Morgunblaðið - 03.04.1968, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1968
3
UM þessar mundir eru staddir hér sex þýzkir blaðamenn í boði Eimskipafélags íslands og
komu þeir hingað með Gullfossi á sunnudagskvöld. Eru þeir komnir hingað til iands til þess að
kynna sér land og þjóð, ekki hvað sízt með tilliti til ferðamála. Hér á myndinni sjást þeir um
borð í Gullfossi með málverk af fossinum í baksýn. Með þeim á myndinni eru enn fremur
Óttarr Möller, forstjóri Eimskipafélags íslands, sem er yzt til vinstri. Þriöji til vinstri er vestur-
þýzki sendiherrann hér á landi, Henning Thomsen. Maðurinn í einkennisbúningnum í hópnum
til hægri á myndinni er Kristján Aðalsteinsson, skipstjóri á Gullfossi.
Færeyingar með
í páskaferð
Vor- og sumaráœtlun skipsins komin út
VOR- og sumaráætlun m.s. Gull-
foss hefur verið ákveðin. Fyrsta
ferðin er sérstök páskaferð frá
Tórshavn í Færeyjum til Reykja-
víkur, í þeim tilgangi að gefa
Færeyingum tækifæri til að
heimsækja ísland um páskana.
Virðist ætla að verða góð þátt-
taka í þeirri ferð. Þá fer Gullfoss
20 daga vorferð til Bretlands,
meginlandsins og Danmerkur.
Og eins og að undanförnu verður
skipið í sumar í föstum áætlunar
ferðum milli Reykjavíkur, Leith
og Kaupmannahafnar.
Páskaferðin frá Færeyjum
hefst í Tórshavn hinn 12. apríl
og komið til Reykjavíkur 14.
Þorroblót í Kiel
FÉLAG íslenzkra stúdenta í
Kiel í Norður-Þýzkalandi, efndi
til þorrablóts laugardaginn 24.
febrúar 1968 og hafði öllum fé-
iögum í Bandalagi tslendinga í
Norður-Þýzkalandi verið boðin
þátttaka.
Blótið var haldið í Ohristian-
Albrechts-Haus í Kiel og hófst
kl. 6 e.h. Auk heimamanna
mættu íslendingar frá Braunse-
hweig, Hamtburg og Liibeck.
Freysteinn Sigurðsson, formað-
ur FÍSK bauð gesti velkomna
og bað tþá að njóta kræsinganna
að heiman.
Eftir að men höfðu kýlt vamb-
ir sínar, með hinum ljúffenga
þorramat, var leikin af segul-
banúi „Annáll ársins 1967“, sem
Villhjálmur Þ. Gíslason hafði
flutt um áramót, en Ríkisútvarp-
ið hafði góðlfúslega lánað cegul-
bandið, til þessarar samkomu.
Eftir ræðu Vilhjálms tók „þjóð
kórinn“ lagið og var síðari dans-
að. Gestir FfSÍK að þessu sinni
var prófessor Hans Kuhn og
kona hans, sem er íslenzk. svo
og sonur þeirra og tengdadóttir
frá Hvanneyri. Þorrablótið þói.i
takast vel í alla staði, en ti'.s
sóttu það 35 íslendingar.
apríl. í Reykjavík verður staðið
við í fjóra daga og haldið aftur
frá Reykjavík síðdegis hinn 17.
apríl áleiðis til Tórshavn. Far-
þegar, sem taka þátt í þessari
ferð búa um borð í skipinu með-
an staðið er við í Reykjavík og
fá þar ennfremur morgunverð.
Þá verða skipulagðar skoðunar-
ferðir í landi fyrir farþegana og
sitthvað fleira verður til skemmt
unar fyrir þá. Góð þátttaka virð-
ist ætla að verða í þessari ferð.
20 daga vorferð til meginlandsins
í vorferðinni til Bretlands og
meginlandsins verður komið við
í London, Amsterdam, Hamborg,
Kaupmannahöfn og Leith. Þessi
ferð tekur 20 daga og er brottför
frá Reykjavík hinn 18. maí og
komið aftur til Reykjavíkur hinn
6. júní Skipulagðar verða skoð-
unarferðir í höfnum, sem við-
dvöl er í og sitthvað til skemmt-
unar um borð í s'kipinu. Þátttaka
er orðin mikil í þessari ferð,
enda farin á fegursta tíma árs-
ins, þegar gróðurinn er í blóm-
legum skrúða og hitinn þægileg-
ur.
