Morgunblaðið - 03.04.1968, Síða 20

Morgunblaðið - 03.04.1968, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 198« Umferðarmálin „HVAÐ er framundan í umferð- armálum?" spyrja þeir félagarn- ir Ingvi Guðmundsson og Daníel Pálsson ökmenn eins og ég, í blafíi yðar í dag. Ég held ég verði að svara fyr- ir mig. Ég var eins og þeir á móti hægri umferð, en ég hefi skipt um skoðun og skammast min ekki. Innan 10—20 ára tekur ekki lengri tíma að fara til Hafnar en KeflavíkuT nú. Ég lít svo á, að hvort sem maður ætlar að aka eða ganga, sé æskiiegt að ferðast við sömu umferðarreglur. Annað skapi hættu. Þessi ástæða réði því að ég skipti um skoðun og kýs nú hægri umferð fyrir mig c g afkomendur mína. Ég hefi stundum undrazt, að h-nefndin, sem sannarlega er ekki öfundsverð af verkefni sínu, skuli ekki svara skrifum vinstri manna, en mér finnst það skilj- anlegt. Greinin í gær var afskap- leg. Þeir bjóða uppá að allir mann- og vöruflutningar um sveitirnar og norður muni krefj- ast 5 bíla þar sem nú nægja 3. Afkastagetan lækki um allt að helming vegna lækkunar há- markshraða. Er þetta rétt? Er ekki hámarkshraði rútubílanna nú 60 km. úti á vegum. Ef til Akureyrar eru 450 km., tekur þá ekki TVz klst. að komast þangað í jöfnum akstri? Ef hámarkshrað inn verður nú lækkaður í 50 km. tekur þá ekki 9 klst. eða 114 tíma lengur að komst þangað. Þeir félagarnir virðast halda, að áthraðinn á viðkomustöðunum verði takmarkaður og allt annað sem gert’ er í svoleiðis stoppum taki lengri tíma eftir 26. maí. Hvað skyldi t.d. mikill hluti af dagsverki mjólkurbílstjóra fara undir stýrinu og hve marga klukkutíma á dag ekur hann með miMi 50 og 70 km. hraða. Þessi ofsalega töf vegna lækk- unar hámarkshraðans er hreinn misskilningur, menn eru ekki alltaf á spani, ekki heldur hér í Reykjavík. Ég vil bara segja þetta: Við bílstjórarnir eigum allir að hjálpa til að þessi breyting fari vel og slysalaust fraim. Við verðum þá allir byrjendur á nýjan leik og það verðiur spenn andi að byrja á ný eins og það var spennandi, þegar við byrj- uðum í vinstri umferð. Svíar þoldu breytinguna án fjölgunar slysa. Sönnum nú, að við séum ekki lélegri vegfarendur en Svíar. Ég þakka Morgunblaðinu, sem ég met allra blaða mest, fyrir plássið sem þessar línur taka. 17. janúar, Gunnlaugur Ólafsson. Fleiri og fleiri nota Johns- Manville glerullareinangrun- ina með álpappírnum Enda eitt bezta einangrunar- efnið og jafnframt það langódýrasta. Þér greiðið álíka fyrir 4” J-M glerull og 2W frauð- plasteinangrun og fáið auk þess álpappír með! Sendum um land allt — Jafnvel flugfragt borgar sig. Jón Loftsson hl. Hringbraut 121. - Sími 10600. Akureyri: Glerárgötu 26. Sími 21344. M. Suslov fársjúkur? Moskvu, 1. apríl, NTB-AP. HAFT er eftir áreiðanlegum heimildum í Moskvu, að einn af helztu áhrifamönnum sovézka kommúnistaflokksins og helzti hugtakasérfræðingur hans, Mih- ail Suslov, sé alvarlega sjúkur. Hann var ekki viðstaddur út- för Yuri Gagarins á laugardag- inn, en þess er nú minnzt, að hann var aðal ræðumaður við útför geimfarans Vladimirs Komarovs, sem fórst í geimferð fyrir tæpu ári. Suslov hefur ver- ið 1 æðstu stjórn kommúnista- flokksins í tvo áratugi, og er af mörgum talinn annar valdamesti maður hans, næst Leonid Brez- hnev aðalritara. Ekkert hefur verið sagt opinberlega um veik- indi hans, en að sögn hefur það lengi verið vitað, að hann væri haldinn ólæknandi berklum. Virðingarvert framtak MARGVÍSLEG fyrirgreiðsla, eða