Morgunblaðið - 03.04.1968, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 196«
Framhald ai bls. 32.
‘gera reglugerð um ökumæla í
bifreiðair, og með henni verði
heimilt að setja slíka ökumæla
í bifreiðar sem eru 5000 kg. eða
þyngri, þannig að þessar bifreið
ar greiði þungaskatt eitir því,
hver notkun þeirra er á vegun-
um. Þessa reglu hafa Norðmenn
tekið upp og hefur hún gefist
vel þar. Hér á landi hafa verið
gerðar tilraunir með slíka mæla
í nokfcrum bifreiðum sem vega-
'gerðin á og benda þær til þess
að ekki séu erfiðleikar að koma
mælum þessum fyrir. Þetta mál
þarf samt nánari athugunar við
áður en ákvörðun varður tekin.
Þá er einnig gert ráð fyrir
þvi, að á þungaskatti verði tveir
gjalddagar. Það er sá gjalddagi
sem nú gildir 1. maí og þá verði
greiddur sá þungaskattur sem nú
er í lögum, en síðar í sumar eða
1. júlí verði greiddur sá þunga-
skattur .sem lagður verður á til
viðbótar samkvæmrt þessu frum-
varpi. Þetta þykir eðlilegt, þeg-
ar þungaskatturinn er orðinn
það hár, eins og hér er um að
ræða.
190 mill.j. kr. hærri tekjur
1969.
Þetta munu þykja miklar álög
ur á umferðina, og vissulega er
það rétt, að hér er um allmiklar
upphæðir að ræða. Reikna má
með, að þessar nýju tekjur gefi
109 milllj. kr. á áriinu 1968, en
é heilu ári 1969 157 mállj. kr.
Auk þess má reikna með um
30 millj. kr. auknum tekjum á
árinu 1969 frá því, sem þær eru
1968 vegna fjölgunar bifreiða og
aukinnar umferðar. Verði þetta
frumvarp lögfest, verða tekjur
vegasjóðs 187—190 millj. kr.
hærri á árinu 1969 helidur en
þær eru nú samkvæmt gildandi
lögum ..Þetta kemur sér vitan-
lega vel, þegar farið verður að
semja nýja vegaáætlun í haust.
Benzínverð ekki hærra en í
nágrannalöndunum.
Þegar rætt er um að mikil
hækkun verði á benzíni, þunga-
skatti og hjólbörðum, er ekki ó-
eðlilegt að gerður sé samaniburð-
ur á hvað við greiðum fyrdx
þetta og hvað aðrar þjóðir þurfa
að greiða, Ef gjald þetta verður
lögfest, mun útsöluverð á benz-
íni hér verða 9.33 kr. — og okt-
antala benzínsins er 93. í Dan-
mörku er benzínverð 9,47 kr. —
okt. 90. í Noregi 9.67 miðað við
90 okt., benzín. í Svíþjóð er benz
ínverðið frá 9.82 kr. til 10.04,
þ.e.a.s. benzín með oktantölunni
87. í Vestur-Þýzkalandi kostax
benzínið 8.90 — 9.14 með okt.
91.
Af þessu má sjá, að benzín-
verð hjá okkur verður þrátt fyr-
sr þessa hækkun, talsvert lægra
heldux en í nágrannalöndunum.
Þungaskattur í þessum löndum
er álagður til samræmis við benz
ínverðið, eins og ætlazt er til,
að það verði hér með þessu frum
varpi. En fram að þessu hefur
dísilbílum verið ívilnað nokk-
uð í saman'burði við þá bíla sem
nota benzín.
21 millj. til undirbúnings-
framkvæmda.
Sem fyrr segir er reiknað með
að tekjuaukníng vegasjóðs af
þessum ráðstöfunum verði 109
nál'lj. kr. á þessu ári. Af því fé
fer 21 millj. kr. bil undirbúnings
hraðbrauta. Á sl. ári voru notað-
ar 7 rnillj kr. í þessu skyni, og
á yfirstandandi ári eir gert ráð
fyrir að verja 14 millj. kr. til
sama undinbúnings. Má þá
reikna með að enn þurfi að verja
nokkrum milljónum til lokaund-
iirbúnings og áætlunargerðar fyr
ir varanlega vegi, sem nú er tal-
að um allt að 300 km. vegalengd.
En þar sem ekki hefur verið í
vegaáætlunum áður fjarveiting-
ar vegna undirbúnings framkv.
er nauðsynlegt að afla fjár nú tii
að greiða þennan kostnað.
