Morgunblaðið - 03.04.1968, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1968
M. Fagias:
FIMMTA
hOAíiY
nema nokkur grá og stutt hár,
vissi hann, að þetta kvef, sem
hafði þjakað hann síðustu dag-
ana, mundi nú versna. Hann
horfði á ungu mennina á skrið-
drekunum óhreina inn að skinni
’hárið renvott af regniu, en
svipurinn á andlitunum bar ekki
vott um neina vanlíðan eða ó-
þægindi. Hann öfundaði þá. Bylt
ingar eru — alveg eins og ís-
hokkí og ást — sniðin á æsk-
una, hugsaði hann. En fyrir
gamlan mann, er þetta áhættu-
samt, jafnvel þótt sleppt sé því
að eiga bráðan dauða yfir höfði
sér. Ef hann slyppi við kúlurn-
ar, þá mundu gerlarnir bara
vinna bug á honum í staðinn.
Þriðjudagur 30. október.
Alexa Mehely lá á legubekkn
um sínum, og var í alltof miklum
æsingi til þess að geta annað
gert en stara upp í loftið og
hlusta eftir dyrabjöllunni — eitt
langt, tvö stutt — sem var henn-
ar hringing. Þrjár fjölskyldur
aðrar bjuggu í íbúðinni, og til
þess að spara allt of mikið ómak,
hafði hver þeirra sína hring-
ingu, sem var skráð á nafn-
spjöldin við dyrnar.
f fyrsta sinn eftir að bylting-
in hófst, hafði Alexa sofið heima
hjá sér, nú lá hún þarna og beið
Halmy læknis, sem hafði lofað
henni að lita inn. Hann hafði
ekki verið hérna hjá henni í
meira en tíu daga. Þau höfðu
sézt á spítalanum, en þar var
varla hægt að tala við hann,
jafnvel þótt hann væri einn, því
að hann var ofþreyttur til að
gera hvorttveggja að hlusta og
svara. Síðan þau voru seinast
saman, hafði hann misst konuna
sína, en hvaða ráðstöfun örlag-
anna væri fyrir það þakkandi,
vildi hún helzt ekki hugsa um.
Hinsvegar var henni mikil for-
vitni að vita, hvaða breytingu
á sambandi þeirra tveggja þetta
mundi hafa í för með sér.
Dyrabjöllunni var hringt. Hún
stirðnaði upp og féll aftur nið-
ur á koddann — þetta var hring
ing annars leigjanda. Herbergið
hennar var í húsi rétt hjá borg-
argarðinum, — á fyrstu hæð.
Húsið var byggt sem einbýlis-
hús, en 1949 var því skipt niður
í íbúðir, og í hverri þeirra var
alltof margt fólk. Gluggi Alexu
vissi út að fallega garðinum að
húsabaki, en það bætti bara lítt
úr hinu, að til þess að komast
inn í herbergið varð annaðhvort
að fara gegn um baðherbergið,
sem allir notuðu, eða þá gegn
um annað herbergi þar sem bjó
verksmiðjuverkamaður ásamt
fjölskyldu sinni og átján ára
geðveikum syni, sem lá rúmfast-
ur. Eftir því sem hægt var, forð
aðist hún að ganga þarna í gegn,
afþví að þessi sonur var þá van-
ur að kasta af sér sængurfötun-
um og sýna hinn andstyggilega,
vanskapaða líkama sinn, hvenær
sem hún sýndi sig. Og vitanlega
gat líka verið óþægilegt að
ganga gegn um baðherbergið.
Þar varð stöðugt að bíða, og þar
var bæði skítur og óþefur og
stundum ruddist maðurinn inn á
fólk, sem hafði gleymt að læsa
að sér. En vitanlega var það
stundum kostur að hafa baðher-
bergið svona nærri sér. Þá var
hægt að komast í bað, þvo hárið
eða nærfötin sín, og væri hún
á annað borð komin þangað inn,
var henni alveg sama, hvernig
barið var á dyrnar. Þessi hrein-
lætissmekkur hennar ávann
henni eki beinlínis neinar vin-
sældir hjá sambýlisfólkinu, en
hún kærði sig kollóttan um það.
Nú hafði hún orðið að bjarga
sér sjálf í meira en sjö ár, og
hún hafði lært að taka tillit til
sjálfrar sín, jafnvel þótt það
kostaði að troða öðrum um tær.
