ástæðulaust sé að kippa sér um of upp við það, þótt bæði smá- smugulegu narti og beinum og óbeinum ósannindum um Hann- es Hafstein haldi áfram enn um stund. Svo vel er borgið, með því sem hann vann og var, rúmi hans í bókmenntum okkar og sögu. Því er þó ekki að leyna, að oft hefur tekið aldir að hreinsa minningu mikilmenna af óhróðri, sprottnum af öfund eða heimsku. Sagnritarar smeygðu svo mörgu ósönnu og illkynjuðu inn í frá sagnir af Júlíusi Cæsar, að það var ekki fyrr en á síðustu tím- um að tekist hafði að sjá í gegn- um allan bann róg, og víkja hon um til hliðar, og að fullu skild- ist að Cæsar hafði verið mesti maður hins forna Rómaveldis. Ég er ekki í vafa um að eins muni síðari tíma sagnfræði ís- lenzk kunna að meta að makleik- um þær tilraunir, sem enn eru gerðar til að hnekkja heiðri Hannesar Hafsteins með ósann indum. — Ég skal að lokum láta þess getið, að mér hefur ekki verið með öllu ljúft að hafa svo mörg hörð orð um Þorstein Thoraren- sen, sem á margan hátt er geð- ugur maður. En hjá því varð ekki komizt. Mér skilst að til standi að hann sendi fhá sér fJieiri sogu- rit. Honum er því mikil nauðsyn á öðru en skjalli einu. Hann þyrfti að reyma að forð- ast sem mest hann má hvatvísi og hroðvirkni, bæði í hugsun og framsetningu — en umfram aUt að hafa hemil á þeirri furðulegu ó'gvífni, sem er svo ofartega í fari hans. ÞAKJÁRN „Discus“ og venjulegt, lengdir frá 7—12 fet. /. Þorláksson & Norðmann hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.