Það má e.t.v. segja að 21—28
millj. kr. sé há upphæð til und-
irbúningsframkvæmda. En það
er meginforsenda fyrir því að
hægt sé að bjóða þetta verk út,
og að unnt sé að fá hagkvæm
lán erlendis, að undirbúnings-
framkvæmda. En það er meg-
inforsenda fyrir því að hægt sé
að bjóða þetta verk út, og að
unnt sé að fá. hagkvæm lán er-
lendis, að undirbúningsfram-
kvæmdir séu vel unnar og það
verður heldur ekki imnt að gera
glögga grein fyrir því, hve mik-
ill kostnaður við þessar fram-
kvæmdir verður nema gerðar
séu nákvæmar áætlanir og mæl-
ingar.
21 millj. kr. vegna umfram-
greiðslna.
Þá er gert ráð fyrir samkvæmt
þessu frumvarpi að verja vegna
umframgreiðslna 1967, þ.e. um-
fram vegaáætlun til vegavið-
haida ,snjómoksturs, viðhalds-
og viðgerða vegna náttúruham-
fara 21 millj. kr. Eins og kunn-
ugt er, var sl. vetur snjóþyngxi
en oftast áður. Miklax skemmd-
ix urðu á vegum vegna náttúru-
hamifara og því óhjákvæmilegt
að eyða meiru fé vegna þessara
viðgerða heldur en var í gert
ráð fyrir í vegaáætlun.
Þá varð halli á brúargerðum
ársins 1967 um 2 millj. kr„ sem
stafar af því að þessd mannvirki
urðu nokkru dýrari heldux en
áætlað hafði verið í vegaáætl-
un.
Hækkuð framlög til viðhalds
vega.
Þá er til aukningar ráðstöf-
unar fjár 1968 á eftirtöldum lið-
um vegaáætlunar: Viðhald þjóð-
vega 17,3 millj. kr.; til brúa-
gerða 10 millj. kr, sem stafar af
því, að efni til brúagerða hefur
hækkað, svo og hefur einnig orð
ið kaupverðshækkun; til endur-
bóta á hættulegum stöðum, svo
sem blindbeygjum, blindhæðum
o.s.frv. 4 millj. kr. — eða sam-
tals 31,3 millj. kr.
Þá verður veitt til kaupsta'ða
og kauptúna, svo og til rann-
sókna og tilrauna við vega- og
gatnagerð 9,4 millj. og ennfrem-
ur teknar up fjárveitingar til
þriggja eftirtalinna vega: Til
Strákavegar, þ.e. til að ljúka hon
um og greiða skuld sem kom til
á sl. ári vegna hans 16,8 millj.
kr Til Ólafsfj arðarvegar 1 millj.
kr., og til Suðurfjarðarvegar 6,5
millj. kr., sem verður lokaáfangi
á þeim vegi. Samtals verða þetta
24,3 millj. kr. og ættu þessir lið
ir að geta fallið að mestu út, þeg
ar að loknu þessu ári, a'ð undan-
skildum vaxta- og afborgunar-
greiðslum af Strákavegi, ef fjár
til þess verður þá eki aflað á
framkvæmdaáætlun, eins og
stundum hefur áður verið gert.
Afskráning bifreiða
í sambandi við þungaskattinn,
er rétt að geta þess, að sam-
kvæmt núgildandi reglugerð er
heimilt að afskrá bifreiðar, og
leggja númerin inn hjá lögreglu-
stjóra. Hefur verið miðað við
þrjá mánuði sem lágmarkstíma.
Eg tel eðlilegt, að þessi tími
verði styttur þannig, að afskrá
mætti bifreið, þó að númerin
stæðu ekki inni nema um mán-
aðartíma. Þetta gæti komið sér
vel fyrir bifreiðaeigendur, sem
hafa tímabundna atvinnu.
110 millj. kr. til hraffbrauta 1969
Reikna má með að ráðstöfun-
arfé vegasjóðs 1969 verði 530
millj. kr. Með því að gera laus-
lega áætlun um það, hvernig því
veröi ráðstafað, mætti gera ráð
fyrir því að til ráðstöfunar til
hraðbrauta yrði 110 millj. kr. og
miðað við núgildandi .áætlun
mætti reikna með, að stjórn og
undirbúningur vegamála 1968
væri 17,7 millj. kr., en 20 millj.
kr. 1969. Viðhaldskostnaðurinn,
sem er í vegaáætlun 1968 145,2
millj. kr. yrði 170 millj. kr. 1969.
