Morgunblaðið - 03.04.1968, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1908
23
ina, vfð minningar um ástríka
dóttur og systur, sem alltaf var
eins og sólargeisli á heimilinu.
„í>ví fagna ber, að leiðin lá
um liðna daga saman
og gleðistundir þakka þá
og þegið bamagaman.
í hæðir lyfta huga má
til himins björtu leiða
og minning þín skal yndi á
okkar vegu breiða“.
ÓI. J. Sveinsson.
Í>AÐ kom okkur mjög á óvart,
er okkur var sagt frá því, að
okkar kæra skólasystir, Ólöf
Ásta, væri látin. Við sátum hníp-
in og hljóð í skólastofunni og
gátum ekki komið okkur að
verki. Við áttum bágt me’ð að
trúa því, að hún, sem var svo
ung og hraust, væri allt í einu
dáin. Fyrir fáum dögum hafði
hún verið meðal okkar í starfi
og leik.
Ólöf Ásta var duglegur nem-
andi, stundaði nám sitt af alúð
og samvizkusemi, enda fékk hún
háar einkunnir í námsgreinum
sínum. En það var ekki það, sem
hreif okkur mest og gerði hana
okkur svo kæra, heldur góðvild
hennar og hlýlegt viðmót. Öll
framkoma hennar í skóla og ut-
an skóla var mótuð óvenjulegri
háttvísi. Og öll afskipti hennar
af vandamálum okkar, sem voru
kannski ekki stór í augum hins
fulloi'ðna, leiddu til góðs, sátta
og samlyndis innan okkar hóps.
Ólöf Ásta var okkur góð fyrir-
mynd í einu og öllu. Það finn-
um við bezt nú og erum þakk-
lát fyrir. Við söknum hennar, en
minningin um hana mun lifa í
hjörtum okkar. Og þegar við
rennum huganum yfir liðin
skólaár, þá finnst okkur við
ekki geta betur þakkað Ólöfu
Ástu samveruna og samfylgdina
á þessari stuttu vegferð, en með
því að reyna eftir megni að
fylgja því góða og forðast hið
illa á komandi tímum.
Við vottum foreldrum Ólafar
Ástu og bræ'ðrum hennar ein-
læga samúð.
Bekkjarsystkin í Melaskóla.
SORGARSTEF
FRÁ LITLUM FRÆNKDM
Þú áttir birtu sem blástjama
skær,
og varst okkur öllum svo indæl
og kær.
í>ú brostir við öllum sem
blikandi rós.
Það sveipaði leið þína sólskin
Og ljós.
Hvert orð þitt var söngur frá
sælunnar geimi.
Þú barst með þér gleði frá
guðlegum heimi.
En frostnóttin nístir hin fegurstu
blóm.
Og vindurinn þýtur með
válegum róm.
Tárin falla eldheit um enni þitt
og hvarma.
Enginn nema Guð skilur svona
þunga harma.
En innst í hjarta geymum v?ð
engilmynd þína
og ennþá halda stjörnurnar
áfram að skína.
Og sólin bræðir hjamið og gyllir
alla glugga,
þá koma englar vorsins að kæta
allt og hugga.
Við biðjum heitt um kraft fyrir
pabba þinn og mömmu.
Við biðjum líka um styrk fyrir
afa þinn og ömmu.
Þú bíður okkar síðar við bjarta
ljóssins strauma.
Okkur dreymir alltaf svo ósköp
góða drauma.
Þú brosir innst í huga sem
blástjarna skær.
Þú varst okkur öllum svo
yndisleg og kær.
Komið góðu englar Guðs, með
kærleiksríka hönd
og leiðið hana Ástu á ljúfust
sólskinslönd.
Frá bróðurbörnum.
Gústaf Kristjánsson
kaupmaður - Minning
GÚSTAF Kristjánsson, kaupmað
ur í verzl. Drífanda, andaðist 6.
marz s.l. og var jarðsettur frá
Fossvogskapellu hinn 13. marz
að viðstöddu miklu fjölmenni.
