Morgunblaðið - 03.04.1968, Síða 16

Morgunblaðið - 03.04.1968, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1968 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands. NÝIR TÍMAR í VEGAMÁL UM T|/|eð tillögum til nýrrar fjáröflunar fyrir Vega- sjóð, hefur ríkisstjórnin stig- ið fyrsta skrefið að því marki að stórauka hraðbrautafram- kvæmdir á næstu árum. í fjár öflunartillögum ríkisstjórnar- innar er gert ráð fyrir, að benzínverð hækki um sem svarar einni krónu á lítra, og ennfremur að gúmgjald og þungaskattur hækki. Hér er að sjálfsögðu um töluverðan útgjaldaauka að ræða fyrir bíleigendur en þá útgjalda- aukningu verður að meta í ljósi þess hagræðis og sparn- aðar, sem nýjar hraðbrautir munu hafa í för með sér fyr- ir bifreiðaeigendur í landinu. Það mun ætlun ríkisstjórn- arinnar, að á yfirstandandi ári verði haldið áfram undir- búningi að hraðbrautafram- kvæmdum, en síðan verði haf Þt handa um þær af fullum krafti á árinu 1969, og mun hin nýja fjáröflun þá leiða til þess, að tæplega 160 millj- ónir króna verða til ráð- stöfunar til hraðbrauta og annarra vegaframkvæmda til viðbótar því fjármagni, sem Vegasjóður fær vegna núverandi tekjustofna. Jafn- framt er gert ráð fyrir, að tekið verði lán til þess- ara framkvæmda, sem nemi allt að 40% af kostnaðarverði, en talið er, að ekki sé unnt að fá hærri lán út á slíkar framkvæmdir erlendis miðað við allar aðstæður og venj- ur. Það er engum blöðum um það að fletta, að það er orðið fyllilega tímabært að hefjast handa um stórframkvæmdir á sviði hraðbrautagerðar. Reynslan af þeirri hraðbraut, sem þegar hefur verið byggð, Reykjanesbrautinni, sýnir glögglega, hve mikill sparnað ur er af slíkum vegum í við- haldi bifreiða og bifreiða- fjöldinn er nú orðin svo mik- ill og umferðarþunginn slík- ur, að ekki verður lengur hjá því komizt að leggja hrað- brautir um fjölförnustu um- ferðaræðar landsins. Slíkar framkvæmdir kosta hins veg- ar geysilega fjármuni og ó- framkvæmanlegt er með öllu að ráðast í þær, án þess að bif reiðaeigendur leggi sitt af mörkum til þeirra, enda mun það vafalaust spara þeirri mik ið fé í viðhaldskostnaði bif- reiða þegar fram líða stund- ir. Auk þess meginmarkmiðs að hefja umfangsmiklar hrað brautaframkvæmdir á árinu 1969 er Ijóst, að Vegasjóður þarf á auknum tekjum að halda vegna umframútgjalda á sl. ári, en þá var kostnaður við vegaviðhald 21 milljón krónum meiri en vegaáætlun gerði ráð fyrir, kostnaður við brúargerðir var 2 milljónum krónum meiri en fjárveiting í vegaáætlun og auk þess verða ýmis útgjöld á þessu ári við brúar- og vegagerðir hærri en gert er ráð fyrir í vega- áætluninni. Bifreiðaeigendum mun vafalaust þykja erfitt að taka á sig aukin útgjöld sem þessi, en þau verð- ur að meta í Ijósi þeirrar gjör breytingar, sem verður á að- stöðu þeirra við tilkomu hrað brauta á fjölförnustu umferð aræðum landsins. Þess vegna er þess að vænta, að almenn- ur skilningur verði fyrir hendi á nauðsyn þessarar nýju fjáröflunar og að hún muni leiða til þess, að þegar á árinu 1969 verði hafizt handa um umfangsmiklar hraðbrautaframkvæmdir í landinu og hefjast þá nýir tímar í vegamálum íslend- inga. BEDID EFTIR SVARI FRÁ HANOI l?ftir ræðu Johnsons, Banda- ^ ríkjaforseta, í fyrradag, bíða menn þess nú með of- væni hver viðbrögð Hanoi- stjórnarinnar verða. Greini- legt er, að almenningsálitið í heiminum krefst þess, að Hanoi-stjórnin gangi nú til samninga og t.d. kom það glögglega fram í