Morgunblaðið - 03.04.1968, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 03.04.1968, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1963 -J' Fríborö skipanna hefur drslitaþýðingu Tilraunir með ísingu d togurum í gerviveðri Blaðið Times í London skýrði nýlega frá tilraunum, sem gerðar voru á veg- um skiparannsóknarstöðvar í Bretlandi með líkön af tog- urum í tilraunarennum og til búnum óveðrum og ísingu. Jafnframt því að birta grein- ina í heild, hefur Mbl. spurt Hjálmar R. Bárðarson, skipa- skoðunarstjóra, álits á henni, en hann er formaður þeirrar alþjóðlegu sérfræðinganefnd- ar IMCO, sem fjallar um stöðugleika skipa. Fer grein- in úr Time hér á eftir: „Niðurstöður rannsókna á ístöðugleika brezkra togara, sem gerð var ó vegum brezku skiparannsóknarstöðv arinnar NPL, verða lagðar fyrir fund öryggismálanefnd ar Alþjóðasiglingamálastofn- unarinnar, IMCO, sem hald- inn verður í London eftir tvær vikuir. Niðunstöðurnar sýna, að rannsóknir varðandi hönnun skipa geta komið að gagni við undirbúning á setningu al- ^ þjóðaákvæða um öryggi skipa. Nú sem stendur eru engar brezkar reglur til, sem á- kveða stöðugleika togara, en Alþjóðasiglingamálastofn unin (IMCO) hefir nú í átta ár haft starfandi sérfræðinga- nefnd til að undirbúa setn- ingu alþjóðaákvæða um stöð- ugleika fiskiskipa. Vísindamenn við brezku skiparannsóknarstöðina sýndu á föstudag hvernig hliðartog- urum hvolfir í 6 metra háum öldum og 8 vindstiga veðri — aðstæður sem ekki eru ó- algengar á hinu stormasama Norður—Atlandshafi. Tilraunin var gerð með líkan af 60 metra hliðartog- ara í ti) raun a-vatnsrennu stöðvarinnar, sem er mílu- fjórðungur að lengd. Til sam- anburðar var einnig gerð til- raun með líkan af nýtízku skuttogara, og voru bæði skipalíkönin látin sigla í öld- um, sem búnar eru til í til- raunarennunni. Stöðugleika beggja skip- anna var breytt, með því að bæta við yfirþyngd, semsvar aði til 75 til 90 tonn af is er hlaðizt hafði í möstur, reiða og annað ofan þillfars, en við þennan yfirþunga hvolfdi hliðartogaranum við siglingu í öldum og vindi. Til skamms tíma voru all- ir togarar smíðaðir sem hlið- artogarar, og þessi skip eru með lítið fríborð (hleðslu- borð), meðal annars til að auðvelda meðferð veiðarfær- anna. Flestir þessara hliðartogara voru búnir möstrum og reiða, sem á hlóðst mikið magn af ís í slæmu veðri. Á síðari ár- um hefir skuttogurum fjölgað. Þeir eru öruggari fyrst og fremst vegna þess, að fríborð þeirra er miklu meira en hliðartogaranna. Auk þess eru vinnustaðir meira í skjóli, og minni reiði að framan minnk- ar hættuna á ísingu þar. A. Silverleaf, varafram- kvæmdastjóri skipatilrauna- stöðvarinnar brezku} sagði að sú deild hefði fengizt við rannsóknir á togurum í mörg ár fyrir Siglingamálastofnun brezka ríkisins og fyrir brezk ar skipasmíðastöðvar. Tilraunir hefðu verið gerð- ar með breytt lag, til að minnka það magn af sjó, sem skipið tæki yfir stefnið í miklum veðrum. Frekari rannsóknir munu verða gerðar fyrir brezku Siglingamálastofnunina með nýju