Morgunblaðið - 19.03.1968, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1960
Frumvarp á Alþingi:
Óheimilf að reka
hvalíá land
Kristinn O. Ouðmiunttsson, bæjarstjóri (Hafnarfjarðar færir heið jrsborgaranium heiðursborgara-
skjalið (Ljósm. Dv. Þonm).
Fyrir Alþingi hefur nú verið
lagt fram frumvarp um breyt-
ingu á lögum um dýravernd. Að
aákvæði frumvarpsins er ,að ó-
heimilt sé að reka hvali á landi
nema fullvíst sé, að unnt sé að
hagnýta þá til matar eða á ann-
an hátt. Við rekstur og deyð-
ingu slíkra hvala skal nota eins
mannúðlegar aðferðir og unnt er
í greinargerð frv. segir m.a.:
Komið hefur fyrir, að hvalir
hafa verið reknir hér á land án
þess að unnt hafi verið að hag-
nýta þá.
Samband dýravemdunarfél
ags íslands beindi því til sjáv-
arútvegsmálaráðuneytisins að
láta endurskoða lög frá 1949 um
hvalveiðar, til að fá tekið inn í
þau lög ákvæði, sem banni að
hvalir sér reknir á land.
Samkvæmt lögum frá 1949 um
Bjarni Snæbjörnsson, heiðursborgari Hafnarf.
hvalveiðar, má banna að veiða
tilteknar hvalategundir, en þau
lög heimila hins vegar ekki
bann við þeirri veiðiaðferð að
reka hvali á land. Taka lögin
fyrst og fremst til hvalveiða,
sem stundaðar eru sem fastur
atvinnurekstur, en þar sem
bann við þvi að reka hvali á
land byggist fyrst og fremst á
mannúðarsjónarmiði, þá þykja
slik ákvæði, eðli málsins sam-
kvæmt, eiga betur heima í lög-
um um dýravernd. Hefur sjáv-
arútvegsmálaráðuneytið vísað
máli þessu til menntamálaráðu-
neytisins, sem fer með dýra-
verndunarmál.
Samkvæmt frumvarpi þessu
er áfram heimilt að reka hvali
á land, ef full vissa er fyrir því,
að unnt sé að hagnýta þá til
matar eða á annan hátt. Ef slík
skilyrði eru ekki fyrir hendi er
veiðin óheimil. Þykir sjálfsagt
að stemma stigu við því svo sem
unnt er, að hvalir séu reknir á
land án þess að aðstæður séu
til þess að nýta veiðina.
HINN 27. febrúar sl. ákvað
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar að
heiðra Bjama Snæbjömason,
lækni, fyrir 50 ára læknisstörf
í þágu Hafnfirðinga og gera
hann að heiðursborgara Hafnar-
fjarðar. Samþykkti bæjamtjórn-
in þetta með samhljóða atkvæð-
um.
Á 79. afim'æ’lisdegi Bjarna.
hinn. 8. marz Síðastliðinn heim-
sótti bæjarstjórnin og bæjiar-
stjóri Bjarna og konu (hans,
Helgu Jónasdóttur, ag færði
þeim skrautritað heiðusborgara-
skjal. Kristinn Ó. Guðtanunds-
son, bæjarstjóri, ávarpiaði hieið-
ursiborgaramn, sem er sá fyrsti í
Hafnaríirði, en hanm. þakkaði
með nokkrum orðum.
Bjarni Snæbjörnssion lauk
kandidiatisprólfi í læknisfrœði frá
Hláiskóla íslands árið 1914 og
stundaði siðam framlhaldbnám í
Dammörfcu, Þýzkalandi, Svliþ'jóð
og Bandarfkjunuim. Árið 1917
hóf hiann læknisstörf í Hafnar-
firði og hefur stundað þau æ
síðan.
Bjarni hefur verið og er mik-
ilvirkur féla.gsm>áliamaður. Bœj-
arfulltrúi Sjiál'fstæðisiflokksins
og alþingismaður Hafnfirðimg'a
var hanm uim s'keið, ag Ihamn heif-
ur át't sæti í miðstjórn Sj'áif-
stæði.sffokksins. Þá er hann og
formaður stjórnar Sparisjóðs
Hafnianfjarðar og Hatfnarfjarðar-
deiidar RKÍ.
- YFIRLÝSING
Framh. af bls. 1
lendis og samkeppnisfær iðn
aðarframleiðsla hérlendis Iát
in njóta forgangs opinberra
affila.
6. Athuguff verffa atvinnumál
unglinga, sem eru við nám
og stufflaff að sumarvinnu
fyrir þá.
7. RíkLsstjómin mun beita sér
fyrir hækkun bótagreiffslna
vegna atvinnuleysis.
8. Vísitöluákvæffum húsnæðis-
lánasamninga verði breytt
til hagsbóta fyrir lántakend-
ur. (Sjá nánar í yfirlýsing-
unni hér á eftir).
9. Byggingarsjóffi ríkisins verði
gert kleyft að hraða greiffslu
lánsloforffa, sem miffuff eru
við greiffslu eftir 15. sept.
nk. þannig að lánin verði
greidd eigi síffar en 15. júlí
nk.
