Morgunblaðið - 03.04.1968, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1968
17
Að Arnulf Överland látnum
meðal annars orti hann „Ungarn“
um uppreisnina í Ungverjalandi
1956.
Hér hefur að mestu veriðfjall
menning“. Hann las þá upp úr
verkum sínum í Austurbæjarbíó
og flutti ræðu. íslenzjkir lesendur
hafa átt nokkurn kost á að
EINS og skýrt var frá í Morgun
blaðinu fyrir nokkrum dögum er
nýlátinn í Noregi, Arnulf
Överland. Hann var tvímæla-
laust eitt merkasta ljóðskáld
Norðmanna á þessari öld og
þykir hlýða að minnast hans hér
að nokkru.
Hann var fæddur í Kristian-
sund árið 1889, en ólst upp í
Björgvin. Fimmtán ára að aldri
hleypti hann heimdraganum og
hélt til Osló. Hann bjó við fá-
tækt, en tókst þó að ljúka stúd-
entsprófi árið 1907 og lagði síð-
an stund á heimspeki. Hann las
feiknin öll á þessum árum,
sökkti sér ofan í skáldskaip Heine,
J. P. Jacobsen, Strindberg, Fröd-
ings og Söderbergs og allir þess-
ir höfunda/r höfðu bein eða óbein
áhrif á mótun hans sem skálds.
Hann var einnig tryggur lesandi
Hamsuns og einlægur aðdáandi.
Samhliða náminu fékkst Över-
land við að mála og yrkja og
árið 1911 sýndi hann málverk
sín opinberlega og um svipað
leyti kom út fyrsta Ijóðabók
hans „Den ensomme fest“. Árið
eftir sendi hann frá sér bókina
„þ)e hundrede violiner."
Snilli Överlands birtist þegar
í fyrstu ljóðum hans, þó að þau
ættu að sjálfsögðu eftir að skír-
ast og taka breytingum með
næstu verkum hans. En tjáning-
ardifska hans kemur fram í
fyrstu Ijóðum hans, svo og hæfi
leikar hans til að gefa hinum
hversdagslegustu orðum skáld-
lega merkingu og sannfæringar-
kraft — og einmitt það er eán-
kenni stórskálda. Þau þurfa ekki
að beita fjölskrúðugum orðum
til að ná fram áhrifum, einföld-
ustu orð og orðatiltæki verða
merlaður skáldskapur í meðför-
um þeirra.
Grunntónn fyrstu ljóða Över-
lands er einmanakenndin, ung
og sterk, söknuður, þunglyndi,
þrá eftir hlýju og unaði, Vold-
ugri verður hljómurinn í „Ad-
vent‘ ‘árið 1915. Þar talar skáld
sem hungrar eftir kynnum við
iífið og í síðasta ljóði bókarinn-
ar „Noregur" sem ort er í til-
efni Eiðsvallahátiðarinnar, stíg-
ur hann fram og kveður um
landið og þjóðina af einurð og
karlmennsku.
Fyrirlitningar á broddborgara
samfélaginu gætir í þessum fyrstu
ljóðabókum. En það er heims-
styrj öldin fyrri og Versalasamn-
ingurinn, sem breytir honum í
prédikara og baráttuskáld. í
ljóðum hans fer að votta fyrir
napurri ádeilu og háði, en þó
aldrei svo beizku, að skyggi á
ljóðræni kvæðanna.
Þannig kemur hann einnig fyr
ir sjónir í flestum ljóðum sínum
í bókinni „Bröd og vin“ (1919)
og í ljóðinu „Rettergang" sem
telja verður eitt af fyrstu veru-
legu baráttuljóðum hans, þar
sem hann gerir upp sakirnar
við æsku sína og bernsku. Og
þvínæst beinist athygli hans að
þeim, sem kúgaðir eru og undir-
okaðir, hvort sem er í heimalandi
hans eða erlendis: í mörgum ljóð
um kveður hann um sigurherra
fyrri heimsstyrjaldarinnar með
nístandi háði.
Árið 1922 verður afdnifaríkt
fyrir þroskaferil Överlands.