Sumarferðirnar verða með
svipuðu sniði og undanfarin sum
ur með viðdvöl í Reykjavík,
Leith og Kaupmannahöfn. Hefur
Eimskipafélagið í hyggju að
bæta enn þjónustu sína við far-
þega með skipinu og auk þess
leyfa þeim farþegum, sem ferð-
ast með Gullfossi fram og til
baka að búa um borð í Kaup-
mannahöfn og fá morgunverð
um borð. Einnig skipuleggja
fjölbreytt úrval af skemmti- og
skoðunarferðum í landi, en þær
hafa gefizt vel.
Þá er ætlunin að stuðla að því,
að fólk notfæri sér meira þann
möguleika að taka með sér bif-
reiðar sínar til útlanda, þegar
það ferðast með alla fjölskyld-
una, með því að hafa flutnings-
gjald fyrir bifreiðar mjög lágt ef
fjórir farþegar fylgja henni. En
þægindi eru að því að ferðast í
eigin bifreið, gista í tjaldi og
flytja með sér bifreiðina með
skipi til og frá íslandi. Fást betri
kjör fyrir bifreiðina eftir því sem
Gullfossi
hún fylgir fleiri farþegum, stig-
lækkandi frá einum upp í fjóra
farþega. Gilda sömu skilmálar
þó bifreiðin fari með skipi fé-
lagsins frá öðrum höfnum en
Kaupmannahöfn og er upp- og
útskipun innifalin í flutnings-
gjöldum.
Bæklingur með áætlun í
sumarferðum er kominn út hjá
Eimskipafélagi íslands.
VATNIÐ hefur stundum verið
nefnt va.gga alls l'itfanda. Þar
kviknaði lífið og hóf sinn la.nga
þróunarferil fpá friumstæðum
jurtum og dýrum, sem eru nær
eingöngu vatn, till mannsins, sem
er vatn að tveimur þriðju hlut-
um. Ekkert, sem l'ífi eir gætt, get
ur án þess verið, og það setur
mót sitt á öll lífsstörf jurta og
dýra. Matarlaus getur maður'mn
lifað, í nokkrar vikur, jafnvel allt
að áttatíu dögurn eins og dæmi
er til, en vatnslaus getur enginn
vænzt að tóra lengur en 10 daga.
í svo ríkum mæli er maðurinn
sífelldlega háður þessu undra-
efni, og þegar við bætist hvoirt
fveggja, að það er aígengasta
efnd jarðarinnar og virðist mjög
óbrotið að eðli og samsetningu
er engin furða, þó að mönnum
hætti til að ofmeta þekkingu
sína á því og þykjast jafnvel
kunna á því fiest markverð skil.
Við nánari fræðslu verður þó
allt annað uppi á teriingnum. Þá
kemur á daginn, að það á eánnig
sínar dulargátur og undraheim
eins og hin nýja bók Vatnið,
leiðir berlega í ljós.
Vatnið er nýjasta bókin í Al-
fræðasaifni AB og hin seytjánda
í röðinni. Aðalhöfundur hennair
er dr. Luna B. Leopold, fjöl-
menntaður verkfræðóngur, veð-
urfræðingur og jarðtfræðingur,
sem hreppt hefur margs konar
beiður fyrir vísinda- og ritstörf
og rannsóknir, en Hlynur Sig-
tryggsson veðurstofustjóri hefur
snúið bókinni á íslenzku. Hetf-
ur hann jafnframt skrilfað for-
mála fyrir henni og kemst þar
m.a. svo að orði: „Vatnið skóp
landið okkar. Eimþrýstingur í
hraunkviku neðanjarðar lagði
mikinn skerf til að þrýsta henni
It^jólkurhílar
tepptir á
Klaustri
Holti, Síðu, 2. apríl.