Hún var ekki erfið í umgengni
— en samt hafði hún vanið sig
á að láta ekkert af hendi nema
fá það endurgoldið. Af ótta við
að komast á vald tilfinninganna,
hafði ihún forðazt samneyti við
aðra, sem lögðu stund á að vinna
vináttu hennar eða áhuga. En
svo einn góðan veðurdag, hitti
hún Zoltan Halmy.
Þetta var sumarið 1956,
skömmu eftir að hún hóf störf
í sjúkrahúsinu. í fyrstunni var
eins og hann sæi hana ekki —
líklega vegna þess, að hann vissi,
eins og allir aðrir, að hún hafði
fengið stöðuna fyrir tilstilli Bela
Borbas, yfirumsjónarmannsins,
sem var fyllibytta, eindreginn
kommúnisti, og hafði á fimmtugs
aldri hækkað úr burðarkarli í
yfirumsjónarmann. Þrátt fyrir
póltíiskt uppeldi sitt, hafði Bor-
bas smekk fyrir limalöngum
höfðingjadætrum. Þegar hann
talaði við Alexu í fyrsta sinn,
spurði hann ekki um kunnáttu
hennar né meðmæli, heldur bauð
hann henni í kvöldverð sama
dag. Þegar þau fóru úr veitinga-
Rúsinu, ók hann henni til sum-
arhúss, sem hann átti einhvers-
staðar á Budahæðunum. Næsta
dag var hún ráðin.
En Borbas var ekki sá fyrsti,
sem hún hafði sofið hjá, til þess
að öðlast stöðu eða forréttind.i
sem fortíð hennar og uppruni
hefði annars hindrað.
Hún var dóttir Tibor Mehely,
sem var þingmaður frá 1930 til
1948, landbúnaðarráðherra á
styrjaldarárunum og stórbóndi.
Hann var þekktur að því að
vera heiðarlegur án hlutdrægni,
28
laus við smásmugulegan hégóma-
skap, og metorðagirnd, og var
vel virtur, jafnvel af andstæð-
ingum sínum. Hann var Alexu
dásamlegur faðir og móður henn-
ar góður eiginmaður. Móðir
hennar var hinsvegar fríðleiks-
kona að þeirra tíma hætti, næst-
um eins hávaxin og hann og
holdug án þess þó að vera
klunnaleg, með skær, hnotubrún
augu og silkiskugga á efrivör.
Einnig hún var af góðum ætt-
um, barónsdóttir og sjálf vel
efnuð.
Þau bjuggu á stórum búgarði
í Vestur—Ungverjalandi. Alexa
gat enn munað ferðalög þeirra
þriggja til vatnanna í Bayern
Hafnarstræti 19
Sími 1-92-52
Brjóstahaldarar
Slankbelti
Buxnabelti
Sokkabelti
Corselett
ALLT í
CORYSE
SAÍOHE
Snyrtivörurnar fást í
VALHÖLL
Laugavegi 25, uppi.
Lækkað verð.
Ci
1
p
••••
brauöbær
frá brauðbæ er
bezt og ódýrast
BRAUÐBÆR VIÐ
ÓÐINSTORG, SÍMI20490
P
A
Z
A
io
\
2
n
:o
p
~!
P
Sj
:
Launahækkun. — Þér eruð búinn að fá hana fyrir löngu
— fyrir 10 árum.
og fjallanna í Sviss, þegar hún
var krakki. Þessar ferðir höfðu
skilið eftir hjá henni óslökkv-
andi þorsta eftir sólskini,
skemmtunum og frelsi — öllu,
sem gaddavírinn lokaði nú fyrir
í hennar eigin föðurlandi.
Bernska hennar var ein perlu-
festi af pálmasunnudögum sem
svo seinna höfðu breytzt í gráa
öskudaga.
Það skeði þegar Rússarnir
tóku þorpið Hangony. Búgarð-
ur þeirra var nokkra kílómetra
þaðan. Fáum dögum áður höfðu
Þjóðverjarnir „hörfað aftur til
fyrirfram ákveðinna vígstöðva",
eins og þeir kölluðu það. Eftir
þann dag kallaði Mehely alla í-
búa þorpsins saman og sagði
þeim að skoða Rússana sem vini,
þeir færðu frið, og taka móti
þeim óttalaust og fjandskapar-
laust. Þó bætti hann því við, að
ráðlegra væri mönnum að fela
ungar dætur sínar og gamalt
brennivín vel og vandlega. Það
væri hvort sem var aldrei að
treysta dátum, af hvaða þjóð-
erni sem væri, þegar þeir kæmu
til mannheima eftir miklar og
langvinnar orustur. Sjálfur hafði
hann innréttað neðanjarðarbyrgi
í fjarlægu horni af garðinum og
þar var hægt að geyma stúlk-
urnar á búgarðinum og Alexu
með þeim.