líkani, þannig að hægt yrði að gera tilraunir með skip í allt að 12 metra öldu- hæð. Unnið að alþjóðlegum ákvæð- um um stöðugleika þilfars- fiskiskipa. Morgunblaðið snéri sér til Hjálmars R. Bárðarsonar, skipaskoðunarstjóra og spurði hann um álit á þessari frétt í THE TIMES í London, en eins og kunnugt er hefir Hjálmar verið frá upphafi formaður þeirrar sérfræðinga nefndar Alþjóðasiglingamála- stofnunarinnar, IMCO, í Lond on, sem fjallar um stöðug- leika fiskiskipa, og um er rætt í fréttinni í THE TIMES Hann sagði: „Ýmsar þjóðir haifa um árabil haft gildandi reglur og kröfur um útreikninga ástöð ugleika fiskiskipa. Með um- burðarbréfi frá því í des- ember 1962 frá skipaskoðun- arstjóra er gerð grein fyrir útreikningum á stöðugleika íslenzkra fiskiskipa, og síðan hafa flest öll ný íslenzkfiski skip verið búin stöðug- leikaútreikningum samkvæmt þessu umburðarbréfi, og skipaskoðunin hefir farið yf- ir þessa útreikninga og varð- veitir eitt sett af útreikn- ingunum fyrir hvert einstakt skip. Auk þess eru þessir út- reikningar um borð 1 flest- um þessum nýju íslenzku fiskiskipum. Undanfarin ár hefir sérstök nefnd innan Alþjóðasiglinga- málastofnunarinnar (IMCO) í London unnið að undir- búningi alþjóðlegra ákvæða um nauðsynlegan stöðugleika þilfars-fiskiskipa, og þá einkum miðað við fiskiskip minni en 1000 brúttólestir að stærð. Nefnd þessi hefir nú nýlega gengið frá tillögum um þessar reglur, sem sennilega munu verða teknar bráðlega upp sem reglur í mörgum löndum. Þessar reglur gera meðal annars ráð fyrir ákveð kveðinni yfir-ísmgu skip- anna, þegar þau eru að veið- um í norðurhöfum. Það eru gömul sannindi, að fríborð skipanna hefir úrslitaþýðingu fyrir stöðugleika þeirra, og þetta atriði er einmitt eitt þeirra, sem fram kemur í þess um tilraunum, sem sagt er frá í fréttinni í THE TIMES. Þetta atriði: fríborð og stöð- u'gleiki, var einmitt megin- verkefni þess fundar, sem skipaskoðunarstjóri hélt með skipstjórum íslenzkra síld- veiðiskipa á milli jóla og nýj árs í fyrra. Aukið fríborð veldur því, að skipið þolir meiri yfirísingu en ella, vegna þess að formstöðugleik inn minkar ekki eins ört þótt skipið hlaðist meira en eðlilegt er vegna þunga íss- ins. Auk þess sýnir reynslan, að ekki hleðst eins mikill ís á skip, sem eru með tiltölu- lega mikið fríborð. ís hleðst mest á möstúr reiða, stög, grindverk og á þilfar og brú. En ísinn hleðst á þá hluta skipanna, þar sem sjórinn gengur mest yfir að staðaldri, og frýs fastur. Sjórokið er að sjálfsögðu mest neðst. Þessvegna hleðst t.d. meiri ís á neðri hluta masturs enþeg- ar ofar dregur, nema hvass- viðri sé mjög mikið. Þegar fríborð skipanna . eykst, hækka þeir hlutar miðað við sjómál, sem mestur ís hleðst á, og því verður ísing minni. Reynslan sýnir, að ís sem hleðst utan á sléttan byrðing skips ofansjávar brotnar að mestu af aftur. Þetta er meginástæðan fyr- ir því, að skuttogararnir eru öruggari þegar um ísingu er að ræða, því fríborð þeirra er yfirleitt miklu meira e.i hliðartogaranna, þegar um stærri