viðtölum, sem Mbl. birti í gær við fólk úr ýmsum stéttum og af ýmsum aldri, að hérlendis eru menn þeirrar skoðunar, að kommúnistum í N-Viet- nam beri að taka sáttaboði Johnsons og hefja samninga- viðræður. Enn hefur ekkert svar bor- izt frá N-Víetnam. Skiljan- legt er, að það taki stjórnar- völd þar í landi nokkurn tíma að meta hin breyttu viðhorf, en ráðamenn í Norður-Víet- nam verða að gera sér þess grein, að allur heimurinn bíð ur þess nú að þeir taki í hina útréttu hönd Bandaríkjanna. Geri þeir það ekki, hafa þeir kallað yfir sig þyngri ábyrgð en svo, að þeir fái undir henni risið. 1 ITfl iN Ú RH IEIMI Urslit þingkosn- inganna í Belgíu ÚRSLIT kosninganna í Belgíu sem fram fór á sunnudaginn urðu þau ,að einungis þjóð- ernissinnaflokkar Flæmingja og Vallóna unnu á. Kommún- istar héldu óbreyttu fylgi, en Sósíalistar og Kristlegir sósíal istar töpuðu verulega. Frönsku þjóðernissinnarnir bættu við sig sjö sætum í neðri deild þingsins, höfðu haft-fimm en fengu nú tólf. Flæmski flokkurinn, sem hafði fjórtán þingsæti bætti við sig sex mönnum. Mest varð fylgistapið hjá Kristlega sósíalistaflokknum, flokki fyrrverandi forsætisráðherra, Vanden Boeynants — hann tapaði átta sætum og hefur þá sextíu og níu af 222 þingmönnum neðri deildarinn ar. Sósíalistar töpuðu fimm sætum og hafa nú fimmtíu og níu. Frjálslyndis- og fram- faraflokkurinn tapaði einum manni, hefur nú fimmtíu og sjö. Kommúnistar höfðu — og hafa áfram — fimm þingsæti. Úrslitin koma þannig mjög heim og saman við það mái, er varð tilefni kosninganna, sem sé deilur Flæmingjanna í norðurhluta landsins, sem eru fimm milljónir talsins og Vallónanna í suðurhlutanum, en þeir eru þrjár milljónir. Hafa stjórnmálaleiðtogar spáð því að erfiðlega muni ganga stjórnarmyndun — og kosningarnar hafi sennilega skapað fleiri vandamál en fyrir voru — sem þóttu ærin. Telja sumir, að afleiðingin verði sú, að haldnar verði nýjar kosningar innan skamms og þær muni leiða til klofnings ríkisins. Samkvæmt atkvæðamagni gætu Kristilegi sósíalista- flokkurinn og Frjálslyndir myndað stjórn saman, þar sem þeir hafa 123 þingsæti í Neðri deildinni, en stjórn- málafréttaritarar telja margir, að frjálslyndir vilji heldur vera í andstöðu til þess að geta þannig fengið því fram- gen^t, að nýjar kosningar verði haldnar. Þar fyrir utan á Kristilegi sósíalistaflokkur- inn í innbyrðis stríði, því að Flæmingjaarmur flokksins hefur reynzt býsna erfiður viðfangs. Fyrri ríkisstjórn þessarra flokka gafst upp 7. febrúar sl. eftir að flæmsku- mælandi ráðherrar hennar höfðu sagt af sér vegna tungumálastríðsins. Er þess skammt að bíða, að sambandsstjórnin vinni sigur BORG ARA STYRJ OLDIN I Nigeriu hefur geisaff af mik- illi liörku aff undanförnu og virffist her sambandsstjórnar- innar í Lagos vera í mikilli sókn. f síðustu viku tók sam- bandsherinn borgina Onitsha, sem stendur viff Niger-fljót og er mjög mikilvæg hafnar- borg. Hefur taka borgarinnar eflt mjög þann ásetning sam- bandsstjórnarinnar að ljúka borgarastyrjöldinni sem fyrst, þannig aff nú virffast litlar horfur á, aff samkomulag tak- ist meff hinum stríðandi affil- um, sem þó var alls ekki taliff útilokaff fyrir skömmu . Mjög er nú tekið að kreppa að Biaframönnum, sem stofn- uðu ríki sitt í maílok í fyrra. Höfuðborg þeirra, Enugu, er löngu fallinn í hendur sam- bandshernum og nú þegar Onitsha er einnig fallin, verð- ur var annað sagt, en að veru legur hluti Bifra sé á valdi sambandsstjórnarinnar. íbúar