Morgunblaðið - 03.04.1968, Síða 4

Morgunblaðið - 03.04.1968, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1968 y 4 --’MLAlJFfGJU* 5z\/L/y7t&F Rauðarárstíg 31 S'imi 22-0-22 fVIAGIMtJSAR SKIPHOLTI21 SÍMAR 21190 eftir lokun slmi 40381' ■ sími i_44_44 mum /Bó&z&eúgez, Hverfisgötu 103. Simi eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstaett leigugjald Símí 14970 Eftir lokun 14970 eSa 81748 SigurSur Jónsson. BÍLALEIGAIM - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. BÍLALEIGAN AKBRALT NÝIR VW 1300 SENDUM SfMI 82347 Ms. Baldur fer til Snæfellsness. og Breiðafjarðarhafnar á fimmtu dag. Vörumóttaka í dag. Allt á sama stað T0 sölu Gaz 69 áng. 1965. Willy’s jeppi árg. 1967, 6 cyl. með overdrive. Willy’s árg. 1964. Austin Gipsy árg. 1962. Humber Super Snipe árg. 1961. Humber Sceptre, árg. 1966. Chevrolet árg. 1964. Ford Miustang árg. 1966. Volvo 544 árg. 1962. Volkswagen árg. 1964. Volkswagen árg. 1966. Volkswagen 1500 árg. 1962 Skoda Combi árg. 1966. Plymouth árg. 1966, einkabíll. Commer 1500, sendiferða- bffl. Egill Vilhjálmsson hf. Laugavegi 118 - Sími 22240 ■jk Yrði skarð fyrir skildi Gunnlaug ólafsdóttir skrifar: Kæri Velvakandi! Mig langar til að senda þér fáeinar línúr, vegna bréfs, er þú birtir í þættinum þínum, í gær, 31. marz, þar sem séra Hannes Guðmundsson, Fells- múla ræðir um prestsembættið í Danmörku. Það yrði sannarlega skarð fyrir skildi, ef séra Jónas Gísla son hyrfi af sínum vettvanigi þar, og enginn kæmi í staðinn. Og vil ég hér með bera vitni, þeirri hjálp og vinsemd, sem hann hefur sýnt bróður mín- um. En hann var fluttur mikið lamaður út til Danmerkur á hæli þar, sem heitir Hornbæk, í október sl. og er þar enn. — Bróðir minn var algjörlega mál laus, er út kom, og þekkti þar enga, og var því mjög einmana, eins og gefur að skilja. En þá var séra Jónas Gisla- son honum vinur í neyð, vinur er heimsótti hann reglulega færði honum islenzk blöð, og annaðist annað er hann þarfn- aðist. Ég veit ekki hvað þeim hef- ur farið á milli, í þessum heim- sóknum Jónasar, en ég fer ekki í grafgötur með það, að það, að þær hafa verið rbóður mín- um andleg uppörvun og ómet- anleg tilbreyting í hversdags- leika legu hans. Sömuleiðis var það séra Jón- as, er sat við hlið bróður míns í flugvélinni á leiðinni út, og fylgdi honum á leiðarenda. Ef séra Jónas Gíslason les þessar línur, þá við ég nota tækifærið nú, og flytja honum innilegasta þakklæti mitt og fjölskyldu minnar, og einnig veit ég, að ég mæli fyrir munn bróður míns, er ég óska þess heilshugar að séra Jónas muni halda sínu fagra starfi áfram. sem allra lengst. Með þökk fyrir birtingunia. Gunnlaug ólafsdóttir, Ljósheimum 8, Rvík. ^ Enn um litakort Egils Hallgríms- sonar Um þennan merkilega litauppdrátt hafa birzt nokkrar greinar í þessum dálkum. Ég hef ábuga á umræddum upp- drætti, vegna þess hvað hann er vel gerður og fróðlegur sem óyggjandi söguleg heimild með tölusettum skýringum. Telja má víst að uppdráttur þessi, sem nú hefur verið prent aður og gefinn út af borgar- stjórninni, muni prýða veggi í fjölmörgum íbúðum og skrif- stofum í borginni og fræða komandi kynslóðir og gesti Reykjavíkur um byggingu hennar á því ári 1920. Til þess, að sem flestir geti eignazt uppdráttrnn, án of mik- illar fyrirhafnar og tímasóunar, ættu verzlanir að hafa myndina sem er viðkvæm fyrir hnjaski, til sölu innrammaða í smekk- legum ramma, eins og svona myndir eru seldar í verzlunum erlendis. Með því móti mundi kaupendum sparast bæði fyrir- höfn og peningar, því að ódýr- ari fengjust rammarnir smíð- aðir ef þeir yrðu keyptir í hundraða tali, en þegar einn og einn rammi er keyptur. Með þökk fyrir birtinguna. Virðingarfyllst. Björa