Gústaf Kristjánsson var bor-
inn og barnfæddur Reykvíking-
ur, fæddur 1. okt. 1904, elzta
barn þeirra Valgerðar H. Guð-
mundsdóttur og Kristjáns Helga
sonar, en eldri Reykvíkingum
munu þau hjón mjög minnisstæð,
sökum mikillar ljúfmennsku og
Grétar Fells - Minning
alúðar í öllu viðmóti. Enda mun
Gústaf hafa búið alla tíð að því
góða veganesti, er honum áskotn
aðist þegar í heimahúsum.
Hugur Gústafs hneigðist fljótt
til verzlunarstarfa og 14 ára að
aldri réðist hann sem sendi-
sveinn til verzlunar Jes Zim-
sen. Árið 1920 innritaðist hann
í Verzlunarskólann og braut-
skráðist þaðan 1922. Heldur mun
hafa verið dauft útlit um fram-
hald við verzlunarstörf að námi
loknu og ákvað Gústaf að ganga
einnig í Loftskeytaskólann og út
skrifaðist hann þaðan 1923. Var
það fyrsti árgangur þess skóla.
En fljótlega skipast veður í
lofti, og strax að loknu prófi
í Loftskeytaskólanum réðist
hann til starfa í verzluninni
Liverpool, sem hinn góðkunni
kaupsýslumaður Magnús Kj aran
hafði þá nýverið keypt. í Li/ver-
pool starfaði Gústaf í fjögur ár
og má segja að þar hafi ten-
ingnum verið kastað um það, að
hann gerði verzlunasrtörf að
sínu ævistarfi. Gústaf fór oft
miklum viðurkenningarorðum um
Magnús Kjaran sem fyrirmyndar
afgreiðslumann og húsbónda og
Kirkjukór Akra-
ness heldur
tónleika
Akranesi, 2. apríl.
KIRKJUKÓR Akraness hefur
æft af kappi í vetur og heldur
kórinn tónleika í Akraneskirkju
á skírdag klukkan 16 og aftur
um kvöldið klukkan 20:30.
Flutt verða verk eftir: Mozart,
Baöh, Buztehude og einnig Sta-
ba-t Mater eftir Pergolese. Stjórn
andi 'kórsins er Haukur Guðlaugs
son, organisti, en undirleik á org
el annast Fríða Lárusdóttir. Ein-
söngvarar verða Guðrún Tórnas-
dóttir og Sigurveig Hjaltested.
Þá tekur strengjasveit frá Reykja
vík þátt í tónlei'kunum.
Einar Sturluson söngkenn-
ari, hefur raddlþjáifað söngfólkið
í vetur, eins og undanfarin ár.
Kórinn fer til Reykjavíkur og
heldiur tónleika á anna í páskum,
klukkan 17:00 í Háteigskirkju.
Fréttamönnum á Akranesi var
boðið á æfingu hjá kórnum s.l.
sunnudag.
— hjþ.
taldi sig hafa búið allt sitt líf
af þeirri kennslu og leiðbein-
ingum, er hann hefði notið af
hálfu Magnúsar.
Verzlunina Drífanda stofnaði
svo Gústaf 1927 og rak hana til
dauðadags. Fyrstu tvö árin rak
hann verzlunina í félagi við Sig-
trygg Árnason en einsamall upp
frá því. Verzlunin Drífandi er
orðin vel þekkt hér í borg, starf-
aði hún fyrstu árin á ýmsum
stöðum í bænum en síðustu 27
árin að Samtúni 12.
Hin síðari ár starfaði Gústaf
við Bananasöluna s.f. sem hann
átti og rak í félagi við starfs-
bræður sína úr kaupmannastétt,
en jafnframt starfrækti hann
verzlun sína Drífanda, svo sem
áður greinir. f störfum við Ban-
anasöluna munu hafa komið að
góðu haldi persónuleg kynni
hans af matvörukaupmönnum og
næmur skilningur á þeirra hög-
um.
