Morgunblaðið - 03.04.1968, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1968
5
Wally Herbert.
Fritz Koerner.
Heimskautafararnir
brjótast áfram
Auðar rennur, ísveggir og krap á veginum
HEIMSKAUTALEIÐANGRIN-
UM brezka, sem lagði upp frá
Poit Barrow í Norður-Alaska í
6000 km. langa ferð með hunda-
sleða yfir Norðurpólinn til Spitz-
bergen á 18 mánuðum, gekk
mjög illa af stað, en hefur nú
síðustu vikuna miðað vel áfrám.
Eftir fjögurra vikna ferðalag
voru leiðangursmennirnir fjórir
enn um 80 km. fyrir norðan
Point Barrow, en samkvæmt
áætlun áttu þeir að vera komnir
rúma 600 km. í norðurátt. Eftir
fyrstu erfiðleikana, vegna þess
að stormur hrúgaði upp lagísn-
um og braut hann upp, hafa leið-
angursmenn verið á sæmilega
greiðfærum ís og hefur miðað
20-25 km. á dag að undanförnu.
Leiðangursmenn eru fjórir,
allt Bretar. Það er fyrst og
fremst ævintýraþrá, sem rekur
þá áfram, en þeir munu einnig
gera vísindalegar athuganir á
leiðinni. Ferðin á að taka hálft
annað ár, en þeir munu verða
að sitja um kyrrt í nokkra mán-
uði um hásumarið og eins um
háveturinn — þá rekandi á ís-
jaka í nánd við pólinn. En þeir
munu reyna að vera í radíósam-
bandi við umheiminn, og er loft-
skeytamaður sérstaklega búinn
að koma sér fyrir í Norður-Al-
aska, og hefur þaðan samband
við þá. En blöð og fréttastofn-
anir hafa keypt af þeim frásögn
af ferðinni. Eru fréttir símaðar
reglulega og Peter Dum er í
Alaska og sendir þaðan greinar.
Leiðangursmenn eru engin
heljarmenni og ekkert líkir
þeim hugmyndum, sem menn
gera sér um hetjur á norður-
slóðum. Tveir þeirra stóðust t.d.
ekki læknisskoðun til herþjón-
ustu. LeiSangursstjórinn er
Wally Herbert, 33 ára gamall
sonur liðsforingja í hernum.
Einusinni hafði hann hug á að
verða héraðsstjóri í nýlendunum,
en heimsveldið var þá farið veg
allrar veraldar. Hann er snyrti-
legur í útliti og kann að meta
lystisemdir lífsins, þegar hann er
heima. Hann hefur ort ljóð um
Suðurskautsfara, og skrifar mik-
ið. Hann hefur verið að undir-
búa þessa heimskautaferð í 3 ár,
og er reyndur heimskautafari,
seigur og óhlífinn við sjálfan sig
og stjórnar hundum sínum með
hörku. Líkar honum illa ef aðrir
fara fram úr hans hundasleða.
Wally Herbert er piparsveinn
eins og tveir aðrir af félögum
hans.
Annar leiðangursmaður er
Allan Gill, 37 ára gamall og elzt-
ur þeirra félaga. Hann bölvar
hundum sínum rösklega, en með
höndlar þá eins og þolinmóð
móðir. Hann er fremur væskils-
lega vaxinn, en er ótrúlega seig-
ur og vinnur klukkustundum
saman berhentur í frosti. Gill
vann í nokkur ár á T-3, íseyjunni
norður af Alaska. í margmenni
er hann lítt áberandi, en norður
frá er hann öruggur, rólegur og
greindur og akkeri leiðangursins.
Þriðji maðurinn er dr. Roy
Fritz Koemer, 35 ára gamall
jöklafræðingur. Hann hefur há-
skólapróf í landafræði og kenndi
við háskólann í Ohio í Banda- ;
ríkjunum. Hann er eini kvænti
maðurinn, og mesti grínistinn í
hópnum. Fjórði maður er Ken
Hedges, 32 ára gamall. Hann hóf
feril sinn í hernum, en lenti þá í
slæmu bílslysi. Hann lifði það af
og gerðist læknir og mjög trúað-
ur maður, les biblíuna á hverju
kvöldi. Hann er sérfræðiqgur í
köfun, fallhlífarstökki og frum-
skógaferðum með smáhópa
manna.
Áður en lagt var af stað í vet-
ur, tafðist leiðangurinn í nokkr-
ar vikur í Point Barrow, vegna
þess að hafið norður af strönd-
inni vildi ekki frjósa almenni-
lega. Fyrstu tvö dægrin komust
heimskautafararnir 43 km með
erfiðismunum. Brjótast þurfti
yfir 1-2 m háa íshryggi, sem lágu
þvers og kruss. Þeir gátu ekki
séð neitt frá sér, til að velja leið,
og sleðarnir ultu, svo umstafla
þurfti á þá. Og tveir mannanna
hjuggu illa á sér hnén. Þá tók
við kafli af þunnum, nokkuð
sléttum ís og á milli 5-7 m hrygg
ir, sem þurfti að höggva rennur
í. Þann 3. marz var leiðangurinn
kominn um 100 km. norður og
lágu leiðangursmenn þá í tjald-
búðum í stormi, sem riðlaði upp
íshrönnum á 3 vegu við þá.