10. Fram fari ítarleg athugun í
samráffi viff ASf á nýjum
tekjustofnum fyrir Bygging-
arsjóð ríkisins.
t
Sigurður í. Sigurðsson,
Dvergsteinum, Stokkseyri,
lézt að heimili sínu 17. marz.
Vandamenn.
t
Bróðir minn,
Ingi S. Jónsson,
lézt í Sjúkraskýlinu á Þing-
eyri 18. marz.
Sigríður Jónsdóttir.
Hér fer á eftir í heild yfirlýs-
ing ríkisstjómarinnar:
f sambandi við nýja kjara-
samninga og á þeirri forsendu,
að þeir komist á í samræmi við
samkomulagið, sem aðilar undir-
rituðu í morgun hefur ríkisstjórn
in I dag gefið svofellda yfirlýs-
ingu:
Þa’ð hefur frá upphafi verið
meginatriði í stefnu ríkis-
stiórnarinnar, að næg atvinna
haldist í landinu. Áföll þau, sem
þióðin hefur orðið fyrir af völd-
um verðfalls og aflabrests, gera
nú örðugra að ná þessu mark-
miði en verið hefur og krefjast
samfelldra aðgerða til þess að
svo megi verða. Ríkisvaldið hef-
ur að undanfömu me’ð marghátt-
uðum aðgerðum stefnt að því að
draga úr áhrifum erfiðleikanna
á atvinnulífið, og við samning
fiárlaga og framkvæmdaáætlun-
ar ársins hefur verið stefnt að
því að halda opinberum fram-
kvæmdum sem mestum, þrátt
fyrir þá miklu fjárhagsörðug-
leika, sem skapazt hafa. Þetta
mun hinsvegar ekki reynast
klevft nema með sérstökum fjár-
öflunarráðstöfunum innanlands
og með erlendum lántökum,
sem hafa verfð til athugunar og
vonir hafa staðið til, að reynist
framkvæmanlegar þrátt fyrir ó-
kyrrð á erlendum fjármagns-
mörkuðum.
Rfkisstjórnin hefur ætíð óskað
samstarfs við samtök verkalýðs
og vinnuveitenda til að halda
uppi almennri atvinnu og telur
nú brýnni þörf á slíku samstarfi
en nokkru sinni fyrr. í fram-
haldi af viðræðum við fulltrúa
Alþýðusambands Islands og
Vinnuveitendasambands Islands
lýsir ríkisstjórnin því yfir eftir-
farandi:
1. Að hún muni skipa sérstaka
atvinnumálanefnd með full-
trúum sínum, Alþýðusam-
bands íslands og Vinnuveit-
endasambands Islands, er
starfi á því tímabili, sem ný-
ir kjarasamningar ná til.
Hlutverk nefndarinnar skal
vera að fylgiasf sem bezt
með þróun vinnumarkaðar-
ins og horfum í atvinnumál-
um, gera tillögur um þær
umbætur, sem nauðsynlegar
reynast, og leggja á ráð um
framkvæmd þeirra tillagna.
Mun ríkisstjórnin kynna
nefndinni framkvæmdaáætl-
un yfirstandandi árs, sem nú
er i undirbúningi, áður en
endanlega verður frá henni
gengið. Þá mun atvinnu-
málanefndinni falið að at-
huga einstök atriði í heildar
tillögum Alþýðusambands Is
lands um atvinnumál.
2. Að hún mun hlutast til um,
að hraðað vei'ði athugunum,
sem nú er unnið að á bygg-
ingu nýtízku togara og jafn-
framt athuguð nýsmíði fiski-
báta, sem hentuðu til þorsk-
veiða hér við land á öllum
árstímum. I samráði við at-
vinnumálanefndina verði
gerðar ráðstafanir til að
hrinda byggingu slíkra tog-
ara og fiskibáta í fram-
kvæmd, a’ð svo miklu leyti,
sem niðurstöður athugana
benda til, að slík bygging sé
æskileg.
3. Að hún mun stuðla að því,
að síldveiðar á fjarlægum
miðum næsta sumar verði
sem bezt skipulagðar og síld
arflutningar auknir, og
greiða fyrir þorskveiðum
þeirra báta á vor- og sumar-
vertíð, sem áður hafa stund-
að síldveíðar á þessum tíma.
4. Að hún muni í samráði við
atvinnumálanefndina taka
til athugunar, hverjar ráð-
stafanir sé unnt að gera til
þess að togararnir landi sem
mestu af afla sínum til
vinnslu innanlands á þeim
árstímum, þegar mestur
skortur er á hráefni í fisk-
vinnslustöðvum, og hvað sé
unnt að gera til þess að þeir
togarar, sem nú er ekki
haldið til veiða, komist í
rekstur.
5. Að hún muni áfram vinna
að því að tryggja fjármagn
til að lána kaupendum véla
og tækja, sem smíðuð eru
hérlendis, svo að iðnaðurinn
geti á þessu sviði keppt við
erlenda framleiðslu. Jafn-
framt mun ríkisstjórnin
beita sér fyrir því, að ís-
lenzk iðnaðarframleiðsla,
sem telja megi samkeppnis-
færa, njóti af hálfu opin-
berra aðila forgangs um-
fram erlenda framleiðslu.