Þegar fyrstu rykstrókarnir
risu, undan dátastígvélum, bíl-
um, hross'hófum og skriðdrekum,
stillti Mehely sér upp, ásamt í-
búum þorpsins, hinum helztu, við
heimreiðina að búgarðinum. Þeir
héldu hátt á loft hvítu flaggi, en
slíkt var vinsælt þar sem Rúss-
arnir voru á ferðinni.
Um hádegi náðu fremstu fylk-
ingar Rússanna til útjaðra bú
garðsins. Þeir komu ekki eftir
veginum, heldur yfir akrana og
otuðu byssunum á undan sér,
reiðubúnir að leggja allt mann-
líf, sem fyrir þeim yrði, að velli.
Samt sem áður tókst Mehely að
sannfæra þá um vinsemd þorps-
búa. Og það var nú eng-
inn vandi, þar eð dátarnir /oru
alls ekki Rússar, heldur tatarar
frá Kákasus. Hann gaf þeim
líka til kynna, að honum léki
hugur á að komast í samband
við herráð þeirra.
Yfirforinginn — þreyttur mað
ur í skítugum grænum yfir-
frakka — kom akandi í bænda-
vagni með hestum fyrir, einum
þeirrar tegundar sem bráðlega
áttu eftir að loka fyrir allri
annarri umferð milli búgarðsins
og þorpsins Hann talaði eitt-
hvað ofurlítið í þýzku nóg til
þess, að hann gat komizt í eins-
konar vináttu við Mehely fólkið.
Að baki sér átti hann og menn
3. APRÍL.
Hrúturlnn 21. marz — 19. apríl.
Skenimtanafíkn þin fer stundum út í öfgar og skyldirðu rejma
að haía eir.hvern henúl á henni, þó ekki væri nema af nærgætni
við þina nánustu.
Nautið 20. apríl — 20. maí.
Einkamál og ástamál geta orðið nokkuð ruglingsleg í dag og
ekki hvað sízt í kvöld, nema þú gætir ýtrustu varfærni.
Tvíburarnir 21. maí — 20. júní.
Farou árla til vinnu og eins snemma heim og þú framast getur.
Gefðu þér tíma til að hlusta á það sem kunningjar einkum af
eldri 1 ynslóðinni hafa til málanna að leggja.
Krabbinn 21. júní — 22. júlí.
Einhver mun ganga á bak orða sinna i dag og skaltu ekki
láta það of mikið á prg fá. Allt lagast með tímanum.
Ljónið 23. júlí — 22. ágúst.
Sökrtu þér niður i verk þitt af festu og einbeitni I dag. í
kvöld skaltu skemmta þér, en vertu ekki of eyðslusamur.
Jómfrúi n23. ágúst — 22. september.
Innheimtu skuldir þínar 1 dag og gakktu ríkt áeftir því að
þær komi allar til skila. Kauptu ný föt í dag.
Vogin 23. september — 22. október.
Allt verður rólegt, bæði á vinnustað og heimili og skaltu njóta
þess eftir erfiði að uixdanförnu. Farðu I leikhús eða á hljómleika
1 kvö'C.
Drekinn 23. október — 21. nóvember.
Sinntu ekki siður smámunum í dag, þeir geta haft úrslitaþýð-
ingu, bæði í starfi þínu og á heimili. Hvildu þig í kvöld.
Bogmaðurinn 22. nóvember — 21. desember.
Verta hress og glaður og láttu engan sjá á þér æðrumerki, hvað
sem á dynur. Þú munt síðar skilja, að það er öllum fyrir beztu.
Stteingeitin 22. desember — 19. janúar.
Þú l>efur vanrækt starf þitt uppp á síðkastið og hugurinn verið
einhvers staðar víðs íjarri. Reyndu að herða þig upp og einbeita
þér.
VatnsDerinn 20. janúar — 18. febrúar.
Hags'æður dagur til hvers konar samskipta við kunningja og
vini. einnig góður dagur til bréfaskrifta. Hringdu I fjarstaddan
vin, þnð mun gleðja hann.
Fiskainir 19. febrúar — 20. marz.
Safi.eðu öllum fjármunum þínum og reyndu að greiða sem
mest af skuldum sem hlaðist hafa upp.