gerðir skuttogara með tveimur heilum þilförum er að ræða. Þetta er ekki vegna þess að skuttogairamir taka vörpuna inn að aftan, held- ur vegna hins, að fríborð þeirra er meira. Víða tilraunir vegna ísingar á skipum. Annars eru þessar tilraun- ir Breta sem hér eru gerðar að umtalsefni í fréttinni í THE TIMES engin nýjung. Tilraunir varðandi yfirís- ingu skipa eru fjölmargar, og stöðugt er verið að kanna leiðir til lausnar á þessu vandamáli fiskiskipa í norð- urhöfum. Bretar gerðu t. d. mjög athyglisverðar tilraunir með yfirísingu togara, eftir að tveir brezkir togarar fór- ust í norðurhöfum árið 1955. Brezkur skipaverkfræðingur, H. Laöhenby, hefur ritað skýrslur um þessar rannsókn- ir. Japanir hafa undanfarið gert fróðlegar tilraunir á hafi úti til að kanna hversvegna og hvernig ís hleðst á skip. Rússar og Kanadamenn standa einnig framarlega í Skuttogarinn ( til vinstri) og hliðartogari (til hægri) i ,óveðri‘ í tilraunavatnsrennu. Sést hvernig sjórinn gengur yfir, eink- um þann síðamefnda. rannsókn þessara mála. Sér- nefnd Alþjóðasiglingamála stofnunarinnair, IMCO í Lond on fær þessar rannsóknir og niðurstöður þeirra tifl. athug- unar, og þar eru rædidar leið- ir til úrbóta, og hvernig reikna skuli ísinguna, þegar kröfur eru gerðar um stöðug- leika þessara skipa. — Næsti fundur þessarar sérfræðinga- nefndar um stöðugleika fiski- skipa verður haldin í Lond- on í lok apríl nú í vor, og þá verða þessi vandamál ís- ingarinnar, stöðugleikinn og fríborðið meðal annars á dag- skrá. Þar leggja ýmsar fisk- veiðiþjóðir fram árangur rannsókna sinna, og ekki er að efa að Bretar munu leggja fram líka það sem nýtt kann að hafa komið fram í rann- sóknum undanfarið. — Það þarf varla að geta þess, að það er til ómetanlegs gagns fyrir okkur fslendinga að hafa tækifæri til að fylgj- ast með þessum málum á frum stigi á alþjóðavettvangi, — leggja til okkar reynslu í þessum efnum og njóta góðs af reynslu og tilraunum stór- þjóðanna varðandi þessi vandamál allra fiskveiðiþjóða norðurhafa. Hvað segjum við um sjóslysin? ÞAR SEM blöðin verja á hverj- um degi, mörgum síðum í bolla- leggingar um sjóslysin miklu hér á ísafjarðairdjúpi, og þá nær ein- göngu, um hvað blöð í Englandi segja, ásamt lýsingum á dagleg- um athöfnum frú Biflocca, hvað hún hafi eða hafi ekki sagt eða gert, finnst miér gjaiman rnætti ræða svolítið um það slys sem varð á íslenzku skipi sama dag, og á sama stað. Finnst það standa okkur nær. Væri þá ekki úr vegi að h ugleiða að nokkru frum orsök þess, og leggja fram nokkr ar spurningar, sem áleitnar hafa verið í hugum manna hér um slóðir. Á ég hér við „Heiðrún- ar—slysið“. Frumorsök þessa slyss má fyrst og fremst rekja til ófullnægjandi hafnarskilyrða hér í Bolungar- vík. Þrátt fyrir það, að viðlegu- skilyrði fyrir báta, hafi batnað mjög mikið frá því sem áður var við endurbætur þær, sem gerðar þau hvergi nærri viðunandi. Ó- hætt mun að fullyrða að óvíða, ef þá nokkursstaðar annarstaðar, mundu sjómenn halda það út, að geta aldrei yfirgefið skip sín