Biafra, sem flestir eru af ætt- flokki Iboa og telja sig vera að berjast fyrir lífi sínu, halda þó áfram baráttunni af hörku, þrátt fyrir alla þá erfiðleika, sem að þeim steðja. Biafra er að kalla ein angrað frá umiheiminum. Helzta samband þess við umheiminn er flugleiðis til portúgölsku eyjarinnar San Tome í suðri, en þaðan hafa verið flutt skotifæri og annað tli Biafra, sem til styrjaldar- reksiursins hefutr þurft. Yfirmaður herráðs Biafra, Philip Effiong hershöfðingi, hefur borið fram áskorun til allra borgara í Biafra að her- væðast al'gjörlega og taka full kominn þátt í borgarastyrjöld inni. Enn eru tvær mikilvæg- ar borgir eftir á valdi Biafra- manna, Port Harcourt og Borgarastyrjöldin í Nígeríu Calabar. Fyrrnefnda borgin er ein helzta hafnarborg austurhlutans og hin síðar nefnda, sem er austarlega í Biafra, er á meðal elztu borga landsins. Fyrir skömmu bárust frétt- ir af því, að herlið sambands- stjórnarinnar hefði 9Ótt svo langt fram í áttina til Port Harcourt, að það ættá ekki nema um 20 km ófarna til borgarinnar. Falli Port Har- court verður engin meiri háttar borg eftir á valdi Biaframanna í landi þeirra en Calabar og getur þess þá vart orðið langt að bíða, en sambandsstjórin vinni sigur í þessari borgarastyrjöld, sem nú hefur staðið í 9 mánuði. Engu skal þó spáð um úr-slit- in, svo að öruggt sé. Fréttir frá Nigeriu eru óljósar og því arfitt að gera sér grein fullkomlega fyrir ástandinu þar. Svo kann að fara, að íbúarnir í Biafra haldi áfram baráttu sinni sem skæruliðar gegn sambandsstjórninni, enda þótt hún nái öllum borg um þar á sitt vald. HAFÍS FYRIR LANDI IJafísinn hefur nú lagt að Norðurlandi, allt frá Vest fjörðum og austur fyrir og eru siglingaleiðir á þessu svæði lokaðar. 18 alþingis- menn úr öllum stjórnmála- flokkum, hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Al- þingi um ráðstafanir vegna hafíshættunnar og leggja þeir til, að kosin verði 5 manna nefnd til þess að athuga hvaða ráðstafanir sé nauð- synlegt að gera til að koma í veg fyrir, að skortur verði á olíu, kjarnfóðri og öðrum brýnustu nauðsynjavörum, þegar ís leggst að landi og siglingar teppast með strönd- um fram af þeim sökum. Þetta er í annað sinn á nokkr um árum, sem hafísinn veld- ur slíkum erfiðleikum hér við land. Sú staðreynd, að við erum nú háðir tækninni í einu og öllu getur einmitt valdið því, að ennþá meiri erfiðleikar og hættur skapist af völdum hafíssins heldur en áður fyrr, þótt nútíma ís- lendingar geri sér tæplega grein fyrir þeim vandræðum, sem hann getur skapað, ef hann staðnæmist lengi hér við land. Rík ástæða er til, að þings- ályktunartillaga þingmann- anna 18 verði samþykkt á Alþingi hið allra fyrsta og þegar í stað verði hafin at- hugun á þeim erfiðleikum, sem skapast vegna hafíssins, og nauðsynlegum -úrræðum. Hann getur horfið á stuttum tíma, en hann getur einnig staðið lengur við og þessi vet ur er þegar orðin harðari á íslandi en menn rekur minni til um langt skeið. Ross kominn fyrir Horn Punta Arenas, Chile, 1. apríl, AP. SÚ fregn barst í dag frá flug- hernum í Chile, að brezki sigl l ingakappinn, Alec Rose, hefði | siglt fyrir Hornhöfða í dag kl. , 15.30 GMT og ekki verið ann- að sjáanlegt en allt væri í lagi * hjá honum. Hann veifaði til ! flugvélanna, sem flugu yfir j bátinn „Lively lady“, en brezkt skip var í námunda' við hann, ef ske kynni, að ( hann þyrfti aðstoðar við.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.