Morgunblaðið - 03.04.1968, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1908
*
Berta Agústa Sveins-
dóttir, Lækjarhvammi
BERTA var fædd í Hafnarfirði
31. ágúst 1896. Foreldrar hennar
voru hjónin Þórunn Guðmunds-
dóttir frá Nýjabæ í Garðahreppi
og Sveinn Steindórsson, skip-
stjóri frá Óttarstöðum í sömu
sveit.
t
Eiginmaður minn og faðir
okkar,
Jakob M. Bjarnason,
vélstjóri, Þórsgötn 29,
lézt 2. apríL
Steinunn Bjarnadóttir
og böm.
t
Eíginmaður minn og faðir
okkar,
Óskar Hallmannsson,
Hátúni 6, Keflavík,
andaðist 1. þ.m. í sjúkrahúsi
Hvítabandsins.'
Laufey Finnsdóttir
og böra.
t
Eiginmaður minn, faðir, fóst-
urfaðir, tengdafaðir, afi og
bróðir,
Jón Einarsson,
Blönduósi,
andaðist 1. þ.m.
Elínborg Guðmundsdóttir,
Anna Jónsdóttir,
Jón Stefnir Hilmarsson,
Trausti Kristjánsson,
dótturbörn og systkin/
t
Eiginmaður minn, faðir og
tengdafáðir,
Björgvin Þorsteinsson,
Eyrarvegi 5, Selfossi,
sem andaðist í Borgarsjúkra-
húsinu föstudaginn 29. marz,
verður jarðsunginn frá Foss-
vogskirkju föstudaginn 5.
apríl kl. 1.30 e.h.
Sigríður Þórðardóttir,
Sigurður B. Björgvinsson,
Þórkell G. Björgvinsson,
Friðsemd Eiríksdóttir.
t
Hjartkær eiginmaður minn,
faðir, bróðir, sonur, tengda-
faðir og afi,
Harald Ragnar
Jóhannesson,
er lézt 28. fyrra mánaðar,
verður jarðsunginn frá Foss-
vogskirkju fimmtudaginn 4.
apríl kl. 3 e.h.
Blóm og kransar afþökkuð,
en þeim, er vilja minnast hins
látna, er bent á líknarstofn-
anir.
Sveindís Sveinsdóttir
og aðrir vandamenn.
2 ára fluttist Berta með for-
eldrum sínum að Hvassahrauni
á Vatnsleysuströnd og ólst þar
upp til 12 ára aldurs er foreldr-
ar hennar fluttust að Stapakoti
í Njarðvíkum. Árið 1917 keyptu
foreldrar hennar Lækjarhvamm
við Reykjavík. Sveinn faðir
hennar dó skömmu etfir kom-
una að Lækjarhvammi og bjó
Berta með, móður sinni fram til
ársins 1925. Á árunum 1919—
1921 stundaði hún nám við lýð-
háskólann í Askov og hannyrða-
nám í Kaupmannahöfn. í Noregi
var hún sumarlangt til að kynn-
ast norskum heimilisstörfum. Eft
ir heimkomuna hafði hún um
tíma ungbarnaskóla í Lækjar-
hvammi, einnig kenndi hún hann
yrðir.
19. júní 1925 giftist Berta Ein-
ari Ólafssyni frá Flekkudal í
t
Jarðarför dóttur minnar og
systur okkar,
Maríu Pétursdóttur,
Gleráreyrum 2, Akureyrl,
er lézt í Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri laugardaginn
30. marz, fer fram frá Akur-
eyrarkirkju laugardaginn 6.
apríl kl. 1.30 e.h.
Blóm eru vinsamlega afþökk-
uð, en þeim sem vildu minn-
ast hinnar látnu, er bent á
barnaheimilið Ástjörn eða
líknarstofnanir.
Sigurbjörg Pétursdóttir
og systkin hinnar látnu.
t
Jarðarför eiginmanns míns,
Björns Vilhjálmssonar,
járnsmiðs,
fer fram frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 4. apríl kl. 1.30.
Blóm og kransar afþökkuð,
en þeim sem vildu minnast
hms látna, er bent á Krabba-
meinsfélagið.
Fyrir hönd barna okkar og
annarra vandamanna,
Þórstína Jóhannsdóttir.
t
Innilegt þakklæti til allra
þeirra, sem sýndu okkur sam-
úð við andlát og jar'ðarför
konu minnar og móður,
Steinunnar Jónsdóttur,
Brekastíg 28,
V estmannaey jum.
Fyrir hónd vandamanna,
Björn Jakobsson,
Guðrún Bjömsdóttir.
t
Okkar innilegasta þakklæti
til ykkar allra, sem auðsýnd-
uð vinarhug við andlát og
jarðarför föður okkar,
Guðmundar Ólafssonar,
Löndum, Miðnesi.