Hann byrjar að skrifa í tímarit-
ið „Mot dag“, kynnist Erling
Falk og tilemkar sér sósíallist-
iskar skoðanir og tekur óspart
þátt í rökræðum og vangavelt-
um ungra sósíalista í Osló. Um
það leyti fer hann einnig að
nýta biblíuleg efni í ljóð sín:
hann túlkar píslarvættistilfinn-
inguna, þá kennd sem leiðir til
fórna og auðmýkingar. En hann
fer ekki troðnar slóðir í þess-
um biblíuljóðum sínum eins og
sjá má á Ijóðinu „Biblíusaga með
tilbrigðum“ sem Magnús Asgeirs
son þýddi á sinn meistaralega
hátt: Þar segir:
Ég bauð fórn af akurgróða.
En eldinn minn
að um ljóðagerð Överlands, enda kynna sér verk Överlands, því
er hann þekktastur fyrir hana 1 að þrjár bóka hans hafa komið
og ljóð hans munu hvað lengst út í þýðingum. „Fögur er foldin“
kom út hjá Helgafelli 1948 í
þýðingu Helga Sæmundssonar rit
stjóra, „Framtíð smáþjóðanna"
þýðingu Guðmundar Hagalín
halda nafni hans á lofti. En
hann þreifaði einnig fyrir sér
sem leikritahöfundur. „Venner“
skrifaði hann 1917 og „Gi mig
dit hjerte“ Bæði leikritin þóttu
að mörgu leyti vel og fallega
skrifuð, en mál manna að þau
skorti mjög svo dramatíska
spennu. Meiri árangri náði Över
land sem smása'gnahöfundur og
nægir að benda á safnið „De
hárde fred“ 1916, „Deilig er jord
en“ 1923 og loks, „Gud plantet en
have“ 1931. f smásögunum koma
fram hinir sömu kostir og eigin-
leikar og prýða ljóð hans: form-
ið meitlað og l'etræn ögun, sem
forðast stóryrði.
Arnulf Överland kom til fs-
lands fyrir réttum tuttugu árum
á vegum samtakanna „Frjáls
rithöfundar kom út á sama for-
lagi árið eftir og loks greina
safnið „Milli austurs og vesturs“
í þýðingu Einars Ásmundssonar
árið 1949.
Með Arnulf Överland er horf-
ið mikið skáld og mikill baráttu-
maður. Fram á síðustu ár var
hann vakinn og sofinn að flytja
löndum sínum og öðrum er vildu
á hann hlýða, boðskap sinn.
Hann átti ekki samleið með öll-
um í skoðunum sínum, en flestir
munu efalaust meta ljóðræna
snilld hans og óþreytandi barátt
ukraft að verðleikum.
h. k.
TONLEIKAR:
Erlingur Vigfússon
Arnulf Överland
smáði Hann, því feitan frum-
burð
færði hinn.
Og mitt hveiti háðulega
höfnun fékk.
Þá með bróðurblóð á höndum
burt ég gekk.
Flakkað hef ég fjörutíu
friðlaus ár.
Lagzt í hálm og hundar sleikt
mín hrjúfu sár.
Klifið hvítra himinfjalla
heilög vé.
Sofið myrka nautnanótt
við nakin tré.
Freistað einveru undir brenn-
andi
auðnarsól.
Elskað heitt og hrasað stór-
um.
Haninn gól.
Hlaupið, drukkinn æsku og
ástum
af mér horn.
Mátt í prísund mínum fjend-
um
mala korn.
Fastað daga fjörutíu
um fjöllin auð.
• Fallið loksins fram í dýrkun
fyrir brauð.
Látið klæðum kasta á mína
konungsleið.
Hnigið örmagna undir krossi
einn í neyð.
Gengum vér í hópi hljóðan
hryggðarlund.
Og ég bað þá um að vaka
eina stund.
Og af laufi harmahöfgu
húmið draup.
Og þeir sváfu. Og minn kaleik
einn ég saup.
Daga tvo mig dvaldi í Helju
dauðans vín.
Á hinum þriðja hófst að nýju
hrakför mín.
f ljóðasafninu „Jeg besverger
dig“ sem út kom 1934 birti hann
allmörg baráttuljóð sín, svo sem
hið þekkta ljóð „Herren tok“
En bókin er fyrst og fremst
safn fagurra ástarljóða, viðkvæm
islegra og brennandi, þrungin
óróa og þrá, hamingju og sárs-
auka.