Nýjar framkvæmdir í vegaáætl-
un 1968 eru 106,3 millj. kr., en
yrðu þá samkvæmt þessu 262
millj. kr. 1969. Sýsluvegasjóðir
13,3 millj. kr. 1968 en 15 millj.
kr. 1969, vegir í kaupstöðum og
kauptúnum 42,8 millj. kr. 1968
en 51 millj. kr. 1969, véla- og
áhaldakaup 15 millj. kr. 1968 en
20 millj. kr. 1969 og til tilrauna
1,7 millj. kr. 1968 en 2 millj. kr.
1969.
Fé til nýrra framkvæmda
eykst um 130%
Þessi lauslega áætlun sýnir
hváða möguleikar verða fyrir
hendi með þessum auknu tekj-
um. Eftir að henni eykst fé til
nýrra framkvæmda um nálægt
130%, og fari 110 millj. kr. til
hraðbrauta af þessu fé, verða til
annarra nýrra framkvæmda en
hraðbrauta 152 millj. kr„ en það
er hækkun um 65 millj. kr. frá
því sem nú er.
Auk þeirra 530 millj. kr. sem
áætlaðar eru sem tekjur vega-
sjóðs á árinu 1969, eru nokkrar
vegaframkvæmdir utan vega-
sjóðs. Þar er til að nefna vegi
samkv. Vestfjarðaáætluninni og
veg um Kópavog sem fyrirhug-
að er að ráðast í, — þannig, að
tæpar 6 hundruð millj. kr. yrðu
til ráðstöfunar og framkvæmda.
Lækkandi vaxtagreiffslur
vegna Reykjanesbrautar
Afborganir og vextir lána á
vegum vegasjóðs, sem tekin
verða til ársloka 1968 nema 64,8
milj. kr. Fara þessar greiðslur
ört lækkandi. Mesta upphæðin
er, eins og verið hefur, til Reykja
nesbrautar, en í athugun er að
lengja þau lán sem á henni
hvíla og létta á þann hátt árleg-
ar greiðslur vegna þeirrar skuld-
ar. Þessi lán og vaxtagreiðslur
sem af þeim stafa léttast nú með
ári hverju og ættu ekki nú á
næstunni að verða til þess að
skerða framkvæmdir á vegum
vegasjóðs að ráði.
Taktnarkanir á lántökum
Margir alþingismenn mæla ein
dregið með því, að áfram verði
haldið að vinna fyrir lánsfé og
ætla ég ekki út af fyrir sig að
draga úr því. Það verður þó að
gera sér grein fyrir, að takmörk
eru á því, hversu há lán má taka
til vegagerðar til þess að þau
verði ekki fjötur um fót síðar
og hindri nauðsynlegar fram-
kvæmdir.
Eins og kunnugt er, verður
að semja nýja vegaáætlun á
næsta hausti og mun hún gilda
til fjögurra ára. Kemur því til
kasta Alþingis um það, hvort
ráðlegt þykir að auka tekjur
vegasjóðs meira heldur en hér
er lagt til, með einhverjum leið-
um.
Ég tel hins vegar rétt að vekja
athygli á því, að fyrir það láns-
fé sem tekið hefur verið, hefur
verið unni'ð að undanförnu að
stórframkvæmdum, sem lengi
hafa beðið. Þar er um ræða mikl
ar framkvæmdir á Vestfjörðum
samkv. Vestfjarðaáætluninni og
auk þess má nefna Strákaveginn,
Múlaveg, Ennisveg á Snæfells-
nesi og Reykjanesbraut. Þá hef-
ur og verið lokið við smíði fjölda
stórbrúa á síðustu árum.
Margt af þessum framkvæmd-
um hefur verið unnið fyrir láns-
fé, en þær byrðar sem þannig
hafa skapazt, fara minnkandi ár
hvert, eins og vikið var a'ð áð-
ur.
Verkefnin eru mörg
En þrátt fyrir þau miklu verk-
efni sem lokið er við, eru mörg
aðkallandi framundan. Það þarf
enginn að draga í efa, að það er
þjóðhagsleg nauðsyn að ráðast í
að gera hraðbrautir út frá
Reykjavík upp í Borgarfjörð og
austur í Rangárvallasýslu og veg
inn út frá Akureyri. Hitt liggur
jafn ljóst fyrir a'ð til þess að
hægt sé að hrinda þessu í fram-
kvæmd þarf fjármagn. Þess fjár
verður að afla með beinum fram
lögum og að nokkru með lánum.