þjónusta, þykir svo sjálf- sögð í nútíma þjóðfélag, að því betri og fullkomnari sem hún er, því hærra er matið á við- komandi mannfélagi. Þetta nær tl flestra þátta þjóð lífsins og t.d. í samgöngumál- um þykir slíkt og er óhjákvæmi leg nauðsyn. Og þess vegna er það, að eftir því sem vegirnir hafa lengst og vegakerfið stækk að hefir gistihúsum og greiða- sölustöðum verið komið upp þar sem þeirra var mest þörf. Og enn er verið að auka þá þjón- ustu og gera hana fullkomnari, til að verða við kröfum sam- tímans. Þessi fyrirgreiðsla er nokkuð misjöfn eftir landshlutum og að sjálfsögðu bezt og fullkamnus í þéttbýlinu og á þeim langleið- um sem fjölfarnastar eru. — Hliðstæð þjónusta er þó engu síður nauðsynleg á þeim leið- um, sem fáfarnari eru, eða bundnar við styttri umferða- tíima, en einmitt þar, er hún jafnvel enn betur þegin og meira metin en annarsstaðar er. Kemur þar líka til að vitað er, að á fáförnum stöðunum er þessi þjónusta fremur gerð af greiðasemi en gróðavon — og það kann margur að meta. Þegar hafizt var handa um byggingu Bjarkarlundar fyrir 24 árum, skömimu eftir að bílfært varð þar vestur um, kom brátt í ljós, að sú framkvæmd bætti þar úr brýnni þörf, enda met- in að verðleikum af öllum þeim sem fundið hafa hvers virði það er að hafa slíka starfrækslu á þessum stað. — Fólkið í þess- uom landshluta og þó sérstak- lega forsvarsmenn bæja- og sýslufélaganna — og sjálft Al- þingi — hafa líka sýnt virðing- arverðan skilning og velvilja til þess sem þarna hefir gerzt og slíkan stuðning ber að þakka. Það er Barðstrendingafélagið í Reykjaivík sem haft hefir veg og vanda af uppbyggingu Bjark- arlundar og annast starfrækslu hans frá upþhafi. Það hefir þurft BANDARISKA Pulitzer verð- launaskáldið Edwin O' Conner lézt sl. laugardag á sjúkrahúsi í Nýja-Englandi. Hann var fimmt ugur að aldri. Frægasta skáld- saga hans var „The last Hurrah“. * * • ( Hollywood, 26. marz. AP. Um fimm hundruð manna voru við útför Charles Chaplins jr., er fram fór í Hollywood í gær, þar á meðai móðir hans, frú Lita Grey og amma, Lucille Gray. Faðir hans, „hinn eini“ Charles Chaplin, var þar ekki. Chaplin yngri lézt að heimili sínu í Hollywood sl. miðvikudag af völdum blóðtappa í lungum. IVifög góðir greiðsluskilmálar VÖRUIHARKAÐIIRIIMN HF. ÁRMÚLA 1 A — SÍMI 8-16-80. Bjarkarlundur. mikið átak og félagslega eip- ngu til að koma þessu í verk. Húsið var að mestu byggt í sjálf boðavinnu og viðhald þess og umbætur sem þar hafa verið gerðar, hafa verið framkvæmd- ar á sama hátt. — Þetta er fé- lagsmönmuim til fremdar, og þess vert að getið sé. — Nú hefir félagdð færzt meira í fang á sama vettvahgi með tilkomu Flókalundar í Vatns- firði — þeim sögufræga stað — og í tilefni þess er þetta grein- arkorn skrifað. Nokkur undanfarin sumur hefir verð starfrækt í Vatns- firði greiðasala, yfir mestu um- ferðarmánuðina, í litlum húsá- kosti og við erfiðar aðstæður. Sumarið 1966 var svo ráðizt í að koma þar upp veitinga og gisthúsi, sem nú er nærri full- gert og standa vonir til að starfræksla þess geti hafizt á bomandí vori, strax og sumar- umferðin hefst, þ.e.a.s. ef hægt verður að afla nægilegs fjár til að framkvæma það, sem enn er þar ógert. Það mun hafa verið á’ tak- mörkum að félagið hefði bol- magn til að ráðast í svo dýrar framkvæmdir sem þetta mun verða, því þar mun vera um miUjónir að ræða. En viljinn veltir hálfu hlassi, og stundum vel það, eins og sannast hefir hér. Því vegna áhuga og ein- beitni félagsmanna