á- hyggjulaust þá fáu tíma, sem þeir eiga frí yfir vetrarvertíð- ina, og þurfa þá jafnan, ef eítt- hvað kular, að eyða þeim tímum um borð í bátnum, viðbúnir ef eitthvað kemur fyrir. Er til of mikils mælzt að ríkis- stjórn eða Alþmgi aðstoði íum- fram árlega fjárveitingu) við að fullgera höfnina hér. Fjármagn til þessara hluta virðist ekki skorta, a.mjt. þegar um er að ræða gerð Landshafna á Suður- landi. Eða ætla ráðamenn þess- ara mála að láta sér nægja enn eitt árið, að senda „Gretti“ hing- að til að moka út úr höfninni burt í fyrra, hittiðfyrra og árið þar áður. Vissulega eru margar samverkandi ástæður, sem valda slysinu, en til þessa hafnleysis má rekja þá orsök, sem veldur því að skip og áhöfn kemst í þá aðstöðu, að við ekkert verður ráð ið. Er ég þá komin að þeim þætti þessa hörmulega slyss, sem vakið hefur hvað flestar spurningar í hugum manna hér. Það eru við- skipti varðskipsins og Heiðrúnar. — Lengst af þann tíma, sem á- höfn Heiðrúnar berzt við erfið- leikana hér í Djúpinu, og menn um borð í skipi í ísafjarðarhöfn reyna að leiðbeina henni eftir því sem föng eru á, liggur varðskipið í vari undir Grænuhlíð, meðan á- höfnin lemur ís af skipinu, að því er skp lherran segir í blaða- viðtali, og verður að reikna með, að varðskipsmönnum hafi verið jafnkunnugt um marg—endurtek ar aðstoðarbeiðnir Heiðrúnar og mönnum í landi, sem fylgdust með talstöðvarviðskiiptum skip- anna þennan dag. Enda fer varð skipið af stað að leita bátsins um kvöldið, finnur hann etftir skamm an tíma og staðsetur 1,2 sm. frá Bj arnarnúp. Síðan tilkynnir varð- skipið Heiðrúnu, að svo mikil ís- ing setjizt á skipið, að það verði að fara í var til þess að hreinsa af loftneti ratsjárinnar. — Hefði nú ekki skipstjóra á 900 tonna sérstaklega útbúnu björgunar- skipi átt að vera Ijóst, að fyrst þeir voru í vandræðum, eftir ekki lengri útivist, væri ástandið al- varlegt um borð í 150 tonna bát, sem búinn var að velkjast um, í 12 tíma? Og fylgja bátnuim þang að, sem hann vissi að skjól var? Þá segir skipherrann ennfremu í sama blaðaviðtali, að þegar þeir fara seinna að svipast um eftir „Notts County“, telji hann sig sjá Heiðrúnu í ratsjá, um 2,7 sm. frá Bjarnarnúp, en hún svari ekki kalli í talstöðinni. Er þá eðlilegt að sigla bara brott án þess að aðgæta það frekar? Eins og gert var í þessu tilfelli. Ef til vill eru t il eðlilegar skýr ingar á þessum viðbrögðum varð skipsmanna, sem almenningur veit ekki um, en þetta eru þær spurningair, sem brunnið hafa á vörum alls þess fólks, sem fylgd ist með því, sem gerðist hér í Djúpinu þennan dag. Þessar hugleiðiingar, sem hér hafa verið settar fram, eru ekki ætlaðar til þess, að kasta rýrð á áhöfn varðskipsins, eða þau störf, sem hún hefur unnið, held- til að vekja athygli á því að sjó- slys eru alltaf rannsóknar og um- hugsunarefni. Og benda á það, sem miður hefur farið og hægt er að læra af, ef verða mætti til þess að fækka eða koma í veg fyrir slík slys í framtíðinni. Hallur Sigurbjörnsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.