Reiknað hefur verið með, að
hraðbrautaframkvæmdirnar á
áðurnefndum stöðum mundu
verða um það bil 300 km. vega-
lengd. Me'ðan áætlunargerð er
ekki lokið, er ekki sýnt hvað
það muni kosta. En hægt er að
gera sér að nokkru grein fyrir
því hvað þessar framkvæmdir
eru stórar, þótt nákvæm kostnað
aráætlun liggi ekki fyrir.
Ef dæmi'ð er hugsað þannig,
að hver km. af þessum vegi
kosti að meðaltali 5 millj. kr„
er hér um 1500 millj. kr. að
ræða. Nú er það vita’ð, að Al-
þjóðabankinn hefur lánað til
vegagerðar til ýmissa landa, m.a.
tvisvar eða þrisvar til Finnlands.
En hámarkslán bankans hefur
verið 40% af framkvæmdakostn-
aði, svo fyrir liggur að viðkom-
andi verður að útvega 60% af
kostnaðinum. Von er því til, að
ef verk þetta kostaði 1500 millj.
kr. væri unnt áð fá allt að 600
millj. kr. í Alþjóðabankanum til
verksins. Þá eru 900 millj. kr.
sem þarf að útvega innanlands,
og sjá menn af þessu hversu
mikið fjármagn er um að ræða.
Ef dæmið er hugsað þannig,
að framlag vegasjóðs til þessara
framkvæmda væri helmingur, og
útvegað væri 10% að láni innan-
lands, væri framlag sjóðsins til
framkvæmdanna á byggingar-
tíma 750 þús. kr. Þessar tölur
eru aðeins nefndar sem dæmi,
en gætu alveg eins verið aðrar.
Um það er ekkert hægt að segja
á þessu stigi málsins.
En ef hver km. kostar 5 millj.
kr. og útvega ætti féið á fimm
árum, en framkvæmdatíminn
gæti eins orðið talsvert lengri,
mætti hugsa sér að 110 millj. kr.
kæmu fyrsta árið, annað árið 125
millj. kr„ þriðja árið 145 millj.
kr„ fjórða árið 175 millj. kr„ og
fimmta árið 195 millj. kr. Ástæð-
an til þess, að ég hef minnstu
upphæð fyrsta ári'ð er sú, að tekj
ur vegasjóðs vaxa sjálfkrafa á
hverju ári um 30—40 millj. kr.
Möguleiki á útboffum fyrri
hluta árs 1969
Það liggur Ijóst fyrir, að áætl- j
unargerð verður ekki tilbúin
fyrr en á árinu 1969 og er það
þvi í fyrsta lagi, að hægt sé að
bjóða út vissa áfanga í ársbyrj-
un 1969 sem þýða mundi að
hægt veröi að hefjast handa um
framkvæmdir skömmu síðar.
Það er vitanlega sjálfsagt að láta
fara fram útboð á alþjóðavett-
Á ALMENNUM fundi tónskálda,
sem haldinn var í Reykjavík 21.
febrúar s.l„ var formlega gengiff
frá stofnun íslenzkrar tónverka-
miðstöffvar. Hlutverk miffstöffv-
arinnar er útbreiðsla og kynning
íslenzkra tónverka, eldri sem
yngri, á erlendum sem innlend-
um vettvangi. Slíkar tónverka-
miðstöffvar hafa starfaff í ná-
grannalöndunum um árabil, og
þótt vinna menningarlífi þar
ómetanlegt gagn.
Hér á landi hefur stofnun tón-
verkamiðstöðvar verið í undir-
búningi nokkur undanfarin ár,
þó að ekki yrði hún að veruleika
fyrr en nú. Var nauðsyn hennar
orðin mjög tilfinnanleg, þar sem
útgáfa íslenzkrar tónlistar er
ekki fyrir hendi svo heitið geti,
en áhugi fyrir íslenzkri tónlist
fer vaxandi erlendis, jafnframt
og æ fjölbreyttara tónlistarlíf
þróast hér heima. Skortur á not-
hæfum nótum, prentuðum eða
fjölrituðum er slíkur, að oft
verða íslenzk tónskáld að sitja
af meðalstórum tónverkum
hljómleikum, enda er kostnaður
við gerð t.d. hljómsveitarradda
af meðalstórum tónverkum
meiri, en að einstaklingar (þ.e.
tónskáldin sjálf og upp á eigin
spýtur) geta staðið undir svo að
nokkru nemi. Er hlutverk tón-
vangi og gera tilraunir til að fá
nauðsynlega samkeppni í boðum
í þessi verk. Slíkt tryggir að hag-
stæðari tilboð fást en ella.