Árið 1931 kvæntist Gústaf eft-
irlifandi konu sinni, Sigurlaugu
A. Sigurðardóttur. Börn þeirra
eru Inga Dóra, gift Einari Löv-
dahl, og Agnar hæstaréttarlög-
maður, kvæntur Ingu Dóru Hert
ervig.
Gústaf var mjög félagslyndur
og samvinnuþýður, allra manna
kátastur í vinahópi, gamansam-
ur og góðviljaður. Hann var eins
og fleiri af hans ættmennum ,list-
rænn og næmur fyrir fegurð og
hreinleika hinnar íslenzku sveit-
ar. Þannig var hann virkur þátt-
takandi í karlakórnum Fóst-
bræðrum um árabil og hesta-
mennskan með öllum sínum un-
aðssemdum var eitt af hans
uppáhalds viðfangsefnum.
f hópi kaupmanna var Gúst-
af einstaklega vel látinn og munu
þar margir sakna vinar í stað.
Hann var afar stéttvís og skiln-
ingsríkur um hagi starfsbræðra
sinna, mat mikils samtök þeirra
og ávallt reiðubúinn að veita
þeim brautargengi. Gústaf var
formaður Félags Matvörukaup-
manna, sem er stærsta félagið
innan Kaupmannasamtaka ís-
lands, árin 1955 og 1956, og
gegndi auk þess ýmsum tíma-
bundnum trúnaðarstörfum, af
mikilli alúð.
Af hálfu kaupmanna eru hon-
um þökkuð vel unnin störf, og
ánægjulegt samstarf um áratuga
skeið. Eftirlifandi eiginkonu
hans, börnum og barnabörnum,
flyt ég samúðarkveðjur og bið
þeim allrar blessunar við fráfall
hins nærgætna og hugulsama
heimilisföður.
Sig. Magnússon.
VIÐ brottför Gretars Feils
hljóðnar huguir kyrrist og fyll-
ist þakklæti allra þeirra stunda
er setið var við vizkubrunn fá-
gæts fræðara. Gnægtarbrunnur
speki hans, var sem svalandi
lind er leið fram tær, hrein og
hljóðlát. Röddin sem nú er
hljóðnuð var lág og blæfögur,
en það kyngimögnuð að unun
var á að hlýða.
Gretar Fells var fyrst og
fremst heimspekilegur Guðspeki
nemi, og kom það víðast mjög
skýrt fram í erindum hans og
fyrirlestrum. Hugstæðastir hon-
um voru heimspekingarnir Pla-
ton, Emerson og Kant. Um þá
hefir hann flutt sérstök erindi,
og fjölmargar eru tilvitnanir til
þeirra í erindum hans.
Sjálfur var hann einskonar
Platon íslenzkrar Guðspeki, og
mun hún um ókominn tíma bera
þess vitni, og búa a'ð verkum
hans. Á breiðum herðum sér bar
hann góðvildar- og bræðrahug-
sjón Guðspekinnar um langan
aldur, og hélt uppi merki hennar
í ræðu og riti, hvar og hvenær
sem tækifæri til gafst.
Ekki var Gretar safnari á
þessa heims hverfulu verðmæti.
Hann seildizt dýpra. Hann stund
aði mannrækt og sem sá góði
garðyrkjumaður þá sáði hann
þar því sæði, er mölur og ryð
fær eigi grandað. Það mátti um
hann me'ð sanni segja, að öllum
er urðu fyrir slíkum frækornum
skilaði hann áfram til frekari
þroska.
Lánsmaður var Gretar í sínu
einkalífi. Báðar konur hans voru
honum samstæðar og verndandi
englar. Nú býr frú Svala Fells
við þær minningar, að hafa stutt
og verndað einn ágætasta son
íslands.
Þótt Gretar Fells léði allar sín
ar tómstundir málefnum Guð-
spekinnar. þá var þar aldrei um
xörnarstarf að ræða. Það var
gjöf er var heilshugar gefin, af
þroskaðri sál, er aldrei hvarfl-
aði hugur að því er geffð var.