Stormurinn úr suðri byrjaði
28. febrúar. Lentu leiðangurs-
menn í hálfgerðri sjálfheldu
hvað eftir annað, þegar veðrið
braut upp ísinn og auðar rastir
mynduðust í kringum þá. Um
skeið voru þeir umluktir sjó á
lítilli íseyju, sem þó rak svo ná-
lægt aftur, að þeir komust yfir
á ísinn austan megin. Bob
Murphy, hinn þaulvani íshafs-
flugmaður rannsóknarstöðvarinn
ar í Point Barrow (sá sami sem
kom til íslands og flaug norður
á íseyna Arlis II um árið) flýgur
á Cessna 180 norður yfir, þegar
ekki næst radiosamband við
leiðangurinn, og getur leiðbeint
honum og aðvarað um sprungur
í ísnum. Því þó leiðangursmenn
geti ekki séð nema næsta ná-
grenni, liggur svæðið eins og
landabréf fyrir flugmanninum. í
þessu basli rak leiðangursmenn
til baka í vestur með ísnum .
8. marz lentu heimskautafar-
arir aftur í stormi, nú af norð-
Ung stúlka
17-25 ára
óskast sem Au Pair, til
Englands að minnsta kosti
eitt ár, til að líta eftir litl-
um 5 ára skóladreng. Sér-
herbergi og mikill frítími
til enskunáms. Bíll í boði
ef ökukunnátta er fyrir
hendi. Far til Englands
greitt.
Skrifið og sendið uppl.
ásamt mynd til Mrs Ellis
„Rosebeck" Wigton Lane,
Leeds 17, Yorkshire, Eng-
land.
Alan Gill.
austri, svo að breiðar rennur
mynduðust í ísinn norðan og
sunnan við tjaldstað þeirra. Úr
lofti sá flugmaðurinn einu sinni
sprungu, sem var að myndast í
stefnu á hundaæki við tjaldbúð-
irnar. Urðu leiðangursmenn að
taka upp tjaldbúðirnar og flytja
sig. Á næturnar urðu þeir að
hafa mann á vakt, sem fór út
með ljósker á tveggja klukku-
stundar fresti, ef nýjar sprungur
skyldu myndast í kring. Hund-;
arnir voru ávallt spenntir fyrir
hlaðna sleða og tilbúnir til ferð-
ar. Loftskeytamaðurinn í landi,
Freddie Church, hafði vakt all-
an sólarhringinn, ef þeir skyldu
þurfa að kalla á hjálp. Leiðang-
urinn hafði eins léttar byrðar
og mögulegt var yfir þennan
þunna rekís. Var síðan áformað
að varpa niður vLstum til mann-
anna er þeir kæmu yfir hann. Nú
voru matarbirgðirnar á þrotum
og hundarnir á skömmtuðu fæði.
Var því send olía og matur með
flugvélinni.
Auðu rennurnar voru ekki
eina hættan. Eina nóttina urðu
leiðangursmenn að taka upp
tjöldin og flýja með allt sitt und- !
an háum ísvegg, sem hrannaðist
upp með hávaða og færðist hratt
á eftir þeim. Og þegar þeir loksl
komust af stað, var krapið víða
svo mikið, að þeir sukku upp i j
Ken Hedges.
mjaðmir og misstu sleðana ofan
í með öllu dótinu. Þeir náðu þó
alltaf upp sleðanum, að vísu
með brotna meiða. Þann 13. marz
byrjaði dagurinn með prýðis-
góðri ferð fyrstu 15 km. og reikn
uðu mennirnir með að ná traustu
landi, íseyju einni, um kvöldið.
Ætluðu þeir þá að halda áfram
með norðurströnd eyjarinnar og
taka stefnu á pólinn á ágætum
ferðaís. Flugvélin hafði kannað
svæðið um 30 km. í norður og
allt benti til þess að nú loks væri
leiðangurinn að komast að suð-
urbrún heimskautaíssins, sem er
allt annað að ferðast um en hinn
ótrausta lagís. En þá komu von-
brigðin. Stormur opnaði 4 ný-
frosnar rennur um 10 km. sunn-
an við íseyna og framan við sleð-
ana 40. Og varð leiðangurinn að
hörfa frá nýrri sprungu. Taka
upp tjöldin eftir 3 tíma dvöl og
flýja til baka.
Leiðangurinn á enn langa ferð
fyrir höndum, en búizt var við
að fyrsta spölinn yrði eitthvert
erfiðasta færð á leiðinni. í sl.
viku sagði leiðangursstjórinn í
talstöðina, að heimskautafararn-
ir væru nú að komast á eldri ís.
Enn væru þeir þó á ís með mörg-
um sprungum og vökum. Leiðin
væri þó miklu greiðfærari en áð-
ur og enginn krapi lengur .
Kökugerð
Hressingaskálans
býður yður
PÁSKAKÖKUR
ásamt miklu úrvali
af öðrum kökum.
Hressingaskálinn
Austurstræti.
ÍBÚÐIR I SMIÐIJM
Vorum að fá \ sölu nokkrar 2-3-4 og 5 herbergja íbúðir
í Breiðholtshverfi. Seljast tilbúnar undir tréverk og
málningu með fullfrágenginni sameign. Afhendast
i september 1968 og 1969
1. Á bezta stað í Breiðholtshverfi
2. Á mjög góðu verði
3. Með ágcetum greiðsluskilmálum
4. Með tvennum svölum hver íbúð
5. Með bílskúrum, ef óskað er
★
Þessai
1 budir á
eru: r
ATH.
Enn þá er möguleiki á að
beðið verði eftir fyrri hlutc
húsnœðismálastjórnarláns
BEZTU KAUPIN Á MARKAÐNUM
★
Hringið — eða lítið inn
★
FASTEIGNAÞJÓNUSTAN
Austurstræti 17 3. hæð
Símar: 16870 og 24645
Kvöldsími: 30587.
BEZTIJ KAUPIN