og góðan stuðning ýmsa anmarra, er húsið mikið til að allt sé orðið þar gefi það mikið í aðra hönd að eins og ætlað er. Til að komast fram úr þeim vanda sem fjárskorturinn veld- ur, hefir félagið efnt til happ- drættis sem vonazt er til að gefi það mikið í aðra hönd að nægj a muni til þeirra fram- kvæmda sem mest kalla að. Hvort þetta tekst, er auðvitað fyrst og fremst komið undir því, hverjar undirtektir þessi fjár- öflunaraðferð fær hjá þeim sem helzt er vænzt stuðnings af. En af fenginni reynslu þarf varla t.ð efast um, að þær verði á þann veg sem vonir standa til. Þetta framtak átthagafélags- ins er svo viðamikið og virðing- arvert að það verðskuldar stuðn ing fleiri en þeirar sem bundm- ir eru skyldleikatengslum og átt hagaböndum við það kjarnafólk, sem enn byggir þennan af- skekkta landshluta — og mum halda ÉLfram að gera það. Einnig þeir, sem aðeins fara um veginn til að kanna ókunna stigu og njóta nokkurra eftir- minnilegra ánægjustunda geta líka gert sitt til, að Vatns- fjörður geti orðið enn eftirsókn- arverðari áfangastaður en hann er nú, og sá sem þetta ritar er einn af þeim. G. Þ. - sus Framhald af bls. 18. að á þennan hátt kæmu skól- arnir upprennandi kynslóð -ð meiri notum og væru líklegri til að þjóna betur þeim meg- in tilgangi sínum að gera hvem einstakling, almennt, sem hæfastan að laða fram sérhæfileika síma. Að loknum farmsöguræð- um hófust frjálsar umræður. Helgi Jónasson, yfirkennari og væntanlegur fræðslustjóri í Hafnarfirði tók fyrstur til máls. Hann minnti á, að fyrir frumkvæði Reykjavíkurborg- ar hefði verið unnið merki- legt starf til breytingar á innra starfi skólanna og síðan hefðu önnur sveitarfélög reynt að feta í fótsporin. Hahn vék síðan að þróun skól ans, en tilgangur íslenzka skólans hefði í upphafi verið að ala upp alvitra em'bættis- mannastétt. Síðan hefði hlut- verk skólans breytzt, en því miður hefði innra starf skól- ans ekki breytzt í samræmi við breytt þjóðfélag. ítroðslu- kerfið réði enn ríkjum og manneskjan væri að týnast í skólakerfinu, Helgi taldi vanta betri skilning valdhafanna á hlut- verki skólanna. Hann taldi kenniarastéttina ekki nægi- lega virta og þyrfti að breyta þjóðfélagsstöðu hennar. Hann taldi og að okkur vantaði betri og hagnýtari kennara- menntun. Hið nýja fyrirkomu lag á Kennaras'kóla fslandis væri spor aftur á bak. Kenn- araskólinn ætti að vera á há- skólastigi og þar ætti ekki að kenna gagnfræðafög, en skólinn ætti t.d. að vera þriggja ára skóli eftir stúd- entspróf. Hann taldi, að menntaskól- arnir ættu að hverfa smátt og smátt, en gagnfræðaskólarnir að breytast og taka við því hlutverki að útskrifa stúdenta ti'l háskólanáms, til tækni- náms, til kennaranáms, til frambaldsmenntunar í verzl- unarstörfum o.s.frv. SHkur gagnfræðsuskóli (framhalds- skóli) þyrfti að vera marg- greindur en undir einni stjórm Heppileg stærð væri um 100 nemendur. Ólafur Valgeirsson, nem- andi ræddi um fjárframlög Hafnarfjarðarbæjar til s'kóla- mála. Jóhann Petersen, skriístofu- stjóri, minnti á baráttu Sjálf- stæðismanna í Hafnarfirði fyrir því að skyldunáminu bæri að ljúka í einum og sama skóla. Það hefði verið höfuðbaráttumál Sjálfstæðis- manna í bæjarstjórnarkosn- ingum 1962. Sigurður Þorvarðsson, nem andi, taldi landsprófið óheppi legt fyrirkomulag og í undir- búningi undir það væri lögð megináherza á utambókar- lærdóm. Að Xokum tóku allir frum- mælendur aftur til máls.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.