Guðmundur Guðmundsson,
Hreggviður Guðmundsson,
Sólveig Guðmundsdóttir,
Óli Kr. Guðmundsson.
Kjós. Árið eftir hófu þau bú-
skap í Lækjarhvammi og bjuggu
þar til ársins 1965, er landið var
tekið undir byggingar og vegi.
Árið 1941 keyptu þau býlið Bæ
í Kjós og höfðu kýrnar þar í
seli á sumrin, en ráku þar enn-
fremur fjárbú allt árið til þessa
dags. Þeim hjónum varð ekki
barna auðið, en eiga kjördótt-
ur, Þórunni, sem þau gengu í
foreldrastað. Einnig ólst upp hjá
þeim hjónum Stefán Ottó Helga-
son frá 5 ára aldrL En fleiri hlutu
mikinn hluta af uppeldi sínu
í Lækjarhvammi og Bæ sem kúa
smalar og vinnumenn, gumir í
nokkur ár aðrir í tug ára og enn
aðrir í tugi ára. Ég sem þetta
skrifa, kom fyrst að Lækjar-
hvammi 1940, þá 11 ára, og hef
verið þar mikið til síðan, og
kvæntist Þórunni dóttur þeirra.
Þetta eru staðreyndir í lífi
Bertu sem allir geta aflað sér
upplýsinga um, en hvernig var
konan sjálf?
Berta var glæsileg kona, rúm-
lega í meðallagi há og samsvar-
aði sér vel, andlitið var óvenju
frítt og hárið snjóhvítt, en hún
hærðist mjög snemma. Hún var
vel gefin og skemmtileg og átti
gott með að umgangast fólk og
hafði gott lag á fólki, enda leið
fólki vel í návist hennar. Hún
tók töluverðan þátt í félagslífi,
bæði í Kjósinni og í Reykjavík,
mest í kvenfélagi Laugarnessókn
ar. Þar naut hún mikillar virð-
ingar og átti trúnað margra
kvennanna í þeim félagsskap,
enda átti hún margrar góðar
endurminningar frá þeim tíma.
Hún var mjög vinnusöm og fram
kvæmdasöm og réðist í ótrúleg-
ustu stórvirki, en var um leið
ákaflega viljug að snúast fyrir
alla aðra. Berta var vel að sér
til handanna og hafði eins og
t
Þökkum auðsýnda samúð við
andlát og jarðarför
Höskulds Steinssonar.
Hulda Ólafsdóttir.
börn og tengdaböm.
t
Innilegustu þakkir færum við
öllum þeim sem vottu’ðu okk-
ur samúð sína við andlát og
jarðarför eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður og
afa,
Guðsteins Einarssonar,
Melgerði 17, Kópavogi.
Sérstakar þakkir færum við
Karli Jónassyni lækni og
hjúkrunarliði á Landakoti,
sem annaðist hann I hinum
þungu veikindum.
Hertha Einarsson,
Elsa Guðsteinsdóttir,
Anný Guðsteinsdóttir,
Bent Guðsteinsson,
tengdabörn og barnabörn.
áður segir, aflað sér menntun-
ar í útsaumi og öðru sem að því
lýtur, en því miður gafst lítill
tími til að sinna þessu hugðar-
efni vegna heimilisanna. En það
sem að minum dómi einkenndi
og prýddi Bertu mest og yfir-
gnæfir allt annað, þegar ég
hugsa til hennar, var hin óvenju-
lega skapgerð hennar. Það var
þessi rólega, fórnfúsa og milda
hlýja, sem eins og stafaði af
henni alla daga jafnt og hafði
sterk áhrif á þá sem með henni
voru. Aldrei krafa til annarra
sér til handa, alltaf á hinn bóg-
inn. Þessara eiginleika nutu
börnin mín í ríkum mæli, enda
var hún þeim mikils virði og
þau henni og missa þau mikils
er þau fá ekki að njóta ömmu
sinnar lengur. Sjálfur fæ ég
aldrei fullþakkað né fullmetið
hvað hún var mér, konunni
.minni og börnum.
Hjónaband Bertu og Einars tel
ég að hafi verið með afbrigðum
gott, og þakka ég það frekar
henni en honum,því þótt skoð-
anamyndun hafi verið málefna-
leg og öfgalaus hjá báðum, þá
voru þau mjög ólík. Að honum
er að vonum mikill þarmur kveð
inn við missi svo ágætrar konu
og votta ég honum dýpstu sam-
úð mírta. Ég þakka Bertu inni-
lega fyrir það, sem hún var mér
og mínum og bið henni allrar
blessunar.
J.G.