Nú er harpan í Guðspekihús-
inu hljóðnuð, en í þögulum huga
ríkir djúpt og einlægt þakklæti
fyrir veru Gretars hér á meðal
vor manna barna.
Sw. D.
Ættarjörð hann aldrei gleymdl
ísland var hans líf og blóð.
Undurfagran draum hann
dreymdi:
Dýrðarland á norðurslóð.
Litla þjóð, sem landið byggir
ljósið skín í brjósti þér.
Ekkert það, sem andann hryggir
arfi dýrum vitni ber.
Haf þitt ljós að leiðarstjörnu.
Lát þér aldrei fallast hug.
Ei mun hjarla efagjörnu
andans háa takast flug.
Þessi skæra hugsjón honum
héðan lýsti för í trú.
Sé ég eftir vini að vonum
virðist heldur dimmra nú.
' S
Ekert gengur, ef við hikum
enfingjarnir, þú og ég.
Lyftum okkar ljósastikum.
Lýsum glaðir fram á veg.
Úlfur Ragnarsson.
Hólmfríður Sigurðar-
dóttir — IHinning
F. 22. 8. 1892, D. 1. 2. 1968.
Kveðja frá ástvinum
Við kistuna þína,
hér augnablik eitt,
nú álútir stöndum og hljóðir
Það fær okkur svölun
í sorginni veitt,
er sýrgjum við konu og móðir.
Hvað minning um þig er
hugljúf og hlý.
Því hamingja Mfs okkar varstu,
og leiðum vorn anda,
að ljósinu því,
sem lýsandi til okkar barstu.
Úlafur Freyr Hjaltason
Fæddur 19. janúar 1950.
Dáinn 27. marz 1968.
ELSKULEGI frændi minn, lézt
að Landakotsspítala 27. þ.m. eft-
ir stutta og erfiða sjúkdómslegu.
Af sjúkdómi sem þekking mtanns
ins nær ekki til að lækna í dag.
Við sem þekktum hann eigum
bágt með að trúa því að harn
sé horfinn úr okkar jarðneska
lífi. Óli minn við sem eftir lif-
um, eigum ekkert nema fallegar
endurminningar um þig. Þú sem
varst öllum svo góður og hjálp-
samur, aldrei máttir þú aumt
sjá að þú reyndir ekki að
hjálpa. Litlu frændsystkrnin
þakka þér fyrir allt sem þú
gerðir fyrir þau, þegar þau komu
til ömmu og atfa. Því á þeirra
góða heimili ólst þú upp við ást-
ríki þeirra og undir handleiðslu
þinnar góðu móður, sem mót-
aði þína fallegu og hlýju fram-
korriu. Hugur minn fylltist þakk-
læti fyrir að hafa átt þig sem
frænda og vin., Við lærðum svo
margt fallegt atf þér, sem við
munum aidrei gleyma. Ég bið
guð að styrkja móður þína í
hennar miklu sorg afa og ömmu
og allt þitt skyldtfólk og vini.
Guð geymi þig, minn kæri
frændi.
Ólöf S. Baldursdóttir.
Hún amma mun ekki við
gröfina gleymd.
Sem gaf okkur brosin sín fögur.
Þin mynd er í huga vorn,
grópuð og geymd.
og göfgandi voru þær sögur,
er ungum þú iézt okkur
ávalt í té,
af umhyggju kærleik og vilja,
nú reynast þær okkur
hin voldugu vé,
og viðniám er leiðirnar skilja.
Við lútuim þeim drottni
sem lífið o>ss gaf
og leysti þig héðan frá þrautum.
Hann tendri þér Ijós sínu
álmætti af
á eilífum framtíðar brautum.
Þar vermi þig náðin guðs
himnesk og hlý,
og heilagur lausnarans kraftur.
Við lifum í von, að á landinu því
verði leið okkar same nuð atftur.
G .E.