Morgunblaðið - 03.04.1968, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1968
25
FLUTNINGASKIPIÐ Haförn-
inn brauzt um helgina gegnum
ísinn norður fyrir land, til að
færa Akureyringum benzín og
gasolíu, sem skortur var að
verða á þar. Kom skipið tii Ak-
ureyrar á mánudagsmorgun og
þóttu skipsmenn hafa sýnt mik-
inn dugnað við erfiðar aðstæður.
Steingrímur Kristinsson frá
Siglufirði, háseti á Haferninum,
tók meðfylgjandi myndir af ísn-
um og segir þannig frá ferðinni:
HAFBRNRSTUM 1. apríL — Kl.
6.30 á laugardagsmorgun sl. lagði
Haförninn af stað til Akureyrar
frá Reykjavík með áætlaða við-
komu á fsafirði. Farmurinn var
olía og benzín.
í brúnni er 14 stiga frost. Þarna sjást þeir (frá vinstri); loftskeytamaðurinn,
stýrimaður, allir kappklæddir.
skipstjórinn og
Haförninn sigldi eilifa króka og
beygjur eins og s kiðamaður í svigi
Til ísafjarðar var komið kl.
22,15 á laugardagskvöld. 11 stiga
frost var og innsti hluti fjarðar-
ins var lagður um 20-30 sm.
þykkum ís, sem brjótast varð í
gegn um, til að komast að
bryggju. Losun á áætluðum farmi
gekk greiðlega, og var haldið frá
ísafirði á flóði sunnudagsmorg-
un kl. 9.
Frost hafði hert nokkuð og var
ekki hægt að sjá, að tæpum 12
tímum áður hafði skip siglt í
gegn um ísinn í „botni“ fjarðar-
ins. Samkvæmt fréttum útvarps
og veðurstofu var 20 stiga frost á
Horni og siglingaleið austur fyr-
ir algjörlega ófær vegna hafíss.
En þar sem veður var mjög gott,
golukaldi og sólskin, ákvað skip-
stjórinn, Sigurður Þorsteinsson,
að kanna ísinn, og athuga mögu-
gegn
leika á að komast austur i
um hann.
Fyrsta fyrirstaðan á leiðinni,
fyrir utan einstaka jaka sem
sveigja þurfti frá, var víðáttu-
mikil ísspöng, sem náði allt út í
hafsauga, svo langt sem auga og
radar náði og allt til lands. Fund-
inn var sá hluti íshreiðunnar
sem árennilegastur var og mjóst
yfir í auðann sjó austan megin.
Reyndist það vera fjórðungur úr
mílu. Siglt var hægt upp að ís-
röndinni og síðan lagt í hann.
Nokkru síðar var komið í auðan
sjó og aftur sett á fulla ferð. En
aðeins 2-3 sjómilur, þá varð aftur
að slá af vegna mikils magns af
jökum, sem sigla varð hjá. Var
skipið ekki ósvipað skíðamanni í
svigkeppnni, siglt í eilífa króka
og beygjur. Loks varð alveg að
stöðva, því nú var komið að
einni spönginni enn.
Háseti hafði verið sendur upp
í mastur, tii að leita að heppi-
legri leið í gegn um breiðuna.
Því freistandi var að halda
áfram, vegna þess hve veður var
gott. Og enn var brotizt í gegn,
án erfiðleika. Nú sást hafís í all-
ar áttir, svo langt sem augað
eygði, en skyggni var mjög gott.
Hásetinn uppi í mastri sá vel
yfir og benti á greiðfærustu leið-
ina austur, norður og suður,
allt eftir því hvar von var um
að komast í stóra vök.
Þegar komið var að Horni,
varð ísinn nokkuð þéttari en
þynnri, um 1-2 metrar á þykkt.
Nú vorum við komnir það langt
inn í ísinn að, ekki borgaði sig
að snúa við, enda hafði borizt
frétt um það að fyrr um morg-
uninn hefði Akureyrartogarinn
Sval'bakur' brotizt í gegn og var
einhvers staðar við Skaga á leið
austur. Vitavörðurinn á Horn-
•» “V* >
\ -,r
kzjt I . J|
::%rv||*:'|, ;i.|.
’5
■'í.