Hins vegar koma í næstu bók
hans „Den röde front“ öll þau
baráttuljóð hans, sem prentuð
höfðu verið í ritinu „Mot dag“
Flest eru þau ljóð bundin við
einstaka eða ákveðna atburði og
eru því talin hafa minna gildi.
En í þeirri bók eru einnig ljóð,
sem gædd eru stórkostlegum list
rænum einkennum, fyrst og
fremst hið hrífandi ljóð „Du má
ikke sove.“ (sjá ljóðaþýðingar
Magnúsar Ásgeirssonar 2. bindi)
Þar hvetur hann landa sína til
að vera á verði gegn blekking-
um og svikum nazismans, enda
hafði hann lengi verið hatramm-
ur andstöðumaður nazista og bar
izt gegn áhrifum þeirra með
oddi og egg. Þegar Þjóðverjar
hertóku Noreg gekk hann hik-
laust fram fyrir skjöldu svo að
enginn skyldi vera í vafa um,
hver afstaða hans var.
Ljóð eins og „Vi overlever alt“
„Til kongen“ og „17. maí 1941“
gengu manna á milli með leynd
og voru ekki prentuð fyrr en
að stríðinu loknu. I þessum Ijóð- :
um og fleirum spegluðust þær
tilfinningar, sem hrærðust í Norð
mönnum á þessum árum og ljóð
in áttu sinn þátt í að styrkja
trú fólksins og baráttuvilja. Sum
arið 1941 handtóku nazistar Över
land og sat hann í herbúðum
þeirra, lengst af í Sachsenhausen
fram til ársins 1945. En hann
sat ekki aðgerðarlaus í fangels-
inu, einnig þar fékkst hann viS
yrkingar. Einna fegurst ljóða
hans úr fangabúðavist hans er
þó ekki herskátt baráttuljóð,
heldur hið mjög svo persónulega
kvæði „Deilig er den himmel
blá“.
Atburðirnir í Rússlandi fyrir
stríð, samningurinn milli Hitlers
og Stalíns, áirás Rússa á Finn-
land hafði gert Överland frá-
hverfan Stalinismanum og fljót-
lega eftir að styrjöldinni lauk
beindi hann nú sverði sínu að
Sovétríkjunum og stefnu þeirra
„Det har ringt for annen gang“
og „Nöitralitet eller vestblok".
Hann lét flest mál til sín taka
á seinni árum sínum, hann varð
ákafur talsmaður ríkismálsins og
ýmsar nútímastefnur í ljóðllist
áttu ekki upp á pallborðið hjá
honum. í sumum ljóðum hans
fjallar hann um samtímaviðburði
ALLMÖRG ár, eru nú liðín, síð-
an Erlingur Vigfússon vakti
fyrst á sér athygli tónleikagesta
í Reykjavík fyrir óvenjulega
bjarta og fagra tenorrödd og
frjálsmannlega og einkar geð-
þekka framkomu á sviðinu. Pað
mun hafa verið á söngskemmt-
un hjá karlakórnum Fóstbræðr-
um, en með þeim starfaði hann
um ára'bil og kom oft fram sem
einsöngvari. Þótti hann þá þegar
mjög álitlegt söngvaraefni.
Síðan hefur hann skemmt mörg-
um víða um landið og á sviði
Þjóðleikhússins, og notið sívax-
andi vinsælda.
Að undanförnu hefur Erling-
ur verið við söngnám utanlands,
fyrst um tíma á Ítalíu, en nú
síðast á þriðja ár í Köln í Þýzka
lándi, en þar hefur hann jafn-
framt sungið fjölda smærri hlut
verka í hinni frægu Kölnar-
óperu. Um þessar mundir er
hann staddur í stuttri heimsókn
'hér heima og hélt fyrstu sjálf-
stæða tónleika sína í Reykja-
vík s.l. laugardag og sunnudag.