Kristjánsson. Til Þingvalla um páska Kæri Velvakandi. Nú þegar í hönd fer ein lengsta helgi ársins, páskahelg- in, langar mig að koma eftirfar andi á framfæri. Ég er einn þeirra, sem fer oft til Þing- valla að vori og sumri og á þaðan margar ógleymanlegar endurminningar. Mér datt í hug, hvort ekki væri unnt að halda Þingvallavegi opnum um páskahelgina og fólki þannig gert fært að kynnast Þingvöll- um í vetrarbúningi. Flestir sem komið hafa til Þingvalla að vetrarlagi eru sammála um að það sé ógleymanleg sjón sem flestir ættu að fá að njóta ef unnt er.. Þingvallaunnandi. ■+C „Ó hve margur yrði sæll“ Ingunn Helgadóttir skrif- ar: Sæll Velvakandi gamli! Ég ætla ekki að skrifa um skólabúninga eða sjónvarp eða silfurhesta og ekki einu sinni um réttmæti þess áð kalla hest meri eins og nýlega var gert í dálkum þínum. Það sem þyngir huga minn er frumvarp sem nýlega kom fram á Alþingi um þegnskyldu viiftiu 14—18 ára unglinga. Svo eru sumir að tala tala um að það sé auðvelt að vera ungur! Þeð «r talað um að þessi vinna eigi að verða liður í skólaskyld unni. Á að fara að lengja skóla skylduna upp í 18 ára? Ef ekki, væri þá ekki hægt að koma því til réttra aðila áð heppilegra væri að láta krakka innan 14 ára fá þessa vinnu? Eins og allir vita er stór hluti 14—18 ára íslendinga skólafólk. Hinir eru yfirleitt í fastri vinnu. Nú spyr ég: Er ætlunin að gera gat á skólakerfið til þess að koma þessu á eða er ætlunin sú að skólakrakkar noti a.m.k. 1 mánuð úr sumarfríinu til þessara starfa? Og hvernig fer þá með dreifbýlisbúana sem oftast þurfa sjálfir að kosta sig í skóla langt frá heimilum sín- um? Þessum unglingum hefur sumarfríið ekki reynzt of langt til vinnu, þó ekki sé farið að stytta það. Og þá eru þeir sem stunda vinnu allt árið. Hefur verið svo mikið um framboð á vinnu handa unglingum að hægt sé að ætlast til að þeir gangi úr starfi sínu árlega, eig- andi á hættu að missa það, og hafa enga hugmynd um hvort þeir fái nokkuð að gera eftir að hafa uppfyllt skylduvinn- una? Þetta er mál sem varðar alla unglinga og þess vegna finnst mér rétt að þeir fái að láta sitt álit í ljós. Ég er sjálf 17 ára og eins og vonandi hefur kom- ið fram, er ég algerlega á móti þessari vitleysu. Það getur vel verið að þáð sé gott og bless- að og kannski meira að segja gagnlegt að láta okkur kynnast allskonar vinnu og málum. En að fara að koma svona skyldu á, eins og aðstæðurnar í ís- lenzka mannfélaginu eru nú, það er blátt áfram hreinasta fásinna. Að lokum þetta: Ef þú gef- ur þeim, sem vilja koma með álit sitt á þessu, pínulítið pláss í dálkunum þínum, þá vinn- urðu gott starf, því lofa ég þér. En þú mátt ekki halda, að ég haldi að allir séu sammála mér. Mér finnst bara áð tilvonandi fórnardýr megi koma með sitt álit. Ingunn Helgadóttir. NORSKU RAFMAGNSÞILOFNARIVIIt með þremur hitastillum. Fjórar stærðir. Fyrirferðarlitlir og ódýrir. RAFMAGN H.F. Vesturgötu 10 — Sími 14005. SHAMPO Kennari óskast Fávitahælið í Kópavogi vill ráða mann með kennaraskólaprófi eða prófi frá handavinnudeild Kennaraskóla íslands. Ráðning frá 1. september eða 1. október 1968. Laun samkvæmt Kjaradómi. fbúðarhúsnæði fyrir hendi á staðnum. Umsóknir með upplýsingum um aldur og fyrri störf sendist Skrifstofu ríkisspítalanna, Klappar- stíg 29, fyrir 30. júní n.k. Reykjavík, 1. apríl 1968 Skrifstofa ríkisspítalanna. Útboð Tilboð óskast í stigahandrið í hús Öryrkjabanda-z lags íslands að Hátúni 10. Útboðsgagna má vitja á teiknistofunni Óðinstorgi s/f, Óðinsgötu 7, gegn 500 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 9. apríl kl. 11 f.h. á teiknistofunni Óðinstorgi s/f.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.