Efflilegt aff lækka tolla
á varahlutum
Segja má, að nauðsynlegt sé
a'ð sem flestir geti veitt sér það
að eiga bifreið — það tilheyrir
aðeins starfi mannsins í nútíma-
þjóðfélagi. Þess vegna er það
eðlilegt, að hvenær sem mögu-
legt er, verði lækkaðir tollar af
varahlutum til bifreiða, af bif-
reiðahjólbörðum svo og leyfis-
gjöld af bifreiðum. Leyfisgjöld-
in voru lækkuð sem kunnugt er,
vi'ð síðustu áramót úr 125% í
90%, og er það vissulega spor
í rétta átt. Það er mikilvægt fyr-
ir bifreiðaeigendur ef hægt væri
að lækka tolla af varahlutum og
leyfisgjöldin, þar sem það mundi
þá einnig stuðla að því að end-
urnýjun bifreiðanna færi fram
með eðlilegum hætti og örar
heldur en átt hefur sér stað hér
á landi. Frá þjóðhagslegu sjónar-
miði er stórhagnaður a'ð geta
skipt um bifreiðir áður en þær
eru orðnar alltof gamlar og dýr-
ar í rekstri.
Stórkostleg aukning
í framkvæmdafé
Að lokum sagði ráðherra: Þeg-
ar frumvarp þetta var í undir-
búningi og við könnun þess
hvaða tekjur það gæfi, kemur í
ljós, að framkvæmdafé til vega-
gerðar hefur aukizt um nærri
700% frá því, sem vegaféið var
1958. En á þessum tíma hefur
vegagerðarkostna'ðurinn hækkað
um nálægt 100%. Rétt er að
oft hsyrast þær raddir sem segja
að ríkisstjórnin hafi ekki staðið
fyrir sínu í þessum málum. Allir
geta vitanlega óskað eftir að
framkvæmdir hefðu verið meiri
og örari, en þær hafa verið. En
þegar það er metið sem gert hef-
ur verið á undanförnum árum,
er ekki hægt að segja, að ríkis-
stjórnin hafi ekki gert sér grein
fyrir nau'ðsyn á uppbyggingu
vegakerfis og að hún hafi ekki
á þessum árum stuðlað að því að
j aflað væri fjár til vegafram-
kvæmda, meira en áður hefði ver
ið. Með fyrirhuguðum hrað-
brautaframkvæmdum er ríkis-
stjórnin nú að undirbúa stærsta
átakið í vegamálum, sem nokk-
urn tíma hefur koihið til tals hér
á landi, sagöi ráðherra að lok-
um.
verkamiðstöðvarinnar því m.a.
að sjá um að kosta eftirgerð og
dreifingu íslenzkra tónverka,
með endurritun þeirra, ljós-
myndun, fjölmyndun, prentun
og öðrum slíkum aðferðum.
Fyrst í stað verður lögð áherzla
á að sinna þörfum-innlendra að-
ila, hljómsveita, kóra, lúðra-
sveita og annarra, sem áhuga
hafa á að flytja íslenzka tónlist,
að ógleymdum skólum, bæði sér-
stökum tónlistarskólm og barna-
og unglingaskólum, sem hafa
tónlistakennslu innan sinna vé-
banda.
Á vegum miðstöðvarinnar er
fyrirhugað innan skamms, út-
gáfa almenns upplýsingarits um
íslenzka tónlist og tónlistarlíf,
en fréttabréf um starfsemi mið-
stöðvarinnar og aðila, sem hún
er tengd, munu koma út a.m.k.
tvisvar á ári. Þessar útgáfur
verða á íslenzku og ensku, og að
líkindum einu norðurlandamál-
anna.
Allir þeir aðilar, einstaklingar,
félög og stofnanir, sem áhuga
hafa á íslenzkri tónlist, geta í
framtíðinni leitað til íslenzkrar
tónlistaverkamiðstöðvar, Hvefis-
götu 39, um upplýsingar og fyr-
irgreiðslu um nótnakaup og
leigu.
Framhald á bls. 30
islenzk Tónverka-
miðstöð í Reykjavík