6. A’ð hún muni í samráði við
atvinnumálanefndina athuga
atvinnumál unglinga, sem
eru við nám, og stuðla að
ráðstöfunum til að tryggja
sumarvinnu þeirra.
7. Að hún muni beita sér fyrir
hækkunum á bótagreiðslum
vegna atvinnuleysis og öðr-
um lagfæringum á bótarétti.
8. Að hún muni láta undirbúa
og leggja fyrir Alþingi nú
tillögur um breytingu vísi-
töluákvæða í húsnæðislána-
samningum til hagsbóta fyr-
ir lántakendur. Jafnframt
munu verða teknir upp samn
ingar við aðila, er keypt
hafa vísitölubundin íbúða-
lánabréf, um að þeir fallizt
á breytit kjör, svo a’ð tekju-
tap Byggingasjóðs verði sem
minnst. Með hinu breytta
fyrirkomulagi verði stefnt
að því, að vísitölubreyting í-
búðalána verði ekki hærri
en nemi helmingi breyting-
arinnar á almennum kaup-
töxtum verkafólks. Hin nýju
kjör gildi um öll lán, er
veitt hafa verið síðan kerfis-
breytingin var gerð 1964.
9. Að hún mun gera ráðstaf-
anir til að Byggingasjóði
ríkisins verði gert kleift áð
hraða greiðslu þeirra lánslof
orða, sem veitt hafa verið
miðað við greiðslu eftir 15.
september nk., þannig að
lánin verði greidd ekki síðar
en 15. júlí nk. Þessi ráðstöf-
un verði þó ekki látin valda
því, að biðtími annarra um-
sækjenda lengist.
10. A’ð hún mun í samráði við
Alþýðusamband íslands taka
til ýtarlegrar athugunar nýja
tekjustofna fyrir Bygginga-
s.ióð ríkisins, svo og aðra
möguleika til aukinnar fjár-
öflunar til húsnæðismála.
RITSTJÓRN • PREIMTSMIÐJA
AFGREIOSLA»SKRIFSTOFA
SÍMI 10«10D
- KENNEDY
Framh. af bls. 17
ys og Johnsons:
„Það getur stundum verið
hættulegt að draga miklar á-
lyktanir af árekstrum mikilla
persónuleika. En árekstrar
þeirra Roberts F. Kennedys og
Lyndons Johnsons geta haft
truflandi áhrif á Pemókrata-
flokkinn um mörg komandi ár.“
White segir að Robert Kenn-
edy hafi elskað bróður sinn
meira en sjálfan sig, og að í
hans augum hafi John F. Kenn
edy ekki aðeins verið persóna,
heldur sameiningartákn málefn
is. Honum fannst sem gamli tím
inn væri liðinn og ný kynslóð
tekin við. í hans augum var
Johnson tákn fortíðarinnar,
kynslóð föður hans. Og þeg-
ar Johnson tók við forsetaem-
bættinu, var það kynslóð gær-
dagsins, sem settist að völdum.
Þeir Robert Kennedy og Lyn
don Johnson líta aðeins eina
stjórnmálastaðreynd sömu aug-
um, segir White, það er þá, að
Johnson tókst aldrei fyrr en
1964 að komast í framboð sem
forsetaefni demókrata. Það var
ekki fyrr en John F. Kennedy
varð fyrir kúlu launmorðingj-
ans að Johnson komst í forseta-
stólinn.
Þrátt fyrir vinsældir Roberts
Kennedys var Johnson ekki
sólginn í að fá hann sem vara-
forsetaefni í kosningunum 1964.
Dró hann það fram á síðustu
stundu að ákveða varaforseta-
efnið, en fyrir valinu varð Hu-
bert H. Humprey. Kennedy
sneri sér þá að kosningabar-
áttunni fyrir framboði sínu til
Öldungadeildarinnar. Vann
hann þingsætið af þáverandi
þingmanni republikana, Kenn-
eth Keating, með um 560 þús-
und atkvæða meirihluta, hlaut
3.412.000 atkvæði, en Keating
2.852.000.
Robert Kennedy hefur látið
sig utanríkismál miklu skipta,
og hefur hann lengi verið einn
höfuð andstæðingur Johnsons
varðandi styrjöldina í Vietnam.
Einnig hefur hann oft gagn-
rýnt stefnu stjórnar Johnsons
varðandi Kína, og telur að
veita beri Kína aðild að af-
vopnunarráðstefnunni í Genf,
auk þess sem ekki sé rétt að
halda Kína utan samtaka Sam-
einuðu þjóðanna. Þrátt fyrir
deilur hans við Johnson forseta
hefur Kennedy lýst því yfir að
hann muni styðja forsetann til
endurkjörs, ef Johnson verður
útnefndur frambjóðandi á
flokksþingi demókrata í ágúst.
Robert Kennedy kvæntist ár
ið 1950 Ethel Skakel, og eiga
þau ellefu börn.