OFSAVEÐUR á norðan hefur
geisað hér síðan á laugardag allt
þar til í morgun. Byrjaði það ,
með snjókomu á laugardag, sem |
hér er sjaldgætft í norðanátt, og ;
síðan hofur verið látlaus „skaf- '
hríð“ þar tál í morgun. Frost
var mjög hart, t.d. var hér um ;
tuttugu stiiga frost klukkan 6 í
gærmorgun. Er þetta með hörð-
ustu veðrum, sem hér gerir.
Ekki hefur þó heyxzt um mikl
ar skemmdir atf völdum veðurs-
ins, nema ný bogaskemma fauk
hjá Guðmund: Björgvinssyni á
Haukshamri. Mjólkunflutninga-
bílar hafa verið tepptir á Kirkju
bæjarklaustri í tvo daga, því aill
ir vegur urðu ótfærir og er nú
unnið að því að ryðja þá.
Kennsla í barna- og unglinga
skóla féll niður að Klaustri í
dag.
í dag er hér hæg norðanátt,
bjart veður og vægatra frost.
— Fréttaritari.
Happdrætti
Iðnnemasamb.
„NÚ þessa dagana er Iðnnema-
samband íslands að hetfja sólu á
happdrætti til styrktar starfsami
sinni
Margt eigulegra vininga er í
happdrætinu, en miðatfjöldi er
aðeins sex þúsund. Dregið verð-
ur í happdrættinu 26. maí, eða
á H-daginn. Verð miðanna er
aðeins 50 krónur. Allar nánari
upplýsingar um happdrættið er
á skritfstofu Iðnnemasambands
íslands að Skólavörðustíg 16.,
sími 14410.
Frá Iðnnemasambandi
íslands".
upp á yfiriboiðið, þair tóku hatf
og jöklar vdð henni, kældu hana,
mynd'breyttu o'g mótuðu. Þegar
forfeður okkar stotfnuðu hér
þjóðfélag, varð hatfið þjóðbraut
þess og aðalvinnuveitandi . . .
Um 150 milljarðar tonna af vatni
falla á landið árlega, og á leið
til sjávar veitir smáhluti þessa
mikla magns okkur ljós og yú,
auk frábærs neyzluvatns, sem
margar stærri þjóðir og auðugiri
hafa ekki efni á að veita sér.
Þekking ó vatninu, hóttum þess
og störfum er þvi þjöðinni lífs-
nauðsyn, enda beinist mdlkill
hluti atf rannsóknarstönfum vís-
indamanna 'hennar að þessum
atrdðum á einn eða annan hátt.
Almenningi er þá ekki síður
gagnlegt að vita helztu deil'i á
vatninu, eð&’i! þess og aðtferð
allri.“
Það eru ótrúlega mörg og fjöl
skrúðug þekkingarsvið, sem tek-
in eru til meðtferðar í þessari
bók, állt frá hlutdeild vatnsins
í þrotlausri sköpun lífs og jarðar
til nýjustu nýtingar og tækni-
meðferðar. Kannski er það ekki
hvað sízt með tilliti til þessara
hagnýtu möguleika, að bókin j
verður oss íslendingum ærið for ■
vitnileg, og vissulega ber þar!
sitthvað nýstárlegt fyrir augu, j
því að „töfrabrögð vatnsins virð j
ast óteljandi" eins og segir á
einum stað í bókinni.
Vatnið er 200 bls. að stærð
og hefuir að geyma á annað j
hundrað mynda. Þar aí eru lit-
myndir á um það bil 70 síðum,
og eru margar þeirra hin feg-
urstu „lá'staverk", Verðið er enn 1
STAKSTEII\I/VR
Ndmskeið
Samtök ungkommúnista hafa
upplýst, að þau hyggist efna t.il
námskeiðs um „verkalýðsmál“,
og af því tilefni hafa þessi sam-
tök sent bréf til ungra Dags-
brúnarmanna, iðnnema og fleiri
ungra meðlima ýmissa verka-
lýðsfélaga. Þessar bréfasending-
ar ungkommúnista gefa tilefni
til að spyrja hvaðan ungkomm-
únistum koma uppl. um nöfn og
heimilisföng ungra meðlima
vérkalýðsfélaganna. Er e.t.v.