ÞEGAR ég heyrði látið hennar
Bertu í Lækjarhvammi, eins og
hún var ávallt köUuð í okkar
hópi, þá verður manni á að líta
til baka, en það var fyrir rétt-
um 27 árum, þegar Kvenfélag
Laugarneskirkju var stofnað, þá
var hún í þeim hópi og var það
mikið lán fyrir félagið, að fá
svo góðan starfskraft, sem Berta
var. Ég minnist margra ánægju-
stunda, sem við áttum saman í
félaginu. Alltaf var Berta boðin
og búin til starfa, þrátt fyrir
miklar annari á sínu stóra heim-
ili og aldrei gleymast berjaferð-
irnar, sem farnar voru upp að
Bæ, þar sem hún tók á móti
Ölöf Ásta
— IVIinning —
Fædd. 5. desember 1955.
Dáin 27. marz 1968.
FORELDRAR frú Guðrún Péturs
dóttir, ættuð frá Vvík í Mýrdal,
og Geir E. Einarsson, radíóvirki,
ættaður úr Reykjavík.
„Þeir deyja ungir, sem guðirn-
ir elska“.
Hún Ólöf Ásta er dáin, hún
sem var svo ung og elskuð og
virt af öllum, sem kynntust
henni. Við eigum erfitt með að
skilja tilveru okkar hér í heimi;
þessi unga og dagfarsgóða stúlka
er horfin í blóma lífsins, rétt
rúmlega tólf ára, hún sem var
svo háttprúð í allri framkomu,
og altaf tilbúin að rétta hjálpar-
hönd, og með sinni dásamlegu
okkur félagskonunum af sinni
miklu rausn og gestrisni. Berta
var einnig í sóknarnefnd Laugar
nessóknar og má segja, a’ð það
væri sama hvar sem hún kom
var ávallt sama prúðmennskan,
það var eins og birti í fundar-
salnum þegar hún kom inn með
sitt hlýja og milda viðmót.
Ekki þarf að lýsa Bertu fyrir
félagskonum; þar þekktu hana
allar því hún hafði alla þá kosti
sem eina konu má prýða.
Nú, þegar komið er að leiðar-
lokum og Berta er horfin yfir
móðuna miklu, veit ég að hún á
góða heimkomu.
Ég sendi eiginmanni hennar
og ástvinum öllum innilegar sam
úðarkveðjur. Berta mín, farðu í
friði, friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
A. J.
KVEÐJA
FRA KVENFELAGl
LAUGARNESSÓKNAR
VIÐ höfum á öllum tímum átt
konur, sem settu svip á umhverf
ið og urðu því til uppörvunar og
bóta. Ein þessara kvenna er
kvödd í dag hinztu kveðju, frú
Berta Sveinsdóttir, sem lengst
hefur verið kennd við Lækjar-
hvamm, kona Einars Ólafssonar
bónda frá Flekkudal í Kjós.
Lækjarhvammsheimilið setti
svip á bæinn á sinni tíð, og frú
Bertu heitinni fylgdi sú hæ-
verska og hófðingdómur, sem
við konurnar í kvenfélagi Laug-
arnessóknar seint munum
gleyma. Hún var einn af stofn-
endum félagsins 6. 4. 1941 og átti
einnig sæti í sóknamefndinni all
lengi. í okkar hópi lýsti hún upp,
gladdi og miðlaði og vann af
slíkri alvöm og áhuga fyrir
félagið, að við munum lengi búa
að fordæmi hennar.
Fyrir hönd Kvenfélags Laug-
arnessóknar flyt ég eftirlifandi
manni hennar og ástvinum sam-
úðarkveðju um leið og ég bið
Guð að blessa félagskonunum og
okkur vinum hennar öllum, mæt
ar minningar.
Vivian Svavarsson.
Geirsdóttir
ró og stillingu veitti hún öllum,
sem þekktu hana traust, sem
aldrei brást.
Með prúðmennsku sinni hafði
hún góð áhrif á börn, sem voru
að leik með henni, og börn sem
hún annaðist voru í góðum hönd
um.
Við, sem áttum því láni að
fagna að kynnast henni og sjá
hana næstum daglega, söknum
hennar og munum geyma minn-
ingarnar um yndislegan ungling
um ókomin ár.
Við vottum foreldrum henn-
ar og bræðrum innilega samúð
og biðjum góðan Guð að gefa
þeim kraft til að yfirvinna sorg-
Hjartanlegar þakkir færi ég
öllum nær og fjær sem glöddu
mig í tilefni af 75 ára afmæl-
isdegi mínurn 1. marz sl. með
heimsóknum, gjöfum, blómum
skeytum og hlýjum handtök-
um.
Ég þakka ykkur öllum og
ánægjuleg kynni og samstarf
á liðnum árum og bið Guð að
blessa ykkur öll.
Gísli Sigurgeirsson,
Hafnarfirði.
Innilegt þakklæti sendi ég
öllum vinum og skyldmenn-
um, sem glöddu mig með
heimsóknum, gjöfum og skeyt
um á 60 ára afmæli mínu 25.
marz sl.
Guð blessi ykkur 811.
Steinunn Sigurðardóttir,
Óðinsgötu 21.