...„
bjargsvita hafði komið auga á
okkur inni í ísbreiðunnL Hann
bauðst til að fara upp á næsta
fjall og reyna að vísa okkur að
vökum, ef það yrði okkur að
gagni. Ekki var talin þörf á því,
því hásetinn í mastrinu hafði
mjög gott útsýni úr varðstað sín-
um. Tveir hásetar skiptust á uan
varðstöðu uppi í mastrinu, því
kuldi var nístandi þarna uppi.
Það var líka kalt í brúnni, þar
sem skipstjóri og stýrimenn
héldu sig, en þar var 14 stiga
frost á hlýjasta stað inni. Hafa
þurfti glugga opna, því annars
komu frostrósir á alla glugga og
skyggni þá ekkert.
Bftir að hafa siglt rúmlega 30
mílur í gegn um ísspangarbelti
frá Kögri að Geirólfsgnúp, fóru
ísspangirnar að verða grisjóttari.
Var nú hægt að sigla á fullri
ferð inn á milli þeirra, en sigla
þurfti í allskonar krókaleiðir.
Um klukkan 18, þegar sól var
sezt, fór að kólna meira, og
mældist 29 stiga frost. Ef til vill
hefur vindurinn, sem myndaðist
af ferð skipsins á fullri ferð
hjálpað til við kælinguna. Hvað
um það, þetta var kuldinn úti.
Eftir að komið var myrkur um
kvöldið, voru sendir hásetar
fram í stafn skipsins, til að gegna
þar varðstöðu vegna stakra jaka
á siglingaleið. Nokkrum sinnum
var slegið af, eingöngu af ör-
yggisástæðum. Til Akureyrar
var komið klukkan rúmlega
þrjú á mánudagsmorgun. Þá var
Pollurinn þakinn lagis og 20
stiga frost. Frá Akureyri var
ráðgert að fara síðari hluta dags
í dag, mánudag, til Siglufjarðar,
og losa þar benzín og svartolíu,
það síðasta af farmi Hafarnarins
að þessu sinni.
Talað hefur verið um, að næsta
ferð skipsins verði eftir olíu til
Englands. — S. K.
Samfelld ísbreiða. Horn í baksýn.
Ilaförninn á leið gegnum isbreiðu.
Vorkabarett til ágóöa
fyrir barnaheimili
Vorkabarett Lionsklúbbsins
„ÞÓR“ verður að Hótel Sögu
n.k. föstudagskvöld 5. apríl. For-
stöðumenn Lionsklúbsins boðuðu
blaðamenn á sinn fund vegna
þess að Lionsklúbburinn Þór
mun næstkomandi föstudags-
kvöld efna til vorkabaretts í
Hótel Sögu til ágóða fyrir barna
heimilið að Tjaldanesi og Líkn-
arsjóð.
Þessi kabarett verður með
fjölibreyttu sniði og er hann ekki
haldinn fyrir Lionsfélaga ein-
göngu, eins og margir virðast
hingað til hafa haldið, heldur
fyrir alla þá, sem óska þess að
eiga góða kvöldstund og styrkja
um leið gott málefni.
LionShreyfingin hér á landi
hefur staðið fyrÍT mikilli líkn-
arstarfsemþ og er Tjaldanes aðal
viðfangsefni Þórs, og verður á-
fram, og fara 75% aí gróða
þeira í Tjaldanes, en 25% í
Líknarsjóð. Á kaharetinum verð
ur margt til skemmtunar, og
má þar á meðal nefna:
Að Helgi Sæmund'sson rit-
stjóri verður kabarettsstjóri, og
kynnir. Magnús Helgason for-
stjórþ formaður Lionsklúbbsins
Þór, flytur setningaráivarp. Guð
mundur Jónsson, óperusöngvarL
syngur. Tómas Guðmundsson,
skáld flytur ávarp. Sigfús Hall-
dórsson, tónskáld kynnir nokkur
laga sinna með Jakob Hafstein.
Hagyrðingurinn,, Egill Jónasson
frá Húsavík, mun koma að norð-
an, til að skemmta kafoaretts-
gestum. Fleiri skemmtiatriði
verða. Hjúkrunarnemar frá
Hjúkrunareskóla íslands munu
koma og selja miða í vönduðu
happdrætti, er efnt verður t:l.
Kábarettinn hefst klukkan sjö,
en skemmtiatriðin byrja kl 8.
Dansað verður til kl. 2.