hugsanlegt, að þeir hafi aðgang
að spjaldskrám sumra verka-
lýðsfélaganna hér í borginni og
taki þar upp nöfn og heimilis-
föng? Ef svo er, er þar auð-
vitað um hróplega misnotkun
að ræða, sem almennir meðlim-
ir verkalýðsfélaganna geta ekki
þolað. Annað vekur sérstaka at-
hygli í sambandi við þetta
,,verkalýðs“-námskeið ungkomm
únista, en það eru fyrirlesararn-
ir, sem eru Brynjólfur Bjarna-
son, Einar Olgeirsson, Lúðvík
Jósepsson og Magnús Kjartans-
son. Eins og af þessari upptaln-
ingu sést er engin fyrirlesar-
anna á námskeiðinu úr verka-
lýðshreyfingunní og eiga þó
kommúnistar á að skipa í sín-
um röðum ýmsum helztu for-
ustumönnum verkalýðssamtak-
anna í landinu. En þeim er
greinilega ekki treyst til þess
að ræða um „verkalýðsmál" á
fundum ungkommúnista. Gefur
það óneitanlega athyglisverða
mynd af afstöðu ungkommún-
ista til verkalýðsforustunnar í
landinu.
Einar Olgeirsson
víttur
Hinn 3. marz sl., daginn áð-
ur en verkfallið skall á, skýrðl
Morgunblaðið frá því, að á að-
alfundi Sósíalistafélags Reykja-
víkur, sem haldinn hafði verið
nokkru áður, hefðu verið sam-
þykktar vítur á formann Sósía-
listaflokksins, Einar Olgeirsson,
vegna ferðar hans til Budapest
á kommúnistafund þar. Till.
þessi var samþ. í kjölfar fyrirsp.
um það, í hvers nafni Einar Ol-
geirsson væri í Búdapest, en Jón
Rafnsson, starfsmaður Sósíalista
félagsins upplýsti, að fram-
kvæmdanefnd Sósíalistaflokks-
ins hefði samþykkt, að Einar
færi til Búdapest með þeim fyr
irvara, að hann skyldi aðeins
fara. ef kommúnistaflokkur Sví-
þjóðar sendi fulltrúa á fundinn.
KommúnLstaflokkur Svíþjóðar
sendi hins vegar engan fulltrúa
á fundinn, en Einar fór samt.
Það er því ljóst, að hann hefur
virt að vettugi samþykktir
flokksins í þessu efni og enn-
fremur kemur það í ljós, þegar
slík samþykkt er gerð, auðvitað
af mönnum. sem hafa skipað
sér í hóp þeirra kommúnista,
sem fremur halla sér að Peking
en Moskvu, að æsingamenn af
því tagi ráða nú lögum og lof-
um í Sósíalistafélagi Reykjavik-
ur. Á sl. hausti var hald-
inn fundur í einni æðstu stofn-
un Sósíalistaflokksins, og þar
var samþykkf tillaga, sem fól í
sér heimild. til þess að leggja
Sósíalistaflokkinn niður og
skömmu síðar var samþykkt til
laga á miðstjómarfundi Alþýðu
bandalagsins þess efnis, að gera
skvldi Alþýðubandalagið að
sósíalískum stjórnmálaflokki.
Nú telja kunnugir menn, að að-
staðan innan Sósíalistafélags
Revkjavíkur sé slík, að það
muni ekki reynst auðvelt
verk að framkvæma samþykkt-
ina um að leggja Sósíalista-
flokkinn niður vegna andstöðu
innan Sósíalistafélags Reykjavík
ur,. og víturnar sem samþykktar
voru á fundi þess á formann Sós
íalistaflokksins, gefa glögga vís
óbreyt't frá því, sem verið hetf- j bendingu um að hann á ekki
ur frá upphafi á bókum Alfræða upp á pallborðið hjá ráðandi
safnsins. j öflum í Sósíalistafélagi Reykja-
(Frá AB). I víkur.
„VATIMIÐ44
Nýjasta bókin í Alfrœðisafni AB