Fyrri tónleikarnir, sem undir-
ritaður var viðstaddur, hófust
með þremur gömlum ítö'skum
lögum. Af meðferð þeirra var
þegar Ijóst, að Erlingur hefur
mikið lært á undanförnum 2—3
árum; tök hans á viðfangs?;fnun-
um voru mun mýkri og listfengri
en oft var áður. Svipað mát'i
segja um flutning hans á 'jór-
um íslenzkum lögum og tvavm-
ur lögum eftir Grieg. sem vcru
næst á efnisskráni, En bæði í
íslenzku og norsku lögunutn
hefði þurft að vanda betur td
textaframiburðar, sem jafnan er
undirstaða allrar fulkommmar
í ljóðasöng. — Á síðari hluta
efnisskrárinnar voru fjögur lö?
eftir Richard Strauss og flokk-
urinn Zigeunermelodien (5 lör)
eftir Dvorák. Hér naut sín oezt
sú nýja kunnátta, sem Erlingur
hefur aflað sér í hinum þýzka
skóla, og var hér farið njög
fallega með margt. Eins og áður
er að vikið, hefur Erlingur tekið
mjög miklum tæknilegum og
listrænum framförum, er námL
hans er enn ekki lokið, og mun
það engum Ijósara en honum
sjálfum. Hann vantar enn au.kni
fyllingu og betra vald á efsta
hluta tónsviðsins, meira öryggl
í tónhæfni og ef til vill dýpri
innlifun og skilning á hinum ai-
varlegri viðfangsefnum. En a..I t
þetta stendur til bóta. og Erlina-
ur Vigfússon er tvímælalaust
einn hinn efnilegasti af ungum.
íslenzkum söngvurum.
Við hljóðfærið á þessum tón-
leikum var þýzkur píanóleikari,
E. J. Palmen, sem komið hafði
með Erlingi í þessa heimsóku,
óg fór hann vel og trúverð'ig-
lega með sitt hlutverk. Aðsóku
að laugardagstónleikunum vL;r
mun minni en átt hefði að vera
og vænta mátti, þegar í hlut a
listamaður, sem svo mi'klar von r
eru bundnar við. En undirtektivn
ar voru þeim mun betri. og
varð Erlingur að lokum að
syngja mörg aukalög.
Jón Þórarinsson.
8 alþjóölegir skák-
meistarar tefla í Rvík
ALÞJÓÐLEGT skákmót verður
haldið í Reykjavík dagana 29.
maí til 16. júní og munu 8 skák-
meistarar með alþjóðlega titla
taka þátt í mótinu, sem fer fram
í Tjarnarbúð. Mótið verður til
minningar um Willard Fiske,
sem var mikill íslandsvinur,
eins og kunnugt er, og áhuga-
maður um skák, og mun Lands-
bókasafnið í tilefni mótsins hafa
sýningu á skákbókum safnsins.
Samkvæmt upplýsingum Hólm
steins Steingrímssonar munu
átta skákmeistarar með alþjóð-
lega titla, taka þátt í mótinu:
Laslo Zabo, Wolfgan'g Uhlmann,
Vashucov og Taimanov, Ingi R.
Jóhannsson og Friðrik Ólafsson.
Einnig munu væntanlegir tveir
bandarískiir skákmeistarar, en
ekki er enn ákveðið hverjir þeir
verða. Getur jafnvel verið að
verði með aðeins 1 Bandaríkjam..
og hefur þá Júgóslavíumeistar-
anum Predrag Ostojic verið boð mannafélag
ið í stað hins, en hann hefur bikarinn.
sótt fast um þátttöku í mótinu
í stað hins.
Af íslendingum, sem bet a
ekki alþjóðlega titla hafa þessir
unnið sér rétt til þátttöku: Jón
Kristinsson, Leifur Jósteinsson
og Benóný Benónýsson. Tveir
þátttakendur úr íslandsmótinu
munu taka þátt í keppninni og
þrír, sem verða efstir í 6 manna
móti, sem teflt verður áður, en
alþjóðlega mótið hefst. Alts eru
keppendur 14 að tölu.
í Tjarnarbúð, þar sem mótið
fer fram mun verða bryddað
upp á þeirri nýbreytni, að sjón-
varpa leikjunum upp á efri hæð
hússins, þar sem mönnum mun
gefast kostur á að fylgjast með.
Þá mun og mótsdagana verða
stillt út í glugga Landsbankans,
að Lau.gavegi 77, veglegum bik-
ar ,em teflt verður um í firma-
keppni, er hefst 5. maí. Starfs-
Landsbankans gaf